Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. ágúst 1977 15 Sigurður Sigurðsson Fæddur 18.12.1906 Dáinn 6.7.1977 Sigurður var fæddur 18. desem- ber 1906 að Kollabæ i Fljótshlið. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dóra Sveinsdóttir og Siguröur Bjarnason bóndi i Kollabæ. Sigurður var ungur, þegar hann fékk að reyna, hvað lifið var, missti móður sina 12 ára. Ungur byrjaði hann að vinna að búskap og hafði fljótt yndi af öllu, sem að sveitastörfum lýtur. A vetrarver- tið til Vestamannaeyja fer hann fyrst 16 ára og lét þar sitt ekki eftir liggja við vinnuna, frekar en við sveitarstörfin. Arið 1927 var Sigurður 21 árs ungur maður og ræðst ársmaður að Geldingarlæk á Rangárvöllum. Þar var ung stúlka fósturdóttir hjónanna, Ingibjörg Jónsdóttir. Þau felldu hugi saman og giftu sig árið 1932 og hófu búskap að Efri-Þverá i Fljótshlið. Þar bjuggu þau i þrett- án ár. Vegna heilsubrests varð Sigurður að bregða búi og flytjast til- Reykjavikur. Það voru þung spor aö kveðja sveitina sina, en fegurð hennar dáði hann og þá ekki siður Þórsmerkur og Rángárvalla. Fjallferðir, göngur og réttir, þó erfiðar væru, hrifu hann mjög. I Reykjavik fer hann fljótlega að vinna hjá Bifreiða- stöð tslands og vann þar i tæp 30 ár. Samvizkusemi og óserhlifni einkenndu hann alla tiö, vinna meðan þurfti, ekki gáð á klukk- una. Það, sem þurfti að komast með bilnum i þetta og þetta skipti, það komst. Það var séð um það. Sigurður og Ingibjörg eignuðust tvö börn. Leifur býr á Kvigsstöð- um i Borgarfirði kvæntur Særúnu Æsu Karlsdóttur. Þau eiga fjögur yndisleg börn. Þar var hugur Sigurðar. Hann hafði mikið yndi af að dveljast hjá þeim hjónum. Tengdadóttirin var honum einkar hugljúf. Það átti við hann, hvað borgarstúlkan var dugleg og mikill skepnuvinur. Þar var hugur hans alla tið. Guðbjörg Jóna dóttir þeirra býr hér i Reykjavik og er gift Jóni Þóri Einarssyni, skipverja á m/s Hofsjökli. Ég, sem skrifa þessar fátæk- legu linur, átti ekki heitari ósk, en að dóttir hans yrði komin úr sinni ferð, áður en hann færi á sjúkra- hús, en þvi beið hann eftir. Hvað hann gladdist komu þeirra hjóna fyrrén hann átti von á. Þau komu heim sólarhring áður en kallið kom. Það var táknrænt viö þennan stóra og sterka bónda að ganga út i garð og kveðja með orfiö i hend- inni. Sigurður var viðlesinn, haföi ánægju af góðum bókum og gat unað sér i litla bókaherberginu sinu. Hann var ættfróður og alltaf svo glaður og kátur og hafði frá svo mörgu skemmtilgu að segja. Sigurður var framsýnn maður og fylgdist vel með nútimatækni en hugurinn var ætið svo mikill að hann axlaði fremur byrðina en biða eftir vélmenningunni. Ég þakka honum fyrir öll hlýju huggunarorðin, sem hann gaf mér við andlát föður mins, en að viku liðinni var hann sjálfur allui*. Kæri vinur far þú i friði friður Guðs þig blessi Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt Jónína Björnsdottir, Yrsufelli 10 Guðlaug Bi artmarsdóttir Fædd 17.2 1889. Dáin 17.7, 1977. Guðlaug Bjartmarsdóttir var fædd að Neöri-Brunná i Saur- bæjarhreppi, Dalasýslu 17. 2. 