Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 28
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikritahöfundur 3 sæti Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Frekar er að marka drauminn en vökuna, segir í frægri bók. Vissu- lega eigum við að láta okkur dreyma. Veruleikinn er til að bæta hann. Sumir draumar geta ræst, aðrir verða martraðir. Bandaríkin eru dæmi um draum, sem rættist. Tugmilljónir manna flýðu eymd og kúgun Norðurálfunnar og hösl- uðu sér nýjan og betri völl. Hið stóra ríki í vestri kom síðan lýð- ræðissinnum í Norðurálfunni til aðstoðar í tveimur heimsstyrjöld- um og kalda stríðinu. Ráðstjórnar- ríkin eru hins vegar dæmi um draum, sem varð að martröð. Kommúnisminn mistókst, af því að í honum fólst ekki nægur skiln- ingur á eðli mannanna og lögmál- um auðs og eklu. Sumir draumar eiga sér fót- festu í staðreyndum. Hópur hag- fræðinga undir forystu Miltons Friedmans hefur fengist við það síðustu áratugi að mæla atvinnu- frelsi í ýmsum löndum. Þeir hafa til þess smíðað sér vísitölu, og eru niðurstöður mælinga þeirra athyglisverðar. Í ljós kemur firna- sterkt samband atvinnufrelsis og hagsældar. Þær þjóðir, sem búa við mest atvinnufrelsi, njóta einn- ig langbestu lífskjara, hvort sem þau eru skilgreind sem landsfram- leiðsla á mann eða líka teknir með í reikninginn þættir eins og réttar- öryggi og aðgangur að heilbrigðis- þjónustu. Samkvæmt þessari vísi- tölu er Ísland 13. frjálsasta land í heimi, og hefur atvinnufrelsi stór- aukist hér hin síðari ár. Ætti draumur okkar ekki að vera, að Ísland yrði frjálsasta land í heimi? Samkvæmt vísitölunni fær Ísland 7,7 stig af 10 möguleg- um, en frjálsasta atvinnulíf heims er í Hong Kong, sem fær 8,7 stig. Þrennt dregur einkum úr hlut Íslendinga. Hagkerfið er ekki nógu opið, því að innflutningur landbúnaðarvöru er takmarkaður, opinberi geirinn er of stór og skattar of háir. Þessi mál eru öll leysanleg. Draumurinn um frjálsasta land í heimi getur ræst. Í fyrsta lagi þyrfti að gera Ísland allt að einni fríhöfn. Leyfa ætti frjálsan innflutning landbún- aðarvöru og fella niður tolla og vörugjöld. Þetta hefði þær afleið- ingar, að hér yrði ódýrara að lifa. Matvælaverð myndi snarlækka. Þetta er nú loks orðið framkvæm- anlegt af stjórnmálaástæðum, því að eftir síðustu kjördæmabreyt- ingu eru neytendur í þéttbýli orðn- ir miklu öflugri hagsmunahópar en framleiðendur matvæla í strjál- býli. Í öðru lagi þyrfti að halda áfram að selja fyrirtæki í eigu hins opin- bera. Því hefur verið haldið fram, að ákvarðanir Landsvirkjunar um framkvæmdir ráðist ekki alltaf af arðsemissjónarmiðum. Lausnin er að selja fyrirtækið. Það er einnig óviðunandi, að Íbúðalánasjóður sé stærsta lánastofnun landsins og njóti ríkisábyrgðar. Bankarnir geta tekið við hlutverki sjóðsins. Eðlilegt er síðan að veita læknum og kennurum tækifæri til að spreyta sig á einkarekstri, en auð- vitað með því skilyrði, að kostur fátæks fólks á heilsugæslu og skólagöngu verði hvergi lakari en hann er nú. Í þriðja lagi þyrfti enn að lækka skatta. Til dæmis er brýnt að lækka tekjuskatt á einstaklinga niður í hið sama og fyrirtæki bera, 18%. Einnig þyrfti að lækka virðisauka- skatt. Engin ástæða er til að óttast, að opinber þjónusta myndi minnka. Við frjálsara atvinnulíf myndi vel- megun aukast