Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 15.12.1969, Blaðsíða 8
úr EINU Aðalstræti lagfært — Oslóartréð — 8% álagning. 10% af- sláttur — Fráskilda frúin — Nytsemi sjónvarpsauglýsinga — Mikið „lagt í“ — JÆJA, ÞÁ BEYGÐI Geir borgarstjóri sig og al-opnaði Aðal- stræti, eftir að hafa skammarlega lengi lokað hálfri götunni. Spurningin er sú: hversvegna var þessi lokun látin gilda svona lengi? Auðséð er, að hún var með öllu óþörf. Menn grunar, að þetta sé eitthvað í sambandi við borgarstjórnar- kosningarnar í vor, því borgaryfirvöldin auglýsa nú talsvert ört góðgerðir sínar í garð okkar borgarbúa, og má vera, að við látum hann halda stöðunni áfram, ef svona „góðgerðir" verða bornar fram, öllum okkar í hag. Áfram Geir, það mun- aði svo anzi litlu um síðustu kosningar. ★-------------------------- ÞAÐ UNNU 11 — ellefu — fílefldir menn við það að koma upp Olsóartrénu við Austurvöll, auk lyftustjóra og verkstjóra. Þykir þetta hið mesta afrek. Vonandi láta þó borgaryfirvöldin ekki svona áberandi bruðl halda áfram, því þótt þetta sé hagn- aður nokkurra verkamanna, þá er hér jafnframt enn eitt dæm- ið um ofrausn borgarinnar í heldur neikvæðum skilningi. ★-------------------------- ÞAÐ ER okkur og fleirum alveg óskiljanlegt hvernig fyrirtæki hér í borg, sem eru sífellt kvartandi og kveinandi um órétt- læti í sambandi við leyfðar álögur á vörur þeirra hafa efni á því að ganga milli starfsmannahópa hjá ýmsum fyrirtækjum eða opinberum starfsmönnum og bjóða 10% afslátt af vörum þeim, sem þeir mega leggja 81/2—10% á. Þetta kemur illa heim. Sumir kaupmenn skýra þetta svo, að þessi „viðskipti" stafi einungis af örvæntingu, aðrir skilja þau alls ekki. Eitt er vist. Þessi ,,örvænting“ beinlínis skaðar kaupmannastéttina í heild, smákaupmenn, sem gera þetta að venju hjá sér hrein- lega gera kröfur kaupsýslumannastéttarinnar um réttlátari á- lagningu að athlsegi.",n ...... ★-------------------------- EIN AF FRÚNUM okkar fráskildu var á hinni árlegu ferð sinni á Spáni s.l. haust. Frúin er talin létt á kostum, en bráðfalleg, kát og fjörug, jafnvel orðsnjöll. Á Spáni hitti hún miðaldra mann, sem hreifst mjög af glæsimennsku hennar og „vina- hótum", bauð henni út o. s. frv. Dag einn á aðalgötunni í Mad- rid féll blað af tréi um leið og þau gengu framhjá, og greip hinn aldni, hrifni elskhugi lauf blaðið og rétti þeirri fráskildu. Hún setti upp sitt breiðasta bros og leit á hann hunguraugum um leið og hún sagði: „Þakka þér kærlega, það er svo agalega sjaldan, sem herrar gefa mér alklæðnað". ★-------------------------- ÞÓTT sjónvarpsauglýsingar séu ákaflega gagnsmiklar, al- mennt, telja þó margir bókaútgefendur þær miklu áhrifaminni en búizt var við. Ástæðan, segja þeir, er einföld. Bókakaup eru nú einu sinni þannig, að menn vilja lesa eitthvað um efni bókanna, hafa tima til að hugsa sig um áður en kaup eru á- kveðin á hverri bók. Þessvegna segja þeir, að sjónvarpsaug- lýsingarnar séu ekki nærri eins áhrifamiklar og blaðaauglýs- ingar þar sem væntanlegir viðskiptavinir geti ,,spekúlerað“ í ró og næði um hvaða bók þeir ætla að klófesta nú á vertíð- inni. ★--------------------------- TALSVERT mun vera um það, að margir hafi „lagt í“ fyrir hátíðarnar og ætli sér að drekka heimaunnið um jólin. Þetta er gamalt þjóðráð og hentugt þeim, sem ekki hafa of mikil auraráð. Gamlar uppskriftir ganga nú kaupum og sölum, stóru glerílátin, sem brúkuð voru undir ýmsan innfluttan lög eru ó- fáanleg enda mjög hentug fyrir sterka ölið. Ef ísland byggi ekki við úreltar hugmyndir ætti að leyfa lærðum sérfræðingum ölgerðanna að brugga og selja; áfengt öl á jólum og páskum. Jafnvel ríkisstjórninni myndi fyrirgefast margt, ef hún sýndi á sér mannlegu'hliðina. Mánudagur 15. desember 1969 Ýmsar bœkur frá Iðunni Svavar skánar — Leti og kröfuleysi — Erlent efni — — Fábreytileg fréttaþjónusta — Tækniskortur— Elín og Aðalbjörg Eins og hér var spáð batnaði þáttur Svavars Gests nokkuð í ann- arri tilraun hans. Svavar sjálfur var rólegri, öruggari, en þó gætti dá- lítið þess, að hann fékk „snert" af útvarpinu sínu, greip til bragða sem máttu heyrast en ekki sjást. Gallar á þættinum í heild voru hins vegar margir. Hljóðneminn er vandmeðfarinn og lýtti talsvert framkomu ungrar söngkonu er hún héJt honum fast að munni sér og hálf-faldist bak við hann, þótt smár væri. Myndavélin elti bak „gests- ins" er hann kom á sviðið, eins og ekki mætti skipta á aðra vél og sýna einhvern snefil af „showman- ship" í þeim efnum. Svona atriði, þótt smá séu, eru nokkuð stór og sýna glöggt hve langt er enn í Iand. Þáttur þeirra Ingu Þórðardóttur og Bessa Bjarnasonar gaf talsvert tilefni til fyndni og glettni, en þar skeikaði svo alvarlega, að raunar var furða að jafnvel Svavar, sem stjórnandi, sæi þar ekki missmíði. Gríntilefnið var nóg. En það var algjörlega óunnið, kastað til þess höndum svo, að jafnvel hæfileikar Bessa runnu út í sandinn. Hér er engu öðru að dreifa en óvandvirkni og leti hlutaðeigenda. Reynt var að grínast með ensku og þýzku kennzluþættina, en það fór í vask- inn. Bessi talaði ýmist hrognamál eða hreina íslenzku og Inga hjálp- aði síður en svo upp á sakirnar. Höfundur efnisins, hver sem hann er, vann lítt eða ekki úr efni, sem gaf tilefni til mikils og leikararnir gerðu hvorki kröfur til sín né á- horfenda Svona vinnubrögð eru ó- fær og ósæmandi. ★ Nú er tekinn upp sá siður að gera þulurnar manniegar. Það er ágætt og sjálfsagt, en um of má „stíla" inn á barnatímann með kynningum eins og „nú fáum við að sjá ... " o. s. frv., sem er á- berandi, einkum hjá Bryndísi Schram, sem annars hefur unnið sig í gott álit. ★ Erlendu málefnunum fer hrak- andi. Efnið er fábreytt og oft frem- ur þunnt, sumt algjörlega út í hött. Þátturinn ætti að hafa úr nógu að velja, og mætti stjórnandi hans, upplýsa okkur um meira af lifandi málum, en til þessa. Gaman væri að fá upplýst hvort Framhald á 6. síðu Bókaforlögin Iðunn, Hlaðbúð og Skálholt, sem rekin eru undir einni stjórn, gefa út um tuttugu bækur samtals á þessu ári, en meðal þeirra hafa blaðinu borizt. 