1889. Foreldrar hennar voru Bjartmar Kristjánsson bóndi þar og kona hans Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Bjartmar lærði jarðyrkjustörf hjá Torfa i Ólafs- dal. Hann átti heima i Vesturhópi i Húnavatnssýslu árin 1881-1886, og vann þá að jaröabótum viöa i Húnaþingi. Fluttist að Neðri- Brunná árið 1886 og bjó þar til 1903. Hann var oddviti sveitar sinnar i mörg ár á meðan hann bjó á Neðri-Brunná. Auk þess hafði hann á hendi ýmis störf fyrir pöntunarfélag en fluttist til Stykkishólms og var þar verzl- unarmaður i 12 ár. Siðan fluttist hann til Reykjavikur og átti þar heima til æviloka. Hann var ullarmatsmaöur i Reykjavik i mörg ár. Ingibjörg Guömunds- dóttir var frá Syðra-Vallholti i Skagafirði, Magnússonar (hreppstjóra i Hvammi i Svartár- dal Björnssonar.) Ingibjörg flutt- ist á fyrsta ári að Ægisáiöu i Þverárhreppi, V-Hún. og ólst upp þar hjá hálfsystur sinni Ingi- björgu og manni hennar. Ingi- björg kom tæplega tvítug að Ólafsdal i Saurbæ og var þar i 10 ar og var gróin vinátta milli hennar og heimilisfólksins i Ólafsdal. Enda hlaut ein dóttirin nafnið Guðlaug, nafn húsmóður- innar i Ólafsdal, Guðlaugar Zakariasardóttur. Guðlaug ólst upp hjá foreldrum sinum en var þó meira og minna i Ólafsdal frá 10-14 ára aldurs. Arið 1907 fluttist hún með foreldrum sinum tilStykkishólms og siðar til Reykjavikur. Þar fór hún i Kvennaskólann og lauk þaðan prófi. Aö þvi loknu vann hún verzlunarstörf alllengi hjá Sturlubræðrum og fleirum. 1 Reykjavik kynn-ist hún manni sin- um séra Jóni Guðnasyni siðar þjóðskjalaverði er þá nam guð- fræði i Háskólanum Þau giftust árið 1915. Arið 1916 tók hann vigslu til Staðarhólsþinga i Döl- um, og fluttu þau hjón þa þangað. 1918 fékk hann Kvennabrekku i Miðdölum, og bjuggu þau þar i 10 ár. En 1928fær hann Prestbakka i Hrútafirði og þjónaði þar i 20 ár eða fram til ársins 1948 er hann gerðist þjóöskjalavöröur, en þvi starfi gegndihann á meðan aldur leyfði. Ekki er hægt að minnast Guð- laugar Bjartmarsdóttur án þess að manns hennar sé getið um leið. Svo samofin og samstillt voru þau i verkum sinum og allri fram- komu bæði á heimili sinu og annars staðar. Kærleiksrikara og betra hjónabandien þeirra hef ég aldreikynnzt.Séra Jón var hár og höfðinglegur maöur og Guðlaug myndarleg i sjón og einkar frið sýnumog varþvisjálfgefiö að þau vektu eftirtekt, hvar sem þau komu fram. Þau voru bæði einkar aðlaðandi og gerðu sér engan mannamun og þúuðu alla, og höfðum við Hrútfirðingar ekki vanizt þvi fram að þeim tima, aö þeirmenn,er eitthvað hærra voru settir en allur almenningur til- einkuöu sér svo alúölega fram- komu. Þau voru þvf fljót að kynn- ast sóknarbörnum sinum og eign- uðust þarmarga vini og hélzt þaö óslitið öll þau ár, er þau dvöldust þar nyröra og raunar áfram eftir að þau fluttu til Reykjavikur, en óneitanlega urðu samfundir þá strjálir. Búskaparár þeirra í Döl- um urðu þeim að mörgu leyti erfið sökum fátæktar og ýmiskon- ar erfiðleika, sem að þeim steðj- uöu. Börnin voru mörg og þá öll ung og auk þess hvildu á þeim námsskuldir, en prestlaun voru ekki svo mikil á þeim tima að fyllilega nægði til þess að fram- fleyta svo stórri fjölskyldu. Voru þau þvi með allmikinn skulda- bagga, er þau komu að Prest- bakka. Þar vegnaði þeim hins vegar vel og lagaðist fjárhagur þeirra verulega þar og þvf betur eftir þvi sem árin liðu. Guðlaug var prýöilega greind, fróð og minnug, létt og kát i við- ræðum og þvi gaman og fróðlegt við hana að ræða. Hún var ágæt- lega hagmælt, og þau hjón bæði, og skemmtu þau sér oft viö þaö i tómstundum sinum. Venjan var sú aö hann byrjaði, en hún botn- aöi eða þessu var snúið