og skattstofninn þess vegna vaxa, svo að skatttekj- ur myndu ekki lækka að sama skapi og skattheimtan. Lítið af miklu getur verið meira en mikið af litlu. (Skatttekjur eru til dæmis svipaðar í Sviss og Svíþjóð, um eitt þúsund Bandaríkjadalir á mann, þótt skattheimta í Sviss, um 30% af landsframleiðslu, sé aðeins helm- ingur af því, sem hún er í Svíþjóð.) Jafnframt þessu verða Íslend- ingar að haga nýtingu náttúruauð- linda sinna skynsamlega. Kvóta- kerfið í sjávarútvegi var stórt skref fram á við, þótt enn vanti á, að kostir eignarréttar séu þar virt- ir. Íslendingar eru síðan svo heppnir að þurfa hvorki kjarnorku né olíu með allri þeirri mengun, sem því fylgir, heldur getum við virkjað vatnsaflið upp til fjalla og fáum þá í kaupbæti uppistöðulón- in, vötn, sem hylja urð og grjót og prýða landið. Draumurinn getur ræst. Draumurinn getur ræst Í DAG SKATTALÆKKANIR HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Íslendingar eru síðan svo heppnir að þurfa hvorki kjarn- orku né olíu með allri þeirri mengun, sem því fylgir, heldur getum við virkjað vatnsaflið upp til fjalla og fáum þá í kaupbæti uppistöðulónin, vötn, sem hylja urð og grjót og prýða landið. Í Reykjavík eru fram undan æsispennandi 48 klukkustundir eða svo. Skoðanakannanir gefa sterklega til kynna að vonir sjálfstæðismanna um að ná hreinum meirihluta í borgar- stjórn standi tæpt og að framsóknarmenn séu jafnvel hársbreidd frá því að ná inn sínum manni. Ef eftir gengur að Sjálfstæðisflokkur fái ekki átta fulltrúa kjörna, og þar með hreinan meirihluta, er komin upp upp sér- lega athyglisverð staða. Í fljótu bragði má álykta að möguleik- arnir séu þá tveir líklegastir: að R-listinn (Samfylking, Fram- sóknarflokkur og Vinstri græn) rísi upp frá dauðum með tilstyrk Frjálslynda flokksins og myndi meirihluta, og hins vegar að Sjálfstæðiflokkurinn freisti þess að fá til liðs við sig fulltrúa ein- hvers af litlu flokkunum og komist þannig til valda. Hvorugur kosturinn er spennandi. Dagar R-listans eru að baki. Útþynnt útgáfa af honum fjórða kjörtímabilið í röð er ekki líkleg til afreka. Sömu sögu má segja um mögulegt samstarf Sjálfstæðiflokks í yfirburðastöðu gagnvart einhverjum smá- flokkanna þriggja. Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kominn geysiöflugur meirihluti sem virki- lega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins með stuðningi Ólafs F. Magnússonar, fulltrúa Frjálslynda flokksins, myndi til dæmis þýða að ákvörðun um framtíð flugvallar í Vatnsmýrinni væri í uppnámi. Eitt af helstu baráttumálum Ólafs og félaga fyrir þess- ar kosningar er að flugvöllurinn verði um kyrrt, sem var þvert á stefnu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna allt þar til við upphaf þessarar viku þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóraefni flokksins, virtist allt í einu vera orðinn eitthvað tví- stígandi í málinu. Þriðja leiðin og sú áhugaverðasta er ef stóru fylkingarnar tvær sem bjóða fram í borginni snúa bökum saman. Ef Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking ná saman eftir kosningar er kom- inn geysiöflugur meirihluti sem virkilega getur látið hendur standa fram úr ermum með umboð yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa að baki. Valdajafnvægið innan slíks meirihluta væri mun