Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.12.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 22. desefber 1969 Engill stríðsfanganna Minnisblöð hins þekkta norska ritstjóra og sjórn- málamanns Olav Brun- vand um veru hans í fang- elsum bæði í Noregi og Þýzkalandi. Óvenjulega vel rituð og fróðleg. Kom út sex sinnum í Noregi og hlaut frábæra dóma. Bók í sérflokki. Árni frá Kálfsá er fróðleg minningabók um liðinn tíma. rituð af hispursleysi um menn og málefni, störf hversdags- ins til sjós og lands snemma á öldinni. ★----------- Hestastrákarnir og dvergurinn heitir nýja barnabókin eftir hinn þekkta höfund Ólöfu Jónsdóttur og er fjórða bók hennar. Skemmtileg ævintýrabók með frábærum myndum eftir Halldór Pétursson listmálara. ★---------— Ævintyraleg veiðiferð er í stóru broti og ódýr með mörgum myndum eftir Bjarna Jónsson list- málara. Skemmtileg saga af duglegum strákum í merkilegri veiðiferð. ★---------- Verðlauna- bókin PRAKKARINN Prakkarinn er þvotta- bjarnarungi, sem sögu- hetjan finnur, þeir verða miklir vinir og óaðskilj- anlegir. Frásögnin af ævintýrum þeirra er sérlega hug- næm, skemmtileg og þroskandi. ★■ PRENTVERK BOLHOLTI 6 Nýjar bœkur frá Leiffri Moli litli II, eftir Ragnar Lár. Ragnar Lár samdi í fyrra litla barnabók, sem hann kallaði Mola litla. Bókin er með myndum á hverri blaðsíðu, og segir frá litlum flugstrák, honum Mola litla og vini hans Jóa járnsmið og erjum þeirra við þorparann Köngul kónguló. Nú er komin önnur bók um Mola litla. Þessar bækur eru sér- staklega góðar fyrir börn, sem eru að byrja að lesa. Letrið er stórt og vel skýrt og myndirnar við barna hæfi. Kr. 60.00. Nýja heimilið, höfundur: Petra Flagstad-Larsen. Hrólfur litli og Anna-Lísa eru syst- kin. Heimili þeirra er í upplausn, en þau fá að dveljast í sveit sumar- langt. Þar bíða þeirra fjölda mörg ævintýri í störfum og leik. Og þar kynnast þau líka húsdýmnum, sem öllum börnum er nauðsynlegt. Falleg bók og góður lestur handa drengjum og stúlkum. Kr. 160.00- Austan blakar laufið. Höfundur bókarinnar, Þórður Tómasson safnvörður frá Vallna- túni, segir í formála fyrir bókinni: Þessi bók er helguð vinum mínum, sem lifðu í fórn og kærleika, voru ríkir í fátækt, glötuðu aldrei barn- inu og gátu glaðzt yfir litlu. — Öld þeirra er liðln og minningar hennar eru að hverfa í skugga og gleymsku. Hér er ekki sagt frá öðru en fábreyttu Iífi alþýðufólks, baráttu þess, sigrum og ósigrum, við aðstæður sem okkur hrýs oft hugur við. Frásagnir þessar era jafnframt dálítið framlag til sögu Rangæinga á 19. öld. Kr. 370.00. Vandinn er leystur - hér er bókin Á STRÖNDINNI í HÁLFA ÖLD Minningar Þórðar Guðmunds- sonar, skipstjóra. Þau hundruð þúsunda, sem ferðazt hafa með Þórði á leiðinni Reykjavík — Akranes — Borgarnes, kunna kannski að ætla að frá litlu sé að segja, en því fer víðs fjarri. Sjómennskuferill Þórðar er óvenju fjölbreyttur og við- burðaríkur. Hann hefur verið á „ströndinni“ í hálfa öld og farkostir hafa verið allt frá fúnum lekahripum til