Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 15. desember 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Sími ritstjómar: 13496- — Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 20.00 — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. Sjónvarpspersónuleiki - nýtt andlit stiórnmólamanna Það er orðið augljóst mál, að sjónvarpið er nú orðið, og á eftir að verða, í æ ríkara mæli einn áhrifamesti þáttur í póli- tísku lífi þjóðarinnar. Hinir einstöku þættir þar sem stjórnmála- menn hafa leitt fram hesta sína sýna glöggt, að þessi þróun er með öllu óumflýjanleg. Áhorfendur þessara sjónvarpsþátta hafa þegar, almennt, látið í Ijós álit sitt um getu og hæfni ein- stakra stjórnmálamanna eftir frammistöðu þeirra í skoðana- skiptum í sjónvarpssal. Margir, sem áður voru dýrlingar, eða lítt eða ekki þekktir, hafa orðið annað af hvoru heldur fákænir, baráttudeigir tilgerðarmenn eða harðir, ákveðnir og vígfúsir baráttumenn, jafnvel hugsuðir. Þá fer það heldur ekki milli mála, að stjórnmálamaðurinn frá fyrri dögum, sá, sem barðist við mótherja á almennu mann- þingi, getur ekki lengur stuðzt við þá hæfileika sem þá komu ;að góðum notum. Jafnvel útvarpsumræður um þjóðmál eru furðu sviplitlar miðað við sjónvarpsumræður, næstum svip- minni en „þingfundir" sem haldnir eru í sveitum og þorpum. Þingmennirnir okkar í dag verða að ala með sér og móta alveg nýjan og óvæntan persónuleika, sjónvarpsmanninn. Sjálf persónan verður að ná til áheyrenda bæði í orði og út- liti, verður að lýsa af einhverjum hæfileikum og sjarma, sem ekki er auðvelt að skilgreina, en er þó til staðar og næstum „áþreifanlegur". Gamla týpan, á sveitar- og bæjarfundum, sem ók eér og klóraði, snýtti sér og bauð í nefið, gekk milli manna og hugði að sprettu, heyskap, skepnuhöldum og veðri, er ekki lengur við lýði. I stað hans er kominn alveg spánnýr maður, „sjón- varpsgullið", persónuleikinn, sem „úðar" af töfrum, heims- mennsku svipbrigðum og allskyns leikbrögðum, líkt og sviðs- leikarinn býr yfir. Þetta er nýtt hlutverk, og þegar hefur sýnt sig, að það er ekki öllum hent að bregða fyrir sig töfrabrögð- um sjónvarpsmennskunnar. Þau eru nokkur dæmin, að annars ágætir þingmenn, raddgóðir menn og, sumir, þarfir menn, hafa „fallið" á framkomu sinni í sjónvarpi. Enn önnur dæmi eru um það, að menn hafa, verðskuldað eða óverðskuldað, unnið sig í álit sem mjög frambærilegir persónuleikar, en voru áður aðeins útvarpsraddir eða máske þokkalegir ræðu- menn heima í héraði. Þingmenn eða stjórnmálamenn, almennt, verða ekki lengur eign sýslu sinnar eða kjördæmis. Þeir, sem eitthvað komast upp stiga stjórnmálanna, veða alþjóðareign og metnir líkt og bændur meta þrifafé og væna sauði, eða útgerðarmenn góðfiskinn gegn tindabykkjunni. Þessi nýju viðhorf eru ekki „bundin" íslandi einu. Um allan heim skiptir líku máli. Ástæðurnar eru ótölulegar. Menn muna máske hvernig, í gamla daga, að frægar og elskaðar film- stjörnur, misstu vinsældir sínar — og atvinnu — með tilkomu talmynda, en nutu bæði fjár og feiknaálits úr þöglu myndun- um, ÁÐUR en röddin kom til. Þessu er líkt farið í sjónvarpi og fullyrða má, að þar gilda sömu lög í meginmáli. Þingmaður, sem nokkuð vill komast áfram, verður að læra nýja siði, jafnvel grípa til bragða til að leyna útlitsgöllum fyrir hörðum og miskunnarlausum dómi sjónvarpsvélarinnar. Við- brögð manna hafa verið misjöfn. Til eru þeir, sem enn nýta gamla sjónarmiðið, telja öll brögð til að bæta útlit sitt eða þroska hjá sér þekkilegan persónuleika á þessu nýja sviði, svik ein og pretti. Þessir gömlu snýtuklútafulltrúar, eru að vísu hverfandi, en til eru þeir. Sjónvarpið er nytsamt tæki og því tekst eflaust að uppræta allskyns fauskamennsku og alda- gamla sveitaómennsku, sem hér hefur riðið þökum undir þeim gerviafsökunum, að það sé íslenzkt að lubbast um, mæla fram í lélegum ferskeytlum, heyja endalausa baráttu við sápu og hreinlæti, byggja allt sitt á hótfyndni baðstofubrandara, tað-literatúr og fjósmennsku almennt. Væntanlega verður það meðal hinna mörgu blessana sjón- varpsins, að upp rísi litríkir, nýtízku, skemmtilegir og eftir- minnilegir persónuleikar á sviði stjórnmála. Sjónvarpið sjálf vinsar þá úr, sem þjóðin ekki vill. Lotus: há-erótískur, en . . . í hvaða bíl er bezt að elskast? —- Vikublað í Englandi mælir með VW Variant Erlend stórblöð gera mikið af því að prófa bílategundir á ýmsa lund bera saman hve endingargóðir þeir séu, hve hratt þeir komist, hve marga farþega, hve mikinn farangur þeir rúmi, hvernig fari um mann í þeim, hve miklu benzíni þeir eyði o.s.frv., o.s.frv. Líklega hefur þá aldrei fyrr farið fram samskonar bílakönnun og brezka vikuritið „Sunday Times" lagði í fyrir skömmu er það fékk ungri blaðakonu sinni það verkefni að prófa bílategundir með tilliti til þess, hve þægilegt væri að elskast í þeim. „Getur ungur maður orðið Rómeó í Alfa Romeo?