heilbrigðara en ef einhver smáflokkanna færi í eina sæng með Sjálfstæðis- flokki. Og ekki þarf að fara mörgum orðum um að línurnar væru skýrari og einfaldari en ef nýr meirihluti yrði myndaður af Sam- fylkingu ásamt litlu flokkunum þremur. Málefnalega eru engin gljúfur sem ekki er hægt að brúa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Eðlilega hefur baráttan milli þessara tveggja stærstu framboða verið mest áberandi í aðdrag- anda kosninganna, en þar hefur ekkert gerst sem gerir mönnum persónulega ómögulegt að vinna saman í framtíðinni. Þess utan er auðvelt að sjá fyrir sér að oddvitar flokkanna í borginni gætu myndað sterkt teymi; reynsluboltinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og ungi ákafi maðurinn Dagur B. Eggertsson. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Endurvakinn R-listi eða Sjálfstæðisflokkur ásamt smáflokki eru ekki spennandi kostir í Reykjavík. Þriðja leiðin Öryggið á oddinn Barátta yfirvalda við að tryggja öryggi borgaranna getur greinilega verið tvíeggj- að. Í vikunni kynnti Jóhanna Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, skýrslu samtakanna. Í þeirri skýrslu fá þeir sem telja sig vera að berjast fyrir öryggi borgaranna heldur betur á baukinn. Þar segir að ríkisstjórnir voldugra ríkja horfi fram hjá alvarlegum mannrétt- indabrotum víða um heim um leið og þær beina sjónum sínum að öryggi eigin borgara. Sömu ríkisstjórnir hafa oft fett fingur í aðrar ríkisstjórnir vegna vígbúnaðarstefnu þeirra en staðreyndin er sú að 88 prósent vopna sem seld eru til þriðja-heimsríkja koma frá ríkjunum fimm sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Eru þær sakaðar um tvöfeldni í skýrslunni. En svo virðist sem ekki sé þess vert að berjast fyrir öryggi allra því enginn friðar- gæsluliði hefur verið sendur til Darfur þar sem 2,2 milljónir manna hafa flúið heimili sín og hátt í 300 þúsund manns hafa látið lífið vegna hungurs, sjúkdóma eða verið skotnir. Allt er þetta fylgifiskur átakanna sem þar ríkja og hafa Sameinuðu þjóðirnar gert tólf bókanir vegna ástandsins. Það er allt og sumt. Hjálminn á hausinn En íslensk yfirvöld hafa einnig látið til sín taka til að tryggja öryggi borgaranna með ýmsum hætti eins og hleranamálið sýnir. En svo hafa yfirvöld fett fingur út í hátterni borgaranna svo þeir fari sér ekki sjálfir að voða og geta aðgerðir sem beinast að slíku verið nokkuð spaugilegar. Til dæmis hafði lögreglan á Akranesi afskipti af fimm börnum sem voru í hjólreiðatúr. Þar sem þau voru hjálmlaus var þeim gert að reiða hjólin heim. Það er greinilega vandlifað í öruggum heimi. Friður á jörð En svo virtust öll öryggis- og friðarmál vera svo einföld þegar Dadi Janki, mannrétt- indasinni og trúarleiðtogi, kom hingað til lands í síðustu viku. Í Fréttablaðinu minnti hún landsmenn á að hver einstaklingur geti tekið þátt í að leysa vandamálið sem komið er vegna misskiptingarinnar í heim- inum og sem viðheldur átökum og óör- yggi. „Þó að á einu svæði ríki stríðsátök en ekki öðru þá er því þannig farið í reynd að átök geysa í hverju mannshjarta. Þau átök eru tilkomin af óöryggi, ótta, neikvæðni og ofstopa. Þessu verður að breyta og það er í höndum hvers einstaklings að gera það, hverrar þjóðar sem hann er.“ jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.