Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. ágúst 1977 Þctta er í Slútnesi, og héðan hörfuðu endurnar, þegar mest var um mink við Mývatn. XJr viðtali í Degi um Mývatnsrannsóknir: AUKIN ATA HANDA FUGLI OG FISKI? — Enginn staður á landinu, aö undanskildum sjófugiabyggðum, er jafnþéttsetinn fugli og Mývatn og Mývatnssveit. Vötn ú þcssu svæði gefa mikið meira af sér á flatareiningu en sambærileg vötn i nágrannalöndunum, og það þarf aö fara alla leiö til Austur-Siberiu eða vesturhiuta Bandarikjanna til þess að finna eitthvaö þessu svipað. — Nokkurn veginn á þessa leiö farast Arnþóri Garðarssyni fuglafræðingi orð i Akureyrarblaöinu Degi i siðustu viku. Arið 1974 var rannsóknarstöð, sem rekin er af náttúruverndar- ráöi, komið upp i landi Geira- staða i Mývatnssveit, og tvö und- anfarin sumur hefur Arnþór haft þar yfirstjórn rannsókna á dýra- lifi við Mývatns. Hafa Arnþór og menn hans löngum verið á ferli á vatninu og viö það þessi sumur, með ýmiss konar tilfæringum, sem notaðar eru við slikar rann- sóknir. Þar á meöal er flugna- gildra til þess að meta mergð mý- flugna við vatniö og efsta hluta Laxár, og margvislegur útbúnað- Fannst látinn áþ-Reykjavik — 1 hádegis- fréttuin i gær var lýst eftir tvitugum pilti úr Hafnarfiröi. Leit hófst þá þegar og tóku i henni þátt hjálparsveit skáta I Hafnarfirði og björgunarsveit Fiskakletts. Pilturinn fannst um klukkan þrjú og var hann þá látinn. Ekki er hægt að skýra frá nafni hans að svo stöddu. ur til botnkönnunar og botnmæl- inga, enda eitt verkefniö aö gera kort af vatnsbotninum. í viðtalinu segir Arnþór, aö um sjö þúsund andahjón, aðallega af fimmtán tegundum, séu nú við Mývátn. A siðustu árum hefur öndunum yfirleitt fækkaö, og sumar tegundir látið verulega á sjá, og rekur hann þaö fyrst og fremst til breyttra átuskilyrða. Hann segir, að á árunum 1950- 1960 hafi minkur gert mikinn usla á þessum slóðum, og telur hann, að miklar breytingar hafi orðið á háttum fugla vegna minksins. Þá hafi fuglinn yfirgefið staði, þar sem minkuráttihægtum vik, svo sem þurrlenda hólma og eyjar nærri landi. Aftur á móti sé fugl- inn öruggari utar á vatninu og á votlendum svæöum á landi, og á slika staði hefur fuglinn fært sig. Nefnir Arnþór sérstaklega straumönd,sem áöur verpti mjög i hólmum i Laxá, en hefur nú dreift sér upp i heiðina, þar sem henni stafar minni hætta af mink- um. Arnþór segir i viötalinu, að hann geti ekki greint, að taka kis- ilgúrs i Mývatni hafi haft slæm á- hrif, að minnsta kosti ekki enn sem komið er hvað sem seinna geti orðið. Þá greinir hann frá þvi, að áta virðist vera að aukast í Mývatni eftirtveggja ára lægð, einkum sé krabbaáta mjög að glæðast, en orsakir þess séu ókunnar. Þetta kann aö geta vakið þær vonir, að betra árferði sé i vænd- um hjá fugli og fiski á næstu misserum. Þeir hafa kannað Mývatn þvert og endilangt, og þó afarmikið rannsókn arstarf óunnið. Feröamenn koma betur undirbúnir tslenzku hverasvæðin og náttúra landsins yfirleitt vekja mikla athygli erlendra ferðamanna. En þeir biðja um vel undirbúnar fcrðir, og