“ spurði brezkur dómari nýlega fyrir rétti í nauðgunarmáli og efaðist um framburð viökomandi kven- manns- Spumingin varð tilefni mik- illa bollaiegginga á ritstjóm hins brezka vikublaðs, „Sunday Tim- es“, sem enduðu með því að blaðakonan Jilly Cooper, 25 ára, ljóshærð og sexí, var send út til að prólfa bílategundir frá alveg nýju sjónarmiði: hve vel þeir hentuðu til ástaleikja, — hve auðvelt væri að tæla í þeim ung- ar stúlkur. Hér kemur sv'o niður- staða Jilly Cooper, en hver aðstoð aði hana við tilraunirnar, vill hún ékki láta uppi. Lotus Europa: I honum liggur maður fremur en situr og verður að viðurkenna að stellingin er háerótísk, en yfirbygging drif- skaftsins er svo há, að hún skilur mann að, rétt eins og maður væri hvort í sínu eins manns rúmi. Að innan er Lotusinn svo lítill, að jafnvel framtakssömustu sex- íþróttagæjar hljóta að yfirbugast- Hitt veröur að segja Lotusnum til hróss, að hann er upplagður til að njóta útsýnis, — skvísur í pínupilsum verða að beygja sig helmingi meira en í öðrum bílum til að komast inn eða út- CadiIIac Eldorado: í hbnum er enginn drifskaftsveggur framí- Við umferðartafir getur því öku- maðurinn óhindrað gæit við fæt- ur sessunautarins. Með því að ýta á happ, lokast gluggamir, sé ýtt á annan, lokast dymar, og stúlka, sem ekki þekkir Cadiliac- inn kemst úr þvx ekki út. En þar sem framsætið nimar í hæsta lagi tvo liggjandi dverga er ekkert pláss til að forfæra stúlkuna og snökktum skárra að fara út í skóg eða á „Riorchester-Hotel“. Rover 2000: 1 auglýsingunum er þessari tegund lýst, sem bílnum er flestar konur óski sér, að mað- ur þeirra alki- Og það gera þær á- reiðanlega bara af því að það er næstum ómögulegt að afvegaleiða neinn i Rovernum. Afturí er plássið ekki nóg og þótt leggja megi framsætin niður skilur risayfirbygging yfir drifskafltið ökumanninn frá fórnarlambi sínu svo og rosaleg handbremsa sem hrednlega væri hægt að gelda sig á! E-Type Jaguar: Hann er viljandi byggður með skökulslagi og blátt áfram stelpuveiðarinn. En al- veg eins og í Lotus Europa er nærri ómögulegt að forfæra í honum- Enn er það drifskafts- gangurinn sem skilur mann að- Þeir framtakssömustu gætu þó notazt við húddið eða faranguns- geymsluna, sem hægt er að stækka með því að leggja sætis- bakið fram- Þá er pláss fyrir tvo sé þeim sama þótt fæturnir standi útúr, sem er þó heldur óþægilegt á vetuma. Blaðakona „Sunday Times“ prófaðd náttúriega fyrst og fremst brezka bíla, en hindranir eins og drifskaftsyfirbygging, garsteogur og handbremsur eru Iíka t.d- í Ford, Opel, Skoda, BMW, Porsche og venjulegustu gerðinni af V'olks wagen- Og svo eru það tveir smávagn- anna, sem Jilly Cooper prófaði- Mini-Cooper (sérsmíði Radiford verksmiðjanna); Lítur ljómandi út, en frá okíkar sjónarhorni get ur hann varla verið freistaodi fyrir nokkurn tælara. Sætin eru of lítil og of langt á milli þeirra og jafnvel þótt baksætin séu lögð niður er þar ekki nóg pláss til ástríðufullra samskipta. Fiat 500: Framanáséð kemur hanm manni til að hugsa um spennandi Itala sem þenur út brjóstkassann- En þótt hægt sé að leggja sætin alveg niöur skilur gírstöngin mann að- Eini mögu- leikinn er að opna þakið, standa uppréttur og horfa út eíms og í skriðdreka meðan maður gefur sdg ástinni á vald. Sjálfsagt gott fyrir Cadillac: stelpuv'eiðarinn Rover: geldingarhcetta Jagúar: á húddinu? Mini-Cooper: gjörómögulegur Fiat 500: hara standandi Rolls-Royce: „Love-in" partí íyrrverandi eyðimorkursoldáta- Rolls-Royce Phantom VI. Þetta er reglulegur ástríðuvagn, — eins mikill ástabíll og hægt er að óska sér- Afturí er nóg pláss fyrir „Love-in“ með kokkteilpartíi- Bar með fjórum glösum, tveim flösk- um og upptakara tryggir stemn- inguna. Auk þess eru í honum tveir speglar, svo herrann geti fylgzt með því að hár hans sé vel greitt og hylji skallann- Með því að ýta á hnapp má slökkva Ijósin, loka gluggunum og aðskilja bíl- stjórann frá parinu með sjálf- virku skilrúmi. En hver hefur svo sem efni á Rolls-Roce? Af öllum bílum sem „Sunday Times“ blaðakonan prófaði ná- kvæmlega fann hún aðeins einn, sem henni fannst bæði hentugur og á viðráðanlegu verði, — Volks- FramhaJd á 6. síðu Fréttaritari „Sunday- Times", Jilly Cooper í ,hentugasta" farartækinu, VW Variant. ' , -•

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.