Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 02.11.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 2. nóvember 1970 Mánudagsblaðið 7 í NÁÐARFAÐMI VELFERÐARINNAR Framhald af 8. síSu. Paradís er lífið, Adam og Eva eru mannkynið, eplið er skynsemin, sem það öðlaðist, án þess þó að því hlotnaðist samtímis vizkan og vilj- inn til þess að beita henni í þjónustu lífs og lífsverndar. Síðan hefir mannkynið eytt orku sinni, and- legri og líkamlegri, í linnulaust strit við að finna aftur Ieiðina í Paradís, með þeim árangri, sem öll- um er kunnur og raun sannar, og virðist hamingjuleiðin torfundnari og torfærari nú en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir allar „framfarirnar". OFFRAMBOÐ OG OFSATEKJUR Ekki hafa þó tálmanirnar á veg- ferð mannkynsins að hinum sár- þreyða leiðarenda heldur verið komnar til af þeim sökum, að til- finnanlegur skortur hafi verið á mönnum, er hafa talið sig rata hina einu rétm braut. Ekki hefir heldur verið vöntun á stefnum og skoðun- um, sem þeir hafa talið sér og öðr- um trú um að væru endanleg lausn lífsgátunnar og nothæfir Iyklar að hliðum sæluríkisins Framboð slíks varnings á mannlífsmarkaðinum hefir einmitt aldrei verið f jölbreytt- ara en silMíi'''v:instrimennskan náði sð festa ræmr og tók að þoka mann qjþj unni iengra og lengra af vegum löngu staðfestra náttúrusanninda. Állt frá því hefir „velferðarríkið" verið kappsamlega auglýst sem ríf- Ieg uppbót handa mannkyninu fyrir hinn sársaukafulla Paradísarmissi þess í ómunafyrnd. Boðun þess hefir verið og er stórkostlegt gróða fyrirtæki, er allir atvinnulýðræðis- menn rækja af kostgæfni. og boð- skapurinn sá, að allt böl sé auðvelt að bæta með peningum, kauphækk- unum, hagvexti og framleiðni. „Manneskjan varð til á reikistjömu, sem var fjand- samleg brýnustu lífsmögu- leikum hennar, hún var ekki búin neinni sjálfgefinni þekkingu, engri „eðlishvöt“ til þess aS henni mætti verða fært að þekkja mark- mið sín, eða leiðirnar að þeim; hún var aðeins gædd skynsamlegri ályktunar- hæfni til tryggingar tilveru sinnar. Til þess að geta lif- að af, þurfti manneskjan að beita hugsun sinni, neyta ORKU, vitsmunalegrar og líkamlegrar. Til þess að hafa næga og stöðuga fæðu, þurfti hún að læra að rækta hana. til þess að hafa skjól, þurfti hún að læra að gera sér skúta.“ — Lilian R. Boehme (1936—), bandarísk húsmóðir ritstjóri mánaðartímaritsins „The Libert- árian", og rithöfundur: „CAP.TE BLANCHE FOR CHAOS", (Arlington House, New York, N.Y., 1970), bls. 32. „ALLT ÞETTA SKAL ÉG GEFA ÞÉR“ Það hefir löngum verið létt verk, og að sama skapi löðurmannlegt, að vekja vanhugsaðar vonir fjöld- ans um fyrirhafnarlausa Iífsbaráttu við draumórakennd skilyrði, oftast í fagurrauðum umbúðum, og á- hyggjulaust líf, að hinum leyndar- dómsfullu skilyrðum fullnægðum. Þá list hafa allir æfðir atvinnulýð- ræðis menn Ieikið af frábærri íþrótt og á grundvelli hinnar víðtæku þekkingar sinnar á öflun, meðferð og verkun hráefnisins, þáttvirtum kjósendum sínum. Aðeins örfátt hefir reynzt auðveldara en ,að fanga atkvæðafénaðinn með orðaskvaldri og heitstrengdum loforðum um blessunarríka náðarsæld vélferðar- ríkisins, þar sem • matur er yfirfljótanlegur í alla svanga maga, vinna hana öllum vinnufús- um höndum, vöruúrval og vöruverð viS allra hæfi, húsnæði hana öllum hrökt- um, sjúkrarúm handa öllum sjúkum, uppbætur fyrir öll áföll og axarsköft, styrkir út á hvers kyns van- rækslu og heimskupör verðlaun fyrir að geta börn og ala, tómstundir og skemmtanir eins og tími leyfir, og æsku- fjör í ellinni. En ef „velferðin" ætti að kosta eitthvað, þá væri hún tæplega talin boðleg enda er kostnaðarleysið ein- hver fegursta prýði hennar. í mesta Iagi að hún kosti atkvæði, og ef velferðarborgarinn kann yfirleitt nokkuð til fullrar hlítar og kemur í verk af óaðfinnanlegri samvizku- semi og aðdáunarverðri kurteisi, þá er það að þakka fyrir