Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 48% 67% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í maí 2006. Íslendingar 18-49 ára Meðallestur á tölublað Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l.40 30 50 70 60 Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 25. júní 2006 — 168. tölublað — 6. árgangur ���� ���� ����������������� ����� � ����� ������ ������������ �������� �� ������������������������������� �������������� �������� ��������������������������������� ��������������������������������� ���������������������������������������� �� �� ������������� ����������� �� �� �� �� ������������������ ��������������������������������������������������� �������������������� ���������������������������������� ���������� �������������� VEÐRIÐ Í DAG RIGNING SUÐVESTAN TIL - Í dag verður hæg suðlæg átt. Bjart með köfl- um norðaustan og austan til en þykknar upp annars staðar og fer að rigna suð- vestan til seint í dag og víðar sunnan og vestan til í kvöld. Hiti 9-16 stig. VEÐUR 4 �� �� �� �� �� Blikastúlkur í stuði Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna í gær. Vanja Stefanovic og Guðlaug Jónsdóttir skoruðu mörkin en þau komu bæði í fyrri hálfleik. Eftir þennan sigur er Breiðablik með jafnmörg stig og Valur sem á leik inni gegn FH á morgun. ÍÞRÓTTIR 32 Erfiðast að byrja Kristófer Hannesson, sem útskrifaðist með BA gráðu í japönsku frá HÍ í gær, segir að japanskan sé skemmtileg en erfið til að byrja með. TÍMAMÓT 16 Íslenskir hestar ólíkir öðrum Ljósmyndarinn Tim Flach hefur vakið eftirtekt fyrir óvenjulegar dýralífs- myndir. Hann var staddur hér á landi á dögunum með heila sjónvarpsstöð í eftirdragi að mynda íslenska hestinn í stórbrotnu umhverfi. VIÐTAL 20 ALLT ATVINNA Stútfullt blað af atvinnuauglýsingum Atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS FYRSTA PLATAN Í 11 ÁR Vinnur með tríóinu Flís Bogomil Font MENNING 29 Starfsfólk IGS, dótturfélags Ice- landair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, ætlar að leggja aftur niður störf um næstu helgi náist ekki samningar um kaup og kjör fyrir þann tíma. Þetta var sam- þykkt á starfsmannafundi sem var haldinn í gær að loknum neyðar- fundi þar sem Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS, reyndi að koma til móts við starfsfólkið, en það kvartar yfir lágum launum og miklu vinnuálagi. Ekki náðist nein niðurstaða á þessum fundi og þegar blaðið fór í prentun stefndi í að starfsfólk innan allra deilda IGS legði niður störf milli klukkan fimm og átta í morgun. Að sögn starfsmanns IGS, sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við uppsögn, er mikill hiti í starfsmönnum og magnaðist hann enn frekar þegar gefið var í skyn að starfsfólk yrði gert bótaskylt vegna þess kostnaðar sem hlytist af mótmælunum. Samheldnin sé mikil meðal starfsfólks og ætli allir sem einn að ganga út verði einhver lögsóttur vegna mótmælanna. „Við funduðum með fólkinu í gær og fórum þar yfir þau mál sem skapað hafa þennan óróa. Við hvöttum fólk til að sinna sínum skyldum og mæta til starfa eins og vera ber en það verður bara að koma í ljós á morgun hvort fólk tekur tillit til þess,“ sagði Gunnar Olsen um málið. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sagði að fyrst og fremst yrði reynt að róa farþega og gera þeim biðina sem bærilegasta þegar hann var spurður um við- brögð fyrirtækisins við mótmæl- unum. „Það er lítið annað sem við getum gert á þessu stigi málsins. Við vonuðumst til að samningar Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins sem skrifað var undir fyrir helgi myndu slá á þessar kröfur en það virðist ekki duga til.