Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. ágúst 1977 n ÍRA sveitanna og í'orystu um varan- lega vegagerö út frá aðalþétt- býlissvæði landsins. Ingólfur hefur ákveöið að hætta þingmennsku á næsta ári eftir 36 ára setu á Alþingi. Þrátt fyrir það vonast Hellubúar til þess, að þeir megi enn um hrið njóta forystu hans og fyrirgreiðslu um leið og þeir þakka leiðsögn og samfylgd á liönum árum, segir að lokum i grein Jóns Þorgilssonar um Ingólf sem birtist i afmælisdag- skránni. Þróun byggöar á Hellu Eins og áður er nefnt, seldi Þor- steinn Björnsson verzlun sina Kaupfélaginu Þór, en þá hafði Þorsteinn verzlað i 8 ár á Hellu. Verða við þessa breytingu þátta- skil i sögu staðarins. Eftir að kaupfélagið hóf verzlunarrekstur sinn stækkaði verzlunarsvæöiö og náði það fljótlega yfir alla sýsl- una og heíir svo verið siöan. Til að sýna þróunina er hér tek- ið ibúatala á tiu ára fresti. Árið 1937 þegar byggð hafði verið á Hellu i tiu ár, voru ibúarnir að- eins fjórir: Kaupfélagsstjórinn, Ingólfur Jónsson, kona hans Eva Jónsdóttir og Guðlaug dóttir þeirra og Bruno Weber, þýzkur maður, sem vann við verzlunar- störf hjá Þorsteini, en réðst til kaupfélagsins og var starfsmaður þess, þar til hann lézt 1956. Árið 1947 voru ibúar orðnir 71 talsins, 150 manns voru þeir orðnir árið 1957 og árið 1967 263 talsins. 1 ár, þegar haldið er hátiðlegt 50 ára afmæli byggðar á Hellu, eru ibúar 496 talsins. Starfsemi kaupfélagsins fyrstu árin var aöeins bundin við venju- lega sveitaverzlun. Brátt varð starfsemi þess fjölbreyttari. Þar var fyrst og’fremst um að ræða ýmis konar þjónustustarfsemi við sveitirnar og landbúnaðinn. Fyrst kom trésmiðaverkstæði árið 1943 og var þaö jafnframt fyrsta tré- smiöja i Rangárvallasýslu. Næst kom bila- og búvélaverk- stæðið 1945, þar sem aðallega var gert við bila og vélar viðskipta- manna félagsins. Veitingarekstur hóf kaupfélagiö árið 1942. Þá byggði kaupfélagið Hellubió og var það fullgert árið 1952 og var þaö þá samkomuhús í sýslunni. Þegar frystihús kaupfélagsins tók til starfa árið 1948 þótti það merkur áfangi til framfara i héraðinu. — Þá rekur kaupfélagið rafmagnsverkstæði og sláturhús, auk saumastofu og brauðgerðar, sem kaupfélagið rak um árabil en aðrir hafa nú þann rekstur með höndum. — Eins og hér hefur komið fram, hefur kaupfélagið verið með margþætta starfsemi og þar með langumfangsmesta fyrirtækið á Hellu og þvi stærsti atvinnurekandinn. En fleira hef- ur komið til. Sláturfélag Suðurlands reisti sláturhús á Hellu árið 1941 og hef- ur veriö slátrað þar á hverju hausti siðan. Undanfarin ár hefur verið slátrað yfir 30 þúsund fjár. Vinnufatagerð Suðurlands hf. hefur rekið saumastofu á staðn- um siðan 1949. Mosfell sf. hóf starfsemi sina áriö 1962, en þar er fyrst og fremst um aö ræða fram- leiðslu á vinnufötum og vinnu- vettlingum og hefur sú fram- leiðsla stöðugt aukist. Glerverk- smiðjan Samverk hl'.var stofnuð 1969. Auk þessara hafa ýmis fyrirtæki risið á siöustu árum á Hellu. Ýmsar þjónustustofnanir eru á Hellu og elzt þeirra mun vera tamningastöð Hestamanna- félagsins Geysis sem starfrækt hefur verið siðan 1955. Hesta- mennska hefur alltaf verið stór hluti af tómstundastarfi Hellu- búa, og er það einn bezti