Tíminn - 13.11.1977, Qupperneq 19

Tíminn - 13.11.1977, Qupperneq 19
19 Sunnudagur 13. növember 1977 fftMMW Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Augiýsingastjóri: Stein- grimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Órofa heild Fæstir munu vilja hverfa frá þeirri stefnu að byggt verði upp fjölbreytt atvinnulif og marg- háttaðar þjónustugreinar sem þvi fylgja. Hins vegar verða menn að viðurkenna að fólk hefur nú um skeið sótt um of frá framleiðslunni til annarra starfa. Með þeim miklu breytingum sem orðið hafa á framhaldsmenntuninni i land- inu hefur ungu fólki greinilega verið beint um of frá framleiðslustörfum og til langskóla- göngu i bóklegum fræðum. Framleiðslan verður að geta laðað til sin gott og velþjálfað vinnuafl ef atvinnulifið á að vera traust og lifskjör þjóðarinnar stöðug. Fram- leiðslan er sá grundvöllur sem allt þjóðlif og þjóðarhagur hvila á. úti um landið er framleiðslan burðarás at- vinnunnar. Viða ber mjög mikið á þvi að fram- leiðslustörfin hlaðast á svo fáa, að þeir hafa lit- il tækifæri til þess að sinna öðru. Af þessu leiðir m.a. að félög og menningarstarfsemi verða út undan og nauðsynleg dægrastytting takmörk- uð. Á næstunni verður að leggja kapp á að byggja upp smáiðnað og þjónustu sem viðast um landið. Þetta getur ekki gerzt án opinberr- ar aðstoðar meðan þessar greinar eru að kom- ast á legg. Þetta er einnig nauðsynlegt til þess að unnt verði að koma á skynsamlegri nýtingu fisk- stofnanna án þess að geigvænleg röskun verði á afkomu fólksins. Með þessu er unnt að auka mjög valfrelsi og atvinnutækifæri fólksins. Tækifæri þess til menningarlegra starfa og hvers kyns félags- starfsemi myndu samhliða aukast um allan helming. íslendingum er svo farið, að fái þeir tóm frá brauðstritinu vilja þeir sinna menningarlegum verkefnum og þeir eiga að fá tækifæri til þess. í slikri hagkeðju getur hér dafnað öflugt og fjölbreytilegt atvinnulif, mikil framleiðsla og nútimaþjónusta um land alít ásamt lifandi þjóðmenningu. Á undanförnum árum hafa stórkostlegir áfangar náðst i lifskjarasókn fólksins á lands- byggðinni. Munurinn er með ólikindum þegar hugsað er til ástandsins eins og það var á ,,viðreisnarárunum’ ’. Árangur byggðastefn- unnar hefur orðið mjög mikill en úrslitum ráða þó sigrarnir i landhelgismálinu. Sumir tala um landhelgismálið eins og það tilheyri liðinni tið. Það er mikill misskilningur. Enda þótt sigrarnir hafi unnizt er það fram- tiðarinnar að njóta ávaxtanna. Á næstu árum verður sóknin i byggðamálun- um að beinast meira en verið hefur að smáiðnaði og þeim þjónustugreinum sem bezt tengjast framleiðslustarfseminni. Samtimis verður með bættu vinnuskipulagi og hag- ræðingu að leggja mikla áherzlu á félagslif, tómstundastörf og þá menningarstarfsemi sem fólkið óskar eftir. Byggðastefna og iðnþróun, fjölbreytileg at- vinnutækifæri og lifandi-þjóðmenning geta með þessum hætti mýndað órofa heild og eiga að gera það. JS 'Wmám ERLENT YFIRLIT Karamanlis er spáð sigri i kosningunum En sennilega tapar hann þó fylgi NÆSTA sunnudag fara fram þingkosningar i Grikklandi. Karamanlis forsætisráöherra ákvaö aö efna til þeirra ári áöur en kjörtimabilinu lyki. Andstæöingar hans voru ekki viöbúnir þessari ákvöröun hans, en hafa eigi aö siöur reynt aö veita honum haröa mótspyrnu. Kosningabaráttan er nú i algleymingi og er erfitt aö átta sig á spádómum um úrslit þeirra. Flestir hniga þeir þó i þá átt, aö Karamanlis munihalda velli, en meirihluti hans veröi minni en i þing- kosningunum 1974. 1 þingkosningunum 1974 fékk flokkur nýdemókrata, flokkur Karamanlis, 54% greiddra atkvæöa og 215 þing- sætiaf 200 alls. Kosningafyrir- komulagiö er þannig, aö þaö tryggir stærstu flokkunum, þó einkum stærsta flokknum, fleiri þingsæti hlutfallslega en minni flokkunum. Nú er taliö, aö nýdemókratar þurfi ekki aö fá nema 42% greiddra at- kvæöa til aö halda meiri- hlutanum á þingi. Flokkurinn getur þvi haldiö velli, þótt hann tapi verulegu atkvæða- magni miöaö viö kosningarn- ar 1974. 