sig með því að kjósa. Af þessum og fleiri slíkum sök- um getur það varla vakið neina sér- staka undrun eða jafnvel athygli, þó að heitið sé tvennu eða fieiru samtímis, sem hvert eyðir gildi ann- ars, það er yfirleitt ekki talinn veru legur verksmiðjugaUi á loforða- framleiðslu þótt hinar ýmsu lof- orðategundir ljósti hvetjar aðrar samstundis í rot, komist ekki ó- brotnar á markað. í þeim efnum er einna nýjast af nálinni dæmið um veizlunæma forsætisráðherrann (í betlilýðveldinu bílsjúka), sem ekki hafði neinar vöflur á að heita atkvæðum sínum, að „við munum samfella verðfrelsi og verðstöðvun í efnahagsráðstöfunum stjórnarinn- ar". Kraftaverkajötnum, er búa yfir þess konar hæfileikum, bregður því skiljanlega ekki við að „samfella" stigvaxandi framleiðsluaukningu, samfara tvöföldun fólksfjöldans. í heiminum á næstu 30 árum, auk- inni og aðkallandi náttúruvernd í veröld þar sem aUt er takmarkað — nema heimska, ófyrirleitni og peningagræðgi atvinnulýðræðis- manna, svo og auðvitað trúgirni almennings. DREPANDI „VELFERГ Velferðarrugl lýðræðisins hefir á undraskömmum tíma slævt skiln- ing múgsins á gildi heilbrigðs og uppbyggjandi starfi og striti, til- gangi þess; og svipt hann þeirri á- nægju, sem eðlileg lífsbarátta að jafnaði veitir. Munaður, bruðl og hóglífi eru „hugsjónirnar", sem vinstrimennskan býður í staðinn, kaupmang og sölutækni aðferðirnar til þess að ná markinu. Atvinnulýð- ræðismönnum er vel kunnugt um sannleiksgildi hins fornkveðna, ,að margur verður af aurum api", og í lýðræðinu gemr naumast arðbærari bústofn. Eins og af sjálfu eðli málsins leiðir, eru forkólfar þesslegrar lífs- skoðunar himinhátt upp yfir það hafnir að sinna röksmddum aðvör- unum og athugasemdum hugsandi manna. Kenningar hins heims- fræga, franska líffræðings og heim- spekings, Alexis Carrel (1873— 1944), sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1912, njóta t.d. engra sérstakra vinsælda eða virð- ingar neins staðar í lýðræðinu. Þess er og enginn von. Carrel var nefni- lega óþreytandi við að vekja athygli á hinni lífeðlisfræðilegu nauðsyn, er hann komst að með hinum víð- tæku rannsóknum sínum, og jafn- framt ómetanlega ávinningi, sem tímabundin hámarksáreynsla, erfiði, strit, m.a.s. hrakningar, skortur og jafnvel þjáningar, væru manneskj- unni. Hann hikaði ekki við að stað hæfa, að slíkt væri óhjákvæmileg forsenda fyrir heilsu hennar og þreki, viljastyrk og andlegum þroska. Mig undrar það ar af leið- andi ekki á nokkurn hátt, að kjarni hinnaí lýðræðislegu líffræði skuli vera allur annar, eða í sem styttztu máli sá, að einstaklingurinn geti bezt tryggt hamingu sína með því að láta sálarlausar vélar urga nátt- úruauðæfin upp sleitulaust, gera helzt ekki neitt sjálfur — og hvíla sig síðan vel og lengi á eftir. MILLJÓNIR, MILLJARÐAR, BILLJÓNIR Lögmál náttúrunnar og skikkanir sköpunarverksins eru vinstri- mennskunni að sjálfsögðu algerlega óviðkomandi í einu og öUu Þau og þær má brjóta eða sniðganga að vild, ef peningar eru annars vegar. Talið er nokkurn veginn víst, að líf hafi þróazt á örðinni um am.k. 2.000.000.000 ára. Þegar í upp- hafi var það háð nákvæmlega hinum sömu tilverulögmálum og sköpunar verkið hefir sett cllu lifandi og dauðu, hvar sem er í veröld anda og efnis. Þessi lögmál eru algild, frávikalaus og bindandi fyrir allt, sem gerizt, hefir gerzt og getur hugsanlega gerzt. Manneskjan er eitt.af yngstu.börnum náttúrunnar, og enda þótt líf og vera á jörðinni og í, hafi birzt í hinum margvís- legustu myndum: lögmálin er öUu ráða, voru ekki í neinu, hvorki í hinum stærsta né hinu smæsta, öðruvísi en þau eru enn þann dag í dag. Ennfremur er það óyggjandi, að náttúran og sköpunarverkið hafa reynt þau, skerpt, styrkt, fágað, fegrað og fullkomnað á miUjónum lífvera um miUarða ára í biUjónum tilbrigða áður en manneskjan var leyst úr frumformum sköpunar sinnar og varð þess megnug að stíga