Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 4
4 25. júní 2006 SUNNUDAGUR afrit.is afrit.is Afritun á hvers konar gögnum Einfalt vi›mót og uppsetning Hagkvæm fljónusta fyrir alla Ókeypis a›gangur í 30 daga Sjálfsafgrei›sla á Netinu Vottu› fyrsta flokks fljónusta Vöktun allan sólarhringinn fiúsundir ánæg›ra vi›skiptavina Örugg dulkó›un og samskipti GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 23.6.2006 Bandaríkjadalur 75,57 75,93 Sterlingspund 137,74 138,40 Evra 94,76 95,30 Dönsk króna 12,709 12,783 Norsk króna 11,952 112,022 Sænsk króna 10,271 10,331 Japanskt jen 0,6495 0,6533 SDR 110,96 111,62 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 131,529 Gengisvísitala krónunnar HÁLENDIÐ Á hverju vori reynist nauðsynlegt að loka vegum á hálendi Íslands því þeir eru sér- staklega viðkvæmir vegna bleytu. Þrátt fyrir það er á hverju ári tölu- vert um að ökumenn þungra og öflugra ökutækja virði ekki lokan- ir eða viðvaranir og valdi vega- skemmdum, og stundum lands- pjöllum utan vega. Kostnaður við viðgerðir og uppbyggingu veg- anna er verulegur á hverju ári. Nicolai Jónasson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að það séu alltaf einhverjir íslenskir jeppa- eigendur sem ekki virði lokanir Vegagerðarinnar en þó séu ferða- menn meira áberandi í þeim hópi. „Jeppaklúbburinn 4X4 hefur brýnt mjög fyrir sínum félags- mönnum að vera ekki að fara inn á þessa vegi á meðan þeir eru lokað- ir. En við verðum töluvert varir við það að útlendingar eru að reyna að paufast þetta og sökkva einfaldlega í drullusvaðið.“ Nicolai minnir á að þegar klaki er í jörð þá sé jarðvegurinn fyrir ofan gegn- sósa af bleytu því vatnið getur ekki runnið í burtu. Afleiðingar aksturs á hálendisvegum í þessu ástandi eru að sögn Nicolai alltaf þær sömu. „Þetta einfaldlega eyði- leggur vegina. Oft sest síðan meira vatn í förin og eyðileggingin verð- ur sífellt meiri. Á endanum verður vegurinn svo illa farinn að hann er ófær mun lengur en annars væri.“ Vegagerðin, Landsbjörg og Umferðarstofa gáfu sameiginlega út kynningarefni á þremur tungu- málum fyrir erlenda ferðamenn til að reyna að miðla nauðsynleg- um upplýsingum um umgengni á hálendinu, en það skilar sér ekki til allra sem hyggjast leggja leið sína þangað. Skúli H. Skúlason, formaður umhverfisnefndar jeppaklúbbsins 4x4, tekur undir að töluvert sé um akstur á lokuðum hálendisvegum en reynt sé að fræða jeppaeigend- ur eins og kostur er. „Það starf hefur skilað árangri en fræðsla til erlendra ferðamanna er kannski ekki nægilega mikil þó að gefið hafi verið út ágætt kynningarefni. Það er aldrei nóg að gert í fræðslu til þeirra sem hingað koma og hyggjast leggja leið sína upp á hálendið.“ Skúli bendir á að breyt- ingar á veðráttu hafi sín áhrif. Ferðalangar í hálendisferðum að vetri lendi reglulega í asahláku sem veldur því að vegir spillast á heimleið. „Skemmdir vegir verða til þess að ferðalangar neyðast til þess að fara út fyrir veginn til að komast leiðar sinnar. Það veldur svo enn frekari skemmdum í nátt- úrunni.“ svavar@frettabladid.is Margir virða ekki lokanir á hálendinu Akstur á lokuðum hálendisvegum veldur miklum skemmdum á hverju ári. Aðeins þarf eitt ökutæki til að eyðileggja langa vegakafla. Ófærir vegir verða til þess að hvetja til utanvegaaksturs sem veldur frekari skemmdum á náttúrunni. HÁLENDISVEGIR Búið er að opna Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið, af Mývatnsöræfum að Dettifossi og upp í Herðubreiðarlindir. MYND/VEGAGERÐIN MENNTAMÁL Háskólamenntuðum kennurum á Íslandi fjölgaði í gær, en þá fór fram útskrift Kennaraháskóla Íslands í Laug- ardalshöllinni. Alls voru braut- skráðir 565 kandídatar, þar af var 481 nemandi úr grunndeild og 84 nemendur úr framhalds- deild. Aldrei hafa fleiri nemend- ur verið brautskráðir frá skólan- um, en í fyrra útskrifuðust 511 kandídatar. Í ávarpi Ólafs Proppé, rektors Kennaraháskólans, talaði hann meðal annars um lengingu kenn- aranáms og nefndi í því ljósi áform skólans um að bjóða frá haustinu 2007 upp á endurskoðað fimm ára samfellt nám til meist- araprófs á öllum námsbrautum. Hann minntist einnig á fyrirhug- aðar breytingar á starfsnámi