Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 20
I----------------- V18-300 Auglýsingadeild Tímans. Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI YTRIFATNAÐUR Nútíma búskapur þarfnast HJllfER hauasuau . Guöbjörn Guðjónsson Jónas segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Góð tíðindi úr Borgarfirði eystra: GERBREYTT AÐSTAÐA TIL BÁTAÚTGERÐAR KEJ-Reykjavik — Hér er veriö aö byggja viölegubryggju i nýju bátalægi, sem unniö hefur veriö aö nú i fjögur ár, sagöi Óli Jö- hannsson, simstjóri á Borgarfiröi eystra i samtali viö Timann i gær. Hér er um mikiö hagsmunamál Borgfiröinga aö ræöa, þar sem hingaö til hefur ekki veriö unnt aö halda bátum úti viö veiöar nema yfir hásumariö. Meö tilkomu þessa nýja ' bátalægis lengist úthaldstiminn, og aöstaöa fæst fyrirbáta allt aö 25-30 tonna til aö sækja sjó frá Borgarfiröi eystri. Sagöi Oli aö bátalægiö hafi ver- iö myndaö meö 90 m löngum grjótgaröi út i hólmann og aftur meö hólmhorninu, og sé þarna komiö allgott var. A komandi sumri stendur siöan til aö dýpka pollinn en þarna er nú ekki nema 1 1/2 til 3 m dýpi. Auk þessarar nýtilkomnu bátahafnar er haf- skipabryggja á Borgarfiröi eystri, en ekkert var er viö hana. Þó koma þar inn skip eins og Esja og Hekla, þegar gott er veöur, sagöi Oli. Þá sagöi hann, aö fiskiri hafi veriö nokkuö jafnt og gott i sumar. Frá Borgarfiröi hafa 21 trilia og smærri bátar rtíiö i sumar, þar af þrir aökomubátar. Atvinna hefur veriö mjög góö i sumarsagöi Oli. Veriö er aöljúka frágangi á holræsum og ganga frá nýrri aöveituæö vatnsveitunnar á staönum. Einstæö heyskapartið hefur veriö i Borgarfiröi eystri aö und- anförnu og bændur aö ljúka hey- skap um þessar mundir. Taldi Óli, aö heyfengur væri mjög góöur og ástand heyja meö bezta móti. Kás-Reykjavik. Timinn haföi samband viö' Jónas Kristjánsson ritstjóra á Dagblaöinu og spuröi hann hvort þaö væri rétt, aö hann væri búinn aö segja sig úr Sjálf- stæöisflokknum en undanfariö hafa verið aö kvisast út sögur þar aö lútandi. Jónas hvaö þaö rétt vera. Hann hefði sagt sig úr Sjálfstæöis- flokknum fyrir nokkru siöan. Þaö færi ekki saman aö vera ritstjóri Dagblaösins og vera meölimur i stjórnmálaflokki. Okkur vantar fólk Frá Borgarfiröi eystra. Efri myndin sýnir hluta kauptúnsins, en hin neöri er af gömlu hafskipabryggj- unni og sýnir þá aöstöðu, sem trillum var þar búin. Alþjóðahafrannsóknarráð: 65. fundur þess hald- inn hér á afmælisári KEJ-Reykjavik — Dagana 26. til 30. sept. veröur haidinn hér á landi 65. ársfundur Alþjóöahaf- rannsóknarráösins og er þaö i fyrsta skipti, sem ráöiö þingar hér á landi. Alþjóöahafrannsókn- arráöiö varstofnað áriö 1902 og á því 75 ára afmæli á þessu ári. Aö sögn Jóns Jónassonar forstöðu- manns Hafrannsóknarstofnunar- innar eru þetta einhver elztu al- þjóöasamtök i heiminum, en ts- land geröist aöili aö ráöinu áriö 1938. Þrátt fyrir aö ráðiö eigi 75 ára afmæli á þessu ári og fundurinn nú veröi sá 65. i rööinni, sagöi Jón aö fundurinn hér yröi fyrst og fremst vinnufundur. Aö sögn Jóns Arnalds ráöuneytisstjóra i Sjávarútvagsráöuneytinu veröur vel tekiö á móti fundargestum en vildi ekki t já sig neitt frekar um hugsanlega viöhöfn vegna afmæl- is ráösins. Sagöi Jón Arnalds aö ársfundurinn væri aö