2. bindi af ritverkinu Vér ís- lands börn eftir Jón Helgason, flyt- ur efni af sama toga og fyrri bæk- ur höfundarins: frásagnir af ís- lenzkum örlögum og eftirminni- Iegum atburðum, sem reistar eru á traustum sögulegum grunni og ýt- arlegri könnun margvíslegra heim- ilda. Einnig kemur út annað bindi af endurminningum Snorra Sigfús- sonar, fyrrum skólastjóra og náms- stjóra, Ferðin frá Brekku. Segir þar frá skólastjóraárum hans á Flateyri, störfum á ísafirði og mönnum og málefnum víðar um Vestfirði. Þá er ný bók eftir Jón Óskar rit- höfund, Vundnir snillingar. Segir þar einkum frá þeirri nýju kynslóð skálda, sem yar að koma fram á sjónarsviðið á styrjáldarárunum síðari, mönnum, sem höfðu til- einkað sér nýtt form og ný við- horf. Jón Óskar getur í þessari bók fjölda manna, margra þjóð- kunnra, og að sjálfsögðu einkum skálda og rithöfunda, þótt fleiii komi einnig við sögu. Jörð í álögum, þættir úr byggð- um Hvalfjarðar, nefnist bók eftir Halldóru B. Björnsson. Hafði hún nýlokið við að leggja síðustu hönd á bókina, er andlát hennar bar að höndum á s.l. hausti. í bókinni eru m.a. þættir um skáldin frá Mið- sandi, Einar Ólafsson í Litla-Botni og afkomendur hans og um álögin á Litlasandi- Ut eru komnar fjórar náms- bækur: Drög að lestrarfrceði, eftir Birte Binger Kristiansen í þýðingu Jónasar Pálssonar sálfræðings. Kennslufrceði, eftir Jon Naes- lund, í þýðingu Guðrúnar Ólafs- dóttur Kennaraskólakennara og Sigurðar Gunnarssonar æfinga- kennara Kennaraskólans. Höfund- urinn er kennari í uppeldisfræði við Kennaraháskólann í Stokk- hólmi. Framangreindar tvær bækur eru jafnframt hugsaðar sem handbæk- ur fyrir starfandi kennara. Þriðja bókin er Hagrcen landa- frceði eftir Lýð Björnsson verzlun- arskólakennara. Bætir sú bók úr algerum skorti á námsbók um mannkynið, lífskjör þess og at- vinnuvegi, þ.e. liina hagrænu Iandafræði, sem er einn þáttur svo- nefndra félagsvísinda. Fjórða bókin er íslenzk hljóð- frceði eftir Baldur Ragnarsson, höf- und ■ bókanna Mál og málnotkun og. Skólaritgerðir. Þá er í undirbúningi síðari hluti hins mikla rits um nútíma líffræð,i eftir P. B. Weisz, sem Örnólfur Thorlacius menntaskólakennari þýðir og býr í hendur íslenzkra lesenda. Þrjár þýddar skáldsögur koma út fyrir jól: Hetjurnar frá Nava- rone, eftir Alistair MacLean, sem fjallar um sömu aðalsöguhetjurnar og hin kunna saga höfundarins, Byssurnar frá Navarone; ný skáld- saga eftir Hammond Innes, höf- und bókarinnar Silfurskipið svar- ár ékki, en nafn nýju sogunnar hefur enn ekki verið ákveðið, og Kólumbella, eftir Phyllis A. Whit- ney, höfund sögunnar Undarleg var leiðin. Æsispennandi mynd í Tónabíó Tónabíó sýnir um þessar mundir bceði spennandi og hrottalega mynd, Judo-meistarann, en í henni er að finna, fagrar konur, ástir, njósnir, glcepi og tilraunir að koma af stað kjarnorkustyrjöld. í myninni eru ein hreystilegustu slagsmál, sem sézt hafa á tjaldinu. Tilvalin fyrir fríska menn, rómantískar konur og alla þá, sem hafa eld í ceðum — Aðalhlut- verk: Mark Briand, Marilu Tolo.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.