við. Guð- laug var manni sinum sverð og skjöldur i lifinu, og henni er það manna mest að þakka, að hann gat sinnt fræðistörfum sinum, en aðstaða til þess var ekki alltaf auöveldsökum fátæktarog gesta- nauðar og ýmissa áfalla i lifi þeirra. Hún átti ekki til uppgjöf en brosti framan i heiminn, þegar hjartað grét. Hugur Guðlaugar til manns sins kemur glöggt fram i eftirfarandi visum hennar: Yndi það, sem ást þin skóp, er minn stærsti hagur. Vanti þig i vinarhóp, verður langur dagur. Þegar þú ert heima hér, hliðar brosa og engi. Allt, sem veitir yndi mér, eignast tvöfait gengi. Séra Jón Guðnason er þjóð- kunnur maður einkum fyrir bæk- ur sinar og fræðistörf. Verður sá stórmerki þáttur i lifsstarfi hans ekki rakin hér, enda voru þvi efni gerð glögg skil i grein eftir Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjala- vörð erbirtisti Morgunblaðinu að séra Jóni látnum. Séra Jón var á- gætur prestur og mikill kenni- maöur og vann öll sin prestverk af skörungsskap og itrustu sam- vizkusemi. En hann var meira. Hann var mannvinur og lét sér ekkert óviðkomandi, er i mann- legu valdi stóð að bæta eða draga úr sársauka. Þvi var hann tiður gestur hjá þeim, er við sorgir og andstreymi áttu aö striða, og voru þau hjón samhent i því eins og ööru. Hann tók virkan þátt i héraösmálum og voru honum fal- inn þar ýmis trúnaðarstörf. Með- al annars átti hann sæti i sýslu- nefnd Strandasýslu i 15 ár sem fulltrúi Bæjarhrepps. Þaö var siöur en svo aö hann sæktist eftir slikum vegtyllum. Hann baðst oft undan kosningu, og var þaö stundum tekið til greina. Þing- maður Dalamanna var hann 1927. Skipaður i kirkjumálanefnd 1929- 30. Hann var einmitt að koma af kirkjumálanefndarfundi rétt fyr- ir jólin 1930 og var farþegi með varðskipinu Þór (gamla Þór) er þaö strandaði úti fyrir Vatnsnesi i Húnaflóa i stórhrið og var mjög tvisýntum björgun áhafnar. Þaö sagði mérmaöur úr Hrútafirði, er einnig var á skipinu i sömu ferð, aö mikið hefði hann dáðst að æðruleysi séra Jóns á slikri hættustund og hvernig hann tal- aöi til skipshafnarinnar. En með Guðs hjálp bjargaðist áhöfnin en skipið fórst. Þaö er hægt að renna grun I.hvernig Guðlaugu og börn- um hefur liðið meðan á þessu stóð. Mikil var gleði þeirra er heimilisfaðirinn kom heill heim. Nú varhægtaö halda gleðileg jól i tvöföldum skilningi. Kennari var séra Jón við Reykjaskóla i Hrútafirði í 13 ár. Hann varágætur kennari og gátu allir lært hjá honum, sem áhuga höfðu á námi. Hann var mjög fjöl- hæfur og samdi meðal annars gamanleik og söngva er notaðir voru sem skemmtiefni við skól- ann. Hann var léttur og kátur i timum og kastaöi þá stundum fram visum. Til dæmis kom eftir- farandi visa i stafsetningar- kennslu: Allt i lagi enginn bagi orkar á hagi þina. Þótt ég dragi ekki úr ægi alltaf nægju mina. Þaö var mikil reisn yfir heimil- inu á Prestbakka á þeim árum, sem þau bjuggu þar. Gestagang- ur var mikill og öllum tekið með brosi á vör og þeirri einstöku hlýju sem var eitt aðalsmerki presthjónanna og átti sinn þátt i þvi að gera þau jafn vinsæl og raun varð á. I viöræðum voru þau fræðandi, glaðvær og skemmti- leg. Varð viðræðan þvi oft lengri en ætlað var. Þaö fannst aldrei á þeim,aölangdvalir gesta værutil óþæginda, þótt svo væri kannski i raun. Til þess var höfðingsskapur þeirra of mikill og svo þetta, sem áður er á minnzt að láta ekki aöra vita þó eitthvaö væri að. Ég á margar kærar minningar um við- ræður við þau hjón bæði á heimili þeirra, móður minnar og mfnu. Þar voru þau alltaf kærkomnir gestir, enda voru móðir min og Guðlaug miklar vinkonur. Minn- ingar þessar eru vel geymdar i minum minningarsjóði. Prest- bakki var vel setinn á meðan þau bjuggu þar. Þau höfðu bæði á- huga á búskap, og var hann rek- inn með blóma um margra ára skeið. 