Fréttablaðið - 18.06.2006, Síða 34
ATVINNA
12 18. júní 2006 SUNNUDAGUR
S t r e e t c u t
í Kaupmannahöfn
Hefur þig dreymt um að flytja til kaupmannahafnar.
Nú gefst þér spennandi tækifæri til að vinna sem hár-
snyrtir. Erum að leita að fersku fólki á 3 af okkar stofum.
Bæði á Nörrebro og í Miðbæ. Erum að leita að Íslending-
um vegna mjög góðarar reynslu af núverandi íslensku
starfsfólki. Ef þú hefur áhuga að vinna í frábæru umhverfi
með góðu starfsfólki, stór og góður kúnnahópur, hafðu
þá samband við Glenní í síma 0045-2654-4733.
Kennarar!
Laus störf við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Tvær stöður grunnskólakennara eru lausar til um-
sóknar.
Kennslugreinar: Umsjónarkennsla í 2. bekk, smíðar,
tónmennt og enska og danska á unglingastigi.
Umsóknarfrestur er til 30. júní. Laun eru greidd
samkvæmt kjarasamningi KÍ og LN. Flutningsstyrkur
í boði sbr. reglur þar um. Nánari upplýsingar gefur
Þóroddur Helgason skólastjóri í símum 474-1247,
863-1247 og Ásta Ásgeirsdóttir aðstoðar-skólastjóri í
síma 474-1247. Umsóknum skal skila á skrifstofu
Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði.
Reyðarfjörður er einn af sex byggðarkjörnum í nýrri
Fjarðabyggð. Fjarðabyggð er stærsta bæjarfélag á
Austurlandi og í örum vexti. Í Fjarðabyggð búa nú
um 4.500 manns og boðið er upp á öfluga og fjöl-
breytta þjónustu. Í haust verður tekin í notkun glæsi-
leg viðbygging við Grunnskóla Reyðarfjarðar og þá
verða í sömu byggingu grunnskóli, tónlistarskóli og
bæjarbókasafn. Íþróttahús með sundlaug er á skóla-
lóðinni og einnig yfirbyggt 9000 m2 fjölnota knatt-
spyrnuhús.
Nánari upplýsingar má finna á www.fjardabyggd.is
ÞINGEYJARSVEIT
ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA
SVEITARSTJÓRA.
Starfssvið:
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins..
• Yfirumsjón með fjármálastjórn,
bókhaldi og áætlanagerð.
• Umsjón með vefsíðu sveitarfélagsins.
• Stefnumarkandi vinna í atvinnu- og íbúamálum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntum er æskileg.
• Reynsla af rekstri og stjórnun
• Góð bókhalds og tölvukunnátta.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til við sameiningu fjögurra
hreppa árið 2002. Íbúar eru um 700 talsins og landsvæðið um
5.500 ferkílómetrar. Fjölmargar náttúruperlur eru í sveitarfélag-
inu sem nær milli Vaðlaheiðar og Hólasands annars vegar og
frá Flatey á Skjálfandaflóa inn á Vatnajökul hinns vegar.
Mannlíf er gróskumikið og atvinnuvegir fjölþættir.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Þingeyjarsveitar
www.thingeyjarsveit.is
Umsóknum skal skilað á skrifsstofu sveitarfélags-
ins í Kjarna 650 Laugar merkt „sveitarstjóri“
eigi síðar en þriðjudaginn 27.júní.
Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 4643322.
Smiðir
Kraftafl ehf auglýsir
Erum með vana smiði sem óska eftir mikilli vinnu.
Upplýsingar í síma 891 8667
Gullsmiður
óskast
Gullsmiður óskast til starfa í fullt starf.
Upplýsingar í síma 863 9450
og 421 1011.
Ritari/
aðstoðarmanneskja
á skrifstofu
Lögmaður og löggiltur fasteignasali óskar eftir að ráða
ritara/aðstoðarmanneskju á skrifstofuna. Helstu verkefni
eru móttaka viðskiptavina, vélritun m.a. af diktarfóni,
tölvuvinnsla og önnur tilfallandi störf. Krafa er gerð um
góða vélritunarkunnáttu, mjög góða kunnáttu á tölvur
og í íslensku, stundvísi, reglusemi og nákvæmni. Verður
að hafa bíl til umráða. Vinnutími er að jafnaði frá 09.00-
17.00.
Laun eru samkomulagsatriði. Um er að ræða framtíðar-
starf fyrir réttan aðila, ráðið verður þó í starfið til reynslu
til að byrja með. Verður að geta byrjað strax eða fljót-
lega.