“ Gunnar og Jón Karl sögðust báðir ætla að vera viðstaddir mót- mælin í Leifsstöð í morgun, en auk þeirra verða um tvö þúsund far- þegar á leið til og frá landinu. - sþs Hóta frekari töfum á millilandaflugi Starfsfólk IGS ætlar að hætta vinnu aftur um næstu helgi verði ekki samið við þau. Mikil reiði er í mönnum og sér ekki fyrir endann á deilunni. „Við hvetjum starfsmenn til að sinna sínum skyldum,“ segir framkvæmdastjóri IGS. ÞÝSKIR BANKASTJÓRAR FAGNA Starfsmenn þýskra banka sjást hér fagna innilega 2-0 sigri Þýskalands á Svíþjóð á HM í Þýskalandi í gær. KNATTSPYRNA Það var glatt á hjalla í Bankastræti í gær þegar hátt í sextíu þýskir bankastjórar fögn- uðu sigri Þjóðverja á Svíum á heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Fólkið er í heimsókn hér á landi í boði þýsks fjárfestingar- fyrirtækis, en hugmyndin með ferðinni er að verðlauna starfs- menn og viðskiptavini í þýska bankageiranum. „Hópurinn hefur farið í hesta- ferð í Heiðmörk, gengið á Lang- jökul og farið í þyrluflug svo eitt- hvað sé nefnt. Við settum svo upp breiðtjald inni í hlöðu í Hvamms- vík í Hvalfirði þar sem horft var á fótboltaleikinn í brjálaðri stemn- ingu,“ segir Kristín Harðardóttir, verkefnastjóri ferðaskrifstofunn- ar Atlantik. Að leiknum loknum var ferðinni haldið í bæinn þar sem ljósmyndari náði mynd af hópnum. Ferðinni lýkur formlega í dag en ekki er víst hvernig bankastjór- unum gengur að komast úr landi þar sem flug þeirra á að fara á sama tíma og mótmælin í Leifs- stöð eru fyrirhuguð. - sþs Þýskir bankastjórar á Íslandi: Sigurreifir í Bankastræti LANDSPÍTALINN Tómas Zoëga sér- fræðilæknir er hættur störfum á Landspítalanum og hyggst krefj- ast milljóna í miskabætur vegna ólöglegra vinnubragða fram- kvæmdastjórnar Landspítalans. Tómas og lögmaður hans fund- uðu með framkvæmdastjórn Landspítalans í fyrrakvöld með það fyrir augum að reyna að ná sáttum um að Tómas tæki við fyrra starfi sínu, sem yfirlæknir á geðsviði Landspítalans. Forsaga málsins er sú að Tómas var leystur frá störfum sem yfir- læknir vegna þess að hann rak eigin læknastofu með- fram starfi sínu sem yfirlæknir geðsviðs. Tómas var ósáttur við þessa ákvörðun og fór með málið fyrir dómstóla. Áttunda júní úrskurðaði Hæstiréttur Tómasi í hag og sagði í dómnum að óheim- ilt hefði verið að breyta starfs- vettvangi Tómasar á þeim for- sendum sem gert var. Framkvæmdastjórn Landspítal- ans lagði fram sáttatilboð sem fólst í því að stjórnunarskyldum yrði létt af Tómasi og starf hans skilgreint í samráði við sviðs- stjóra á geðsviði spítalans. Tómas sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann sagði ljóst að hann krefðist miska- og skaðabóta upp á tugi milljóna króna og það væri „kostnaður skattgreiðenda af endurtekinni ólögmætri stjórnsýslu yfirstjórn- ar Landspítalans“. - mh Tómas Zoëga krefst miska- og skaðabóta upp á tugi milljóna króna: Tómas náði ekki sáttum TÓMAS ZOËGA RANNSÓKN Rangt er að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi sprungið í beinni útsendingu eins og haldið hefur verið fram. Ingólfur Marg- eirsson kemst að þessari niður- stöðu í lokaritgerð sinni við Háskóla Íslands. Ingólfur segir ríkisstjórnina hafa verið sprungna áður en til þáttarins kom. Hann segir fjöl- miðlamenn hafa hampað kenning- unni og þess vegna hafi hún fest í sessi. Sjá síðu 18 Ríkisstjórn: Sprakk ekki í sjónvarpssal ATVINNUMÁL Miða skal að því að auka meðvitund um gildi forvarna hvað slysahættu og atvinnusjúk- dóma varðar á almennum vinnu- stöðum samkvæmt samþykkt sem gerð var á Alþjóðavinnumálaþingi sem lauk nýlega í Genf. Afgreiddi þingið enn fremur tilmæli um ráðningarsamning atvinnurekanda og launamanns í því skyni að sporna við hvers kyns gerviverktöku sem er sívaxandi vandamál víða um heim. Setja skal skýrar reglur um forsendur þess að ráðningarsamband hafi komist á og greint sé á milli þeirra sem eru launamenn og þeirra sem eru sjálfstætt starfandi. Nokkrir full- trúar Íslands sátu þingið. - aöe FORVARNIR Gildi forvarna á vinnustöðum verður seint ofmetið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Alþjóðavinnumálaþing: Gildi forvarna ítrekað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.