móts- staður fyrir hverskonar hesta- iþróttir. Skattstofa Suðurlandsum - dæmis hóf starfsemi sina árið 1962 og útibú frá Búnaðarbanka Islands áriö 1964. Héraðslæknir •SSSS? iW'SS: im •SSSSSxsnns'XnnSSSSSSSSSí hefur veriö á Hellu frá 1956 og heraðsdýralæknir frá 1950. Á þessu ári verður opnuð heilsugæzlustöö og dvalarheimili fyrir aldraða. Grunnskóli er á Hellu en barnakennsla hófst árið 1958. Flutningastarfsemin er stór þáttur i atvinnulifi á Hellu. Allir vöruflutningar að og frá staðnum fara fram með bifreiðum, og eru þessi flutningar mjög umfangs- miklir. Kaupfélagiö Þór kom sér fljótlega upp nægum bilakosti, nemg á mestu annatimum, haust og vor, þegar teknir eru leigubil- ar. Hér að framan hefur veriö drepið á nokkra þætti i þróun byggðar á Hellu i fimmtiu ár. Mörgu hefur þó verið sleppt og margra ekki getið sem verðugt hefði verið að nefna hér. Þetta yfirlit gefur þó nokkra vísbend- ingu um helztu þættina i þeirri heildarmynd, sem væntanlega verður skráð áður en langt um liður. Flestir ibúanna á Hellu hafa flutzt þangað úr nágranna- sveitunum og eru synir og dætur bændanna úr Rangárþingi. Tengslin við sveitirnar og land- búnaðinneru þvi mikil. Þetta fólk er yfirleitt duglegt og vinnusamt. Þrátt fyrir mikla vinnu, sem menn verða að leggja á sig, til að sjá fyrir sér óg sinum, mun flest- um hafa liðiðvel á Hellu og telja, að rétt hafi veriö ráðið, þegar ákveðið var að setjast þar að. Almælishátiðin Dagskrá afmælishátiðarinnar er fjölbreytt, en hún hófst 19. ágúst meö þvi aö iðnsýningin var opnuð og almennur fundur um iðnað var haldinn i Hellubiói. 1 dag, laugardaginn 20. ágúst, verða svo aðalhátiðarhöldin og hefjast þau með þvi að Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ setur hátiðina kl. 13:30. Siöan verður helgistund sem sr. Stefán Lárus- son sér um og hátfðarræðan verður flutt kl. 14 af Ingólfi Jóns- syni. Þá veröur minnisvaröi af- hjúpaöur um landnámsmann Hellu, Þorstein Björnsson og siöan fer fram ' afhending viður- kenninga fyrir snyrtileg hús og lóöir. Þjóðdansasýning verður kl. 15:15 og kl. 16 verður opnuð mál- verka- og ljósmyndasýningar sem eru hinar fjölbreyttustu. Ekki er unglingunum gleymt, þvi kl. 17 verður haldið diskótek fyrir þá, en um kvöldið verður dansleikur. Sunnudaginn 21. ágúst til limmtudagsins 25. ágúst, verða iðnsýningin, málverka- og ljós- myndasýningarnar opnar alla daga l'rá kl. 13:30 til 22:00. 1 afmælisnefnd, sem hrepps- nefnd Rangárvallahrepps skipaði var eftirtaliö fólk: Siguröur Haraldsson, Kirkjubæ, Ráll G. Björnsson, Hellu, Unnur Þórðar- dóttir, Ilellu, Sjöfn Árnadóltir, Hellu og Einar Kristinsson, Hellu. Sveitarstjóri Rangárvalla- hrepps er Jón Gauti Jónsson Ilellu.en i hreppsnefnd eiga' sæti: Hálfdán Guðmundsson, sem jaln- framt er skattstjóri og oddviti. Háll G. Björnsson, Iramkvæmda- stjóri, Gunnar Magnússon bóndi, Jón Óskarsson, kaupmaður og Sigurður Haraldsson bóndi. Hreppstjóri er Jón Egilsson, bóndi, Selalæk. Að lokum skal þess getið að olanskráöar upplýsingar um Hellu eru teknar úr veglegu af- mælisriti sem gefið var út i tilel'ni 50 ára afmælisins. Timinn óskar íbúum Hellu til hamingju með afmælið! MMm W&M Wm llella 197

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.