fyrstu skrefin á jörðinni í nú- legri mynd sinni HEIMSÁR SIEDENTOPFS í þessu samhengi verður ekki auðveldlega hjá því komizt að hugsa og skrifa í miUjónum, miUj- öðrum og jafnvel billjónum. Ókost- urinn við notkun slíkra stærðfræði- tákna er augljóslega sá, að myndin verður óskýr, Það er hætt við að útlínurnar máist af og hverfi í fjarska. Svo vel vill hins vegar tU, að auðvelt er að draga myndina upp með dýpri og greinilegri línum. Það hagræði eigum við að þakka hinum nafnkunna stjörnufræðingi Heinrich Siedentopf, er með dæmi sínu hefir opnað augu allra, sem sjá vilja og skila fyrir óravídd- um þess tíma, er leið frá upphafi heimssögunnar þangað til almættið taldi óhætt að sleppa „kórónu sköp unarverksins" og „herra náttúrulög- málanna" lausum með vinstri- mennsku sína. í þeim tilgangi að gera okkur hið 5.000.000.000 ára tímabil frá sköp- un jarðar fram á velferðaröld sæmi lega skiljanlegt, þjappaði Sieden- topf því saman í eitt ár. Og á þann 'mæiikvarða 'mælr, þá deið heimsár lians á þessa leið: Janúar: Risavaxinn gasefna- hnötmr spiuntlrast í allar áttir og skiptir sér í miUjarða ein- stakra veraldareyja; ein þeirra verður sólin okkar. Febrúar: Reikistjörnurnar verða til; ein þeirra er Jörðin. Apríl: Vötn og fljót greinast frá fösm Iandi á jörðinni. Sumar: Einhverntíma tim sum- arið rís Iíf upp af efninu. Nóvember: Gróður skýtur rót- um á jörðinni, Iifandi verur stíga upp úr djúpum úthaf- anna. Desember: Síðustu viku í að- venm eru fmmferfætlur ráð- andi í dýraríkinu. Jól: Frumferfætlur deyja út. Gamlárskvöld kl. um 23:00: Pekingmaðurinn kemur fram á sjónarsviðið. Gamlárskvöld kl. um 23:10: Neandertalmaðurinn kynnir sig. Gamlárskvöld kl. 23:3930, þ. e. á síðustu 30 sekundum ársins hefst og gerist það, sem við hreykin nefnum mann- kynssögu, en á síðusm sekúndum þess þre- faldast mannfjöldinn á jörðinni, nútíminn er runninn í hlað, og eftir að aðeins 10 sekúndur em liðnar af hinu nýja heimsári, eftir 1.560 ár samkvæmt tíðkanlegum tímareikningi, og miðað við fyrir- s j áanlega f j ölgunarhlutf allstölu, munu kroppar þálifandi jarðarbúa vega jafnþungt og jörðin sjálf, sem er talin vega 5.960.000.000.000. 000.000 kg (fimm kvadtrilljónir og níu hundruð og sextíu trilljónir kílógrömm). Eg á ekkert frekar von á því, að nokkur manneskja með fuUu viti og þótt ekki sé gædd nema lág- marksskilningi á tíma og tölum, beri á móti því, að það sé ekkert smáræði, sem þeir menn færast í fang, er hyggjast opna hlið Paradís- ar í einni svipan. Eg býst ennfrem- ur við því, að flestir hljóti að viður kenna, svona að athuguðu máli, að manneskjan er bundin náttúrunni órjúfanlegum böndum, að náttúr- an setur sín lög um hægfara (á okkar mælikvarða) og örugga þró- un. Af því hlýtur að leiða, að verði umhverfi breytt eða því umturnað það skyndilega og hugsunarlaust, að lífið geti ekki fylgt eftir og að- lagazt — þá deyr það Loftið er þegar orðicS banvænt á vissum tím- um og vissum stöðum, fljótin eru sýkt, mörg stöðuvötn þegar dauð og úthöfin fyllast sora og sorpi. Allt sökum „umbótanna", „framfar- anna", „kjarabótanna". Og Iýðræðisveran er þannig sköp uð, að hana hryUir við að „ein- angra sig", þ.e. hugsa og starfa sjálf stætt, hún viU „berast með straumn- um". Með straumnum berst hins vegar bara dauður fiskur /. Þ. A. Aðvörun um stöðvun atvinnureksturs vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim- ildar í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu- rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir júlí og ágúst s.l. og söluskátt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum áföllnu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxt- um og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegartil tollstjóraskrifstof- unnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. okt. 1970. SlGURJÓN SIGURÐSSON.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.