Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 46
6 ������������������������������������ �������������� ������������ �������������� ��������������������� ��� ������������� ������������������ ����������������� ���������� �� ����� ������������ ��������������������� ������������������ ������� ����� ���������������� ������������������� ������������������ ��������� Fátt setur jafn skemmtilegan svip á garðinn og falleg brú. Brú getur til dæmis tengt tvo palla og legið yfir tjörn eða læk, en það getur verið ótrúlega afslappandi að sitja og hlusta á lækjarnið úti í góða veðrinu. Að því er Kristján Smith hjá söludeild Húsa- smiðjunnar segir fæst þar einstaklega falleg, boga- dregin brú sem útfæra má á ýmsa vegu. Kristján segir það vera undir hverjum og einum komið hvernig hann vill útfæra sína brú, þar sem Húsa- smiðjan gegnir hlutverki söluaðila en ekki brúarsmiða. „Í slíkum til- vikum getur sérþekking arkitekts oft komið til góða, þar sem að mörgu þarf að huga við útfærsluna á brúnni okkar,“ segir hann. K r i s t j á n minnir tilvonandi brú- areigendur jafnframt á að bera reglulega á brúna, þegar hún er tilbúin. „Fyrst er litur valinn,“ segir hann. „Svo er gott að bera glært efni yfir til að sá litur endist, en það er gert tvisvar sinnum fyrstu tvö árin. Glæra efnið er borið á á tveggja ára fresti eftir það og litur- inn aftur á móti þegar hann tekur að upplitast.“ Kristján bætir við að lítið mál sé að búa til fal- lega tjörn eða læk í garð- inum, sem leggja má brúna yfir. „Grunnur er einfaldlega grafinn í garðinum, sandur settur ofan í hann og dúkur lagður yfir,“ segir hann. „Svo er möl dreift yfir og grunnurinn fylltur af vatni. Það er síðan áríð- andi að yfirfall sé haft í vatninu svo það mygli ekki.“ Að skapa sér sælureit Bogadregin brú með ýmsa útfærslumöguleika í Húsasmiðjunni. Í Húsasmiðjunni fæst falleg ósamsett brú, sem má útfæra á ýmsa vegu með hjálp arki- tekts. LJÓSM/HÚSASMIÐJAN Brýr geta sett ævintýralegan svip á garða eins og hér sést. LJÓSM/HÚSASMIÐJANBrú sem liggur yfir læk eða tjörn skapar oft friðsæld í görðum. LJÓSM/HÚSASMIÐJAN Fallegur garður krefst mikillar vinnu og stundum þarf að taka erf- iðar ákvarðanir til að draumagarð- urinn verði að veruleika. Að sögn Þorkels Gunnarssonar, formanns Félags skrúðgarðyrkjumeistara og eiganda Lystigarða, óska sífellt fleiri eftir því að tré séu fjarlægð úr görðum, oft vegna þess að þau eru á slæmum stað. Inntur eftir því hvort það sé mikið mál að fjarlægja tré, segir Þorkell að svo sé yfirleit ekki nema helst þegar þau eru skökk, kræklótt og margstofna, eins og birkitré og reynir eru. „Það er mun auðveldara að fella tré sem eru beinvaxin og einstofna eins og aspir,“ segir Þor- kell. „Við fellum mest af öspum, en þær verða stór tré með miklar rætur. Annars er allur gangur á því hvað við tökum,“ bætir hann við. Þorkell segir aftur á móti vanda- samt að hreinsa burt rætur, en það tilheyri jarðvinnunni. „Það fer náttúrulega bara eftir því hvort gera eigi eitthvað á svæðinu eftir á eða ekki,“ segir hann. „Rætur eru kraftmiklar og geta skemmt nánast hvað sem er og sem dæmi geta þær leitað inn í illa frágengnar lagnir.“ Þorkell segist vita til þess að harð- vítugar deilur hafi risið um hvort fella skyldi tré eða ekki. „Það eru náttúrulega skiptar skoðanir á trjám,“ segir hann. „Sumum finnst tré veita gott skjól, en öðrum þykir þau spilla fyrir útsýni. Svo má lögum samkvæmt ekki fella tré þegar þau ná ákveðinni hæð og aldri. Það er gott að hafa þetta hug- fast, sérstaklega ef fólk vill sjálft fella tré í garðinum heima hjá sér. Þá er aðalatriðið að fara varlega í sakirnar og oft betra að fá fagmenn í verkið,“ segir Þorkell að lokum. Gott skjól eða sjónmengun Sífellt fleiri vilja fá að fella tré, segir Þorkell Gunnarsson, formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara. Þorkell Gunnarsson, skrúðgarðyrkjumeistari og eigandi Lystigarða, verður önnum kafinn í sumar við grisjun trjáa auk annarra garðstarfa.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.