Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 5
;i ii :til ;i;i1 Laugardagur 20. ágúst 1977 5 á víðavangi Þeir ætluðu sér rósir en fengu þyrna Prófkjör og forkosningar af ýmsu tagi eru vafalltið heppi- leg úrræði, til þess að lappa upp á kosningakerfi, sem ekki gefur kjósendum ella tækifæri til að ráða þvi hvaða einstakl- inggar veljast til forystu. Þaö er þess vegna ekki að undra, að prófkjör hefur mjög komizt I tizku innan islenzku lýð- ræðisfiokkanna. Heizti gailinn við þessar aðferðir, eins og þær hafa verið reyndar hér á landi, virðist vera sá, að sáð er fræjum persónulegra illinda innan flokksins, sem á i hlut, og vill jafnvel spretta af fullur fjandskapur innbyrðis. Nú er það hugsanlegt að vfsu, að þetta hljótist af þvi, hve tslendingar eru óvanir forkosningum, en grunur er þó á, að lengi eimi eftir af þessum hvimleiðu fylgi- kvillum, a.m.k. meðan próf- kjör eru höfð i lokuðum hópi flokksmanna. Að ýmsu leyti væri eðlilegra aö gripa til þess ráðs að hafa almennt prófkjör Iöllum flokkum, ogþarf þá aö setja um það lög og aðrar reglur, aö þvi tilskildu, aö menn vilji halda uppi lista- fyrirkomulaginu i alþingis- og sveitarstjórnakosningum, þráttfyrir slikan aukakostnað og fyrirhöfn. Hinn hægrisinnaði mið- flokkur á tslandi. Alþýðu- flokkurinn, hefur sem kunnugt er efnt til forkosninga i þvi skyni að hljóta af þvi auglýs- ingu meðal almennings. Það er orðið alveg ljóst, að auglýs- ingin hefur heppnazt. Fólk hefur tekið eftir bramboltinu. Siðustu dagana er það orðin sérstök iðja Morgunblaðsins að fylgja þessu eftir, og er það að vonum, þar sem Sjálf- stæðismenn fjöldamargir lita á Alþýöuflokkinn sem nokkurs konar pölitiska varaskeifu. En gamanið hefur þó kárnað illilega innan Alþýðuflokksins, og fór um þaö, sem ýmsir höfðu spáð og hlotiö litlar þakkir fyrirí málgagni flokks- ins. Gleðileikur kratanna varð fyrst að skopleik, en er nú óðum að verða hreinn harm- leikur. Eins og stendur er ekki hægt að vita með vissu, hvert mannfallið verður, en hjá þvi verur greinilega ekki komizt, að gamlir vopnabræður muni kljúfa hver annan f herðar niður af japanskri grimmd. Sl. þriðjudag segir formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, i hinu hálfopinbera málgagni flokksins, Morgun- blaðinu: „Tel eðlilegt, að formaður- inn sé i framboði I R.vik”. Og blaðiö hefur eftir honum, að hann telji, að sem formaöur Alþýðuflokksins ætti hann að hafa aösetur i Reykjavik og vera i kjöri i Reykjavik. Framtiðardraumar flokks- formannsins um forystu fyrir Alþýðu flokknum eru þannig beinlinis tengdir höfuðborg- inni. En flokksbræðurnir virðast hafa aðrar skoðanir. Leiðtogi flokksins i borgar- málum i höfuðborginni, Björgvin Guðmundsson, segir sl. miðvikudag: „Mér finnst það ekki nauð- synlegt að formaðurinn sé fulitrúi Reykjavikur”. Loks kemur, að fulltrúum reykviskra krata á Alþingi. Eggert G. Þorsteinsson segir um máliö: „Aður en ég fór i mitt sumarleyfi höfðu mér borizt - allmargar áskoranir um að verða i kjöri og þvi hef ég svarað játandi”. Og Eggerter ekkert sérstaklega hrifinn af formanninum: „Ég efast ekkert um persónulegt mat Benedikts. að það sé ekkert auöveldara að gegna for- mennsku með þvi að vera full- trúiIReykjavik. Að minu mati er það þó ekki neitt ófrá- vlkjanlegt eða sjálfsagt nú fremur en áður”. Gylfi tyftar Benedikt formann Gylfi Þ. Gislason hafði aldrei hugsaö sér að próf- kjörið ætti að verða lýöræöis- legur vettvangur. Hann segir um það, að hann hafi veriö þeirrar skoðunar að: „þetta væri hins vegar mál. sem yrði að ræðast itarlega innan flokksins i Reykjavik. Ég tel hér vera um að ræða mál, sem ekki á að ræða á opinberum vettvangi fyrr en að slikum innri umræðum loknum”. Nú er eftir aö sjá hvernig formaður Alþýðuflokksins tekur slikum ákúrum frá fyrirrennara sinum, en það fer ekki á milli mála, að með þessum orðum er Gylfi að taka Benedikt á kné fyrir að kjafta frá of snemma. Og Gylfi ætlar svo sem ekkert að hætta heldur: „Það skal ég þó segja að lokum, að ég hef ekki hugsaö mér að hætta afskiptum af stjórnmálum i næstu kosn- ingum”. — Þó að flokksmenn reyni að losna við hann, þá skal þeim sýnt i tvo heimana áður. Það vissu auðvitað allir fyr- ir, að Gylfi ætlaði sér ekki aö halda uppi neinu lýðræði meö prófkjörinu sinu, heldur ætlaöi hann að reyna að auka að- streymið til flokksins. Enda þótt auglýsingin hafi heppnazt um sinn, þá er óvíst, að þessu markmiði verði náð. Hins veg- ar er það þó oröið Ijóst, að kratarnirtreysta alveg á með- aumkun almennings og brjóstgæði við að horfa upp á svo kátlegar sviptingar. JS Gullsmiðurinn s.f. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendið okkur (í ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og simanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga frá sendingu, sendum við ykkur viðgerðina í póstkröf u. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags fsl. Gullsmiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig í póstkröf u allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f Frakkastíg 7 101 Reykjavík Sími (91) 1-50-07. Til leigu — Hentug l lóðir v Vanur maður Simar 75143 — 32101 Hey til sölu Til sölu eru 700-800 hestar af heyi. Upplýsingar í síma (96) 2-34-27 eftir kl. 7 á kvöldin & |S h I PAUTG£R9 RIKISINS m/s Hekla fer frá Reykjavík föstu- daginn 26. þ.m. austur um land I hringferð. Vörumóttaka: Mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Til Vestmanna- eyja, Austfjarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Hssa- víkur og Akureyrar. jrr jpr -ÆF ódýr ferð 19. til 24. sept. Sérstakur afsldttur fyrir félaga í: Bandalagi starfsmanna rikis og bæja Landsambandi islenzkra samvinnustarfsmanna Sambandi íslenzkra bankamanna og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur ^ Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 ÚTSALA 10-50% AFSLÁTTUR Opið til kl. 4 í dag MRCHAMAit Austurmörk 4 — 2. hæð Hveragerði — Sími (99)4330 Fyrir vörubíla Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu-_ drifsköft LANDVÉLAR H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.