Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 6
6 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR ���������� ��������� �������������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ������������� ���������� �������������� ���������������������������������������� ����������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������ ������ ��������������������������������������� ���������������������� ���������������������������� ������������������������ ������������� �������������������������� FJÁRMÁL Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, er afar ósáttur við niðurstöður Sigurðar Björnssonar viðskiptafræðings um skilvirkni í stjórnun sex sveit- arfélaga. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að rekstur Reykjanes- bæjar hefði staðið afar illa og skuldasöfnun verið svo mikil að jaðrað hefði við ábyrgðarleysi. Þetta telur Árni rangt og segir Sigurð hafa „föndrað með árs- reikninginn“. Árni segir að skuldir Reykja- nesbæjar hafi verið greiddar niður um 1,3 milljarða króna á árunum 2002-2006. Þar af sé ótvíræð hrein skuldalækkun um 800 milljónir króna. Ritgerð Sigurðar sé byggð á misskilningi, hann hafi ekki í hönd- um ársreikninginn 2005. Þá skoði hann einungis A-hluta bæjarsjóðs, ekki samstæðureikninginn. A-hlut- inn segi ekki alla söguna um rekst- ur sveitarfélagsins. Sigurður segir í ritgerð sinni að Reykjanesbær hafi síðustu árin selt fasteignir inn í fasteignafélög og gert leigusamninga til langs tíma til að sýna lækkandi skuldir í efnahagsreikningi. Þetta þýði eignatilfærslu til að fegra rekstur bæjarsjóðs. Á svipuðu máli er Reynir Valbergsson, fyrrverandi fjármálastjóri Reykjanesbæjar. Hann segist hafa lýst því yfir á sínum tíma að þetta væri vara- samt, lántaka og ekkert annað. Þessum peningum hafi meðal ann- ars verið eytt í rekstur. Árni segir að öll sveitarfélög hafi átt að stofna eignasjóði sam- kvæmt lögum 2002-2003. Reykja- nesbær hafi ákveðið að stofna fasteignafélag með Glitni og átta öðrum sveitarfélögum og ná þannig stærra félagi, hagstæðari lánskjörum, lægri byggingar- kostnaði og hagstæðara viðhaldi. Reykjanesbær eigi 35 prósent í þessu félagi og eignirnar nemi í dag tólf milljörðum króna. Árni Sigfússon segir Sigurð „föndra“ með ársreikninginn. Hann bæti við framtíðarleigu- greiðslum vegna húsnæðis, „en sleppir til dæmis eign bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Ekki að furða að út komi dökk mynd þegar málað er með svörtu.“ Harðlega er deilt á rekstur Hafnarfjarðar í ritgerðinni. Lúð- vík Geirsson bæjarstjóri segir að fjárhagurinn hafi styrkst. Sam- stæðan hafi skilað greiðsluafgangi yfir milljarð króna síðustu tvö ár og erlendar skuldir greiddar niður. Algjör umbreyting hafi orðið og veltufé þrefaldast á þremur árum. Hafnarfjörður hafi verið verð- launaður fyrir stjórnkerfisbreyt- ingar. ghs@frettabladid.is ÁRNI SIGFÚSSONLÚÐVÍK GEIRSSON Dökk mynd þegar málað er með svörtu Ágreiningur magnast um það hvort rekstur Reykjanesbæjar sé jafn slæmur og hald- ið hefur verið fram. Sjálfstæðismenn eru afar ósáttir við niðurstöður ritgerðar þar sem fram kemur að skuldasöfnun hafi verið mikil síðustu ár og reksturinn slæmur. REYKJANESBÆR Ágreiningur um það hvernig rekstur Reykjanesbæjar heldur áfram að magnast. Sjálfstæðismenn