hefur Ferðaskrifstofa rikisins staðið sig vel hvað það snertir. Hinsvegar virðast islendingar sjálfir ekki hafa uppgötv- að, að Ferðaskrifstofan starfar engu að siður fyrir þá. Halldór Sigurðsson hjá Ferðaskrifstofunni: áþ-Reykjavik — Nú er ferða- mannatiminn að fjara út i ár og undirbúningur að hefjast fyrir næsta ár. Það hefur verið meiri umferð hjá okkur en t.d. I fyrra, en sumir aðrir I ferðamanna- móttökunni bera sig illa, sagði Halldór Sigurðsson hjá Ferða- skrifstofu rikisins, er Timinn ræddi við hann i gær. — Að vlsu höfum við ekki tekið saman neinar tölur enn sem komiö er og verður það ekki gert fyrr en síðar á þessu ári. Það er eins og þessi ferðamannamá! séu að taka á sig annan svip. Ferða- mennirnir eru ákveðnari i því, hvað þeir ætla að gera áður en þeir koma til landsins. Astæðan fyrir þessari þróun er ef tii vill sú, aö við erum farnir að koma betur til skila þvi, sem við höf- um upp á að bjóða, þ.e. til eþirra aöiia, sem selja ferðirnar erlendis. Þar sem hinn erlendi ferða- maður hefur gert sér betri grein fyrir, hvernig hann ætlar sér að eyða dvölinni á Islandi, verður nýting m.a. á hótelum og bilum betri en ella. Einnig koma fram meiri og betri gjaldeyrisskil og sagði Halldór, aðerlendirferða- menn keyptu gjarnan fleiri ferðir en þegar þeir kæmi alls- endis óákveðnir til landsins. Halldór sagði, að það væri alveg undantekning á þvi, að hinar er- lendu ferðaskrifstofur gerðu ekki skil á peningum og yfirleitt skiluðu þær gjaldeyrnum fljótt og vel. — Nýting Edduhötelanna hef- ur verið nokkuð góð i sumar, sagði Halldór. — Fyrrihluti sumarsins var að visu fremu slæmur, en það var einkum vegna áhrifa yfirvofandi verk- falla. tslenzki ferðamaöurinn fyllir i auðu rúmin og landinn dró Ur sinum ferðalögum vegna verkfallanna. Ferðaskrifstofa Rikisins bauð upp á tvær ferðir, sem sérstak- lega voru ætlaðar Islendingum og var góð þátttaka i þeim báð- um. Þá voru farnar tiu ferðir, sem kallaðar voru „Snæfells- nes-Vestfirðir” og var selt i þær jöfnum höndum til Islendinga og útlendinga. Þátttaka var fremur dræm og varð að hætta við þrjár ferðir. Þetta er ný leið, sem Ferðaskrifstofan er að reyna að opna og hefur hún tæp- lega unnið sér þar sess enn sem komið er. Fyrir utan framan- taldar ferðir skipuleggur Ferðaskrifstofan fjölmargar ferðir fyrir erlenda ferðamenn. — Við höfum verið með hinn svokallaða þriggja daga gisti- pakka á Eddu-hótelunum, en það er i þvi fólgið, að feröa- maðurinn getur fengið gisting- una ódýrari ef hann er þrjár nætur i röð, sagði Halldór. Við buðum þetta i fyrra lika, og nú i sumar hefur salan ekki verið eins góð. Enn og aftur virðast verkföllinspila inn í. Annars eru Edduhótelin að hætta starfsemi hvert af öðru, þar sem skólarnir eru að fara að taka til starfa. veiðihornið Laxveiöi i ám i Vopnafiröi hefur verið mjög góð i sumar. Veiðin er þegar oröin meiri en hún var allt sumarið f fyrra, bæði i Vesturdalsá og Selá. Siöustu daga hefur þó heldur dregið úr veiði vegna mikilla hita og bjartviðris, en I Vopna- firöi hefur sólin skinið á aðra viku og hitinn fer allt upp I tuttugu stig dag eftir dag. