Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 12

Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 12
DagblöS og styrkir — 70—80 þúsund eintök á dag — Al- menningur blæðir — Hverjir vilja styrki? — Tap á tap ofan ÞÁ NÁLGAST jólin, og skammt er til nýárs, en vinsælt hefur orðið hin síðari árin, að halda nýársfagnaði 1. jan. í hinum beztu veitingastöðum. Þó er nú rómað, að þessir staðir verði að gera betur en s.l. ár, því bæði matur og skemmtiefni var hvergi nærri þeim ákaflega miklu útgjöldum, sem gestir urðu fyrir. Auk 30% álags á alla þjónustu, þá skvettu hinir ýmsu matstaðir í gesti lélegum „tilbúnum" mat, ekkert úrval, né nokkuð til að gera daginn hátíðlegan. Hótelstjórar verða að muna, að þetta er ekki venjulegur dagur. ÝMSAR SKÆÐAR tungur hafa haldið því fram, að ritstjóri þessa blaðs, hafi slæðzt upp á barinn hjá Stefáni barþjóni í Grillinu, en hann er kallaður í daglegu tali, Astrabar. Eins og menn muna, þá kviknaði fyrir skömmu í Grillinu og varð af eldur mikill. Skeði þetta á hátíðisdegi. Ritstjóranum, sem býr við Tjarnargötu, þótt nóg um er allt slökkviliðið geystist fram- hjá, auk sjúkra- og lögreglubíla, þegar bruninn varð, og bað konu sína að skreppa á efri hæð og skyggnast um hvort eldur væri laus, svo að einhverju næmi. Honum ku hafa alvarlega brugðið í brún, er kona hans kom aftur ag sagði: ,,Þú verður að sjá þetta, það er' kviknað í skrifstofunni þinni". ÞAÐ FER ekki hjá því, að lögreglan hefur all-erfitt þessa dag- ana. Ný ,,umferð“ er auglýst og ýmsar götúr lokaðar. Þetta horfir eflaust til bóta, en þó dettur mörgum í hug, að sumir ’af ,,nýju“ lögregluþjónunum, sem nú leysa af, ættu að þekkja betur störf sín, en þeir gera. Einkennisbúningurinn gefur víst vald, en hann afsakar hvorki hranalega framkomu, né aula- leg afskipti af umferð. Of áberandi er, að þeir kunni ekki skil á starfi sínu. TALIÐ ER, að Björn á Löngumýri hætti bráðlega þingmennsk Björn er nú orðinn svo ívafinn alls-kyns veraldlegum auðæf- um, bæði búskap og útgerð, að hann telur þingmennsku sína ekki hugsjónir einar, heldur hluta af vera’dlegri effnishyggju, ekki hugsjónir einar, heldur hluta af veraldlegri efnishyggju, sem sé ósamboðin hinni virðingarmiklu stöðu sinni. Ekki er þo enn vitað hvort 'jörn muni n öllu verða . 'huga íbúða- spekúlasjónum í Reykjavík, eða gefa eignir sínar fátækum. ÞEGAR SPANSKA veikin geysaði vann Thor Jensen heitinn sér almennings orð með matar-,,eldhúsi“ sínu, sem gladdi margan snauðan mann í Reykjavík. Afkomendur hans hafa ekki látið sitt eftir liggja. Björn blaðamaður Thors er nú orðinn helzti bjargvætur Biaframanna og átt í útistöðum vegna hins göfuga málefnis til handa sveltandi og nú hefir systir hans, Sig ríður, haft forustu um að gefa forsetafrúnni ,,þjóðarpils“, sem hæfir þjóðhöfðingja. Þetta er göfug hugsjón. H Bókin skiptist í fjóra aðalhluta: Fró ýmsum mönnum og atburðum, Dulrœn fvrirbœri og sjóvarfurður, Jón skrifari ó Hóli og forneskjusögur og Getið nokk- urra Bolungavíkurformanna. H Skemmtileg og fróðleg bók fyrir alla þó, sem þjóðlegum fróðleik unna. SKUGG5J & Strandgötu 31 . Hafnarfirði EMsneytisgeymar tii ieigu Frá næstu áramótum eru eldsneytisgeymar Flug- málastjórnarinnar á Reykjavíkurflugvelli, ásamt til- heyrandi leiðslukerfi, til leigu. Geymarnir eru 7 talsins og rúma hver um sig um 500 smál. