Tíminn - 28.09.1977, Page 15

Tíminn - 28.09.1977, Page 15
Miövikudagur 28. september 1977 15 Hulda M. Indriðadóttir Þegar við kveðjum kæra skóla- systur, þá fyrstu úr hópnum, sem flyzt yfir landamærin miklu, þyrpast minningarnar fram i hugann og f er ekki h já, að þær eru meira og minna tengdar henni. Haustdag einn mildan og fagr- an fyrir rúmum þrem áratugum mættum við væntanlegir nem- endur i Húsmæðraskólanum að Laugalandi i Eyjafirði. Ætlunin var að dvelja þar vetrarlangt, nema þar kvenleg fræði, hús- stjórn og heimilishald, vefnað og hannyrðir ásamt fleiru. Sumar höfðu yfirgefið æsku- heimili sin i fyrsta sinn og full- ljóst var, að eftirvænting rikti og spurning um, hvað biði okkar. Skuggi styrjaldaráranna grúfði enn yfir, en sem titt er um ungt fólk litum við framtiðina björtum augum. Við komum viðsvegar að af landinu, höfðum alizt upp við ólik skilyrði og misjöfn lifskjör og nú átti norðlenzk sveit og norð- lenzkur vetur með fegurð sinni og reisn, hriðum og kulda að vera umgjörð lifs okkar þennan tima. Smám saman hófust kynnin. A hefðbundinn hátt drógum við okk- ur saman i smá vinnuhópa og skiptum með okkur verkum. Það var spennandi að vita hverjar yrðu saman. Jú, þrjár urðum við i númer 4 i eldhúsi til að byrja með, tveir Norðlendingar og ein úr gróðursælli sunnlenzkri sveit og var það Hulda. Hún hafði ekki kynnztnorðlenzkum vetri og vissi þvi ekki, hvernig hin ytri umgjörð var. Strax urðum við þrjár mjög samrýndar og i gamni töldum við að i' okkar númer hefði valizt bezt saman. t okkar litla samfélagi riktioftmikilkæti og græskulaust gaman, Hulda átti sinn þátt i þvi. Kimni átti hún góða og enn i dag munum viö skólasysturnar marg- ar hnittnar setningar og athafnir hennar. Mér er mjög minnisstætt hvernig hún gekk að öllum sfnum verkum, ósérhlifin, velvirk og samvizkusöm. Aldrei ætlaði hún öðrum aðvinna þau verk, er hún taldi sig sjálfa eiga að leysa af hendi. A miðjum vetri skiptum við um verksvið og kom þá enn betur i ljós hver völundur Hulda var i höndunum. Hún vann muni, sem bera vitni um hreint listahand- bragð. Veturinn leið við nám og leik. Hin svokölluðu unglingavanda- mál þekktust ekki á þessum stað. Við virtum kennara okkar og urðum þeirra trausts og hand- leiðslu aðnjótandi. Eftir lær- dómsrikan og ánægjulegan sam- verutima urðu leiðir að skilja og vist er um það, að heldur var dapurlegur dagurinn sem við skildum og kvöddum skólann okkar,enþað heit, aðhalda kynn- um áfram, höfum við efnt. Hópurinn allur varð sem ein vin- áttukeðja sem haldizt hefur heil æ siðan. Hulda var sterkur hlekkur i þessari keðju. Hún stuðlaði alltaf að samfundum okkar, sem orðnir voru æði margir þrátt fyrir bú- setu viðs vegar um landið. Þegar Hulda var með okkur siðast var hún orðin alvarlega veik, en að vanda lét hún ekki á þvi bera. Hún vildi ekki, að sinir erfiðleikar skyggðu á gleði annara. Já, þannig var hún. Hulda settist að i Reykjavik og vann lengi við saumaskap, lærði þar dömuklæðskeraiðn. Hún gift- ist Einari Kvaran og eignuðust þau eina dóttur, Bryndisi sem verið hefur móður sinni mjög kær og reynzt henni hlý og nærgætin erfiðan tima. Þau hjón slitu sam- vistum eftirfárra ára sambúð. Sú ráðstöfun mun hafa verið Huldu viðkvæmt mál, sem hún ræddi ekki við aðra. Hún bjó sér og dótt- ur sinni yndislegt heimili, og um tima vann hún heima að iðn sinni. A þann hátt hugði hún þær mæðg- ur dvelja meira saman. Ekki urðu stór fjárhagsleg uppgrip af starfi hennar þá, til þess var Hulda of greiðug og gestrisin. Seinustu árin vann hún i kápuverzlun og reyndist þar góður starfskraftur. Hulda var dóttir hjónanna Theódóru Asmundsdóttur og Ind- riða Guðmundssonar i Arnarholti i Biskupstungum, sem bæði eru látin. Mjög kært var með Huldu og systkinum hennar einkum þó systrunum er bjuggu i grennd við þær mæðgur. Heimili þeirra stóðu þeim ávallt opin. Einnig hafa þær sýnt frábæra umhyggju og hjálp- semi i löngum og erfiðum veikindum hennar. Fyrir rúmlega tveim árum veiktist Hulda af ólæknandi sjúk- dómi. Siðan hefur hún að mestu dvalið á sjúkrahúsi. Hún syndi einstaka ró og stillingu þráttfyrir mikla vanliðan og vitneskju um aðekki yrði um bata að ræða. Að fyrra bragði ræddi hún ekki um sina liðan, en spurði allajafna um þáaðra erhún vissi að áttu við er- fiðleika að