mestu leyti kostaöur af sjálfu ráöinu, en enn- fremur væri tveggja milljón kr. fjárveiting vegna hans i islenzk- um fjárlögum. Jón Jónsson forstööumaöur Hafrannsóknarstofnunarinnar tjáöi blaöinu, aö venjulega sæktu um 250-300 visindamenn þessa ársfundi, en nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem hingaö koma, heföi hann enn ekki fengið. Þá sagöi hann, að fundurinn yröi haldinná Hótel Loftleiöum og þar yrði starfaö i fjölmörgum nefnd- um. Alþjóöahafrannsóknarráöiö er mjög virt visindastofnun og þess má geta aö um nokkurra ára skeiö starfaöi Arni Friöriksson sem framkvæmdastjóri ráösins. Meöal starfa ráösins er aö vera ráögefandi aöilium stjórnun fisk- veiöa fyrir noröaustur-Atlants- hafsfiskveiöinefndina, sem svo aftur tekur hinar pólitisku á- kvaröanir. Hins vegar byggir sjálft ráöið aöeins á störfum vis- indamanna, og hingaö til lands mun þvi koma friöur hópur haf- og fiskifrasðinga. — segja þeir á norðausturhorninu KEJ-Reykjavik — Það eru hálf- gerö vandræöi meö vinnuafl hér á Kópaskeri og I sveitunum I kring, sagöi Friörik J. Jónsson, kaup- félagsstjóri á Kópaskeri, i sam- tali viö Timann I gær. — Ekki svo aö skilja aö viö stöndum i stór- ræöum, en þetta safnast þegar saman kemur. Hér fer t.d. fram allmikil viö- gerð á frystihúsi og i sveitunum eru fjárhús og hlööur i byggingu, sagöi Friðrik. Kvaö hann þaö engar smábyggingar vera nú á dögum tvilyftar, neöri hæöin, ábúröarkjallarinn, vélgangur og vegghæöin um 5 metrar. Þá sagði Friörik aö nokkrir aö- komumenn væru þar við- bygg- ingarvinnu, en eftir sem áöur væri skortur á starfsfólki og framkvæmdir gengju þvi hægar en ella. Heildarafli fiskiskipaflotans: 230 þús. tonnum meiri en í fyrra gébé-Reykjavik. — Heildarfisks- afli islenzka fiskiskipaflotans fyrstu sjö mánuöi þessa árs er oröin 917.236 tonn eöa tæplega 230 þúsund tonnum meiri en á sama tima i fyrra. Þaö er aö sjálfsögöu loönuaflinn, sem mest munar um, en i lok júli var hann oröinn tæp 568 þús. tonn, en var á sama tima i fyrra rúm 369 þús. tonn. Þá er kolmunnaaflinn mun meiri I ár en i fyrra, en hann er orðin rúm 10 þús. tonn en var aðeins 174 tonn í fyrra. Botnfisksaflinn fyrstu sjö mán- uöi þessa árs var samtals 322.797 tonn, skv. bráðabirgöatölum Fiskifélags Islands. Asama tima i fyrra voru endanlegar tölur Fiskifélagsins 304.529tonn. Þar af er bátaaflinn i ár 177.557 tonn en afli togaranna 145.240 tonn á móti 123.471 tonni i fyrra. Rækjuaflinn jan-júl. 1977 var 4.430 tonn, humaraflinn 2.770 tonn, hörpudiskur 1.330 tonn og annar afli (spærlingur) 6.729 tonn. Samkvæmt bráðabirgöatölum Fiskifélags tslands er þvi heildarafli alls 917.236 tonn fyrstu sjö mánuði þessa árs, en var i fyrra skv. endanlegum tölum, 687.451 tonn. Húsavikurhöfn. Fyrsta farþega- skipið í sumar áþ-Reykjavik. í gær kom til Húsavikur farþegas kipiö Evrópa. Þaö kom frá Akureyri, en þaöan haföi hópur farþega fariö i ferö um Þingeyjarsýslur. Þegar Timinn haföi samband viö lögregluna á Húsavik lá Evrópa úti á höfninni og voru farþegar ferjaöir um borö. Þetta er fyrsta farþegaskipið, sem kemur til Húsavikur I sum- ar, og geröi lögreglumaöurinn tæplega ráö fyrir, aö þeir Hús- vikingar fengju annaö I heim- sókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.