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Sigurðsson, flug- vallarstjóri Reykjavíkurflugvallar. Flugmálastjórinn, Agnar Kofed-Hansen. Það er ekkert leyndarmál, að dagblöðin í Reykjavík, að Morgun- blaðinu máske undanteknu, eru í all-miklum vandæðum peningalega, og eru til þess ýmsar ástæður. Blaða kostur á íslandi er gífurlegur mið- að við fólksfjölda, blaðamennska og útgáfustarfsemi all-fjölmennur atvinnuvegur- Á hverjum degi eru í Reykja- vík gefin út 73—75 þúsund eintök pólitískra blaða með Morgunblaðið sem er í fararbroddi eða allt að helmingi hærra upplag en það, sem næst kemur. Þótt Reykvíkingar og landsmenn almennt séu duglegir við blaða- kaupin þá er víst, að þrátt fyrir dugnað þeirra eru öll blöðin rekin með tapi, styrkt með framlögum fyrirtækja og einstaklinga og flokk- anna sjálfra, en sá styrkur dugir hvergi nærri til. Auglýsingar veira nokkurn styrk, en þeim fer fækk andi og mörg blöðin bjóða „niður- sett" verð fyrir pláss á síðum sín- um til þes að verða ekki með öllu af fénu. Fyrir nokkrum misserum fengu þó blöðin nokkurn opinberan stytk, að tilstuðlan alþingis, en þar vann Benedikt Gröndal einna harðast að því, að hið opinbera hlypi undir bagga, enda á hann fyrir að sjá því blaðinu, sem um áratugi hefur ekki getað fleytt sér fjárhagslega, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði flokks ins sjálfs, einstaklinga og sífeldra breytinga og tilrauna til umbóta á blaðinu sjálfu. Alþingi ákvað, að styrkja blöðin með 2.5 milljóna króna styrk m.a. kaupa vissan ein- takafjölda hvers blaðs til dreifing- ar út um landið og opinberra skrif- stofa heima og heiman. Ekki hefur þessi vítamínsprauta megnað að láta blöðin bera sig hallalaust og horfir enn verr fyrir sumum þeirra en áður gerði, ekki nú sízt þegar gengið var að fá- heyrðum kröfum prentara um 30 % launahækkun og öðrum fríð- indum. Við bætist ýmis konar ann ar kostnaður, sem blöðin hlutu ó- hjákvæmilega að greiða í dagleg- um rekstri. Á alþingi er nú enn ein tillaga um stvrk og hækkar hann nú um ca. 140%, úr 2V^ milljón í sex milljónir. Eru flutningsmenn til- lögunnar þeir Sigurður Bjarnason, Magnús Kjartansson, Þórarinn Þór- arinsson og Sigurður Ingimundar- son, þrír ritstjórar og einn utan- garðsmaður en allir flokksmenn, með útgáfu eigin blaða í huga. (Tillagan hefur verið samþykkt). Lengi má deila um rétmæti þess, að styrkja blöðin. Fyrirmyndin er auðvitað sænsk, milljónamæringa- þjóðin styrkir sín blöð og múl- bindur þau á ýmsan hátt um leið, eins og um ríkisblöð væri að ræða. Forsenda fyrir opinberum styrk til blaða er þó enn alvarlegri og van- hugsaðri en sjá má í fljótu bragði. Nú er af sú tíð, sem þjóðin þarfn- aðist lesefnis þegar úr litlu var að velja, útgáfa ódýr, og þjóðmálaefn in mörg- Dagblöðin í dag eru að- eins gefin út í pólitískum tilgangi, til þess eins að fegra málstað hvers einstaks flokks. Fræðiefni er notað til uppfyllingar en annaðefni, reynd ar pólitískt, dánarminningar til að halda ættingjum hins látna góðum, auglýsingar í fjáraflaskyni, gagn- rýni og annað eðlileg fjölbreytni til að jafna efnisvali svo tilgangur- inn verði ekki eins áberandi. Raun vérulega mætti skera niður nær 60 % af efni blaðanna, án þess að hinn almenni lesandi saknaði nokk- urs úr lesefni sínu. Fullyrt er, að ÖLL þjóðin lesi Morgunblaðið. Hvar í flokki sem menn eru, lesa þeir Moggann. Tryggir og harð- súnir liðsmenn Iesa Þjóðviljann, Framhald á 10. síðu. STÓRGLÆPIR BANDAMANNA: XXXVII. // EiNSDÆ MY LAI! Skorinorðir leiðtogar — Júðsk úrkynjunaráhrif — Morðiðn- aður — Útför „ormsins“ — Líf í Lögum — Calley jr. — Ban- vænni en eiturslöngur — Dauðadómur — Þegar neyðin er stærst ... — til hafa verið táknuð með orðunum réttlæti, siðgæði, siðmenning, ver- ið rænd gildi sínu til fulls. „Skæruliðar! Ráðizt á þýzku herstjórnarstöðvarn- ar og hina fámennari her- skála! Drepið Þjóðverjana aftan frá til að sleppa við mótspyrnu og svo að þið getið haldið áfram að drepa! Drepið miskunnar- laust!