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á veið- ina. Sömu sögu er að segja frá fjölmörgum laxveiðiám á land- inu og heitasta ósk laxveiöi- manna þvi: Úrhellisrigning! Vesturdalsá — Það er varla hægt aö vinna hér fyrir hita. Veiðin hefur þvi verið heldur treg siöustu daga vegna bjartviðris og hitanna. Ég er ekki með nákvæma tölu um veiðina, en álit aö hún sé orðin 335 laxar. Það er betra en allt sumarið i fyrra, en þá veiddust 326 laxar. Enn er hægt að veiða vel, þvi laxveiðinni lýk- ur ekki fyrr en 10. september.— Þannig fórust Sigurjóni Friörikssyni, Ytri-Hllö orð i gær, þegar Veiðihorniö ræddi við hann. Ekki er ótrúlegt að álita, að sumarið í sumar veröi met- veiðisumar i Vesturdalsá, en mest hefur þar veiözt eitt sum- ar, 430-440 laxar. Sigurjón kvað töluvert um bleikju i ánni og nokkuð bæri á seiðum. — Það er nógur lax i ánni og hefur veriö i allt sumar, og göngur hafa alltaf verið öðru hvoru, sagði hann. — Veiöi- mennirnir eru mjög ánægðir, jafnvel þó veiöin hafi veriö treg siöustu daga, sagði hann. Hofsá i Vopnafirði — Heildartala þeirra laxa, sem upp úr ánni hafa komið i sumar, er orðin um niu hundr- uö, sagði Björg aö Burstafelli i Vopnafirði I gær. — Hann tekur þó illa þessa dagana vegna hita, og hefur veiðin farið niður I allt að þrjá laxa á dag. Laxinn stekkur allt i kringum veiði- mennina, þar sem þeir eru við veiðarnar, en tekur ekki á hjá þeim, sagði Björg. Veiðinni i Hofsá lýkur 5. september n.k. Selá i Vopnafirði — Það hefur verið mjög sæmi- leg veiði I Selá, og þrátt fyrir mikla hita og bjartviðri, tekst mörgum að fá sjö laxa á dag, en sem kunnugt er , er veiðin takmörkuö við þann fjölda pr. stöng, sagði Þorsteinn Þor- geirsson, Nýpum i gær. Þorsteinn kvað heildartölu laxa vera komna mjög nálægt einu þúsundi, og að laxinn væri mjög blandaður, þ.e. bæði stórir og litlir veiddust, en ekki bæri óeðiilega mikið á smálaxi. Rúmlega 1000 laxar úr Viðidalsá — Laxveiðin i Viðidalsá hefur verið ágætað undanförnu, og að sögn starfsstúlku i veiðihúsinu við ána i gær, voru á fimmtu- dagskvöld komnir á land 1048 laxar. Fremur litið vatn er i ánni þessa dagana, enda litið rignt siðastliðnar tvær vikur. Algengasta stærð laxanna, sem veiðast þessa dagana, er 15-17 pund. Veiði lýkur i Viðidalsá þann 15. september n.k. —gébé Bók um tölvur Bókaútgáfan örn og örlygur h.f. hefur gefið út bókina HVAÐ ER TÖLVA? eftir Gunnar M. Hansson. A bókarkápu segir, að hér sé komin bókin, sem geri tölv- una einfalda. -- A bókarkápu segir enn fremur: „Þegar rætt er um tölvuvinnslu manna á meðal, kemur i ljós, að mikill fjöldi fólks telur sig vera fáfrótt um tölvur. Hjá flestum örlar jafnvel fyrir vissri hræöslu við hið óþekkta — óafvitandi likja þeir tölvunni við drekann hræði- lega úr ævintýraheimum, sem væri tilbúinn aö gleypa allan heiminn við fyrsta tækifæri. Þessi tölvuhræðsla byggist aðallega á vanþekkingu og misskilningi á starfi tölvunnar. Þess vegna hef- ur Gunnar M. Hansson tekið Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.