striða og hvað mætti þeim til hjálpar verða. Þakklæti var henni efst i huga fyrir þá nærgætni og frá- bæru umönnun sem henni var sýnd. Hún vonaði að eitthvað mætti læra af sinum sjúkdómi og hegðun hans, öðrum til góðs. Um þessi komandi vistaskipti ræddi hún af raunsæi, róleg og æöru- laus. Úr þvi sem komið var þráði hún aðeinshvild. Hún var þakklát fyrir það lif sem henni var lánað og þvi skilaði hún með sæmd. Ég vil efna það heit að bera skólasystrunum kveðjur hennar með þökk fyrir góð kynni sem voru henni mikils virði. Einnig var henni umhugað um, að aftur tengdist okkar kveðja þrátt fyrir högg hins mikla máttar er braut fyrsta hlekkinn og sem við að endingu verðum öll að lúta. Þá ekki siður viljum við skóla- systurnar þakka Huldu einstaka og lærdómsrika samfylgd, allt frá fyrstu kynnum. Hjálpsemi henn- ar og greiðvirkni áttu sér engin takmörk, það höfum við margar reynt. Bryndisi, Asthildi litlu og systkinum Huldu vottum við dýpstu samúð. Hulda var ljóssins barn, unni voriog gróanda. Hennióskum við fararheilla til himneskra landa þar sem sólin gengur aldrei til viðar. f.h. skólasystranna Margrét Hallsdóttir Styrktarfélag vangef- inna með mikla fjáröflun KEXVE RKSMIÐJAN FRÓN ^Við þörfnumst Söfnun stofnfélaga er í fullum gangi. Undirskriftarlistar liggja frammi á cftirtöldum stöðum: ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 102 BLÓM og ÁVEXTIR, Bankastræti 11 BLÓM og ÁVEXTIR, Hafnarstræti 3 GARÐS APÓTEK, Sogavegi 108 HÁALEITIS APÓTEK, Háaleitisbraut 68 HÓLAKOT, Lóuhólum 4-6 LAUGARNESAPÓTEK, Kirkjuteig 21 LYFJABÚÐ BREIÐHOLTS, Aniarbakka 4-6 PLÖTUPORTÍÐ, Vcrzlanahöllinni, Laugavegi 26 Snyrtivöruvcrzlunin NANA, Völvufclli 15 TÝLl lif., Austurstræti 7 Íídi' dt' SAMTÖK áhugafólks l^LLTX um áfengisvandamálið SKRIFSTOFA: FRAKKASTÍG 14B - SlMI 12802 Bifreiðaeftirlit ríkissins tilkynnir: Vegna aðsetursskipta.verður bifreiðaeftirlitið i Reykjavik lokað mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. okt. n.k. Miðvikudaginn 5. okt. verður opnað á ný að Bildshöfða 8. Afgreiðslan er opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga, nema laugardaga. Reykjavik, 28. september 1977 Bifreiöaeftirlit rikisins Þessa dagana er Styrktarfélag vangefinna að senda út happ- drættismiða i hinu árlega bilnúm- erahappdrætti félagsins. Happ- drættið er að þessu sinni óvenju- lega glæsilegt, en heildarverð- mætivinninga er rúmar 14 millj. Aðalvinningurinn er Plymouth Volare-bifreið að verðmæti 3.3 millj.,en 9 vinningareru bifreiðir að eigin vali, hver að upphæð kr. 1.2 millj. Vinningarnir eru skatt- frjálsir. úllum ágóða happdrættisins verður varið til styrktar málefn- um vangefinna sem og öðrum tekjum félagsins. Stærsta fram- kvæmd félagsins nú sem stendur er bygging afþreyingarheimilis fyrir vangefna við Stjörnugróf 1 Reykjavik, en bygging þess hófst s.l. vor. Stofnfé byggingarinnar var söfnunarfé er safnaðist á árinu 1976 i sambandi við fórnarviku kirkjunnar. Einnig hefur félagið fengið fé úr Styrktarsjóði vangef- inna til byggingarinnar. Afþreyingarheimilið verður um 650 fm. og mun rúma 24 vistmenn. Þvi verður þriskipt, þ.e. aðstaða verður til likamsræktar og þjálf- unar, til vinnu og föndurs og til hvildar. Mun það fullbúið bæta úr mjög brýnni þörf, en stöðugt er mikil eftirspurn eftir vistun á dagheimili félagsins, sem öll eru fullsetin. Aætlaður kostnaður við húsið fokheltog frágengið að utan er um 45 millj., þannig að um mjög kostnaðarsama fram- kvæmd er hér að ræða. Um leið og Styrktarfélag van- gefinna þakkar landsmönnum góðan stuðning á liðnum árum við málefni vangefinna, heitir það á alla að styrkja þetta málefni með kaupum á happdrættismiðum fé- lagsins og stuðla með þvi að bætt- um hag þess fólks i þjóðfélaginu, sem minnst má sin. Þvi miður vantar enn mikið á að þviséu bú- inþau skilyrði i þjóðfélagi okkar, sem beztgerasthjá þeimþjóðum, semvið viljum gjarna bera okkur saman við. Bygging afþreyingar- heimilisins er einn þátturinn i bættum hag þess hér á landi. Píanó óskast til kaups. Upplýsingar í síma 8-60-40 Fósturheimili Óskum eftir að komast i samband við fjölskyldur, sem geta tekið að sér heimilislausa unglinga á aldrinum 12-16 ára. Upplýsingar i sima 25500 kl. 10-12 ár- degis virka daga. Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.