glæsi- Iegra farþegaskipa. Bókin er stórfróðleg og auk þess ósvik- inn skemmtilestur. Verð með söluskatti kr. 387,00. MENNIRNIR í BRÚNNI Þættir af starfandi skipstjór- um. Hér eru kynntir nokkrir okkar ágætu fiskiskipstjóra. Mennirnir sem færa björg í bú og hafa skapað ísland nútím- ans. Þetta er án efa bók, sem allir sjómenn vilja eignast. Myndir af skipstjórum, fjöl- skyldum þeirra og skipum, prýða bókina. Verð með sölusk. kr. 591,00. F Ó L K eftir Jónas Árnason Þetta er fyrsta bók Jónasar, sem nú er endurprentuð og kom út fyrir 15 árum. Hún seldist þegar upp og hefur lengi verið vandfengin. Jónas á í penna sínum það sem fáum er. gefið og vonandi eru enn á íslandi svo margar óspilltar sálir að nægi til geng- is þessari hugljúfu bók. Verð með sölusk. 387,00. OG MAÐUR SKAPAST eftir Martein frá Vogatungu Nýr höfundur kveður sér hljóðs og er ekki viðvanings- bragur á þessu hans fyrsta verki Bókin er skáldsaga, en er þó í hæsta máta söguleg. Gerist í Reykjavik á kreppuár- unum og i þjóðlífsróti stríðs- áranna. Höfundur segir satt og réít frá því sem gerðist, pré- dikar ekki, en lætur atburðina tala skýrt og skilmerkilega. Hér er ekki „absurdismi" á ferð, heldur rösklega skrifuð saga í hefðbundnu formi. Verð með sölusk. kr. 387,00. STRÍÐSFÉLAGAR eftir Sven Hazel í þessari bók Hazels sem er enn æsilegri en hinar fyrri, tekur hann lesendur með sér í skúmaskot Hamborgar, á her- manna vændishús og drykkju- krár. Menn kynnast höfuð- stöðvum þriðja ríkisins. Dóra frænka pútnamamma er ó- gleymanleg. Maður finnur jörðna titra af sprengjuregn- inu, heyrir óp hinna særðu og finnur blóðlykt, en þó birtir yfir annað veifið og Iesandinn hlær hjartanlega að óteljandi skoplegum atvikum. Bók sem ekki gleymist. Verð með söluskatti kr. 387,00. CHAPLIN Líf mitt er leikur Óþarft er að fjölyrða um þann margfræga mann. Allir íslendingar, komnir til vits og ára þekkja hann betur en flesta aðra, sem birzt hafa á hvíta tjaldinu. Allur heimur viðurkennir og dáir snilld hans. Á sviðinu er Chaplin allsráð- andi. Skopið verður harmleik- ur — liarmleikurinn skop. Áhorfandinn hlær og grætur í senn, en getur engu um ráðið. Það er von útgefanda að sjálfs- ævisaga þessa undramanns verði mörgum kærkomin. Verð með sölusk. kr. 494,50. FLOTIÐ Á FLEYJUM TÓLF eftir Pál Hallbjömsson Hér er bók, sem verður talin merkilegt heimildarrit er stundir Iíða. Höfundur greinir skilmerkilega frá eigin reynslu af sjómennsku á fyrsta fjórð- ungi aldarinnar. Mörgu er forðað frá gleymsku í skemmti- legri frásögn Páls. Bókin er prýdd fjölda mynda. Verð með sölusk. kr. 494,50. Ægisútgáfan. AÐEINS DRAUMAR MÍNIR eftir Denise Robins Þetta er fjórða bók útgáfunn- ar eftir þennan höfund. Hinar fyrri hafa náð frábærum vin- sældum, enda er Denise nefnd „drottning“ ástarsagnanna á Englandi. Hefur skrifað yfir 150 bækur og tekst að heilla lesendur með hverri nýrri bók. Aðeins draumar mínir, óska- bók allra kvenna. Verð með söluskatti kr. 365,50.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.