Þeir sem hafa áhuga á starfinu vinsamlega sendið starfs-
ferilskrá ásamt mynd á netfangið box@frett.is merkt
„ritari 33“.
Hjúkrunardeildarstjóri
Hjúkrunardeildarstjóri óskast á skurðdeild E-5 á svæfinga-,
gjörgæslu- og skurðstofusviði í Fossvogi. Starfshlutfall 100%.
Starfið veitist frá 1. september, 2006.
Starfsemi skurðstofu í Fossvogi tekur mið af þeim sérsviðum
skurðaðgerða sem þar eru framkvæmdar, þ.e. heila- og tauga-
skurðaðgerðum, lýtaaðgerðum, háls- nef- og eyrnaaðgerðum,
æðaskurðaðgerðum og bæklunaraðgerðum. Deildin þjónustar
jafnt fullorðna sem börn og sinnir skipulögðum sem bráðum
skurðaðgerðum. Á deildinni fer einnig fram kennsla nemenda á
heilbrigðissviði.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni,
stjórnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Hjúkrunar-
deildarstjóri ber ábyrð á uppbyggingu og þróun hjúkrunar,
starfsmannahaldi, rekstrarþáttum og áætlanagerð. Hann skal
stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun, m.a. með því að hvetja til
rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður.
Umsækjendur skulu hafa a.m.k. fimm ára starfsreynslu í hjúkr-
un og reynslu í starfsmannastjórnun. Umsækjendur skulu hafa
viðbótarnám í skurðhjúkrun. Leitað er eftir framsæknum og
dugmiklum leiðtoga.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafnframt
skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi. Einnig
afrit af ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem
umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, um-
sögn stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH og viðtölum við umsækj-
endur.
Umsókn skal leggja inn á skrifstofu hjúkrunar, LSH – Hringbraut
/ Fossvogi fyrir 2. júlí, 2006.
Upplýsingar veitir Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri hjúkrun-
ar í síma 824 5273, netfang helgakei@landspitali.is
Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunar-
ráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórn-
unarstöður í hjúkrun.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á gjörgæsludeild LSH við
Hringbraut. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Starfið felur í sér að veita einstaklingshæfða hjúkrun, ráðgjöf og
stuðning við þá sjúklinga sem þurfa á gjörgæslumeðferð að
halda. Deildin sérhæfir sig m.a. í meðferð sjúklinga eftir opnar
hjartaaðgerðir og eftir hjartastopp.
Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun og fræðsla, sveigjanlegur
vinnutími (vaktavinna), starfsumhverfi sem hvetur til
þekkingarþróunar, jákvætt andrúmsloft og teymisvinna þar
sem markmiðið er að veita skjólstæðingum og fjölskyldum
þeirra bestu mögulega þjónustu.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu svæfinga-, gjörgæslu- og
skurðstofusviðs við Hringbraut fyrir 2. júlí 2006.
Upplýsingar veitir Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri
hjúkrunar í síma 824-5273 netfang helgakei@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á vöknun – LSH Hringbraut.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Vöknun er starfseining innan gjörgæsludeildar við Hringbraut.
Starfið felur í sér vaktavinnu á virkum dögum en frí allar helgar
og rauða daga.
Á deildinni fer fram umfangsmikil þjónusta við börn og fullorð-
na sem þarfnast nákvæms eftirlits og hjúkrunar að loknum
ýmsum skurðaðgerðum og rannsóknum.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu svæfinga-, gjörgæslu- og
skurðstofusviðs við Hringbraut fyrir 2. júlí 2006.
Upplýsingar veitir Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri
hjúkrunar í síma 824-5273 netfang helgakei@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á vöknun kvennadeildar –
LSH Hringbraut. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Vöknun er starfseining innan gjörgæsludeildar við Hringbraut.
Starfið felur í sér dagvinnu á virkum dögum en frí allar helgar
og rauða daga.
Á deildinni fer fram umfangsmikil þjónusta við konur sem þarf-
nast nákvæms eftirlits og hjúkrunar að loknum ýmsum
skurðaðgerðum og rannsóknum.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu svæfinga-, gjörgæslu- og
skurðstofusviðs við Hringbraut fyrir 2. júlí 2006.
Upplýsingar veitir Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri
hjúkrunar í síma 824-5273, netfang helgakei@landspitali.is
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár-
málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og
Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu
www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í
störf á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali – háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.