við Kennaraháskólann og varaði við að þeim fjármunum sem íslenska ríkið er tilbúið að veita til kenn- aramenntunar á næstu árum sé dreift á marga háskóla, enda brýn þörf fyrir stuðningi við þá heildarendurskoðun á námi kenn- ara og annarra uppeldisstétta sem nú er á lokastigi í Kennara- háskóla Íslands. Einnig kom rektor inn á hugs- anlega sameiningu Kennarahá- skólans og Háskóla Íslands, en stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram í haust og að skólarnir verði sameinaðir sumarið 2008. - sþs Útskrift Kennaraháskóla Íslands fór fram í gær: Aldrei fleiri brautskráningar ÓLAFUR PROPPÉ, REKTOR KENNARAHÁ- SKÓLA ÍSLANDS Varar við að fjármunum sé dreift á of marga háskóla þegar brýn þörf sé fyrir því að styðja heildarendurskoðun á námi við Kennaraháskólann. VEIRUSÝKING Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið sett í einangrun eftir að þar kom upp veirusýking í liðinni viku. Þrettán sjúklingar voru á deild- inni en auk þeirra hafa nokkrir starfsmenn smitast. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarmaður hjúkrunarforstjóra, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að einangrun- in stæði fram yfir helgi eða þang- að til smit væru hætt að berast á milli manna. Þarna er á ferðinni noro-veira en hún veldur meðal annars niður- gangi. Meðan deildin er í einangr- un verður nýjum sjúklingum beint annað. - öhö Lyflæknadeild í einangrun: Veirusýking á Landspítala LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Lyflækninga- deild hefur verið sett í einangrun vegna veirusýkingar. BANDARÍKIN, AP Kjólar, Polaroid- myndir og símanúmerabók voru meðal muna á uppboði á munum fræga fólksins í New York í fyrra- dag. Einn áhugaverðasti hluturinn var þó silfurhárkolla listamannsins Andy Warhol, sem seldist á litlar 820 þúsund krónur. Polaroid-mynd- ir af frægu fólki, áritaðar af Warhol kostuðu líka drjúgan skildinginn. Nokkrir munir úr fórum Mari- lyn Monroe voru til sölu og seldust meðal annars tveir kjólar, á fjórar og fimm milljónir. Símanúmerabók gyðjunnar kostaði tæpar 2,4 millj- ónir, en í henni mátti finna nöfn og símanúmer vina Monroe. - sgj Hárkolla kostar 820 þúsund: Silfurhárkolla Warhols seld WARHOL MEÐ KOLLUNA Hárkollur lista- mannsins voru mikið tískufyrirbrigði og ekki bara notaðar til að fela skalla hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝSKÖPUN Átta Úgandabúar hafa dvalið hér á landi undanfarna tíu daga og sótt námskeið um frum- kvöðlastarfsemi í Háskóla Reykja- víkur en þeir eru hér í boði HR og Þróunarsamvinnustofnunar. Nem- endurnir eru allir háskólamennt- aðir og er ætlunin sú að þeir hrindi í framkvæmd stóru frumkvöðla- fræðsluverkefni. Verkefnið verð- ur í samvinnu við Þróunarsam- vinnustofnun í Úganda og er fólkinu sem hér hefur dvalið ætlað að þjálfa 40 manns í Úganda sem síðan miðlar þekkingunni áfram. Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafræðslu og nýsköpun í Úganda. - gþg Frumkvöðlastarfsemi: Úgandabúar læra á Íslandi Umferð gengið vel Umferð hefur gengið vel á Suðurlandi það sem af er helgi, þrátt fyrir mikinn umferðarþunga. Lögreglan á Selfossi segir lítið hafa verið um hraðakstur en þó hafi nokkur mótorhjól verið tekin fyrir of hraðan akstur. Þessi helgi er fyrsta stóra ferða- helgi sumarsins og voru margir á ferli á þjóðvegum landsins. UMFERÐ Á FERÐ UM HÁLENDIÐ Ekki virða allir ferðamenn lokanir vega á hálendinu, segir deildar- stjóri vegagerðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÁÐUNEYTI Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur verið ráð- inn aðstoðarmaður umhverfisráð- herra, Jónínu Bjart- marz. Hann hóf störf í ráðuneytinu í gær og víkur úr starfi sínu sem deildarstjóri sér- þjónustu á Veðurstofu Íslands. Einar er 41 árs gamall með MS-próf í veðurfræði frá Ósló- arháskóla. Hann var aðstoðarmað- ur Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrver- andi umhverfisráðherra, á árunum 1999-2003. - sgj Umhverfisráðuneyti Jónínu: Einar ráðinn í ráðuneytið EINAR SVEINBJÖRNSSON Nýr aðstoðarmað- ur umhverfisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR SVEIN- BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.