1 þeirra búskapartiö var byggt nýtt ibúðarhús á Prest- bakka og einnig flest öll penings- hús, og sýndu þau i þessu sem öðru framsýni og dugnað. Guðlaug hefur verið prýöilega ritfær. Það sannar ágæt frásögn hennar um nöfnu sina Guölaugu Zakariasdóttur i Ólafsdal, er út kom i Timaritinu Emblu árið 1949, þriðja árgangi. Það timarit flutti ritverk kvenna. I grein þessari kemur glöggt fram, hversu mikils hún mat nöfnu sina og á'þvi heimili taldi hún sig hafa fengið gott veganesti, er lagt var út i lifiö. En hennar hlutverk var annað og tómstundir fáar til slikra starfa! Hún var húsmóðir á mannmörgu heimili, og bjó við mikla gestanauð. Bömin voru mörg og þvi ivið starf að sinna móðurhlutverkinu sem hún gegndi með mestu prýöi, enda bera öll börnin þess merki, að ekki hefur verið slegiö slöku við uppeldi þeirra. Þau hafa öll erft i rikum mæli mannkosti foreldra sinna og eru hinir nýtustu þjóðfé- lagsþegnar. Það er sama hvar og hvenær fundum okkar ber saman alltaf er viðmót þeirra hlýtt og milt. Börn þeirra presthjóna er upp komust eru þessi: Guörún rithöf- undur, gift Guðmundi Einarssyni kennara, Ingólfur kennari og rit- höfundur, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur, skólaritara. Torfi rannsóknarlögreglumaður, kvæntur Ragnhildi Magnúsdótt- ur, Eirikur kennari og fræðimað- ur, kvæntur Guöbjörgu Kristjáns- dóttur, kennara. Leifur (látinn), rannsóknarlögreglumaður, átti Ingibjörgu Eyþórsdóttur. Soffia (látin), simakona, átti Jóhann Hallvarðsson simvirkja, nú deildarstjóra hjá Landssimanum. Anna gift Sveinbirni Marteins- syni kennara. Samband fjölskyld- unnar varætið náiö og innilegt, og börnin mátu foreldra sina mikils, enda áttu þau hjón þaö skilið. Viö- horfi þeirra til móöur sinnar er vel lýst I hinu fallega kvæði „Móöir min”, er birtist i annarri ljóöabók Ingólfs Jónssonar „Feykishólar”, er út kom árið 1966. Þar er meðal annarra þetta erindi: Þú gafst mér það allt, er þú áttir bezt, af ástúð þins móðurhjarta. Þú vildir ég gæti glatt mig við þá geisla sem fegurst skarta, þvi leiddir þú mig inn i ljóðsins heim, mitt leikfang varð harpan góða. Ég reynt hef, móðir, að stilla þann streng, sem stef min höföu að bjóða. Þess hefur áður verið getiö, hversu góður lifsförunautur, Guð- laug var manni sinum. Eftir að starfsþrek hans var farið og sjón- in oröin litil kom það fyrst og fremst i hennar hlut að styðja hann eftir mætti. Hún var óþreyt- andi að lesa fyrir hann og gera honum lifið eins léttbært og i mannlegu valdi stóð og sýndi hún þá, eins og oft áöur á lifsbraut- inni, hve þrek hennar var mikið. Aldrei lét hún bugast. Var þó langt frá þvi að hún væri heil- heilsu. Nokkru eftir lát manns sins flutti hún á Elliheimilið i Reykjavik og dvaldist þar til ævi- loka. Þegar litið er yfir ævistarf þeirra presthjónanna blandast engum hugur um, sem til þekkir, aö það hefir verið hið merkileg- Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.