telja að reksturinn hafi farið snarlega batnandi síðustu árin en ekki sé litið til þess. MPA-ritgerð í stjórnsýslufræðum sýnir að reksturinn standi illa. SKIPULAGSMÁL Íbúar við Álafoss- kvosina í Mosfellsbæ stóðu fyrir mótmælum á fimmtudaginn vegna fyrirhugaðrar tengibrautar sem á að liggja gegnum kvosina. Tengi- brautin á að liggja að nýju hverfi sem stendur til að reisa á Helga- fellslandi. Að sögn Orra Páls Dýrasonar, talsmanns hópsins, er mikil and- staða við þessar framkvæmdir meðal íbúa svæðisins. „Kvosin er mjög fallegur staður og mikið af fallegum trjám sem var plantað af stofnendum Álafossverksmiðj- unnar verða rifin upp ef af fram- kvæmdinni verður.“ Orri segir að tengibraut á þessum stað muni skapa mikla mengun og er fyrir- hugaður staður brautarinnar mjög nálægt tveimur húsum. „Brautin er hugsuð sem stysta leiðin úr hverfinu í miðbæ Mos- fellsbæjar. Það tekur hálfri mín- útu lengur að fara Þingvallaleið- ina, en menn vilja frekar eyðileggja fallegasta hverfi bæj- arins.“ Orri sagði að framkvæmd- in yrði kærð á næstunni af íbúum svæðisins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir framkvæmdina hafa legið fyrir í langan tíma og hafi verið sam- þykkt í deiliskipulagi sem bíður nú samþykktar Skipulagsstofnun- ar. „Málið snýst um að Helgafells- hverfið snýr að miðbænum og alveg skilyrt að það sé tenging við miðbæinn.“ - sdg MÓTMÆLENDUR Búið er að stika út leiðina þar sem áætlað er að brautin liggi. Fyrirhugað er að leggja veg gegnum Álafosskvosina í Mosfellsbæ: Hópur íbúa mótmælir tengibraut KJÖRKASSINN Viltu að Íbúðalánasjóði verði breytt í heildsölubanka? Já 10% Nei 90% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu spennt(ur) fyrir sveitar- stjórnarkosningunum? Segðu þína skoðun á visir.is MATVARA Matvöruverð hefur lækk- að um 7,4 prósent í lágvöruverð- sversluninni Krónunni frá því í jan- úar en lækkaði um 0,6 prósent á sama tíma í Bónus. Verðmunur milli verslananna tveggja nú í maí nam 1,4 prósenti, Bónus bauð lægra verð. Verð hefur hækkað um tæp átta prósent í Nóatúni frá því í janúar og um tæp sex prósent í Hag- kaupaum. Þetta er niðurstaða könn- unar ASÍ á verði 25 algengra neysluvara. Gular melónur hækkuðu um 121 prósent á tímabilinu í Nóatúni, tæp 54 prósent í Krónunni, 51 prósent í Bónus en fimmt- án prósent í Hagkaupum. Tveggja kílóa gullauga kartöflur hækkuðu um 94 prósent í Nóatúni á meðan þær lækkuðu um helming í Krónunni og um 22 pró- sent í Bónus. Innfluttar vörur eins og kex, morg- unkorn, kaffi og ýmsar pakkavörur hækka tals- vert milli kannana en einn- ig brauðmeti og drykkjar- vörur auk grænmetis og ávaxta. Þá hækkaði verð á osti víðast hvar milli kannana. Þrátt fyrir verðlækkan- ir segir Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra mat- arverð of hátt hér á landi. Hann hefur skipað nefnd til að leita leiða til að lækka matvöruverð. Hún skoði meðal annars af hverju vörur sem njóti engrar verndar eða skattlagningar séu mun verðhærri hér en annars staðar. Sporna þurfi við fákeppninni. „Þar hljóta samkeppnismál að koma við sögu.“ - gag HALLDÓR ÁSGRÍMS- SON Forsætisráð- herra segir matar- verð of hátt. Karfan í Krónunni lækkar um 7,4 prósent en um 0,6 prósent í Bónus: Ríflega prósents verðmunur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.