1 kosningunum 1974 nutu ný- demókratar þess að þeir höföu enga samkeppni til hægri. Hvorki konungssinnar ‘eöa hægrimenn, sem stutt höföu einræöisstjórn hershöfö- ingjanna, treystu sér þá til þess aö bjóöa fram sérstak- lega og kusu því ný- demókrata. Nú hafa hægri menn myndaö tvo flokka, sem sækja aö nýdemókrötum hægra megin frá og ásaka Karamanlis fyrir of frjáls- lynda stjórnarstefnu. Ekki er talið útilokaö, aö þeim verði eitthvaö ágengt. Annar þeirra flokka er Þjóöarflokkurinn, sem Stefanos Stefanopoulos, fyrrv. forsætisráöherra, 77 ára gamall veitir forustu. Hann reynir að ná fylgi kon- ungssinna, sem kenna Kara- manlis um, aö komungdæmiö var ekki endurreist. Flokkur- inn reynir einnig að ná fylgi stuðningsmanna hershöfö- ingjastjórnarinnar og beitir sér þvi fyrir náöun hershöfö- ingjanna, sem hafa veriö dæmdir til fagnavistar. Þá berst flokkurinn hart gegn kommúnistum. Hinn flokkur- inn, sem nefnir sig Nýja frjálslynda flokkinn, telur sig hægrisinnaöan miöflokk og reynir ekki aðeins aö ná fylgi Karamanlis frá nýdemókrötum, heldur einnig frá Miöflokkabanda- laginu. Hann lýsir sig sérstak- lega fylgjandi frjájsu fram- taki og vestrænni samvinnu. í KOSNINGUNUM 1974 varð Miöflokkabandalagiö annar stærsti flokkurinn. Þaö fékk þá 20,4% greiddra atkvæöa og 57 þingmenn. Leiötogi þess er George Mavros, 67 ára gam- all, en hann var utanrikisráð- herra i bráðabirgðastjórn þeirri, sem Karamanlis myndaöi, þegar hershöfö- ingjastjórnin gafst upp. Lík- legt þykir, aö Karamanlis myndi leita samstarfs viö Miöflokkabandalagið, ef flokkur hans missti meirihluta á þingi. Þvi er lika haldið kröftuglega fram af Andreas Papandreou, leiðtoga Sóslal- istahreyfingarinnar, aö raun- ar séu þeir Karamanlis og Mavros þegar búnir að semja um slikt samstarf. Mavros segir þetta ósannindi ein. Sö- sialistahreyfingin fékk 13,5% greiddra atkvæöa I kosningun- uip 1974, en aöeins 15 þing- menn kjörna. Llklegtþykir, aö hún fái fylgi ungra kjósenda, þvl aö Papandreou nýtur hylli þeirra, en hann er mestur ræöuskörungur meðal grískra ræöuskörunga um þessar mundir. Málflutningur hans þykir þó frekar neikvæöur, en hann einkennist mjög af þvl, að hann er á móti aöild aö Nato, móti aöild aö Efnahags- bandalaginu, móti Bandarikj- unum, móti Sovétrlkjunum og móti Tyrklandi. Milli hans og Mavros hafa verið mjög harö- ar deilur siöan kosningabar- áttan hófst. Mavros heldur þvl fram, aö Papandreou sé aðeins óábyrgur lýðskrumari, sem myndi eyöileggja sér- hverja rikisstjórn, sem hann tæki þátt i. TIL VINSTRI viö Sósíalista- hreyfinguna, sem Papandreou veitir forustu, er bandalag framfaramanna og vinstri manna, sem fékk 9,5% greiddra atkvæöa I kosningun- um 1974 og átta þingmenn kjörna. Þá tóku þátt I þvl ýms- ir vinstri sinnaöir smáflokkar og tveir kommúnistaflokkar. Nú hefur annar þeirra, sem fylgir Rússum að málum, klofiö sig úr þvi og býöur fram sérstaklega. Hinn kommún- istaflokkurinn, sem telur sig fylgjandi Evrópukommún- isma, er áfram i bandalaginu. Loks er svo flokkur Maóista, sem bauö fram sérstaklega 1974 og fékk þá aöeins 1540 at- kvæði. Hann býöur aftur fram nú. Kosningabaráttan hefur veriö allhöfö, og er þaö ekki nýtt I Grikklandi. Kýpurmáliö og sambúö Tyrkja og Grikkja hefur boriö einna mest á góma, en mikiö hefur einnig veriö rætt um kjaramálin. Karamanlis hefurlagt áherzlu á, aö mikil nauösyn sé á því aö leysa Kýpurmálin og deiluna viö Tyrki um Eyjahafiö og landhelgi rikjanna þar. Hann telur sig vænlegastan til aö leysa þessi mál og segist hafa flýtt kosningunum til að fá endurnýjaö umboö þjóöarinn- ar, svo að hann hafi traustari aðstööu til aö fást viö þessi mál. Sennilegt þykir, aö þessi mál muni hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.