Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. nóvember 1977 5 — Vöruflutningar með bifreiðum eru dreifðum byggðum sem slagorð Jakob Þorsteinsson (t.v.) og Hjörtur Friöriksson (t.h.) hjá bflnum, Sem Jakob ekur. A m.yndina vantar fjóröa bflinn vegna þess, aö Hjörtur Friöriksson ók bilnum 1-247 niöur á Akranes og iosaöi hann þar. Þá var svo liöiö á dag, aö Hjörtur skildi bilinn eftir og fór til Reykjavikur meö Akraborginni. Siöan mun hann fara til Akraness meö fyrstu ferö Akraborgar Ifyrramáliö, og vitja bílsins. Þá veröur lestaöi Borgarnesi og haldiö þaðan vestur á Rif á Snæfellsnesi, þar sem bætt veröur I biiinn. Hjörtur hyggst siöan aka vestur í Búöardal 0g biöa féiaga sinna þar. Timamynd Róbert kojur.ogþargetur sá sofiö, sem á fri'frá akstrinum hverju sinni. — Hvemig fariö þiö aö þvi aö ná þessum árangri, til dæmis aö fara þrjár feröir I viku hver blll frá Gunnari og Ebenezer? — Þaö er hægt meö því aö aka á nóttunni en lesta og losa á daginn. Viö getum hugsaö okkur, aö viö förum frá Isafiröi aö kvöldlagi, komum til Reykjavikur snemma dags, lestum hér, ökum vestur um nóttina, affermum bílinn á Isa- firöi daginn eftir, og svo koll af kolli. Þorskafjarðarheiðin lokast að vetrinum — Ekki tekst ykkur aö halda þessum feröum gangandi allan veturinn? — Nei, þaö er algerlega úti- lokaö. 1 fyrra héldum viö út þangaö til um mánaðamótin nóvember-desember, og þaö er vlst það lengsta sem viö nöfum komizt. — Og svo er þaö auövitaö veöurfariö sem ræöur þvi, hversu snemma er hægt aö byrja að vorinu. — Já, vegirnir eru mokaöir, þegar kemur fram á voriö, en þeir eru ekki orönir þurrir, fyrr en undir lok maí-mánaöar, eöa að minnsta kosti ekki fyrr en upp úr tuttugasta mai, — þaö er alveg fyrsti timi. Þetta hefur brey tzt mikiö, slö- an Djúpleiöin var opnuö, nú er eiginlega engin hindrun f vegi, nema Þorskafjaröarheiöin. A henni er í raun og veru ekki neinn vegur, heldur aöeins gamall, niöurgrafinn ruöningur. Ef þar væri kominn upphlaöinn vegur, — eins og staöiö hefur til aö gera, — væri þessi leiö opin mest allt áriö. Héöan fra Reykjavik er opinn vegur allt áriö vestur aö Þorskafjaröar- heiði. Vegurinn aö heiðinni hinum megin frá, — Djúpvegur- inn — er lika fær meginhluta ársins. Þaö er meö öðrum orö- um ekki nema klukkutima akst- ur eöa svo, semvantar upp á, aö öll leiöin sé opin, — eða auövelt aö halda henni opinni allt áriö. Þaö er vegalengdin úr Djúpi yfir I Reykhólasveitina, sem stöövar flutningana hjá okkur helming ársins. Sú ferð tók þrjár vikur.... — Hvaö getur hver bill flutt mörg tonn af vörum? — Viö megum vera meö svona tólf til þrettán tonn af vörum á hverjum bil. Þaö er dálitiö mis- jafnt, hve þungurhverbiller, en leyfileg heildarþyngd þeirra er um tuttugu og tvö tonn. — Og feröimar geta tekiö drjvig lengri tima en þegar hver bfll fer þrjár ferðir I viku? — Ojá, ekki er þvi aö neita. Hver ferö getur hæglega tdcið tiu daga, eöa hálfan mánuö, og i hitteöfyrra voru vöruflutninga- bilar frá Isafiröi þrjár vikur i einni ferö, og þá uröu bilstjór- amir aö skilja bilana eftir. Þeir voru seinna fluttir meö skipi á leiöarenda. — Veröa ekki lika oft margs konar harðræði I þessum ferö- um? — 1 snjó og ófærö getur þaö alltaf komiö fyrir, aö afturhjól bílsins lendi út af kantinum, og að hann hafist ekki upp á veginn aftur nema létta hann. Þá getur maður þurftaö bera allthlassiö af honum, — hvem einasta pakka — og tina siöan allt saman upp Ur snjónum aftur og láta þaö inn i bilinn, þegar honum hefur veriö náö upp á veginn aftur. — 1 gærkvöld ók- um viö fram á veghefil uppi á Rafnseyrarheiöi, hann sat fast- ur úti ikanti, utan vegar, og viö komumst ekki framhjá honum. Þá mokuðum viö okkur meö handafli niöur fyrir hann og drógum hann siðan upp á veg- inn. — En þetta og annaö álika er ekki mikiö hjá þvi sem þeir reyndu sem óku þessa leiö á undan okkur. Hér ljíkur þessu stutta rabbi viö bilstjórana á vöruflutninga- bilunum frá lsafiröi og Bol- ungavik. Þeir hafa mörgu aö sinna, og þaö hefur aldrei þótt góöur siöur aö tef ja feröamenn. — Sitthefur hver aö vinna, ljós- myndari og blaöamaöur eiga lika ýmsu ólokið, áöur en dagur- inn er á enda. A þeirri stundu, þegar þetta er skrifaö, veit enginn, hvenær Vetri konungi þóknast aö loka leiöum að þessu sinni, en hvort sem það veröur fyrr en siöar, þá er hitt vist, aö Vor kemur eftir vetur, og þá munu hinir ungu, dugmiklu menn setjast undir stýri á ný og halda áfram aö inna af hendi þessa þjónustu viö byggöarlögin „fyrir vestan”. LOFTLEIDIfí /SLANDS Tll NewYork að sjá þaö nújasta Tækni - eða tískunýjungar, það nýjasta í læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í vísindum eða viðskiptum. Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast — þú finnur það í Bandaríkj unum — þar sem hlutimir gerast, New York er mikil miðstöð hvers kyns lista, þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótun í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu nefnd. Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í sól og sjó suður á Flórida - eða í snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt að láta sér líða vel við að skoða hringiðu fjölbreytilegs mannlífs. New York — einn fjölmargra staða í áæthmarflugi okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.