“. — Pietro Badoglio (1871— 1956), forsætisráðherra Banda- manna á Ítalíu (1943—1944), og Lord Harold Alexander (1891—1969), yfirhershöfðingi Bandamanna á Ítalíu (1943 1944): Úr útvarpsávarpi 7. Júlí 1944. DRAUMUR MEINDÝRSINS Þegar leiðtogar stríðsaðila taka að espa óbreytta borgara til að varpa öllum viðteknum siðgæðis-lög málum fyrir róða, skrílinn til að leysa allar dýrslegustu hvatir sínar úr læðingi, og hefja úrþvættishátt- inn í viðurstyggilegustu mynd sinni upp í dýrðlega hávegu, þá er draumur nagdýrsins orðinn veru- leiki, þá er glæpamennskan komin 4 hástig vitfirringarinnar. Hinn lýðræðis-kommúniski skæruliði er orðinn hetja dagsins. En þegar síð- an hælzt er um eftir á, illyrmin lof- sungin í ritum og ræðum, og þeir, sem stöðu sinnar vegna og af öðr- um ástæðum, hafa varið líf sitt og limi, kembt af sér óværið, eru lagð ir í einelti og ofsóttir út yfir gröf og dauða, þá hafa hugtök, er hingað „Læðizt um götur Rómar og drepið einfara Þjóðverja við sérhvert hentugt tæki- færi! Takið ekkert tillit til ítalskra borgara. Skjótið þá hlífðarlaust niður, ef öryggi ykkar er í veði og þegar ykkur er veitt eftirför!11. — Skæruliðaforinginn Enrico Fenulli: Úr dagskipun 7. Októ- ber 1943- CÆSAR UM SVIKARANN Griðníðingar og brunnmígar, launmorðingjar og brennuvargar hafa iðulega verið brúkaðir í styrj- öldum, en sjaldan með þeim hætti, að sá, sem slíkum tólum beitti, vildi við kannast og teldi sér ekki gróf- lega misboðið, ef hann varð fyrir hinum minnsta grun í þeim efnum. Eða eins og Plutark hefir eftir Cæsar: „Mér þykir vænt um svikin, en ég hata svikarann." Slík viðhorf hafa ríkt um aldir alls staðar þar, sem hugmyndir fyrirmanna um tign blóðs og æru, göfgi ættar og kynstofns voru ósnortnar af júðsk- um úrkynjunaráhrifum lýðræðis og sósíalisma- Það gerist fyrst fyrir alvöru í Heimstyrjöld II, síðara stríðinu „til þess að tryggja lýð- ræðinu heiminn", að hafinn er markviss skipulagning og gjörnýt- ing þeirra frumhvata h'ðsálarinnar, sem öll siðmenningarviðleitni mannkynsins hafði beinzt gegn og leitazt við að bæla niður — allt frá upphafi vegferðar sinnar um grýttar slóðir rúms og tíma. Um það þarf ekki að fara í nein- ar grafgötur, að launmorðaiðju sína hófu Bandamenn á Austurvígstöðv unum árið 1941, er Stalín skipaði eitt hundtryggasta handbendi sitt, Nikíta Krústsjev, síðar forsætisráð- herra Sowjetlýðveldanna, æðsta yf- irmann launmorðingjasveita þeirra þar. Mér er ekki kunnugt um að nokkur hafi látið í Ijós efasemdir um að Stalin hafi verið heppinn í því vali sínu, eða að Krústsjev hafi skilið hlutverk sitt rétt. Að minnsta kosti varð það eitt hans fyrsta verk í hinni nýju virðingarstöðu að gefa verkafólki sínu skorinorða dagskip- un, þar sem segir m.a. svo: „Hlífið öllum Þjóðverjum, sem beita íbú- ana á hernumdu svæðunum harð- ýðgi, en murkið alla þá, sem reyna að koma sér í mjúkinn hjá almenn- ingi, miskunnarlaust niður!" f þess ari einu, stuttu og meitluðu setn- ingu, lýsir Krústsjev meginmark- miði launmorðingjasveita Banda- manna eins skýrt og frekast verður á kosið: Stefnið vísvitandi að því, að líf óbreyttra borgara, sem búa við erlent hernám, verði óbærilegt víti! BARDÉCHE UM DRIFFJAÐRIR Hugsunarháttur og baráttuaðferð ir launmorðingjans áttu greiðan að- gang að hugum og hjörtum sálu- félaga Stalins á öllum vígstöðvum, eins og nærri má geta. Franski bók menntafræðingurinn, rithöfundur- inn og prófessorinn Maurice Bar- Framhald aá 11. síðu. * i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.