Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 13. ndvember 1977 Viö fbúbarhúa Fr. Wathne á Seyöisfiröi um aldamótin. Ingólfur Davíðsson: Byggt og bú ið í gamla 197. daga t/ oo o o Viö jaröarför Ottós Wathne Seyöisfiröi 1898. Litum á fylkinguna framan viö hús Friðriks Wathne á Seyð- isfirði. Húsið byggði Ottó Wathne árið 1880. Þar varð landsimastöð 1906. Myndin mun tekin um aldamótin. Yzt til vinstri stendur Peter Frederik- sen. Þá á hestbaki: Ásdis Wathne, Elisabet Wathne, Ottó Wathne, yngristandandi, Albert Watlme, Hedvig Wathne og Carl Wathne. Það var margt Watne- fólkið. Á annarri mynd sést allmargt Wathnefólk leggja af staö í reið- túr á Vestdalseyri viö Seyðis- fjörð um 1904. Talið frá vinstri til hægri: Dagmar, gift C. Bruhn bankastjóra i Kaup- mannahöfn, Karen, gift Georg Georgsyni, lækni á Fáskrúös- firöi, Jóhann, Reykjavik, Hed- vig, gift Halldóri Skaptasyni, simstöðvarstjóra á Akureyri. Borghild Hansen kaupmanns á Seyðisfirði, gift Snæbirni Arn- ljótssyni, Otto Wathne yngriog Snæbjörn Arnljótsson. Til vinstri sést Gránufélagshús á Vestdalseyri. Þriðja myndin er tekin við jaröarför Ottós Wathne árið 1898. Fólkið er að ganga yfir brúna á Fjarðará, en þessa brú hafði Ottó látiö smiða. Honum var reistur minnisvarði við brúna árið 1902. Riddarakrossi hafði hann verið sæmdur fyrir framúrskarandi dugnað. Sjá 195. þátt. Ottó byggði vita á Dalatanga og gaf siðar landinu. Otvegaði köfunaráhöld og björgunartæki til að hjálpa strönduðum skipum og notaöi oft. Getið hefur verið bræðra hans Tönnes og Frederiks Wathne I undanfarandi þáttum. Tönnes tók þátt I störfum Ottós bróður sinsog sýndi mjög mikinn dugn- að. Sigldi i mörg ár sem skip- stjóri. Varð framkvæmdastjóri i félaginu „Otto Wathnes arving- er” og hafði mikla útgerö og mörg gufuskip i föstum ferðum milli Islands og útlanda um skeið. (Bergenska gufufélagið tók siðar að sér þessar feröir). Otto og Tönnes koma og viö sögu 'á Oddeyri. Frederik Wathne útgerðarstjóri vann i fé- lagi með bræðrum sinum. Tók viö stjórn sildarútgerðar þeirra félaga á Reyðarfirði nokkru eft- ir 1890 og bjó þar i mörg ár, en fluttist siðar til Seyðisfjaröar. Voru þeir bræður frá Mandal miklir athafnamenn. Sjá nánar I „Sildarsögu Islands” eftir Matthias Þórðarson 1930. Mynd erhér birtaf Ibúðar- og verzlunarhúsum Frederiks Wathne á Reyðarfirði. Myndin mun tekin á árunun^ 1890-1895. Myndir i þáttinn hefur Jón Wathne léð og gefiö uHilýsing- ar I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.