Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. ágúst 1977 3 Skógræktin lagar til við Rauðhóla Kás-Iteykjavik. Eins og kunn- ugt er, þá eru Rauðhólar friðað- ir og öll malartaka þar bönnuð. Nú hefur Nttúruverndarráð gefið Skógræktarfélagi Reykja- vikur leyfi til að lagfæra þar til og bæta ú.r þvi, sem hægt er aö bæta. Þá hefur Skógræktarfé- laginu verið leyft að taka möl sem losnar vegna framkvæmd- anna, og nota sem ofaniburð i veginn upp i Heiðmörk. Amtsbókasafnið á Akureyri: Varðveitir skylduein- tök eitt safna utan marka Reyk j avíkur Skólastjórar og yfirkennarar: Framhalds- stofnfundur Framhaldsstofnun Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi verður hald- inn 10. september i Reykjavik. Auk aðalfundarstarfa verður rætt um fræðslumál kjaramál og félagsmál. Nú hafa önnur félög skólamanna á grunn- skólastigi verið lögð niður. Samkvæmt ákvörðun á fyrri stofnfundi félagsins 5. marz sl. teljast þeir stofnendur sem ganga i félagið fram til stofn- fundar. Lætur nærri að helm- ingur skólastjóra og yfirkenn- ara sem starfa við grunn- skólastig hafi þegar gengið i hið nýja félag. Nánar verður auglýst um stað og tima fundarins. áþ-Reykjavik. — Fyrir skömmu vakti bókasafnsnefnd Akureyrar athygli á þcirri sérstöðu sem Amtsbókasafnið þar i bæ hefur nú, en það er lögum samkvæmt, orðið eina safnið utan Rcykjavik- ur, sem gert er að varðveita skyldueintök alls prentaðs máls, sem kemuii út á islandi. Nefndin faldi amtsbókaverði og formanni að afla stuðnings bæjarstjórnar og rikisvalds, til þess að þessi sérstaða væri viðurkennd i verki með fjárframlagi úr rikissjóði, þar sem mikill kostnaður fylgir þvi að binda skrá og varðveita allt lesmál eftir þvi sem prent- skilalögin gera ráð fyrir. — Það sem við væntum er það, að rikið veiti einhvern styrk til bókasafnsins vegna þeirra sér- stöðu sem það hefur fram yfir önnur, sagði Lárus Zophaniasson amtsbókavörður á Akureyri i samtali við Timann.' — Sam- kvæmt bókasafnslögunum, sem samþykkt voru i fyrra, þá hættir rikið öllum beinum stuöningi við bókasöfn. Áður var visst framlag frá rfkinu, og þó svo það hafi ver- ið lágt, hefði það sitt að segja og nú taka söfnin sin framlög ein- göngu frá Sveitarfélögunum. En það sem bókasafnsnefnd var að velja athygli á, er sú staðreynd aö með prentskilalögunum frá þvi i vor er Amtsbókasafninu skylt að varðveita allt prentað mál. Það eru þrjú söfn á landinu, sem eiga að varðveita allt, sem prentað er, en söfnin eru Háskólabókasafnið, Landsbókasafnið og siðan við á Akureyri. Tvö hin fyrstnefndu eru rikis- Framhald á bls. 23 FLUGVIRKJAIt ÓANÆGÐIR MEÐ AÐGERÐALEYSI — í flugskýlismálum á Keflavíkurflugvelli Kás-Reykjavik ,,Þau eru mörg iliugunarefnin. Það sem fyrst kemur i bugann, eins og svo oft áður, er á- framhaldandi aðgcrðarleysi i skýlismálum á Keflavíkur- flugvelli. Einn bás, scm að- cins tekur eina Ii-727 vél, i einu flugskýlinu á vellinum, er öll aðstaðan, sem við islendingar höfum þar, cnn sem komið er. Þess vegna fer mikið af flugvirkjastörf- um frain utandyra, þvi viss áhætta fylgir þvi, að taka framhluta DC-8 þarna inn. Hvernig verkið gengur t.d. við hreyfilskipti, ,,er allt undir Kára gamla komið", eins og einn félaga okkar orðaði það. Með fylgjandi klausa er tekin úr fréttabréfi Flug- virkjafélags Islands, sem skrifuð er undir fyrirsögn- inni „Til ihugunar”. Framhald á bls. 23. Mikil fluguinferð er um Keflavikurflugvöll, en eitt- hvað virðist viðgerðarað- staða islenzkra flugvirkja vera bágborin. ^ > Björn Jakobsson látinn Rjörn H. Jakobsson frá Varma- la-k andaðist i Borgarnesi siðast- liðna fimmtudagsnótt. Hann var áttatiu og þriggja ára aö aldri. örfáum dögum áður en hann lézt, kom út hefti af Kaupfélags- ritinu, sem hann hefur stjórnað af mikill prýði frá upphafi árið 1964, og á baksiöu þessa heítis kvaddi hann lesendur þess með stöku. Björn var um langan aldur meðal framherja Borgfiröinga i menningarmálum. Hann var söngstjóri, organleikari, tónskáld og kennari, heilsteytpur og traustur að allri gerö, dugmikill framfaramaður, frjálslyndur i skoðunum og unni öllu, sem fag- urt var. Björn H. Jakobsson var samvinnumaöur af hug og hjarta, hugsjónamaöur án óraunhæfra draumóra og drengur mikill að allri skaphöfn. Sveinn Þór- arinsson list- málari látinn Sveinn Þórarinsson listmálari andaðist aðfaranótt 19. ágúst, tæplega 78 ára að aldri. Sveinn fæddist 29. ágúst 1899 að Kilaholti i Kelduneshreppi i Nprður-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Sveinsson bóndi þar og kona hans Ingveldur Björnsdótt- ir. Sveinn hóf nám hjá listmálar- unum Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrimi Jónssyni og Guðmundi Thorsteinsson. En framhaldsnám stundaði hann i Kunstakademiet i Kaupmannahöfn i hálft fjórða ár, og siðan i Paris. Hann fór einnig námsför til Frakklands, Spánar og viðar um Evrópu árið 1955. Svinn Þórarinsson bjó i Byrgi við Ásbyrgi i Norður-Þingeyjar- sýslu árin 1930-’38, en næstu tvö ár dvaldist hann i Kaupmanna- höfn og hélt þá málverkasýningu i ,,Den Frie" i Kaupmannahöfn. Hann kom heim árið 1940, með Petsamóferðinni, sem fræg varð á sinum tima, settist siðan að i Reykjavik og átti þar heima eftir það. Sveinn Þórarinsson kvæntist 1. júni 1929 eftirlifandi konu nni, Karen-Agnete, dóttur Karl Krist- i^p Enevoldsen, verksmiðjueig- anda i Kaupmannahöfn. Hún er eínnig viðkunnur listmáiari og hefur tekið þátt i fjölmörgum samsýningum og einkasýningum, bæði á Islandi og i öðrum löndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.