Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 42
Margrét Harðardóttir og Steve
Christer, arkitektar hjá Studio
Granda, eru tilnefnd fyrir nýjan
nemendagarð og rannsóknar- og
frumkvöðlasetur Viðskiptaháskól-
ans að Bifröst.
14 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Sjónlist er ný verðlaun sem veitt
verða fyrir sjónlistir nú á haustmán-
uðum á Akureyri. Sex listamenn
hafa verið tilnefndir til verðlaun-
anna í ár og munu tveir þeirra hljóta
verðlaun annars vegar fyrir mynd-
list og hins vegar fyrir arkitektúr og
hönnun. Vinningshafarnir fá hvor
um sig tvær milljónir króna, en fyr-
irtæki eins og Glitnir, Inn fjárfesting-
ar og húsgagnafyritækið Montana í
Danmörku eru styrktaraðilar. Verð-
launaafhendingin fer fram í beinni
útsendingu í september og jafn-
framt verður sett á laggirnar sýn-
ing á verkum þeirra sem tilnefndir
eru. Auk þess verður haldin serstök
alþjóðleg ráðstefna um sjónlistir þar
sem innlendir og erlendir aðilar fag-
aðlilar munu halda fyrirlestra.
„Ég hugsaði með mér að sjón-
listir þyrftu á svipaðri viðurkenn-
ingu að halda og aðrar listgreinar,“
segir Hannes Sigurðsson, forstöðu-
maður Listasafns Akureyrar, sem er
upphafsmaður verðlaunanna. Hann
hafði gengið með þá hugmynd í
maganum í nokkur ár að setja á
laggirnar verðlaun og uppskeruhátið
fyrir sjónlistir. Hugmyndina reifaði
hann svo á síðasta ári við formann
menningarmálanefndar Akureyrar
og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
menntamálaráherra og fékk góðan
hljómgrunn. „Ég hjólaði í verkefn-
ið og nú er staðan sú að búið er að
stofna verðlaun sem kallast Sjónlist
og verða veitt árlega, vonandi um
ókomna tíð,“ segir Hannes. Hann
segir hugmyndina hafa snúist um
það að verðlauna ekki aðeins mynd-
list, heldur allar sjónlistir landsins,
þar á meðal arkitektúr og hönnun.
„Mér fannst mjög mikilvægt að ná
samstöðu í íslensku sjónlistarfjöl-
skyldunni með þessum verðlaunum.
Hugsunin er þó ekki sú að búa til
nýtt kerfi, heldur fá menn til að snúa
bökum saman til að kynna hvað er
að gerast,“ segir Hannes.
„Við fengum til liðs við okkur alla
sem snerta þetta svið. Inni í þessu eru
Samtök íslenskra myndlistarmanna
og Forum Ísland, einnig hönnun-
arvettvangur og kynningarmiðstöð
íslenskrar myndlistar. Listaháskólinn
tengist þessu líka. Jafnfamt er þetta
samstarf millli Akureyrarbæjar,
menntamálaráðuneytis og iðnaðar-
ráðuneytis.”
Hannes segir fagmennsku hafa
vera ráðandi í kringum framkvæmd
verðlaunanna og hafi dómnefnd
skipuð fagaðilum séð um tilnefn-
ingarnar.
„Ég fagna því hvað dómnefnd-
in tekur ferskan pól í hæðina.
Næstum allt eru þetta konur sem
eru á mjög framúrstefnulegri línu
og sýna mjög víða erlendis,“ segir
Hannes.
Framúrskarandi listafólk
á heimsmælikvarða
Sjónlist er ný verðlaun sem sett hafa verið á laggirnar fyrir tilstilli Listasafns Akur-
eyrar. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður safnsins, hafði gengið með hugmyndina í
maganum í nokkur ár en það var í fyrra sem boltinn fór fyrst að rúlla.
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafns Akureyrar.
Margrét H. Blöndal er tilnefnd í mynd-
list fyrir innsetninguna Anchor, strings,
ballooning/rejoice inside out / pulled and
parades / partly floating / bright, balancing
/ torn apart / bouyant Úr verki Margrétar H. Blöndal.
Hildur Bjarnadóttir er tilnefnd í myndlist
fyrir yfirlitssýninguna Unraveled í Boise-
listasafninu í Idaho í Bandaríkjunum.Vor- og haustlína STEINUNNAR.
Steinunn Sigurðardóttir er tilnefnd
fyrir hönnun, fyrir vor- og haustlínu
sem hún hannaði undir vörumerkinu
STEINUNN.
Katrín Sigurðardóttir er tilnefnd í myndlist fyrir verk sitt High Plane III á sýningunni
The Here and Now í The Renaissance Society í Chicago í Bandaríkjunum.
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir er
tilnefnd fyrir hönnun, fyrir húsgögn
í framleiðslulínunni Inner Beauty
og í línunni FLAT pack „antiques“.