Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 8
8 25. júní 2006 SUNNUDAGUR Kynntu þér stóru, sterku og fallegu tjaldvagnana frá Camp-let, uppáhalds ferðafélaga Íslendinga um áratuga skeið! ... og fríið verður frábært með Camp-let Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.isUmboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Savanne er nýr og spennandi kostur frá Camp-let Áfast fortjald Gott rými Pottþéttur tjalddúkur Áföst eldhúseiningLéttur en nýðsterkur Hár tjaldvagn á 13" dekkjum FRAMVINDA BAUGSMÁLS FRÁ UPPHAFI ■ Snemma árs 2002 - Hreinn Loftsson varar stjórn Baugs við því að von gæti verið á aðgerðum samkeppnisyfirvalda gegn félaginu eftir fund með Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. ■ 28.ágúst 2002 - Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerir húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group við Súðarvog í Reykjavík. Leitin á rætur að rekja til ásakana Jóns Geralds Sullenberger, forsvarsmanns Nordica, um auðgunarbrot Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jónssonar. Rannsóknin beinist í upphafi að því að Jón Ásgeir og Tryggvi, stjórnendur Baugs, hafi látið Baug greiða tilbúna og ranga reikninga vegna kaupa á skemmtibátnum Thee Viking. Sakargiftir lúta einnig að því að gefinn hafi verið út tilhæfulaus reikningur í nafni Nordica að undirlagi stjórnenda Baugs og hann síðan gjaldfærður hjá Baugi. - Sama dag vinnur kaupsýslumaðurinn Philip Green að yfirtökutilboði í fataverslanakeðjuna Arcadia ásamt Jóni Ásgeiri og Baugi. ■ 29.ágúst 2002 - Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og fleiri eru yfirheyrðir hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra. ■ 6.september 2002 - Stjórn Arcadia ákveður að taka tilboði Green, án þátttöku Jóns Ásgeirs og Baugs, upp á rúmlega hundrað milljarða króna. Arcadia vildi ekki halda áfram samningaviðræðum við Jón Ásgeir og Baug vegna lögregluaðgerðanna í höfuðstöðvum fyrirtækisins. ■ 3. mars 2003 - Davíð Oddsson forsætisráðherra er gestur á Morgunvakt Ríkisútvarpsins. Þar segir hann að Hreinn Loftsson hafi sagt við sig að Jón Ásgeir hefði nefnt það, að bjóða þyrfti Davíð þrjú hundruð milljónir króna til þess að láta af andstöðu gagnvart fyrirtækinu. Jón Ásgeir vísaði því á bug. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið, að svo virtist sem Davíð hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við þeim upplýsingum sem fram komu í Fréttablaðinu nokkrum dögum fyrr, um að Davíð hefði rætt við Hrein um Jón Gerald Sullenberger og Nordica. ■ 17.nóvember 2003 - Fulltrúar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins og lögreglunnar gera húsleit hjá Baugi Group og Gaumi. Gögn er varða rekstur fyrirtækjanna á árunum 1998 til 2002 eru tekin. ■ 29. apríl 2004 - Lögreglan í Lúxemborg leggur hald á gögn um Baug og Gaum í Kaupthing Bank í Lúxemborg. Aðgerðin er liður í rannsókn efnahagsbrotadeildar. ■ 7.janúar 2005 - Baugi Group er gert að greiða 465 milljónir króna við endurálagningu ríkisskattstjóra fyrir árin 1998 til 2002. ■ 1. júlí 2005 - Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og endurskoðendurnir Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir, eru ákærð í Baugsmálinu. Tæplega þriggja ára rannsókn á Baugsmálinu er þar með lokið. Ákæran er í fjörutíu liðum. ■ 20. september 2005 - Stærstum hluta Baugsmálsins, eða 32 liðum af fjörutíu, er vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna ágalla á ákærum. ■ 24. september 2005 - Fréttablaðið flytur af því fréttir að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi Hæstaréttardómari, hafi fundað um Baugsmálið mánuðum áður en ákært var í því. Styrmir Gunnarsson staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi talað um málið við Kjartan og Jón Steinar, með það fyrir augum að aðstoða Jón Gerald Sullenberger. Styrmir staðfestir að hann hafi beðið blaðamann Morgunblaðsins, Ásgeir Sverrisson núverandi ritstjóra Blaðsins, þýða texta fyrir Jón Gerald og biður Jónínu Benediktsdóttur í tölvubréfi að „eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds.“ ■ 10. október 2005 - Hæstiréttur staðfestir frávísunarúrskurð héraðsdóms. ■ 11. október 2005 - Bogi Nílsson ríkissaksóknari tekur við málinu fyrir hönd ákæruvaldsins. ■ 14. október 2005 - Bogi Nílsson segir sig frá málinu vegna tengsla við starfsmenn KPMG endurskoðunar, er tengjast endurskoðunarstarfi fyrir Baug. Í framhaldinu skipar Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Sigurð Tómas Magnússon saksóknara í Baugsmálinu. ■ 14. nóvember 2005 - Þinghald hefst vegna átta ákæruliða sem eftir standa í Baugsmálinu. ■ 17. nóvember 2005 - Jón H.B.Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir sig frá þeim hluta Baugsmálsins sem enn er fyrir dómi. Sigurður Tómas Magnússon flytur málið fyrir hönd ríkissaksókn- ara. ■ 15. mars 2006 - Ákærðu í Baugsmálinu eru sýknaðir í héraðsdómi Reykjavíkur. ■ 17. mars 2006 - Bréf er sent úr dómsmálaráðuneytinu til bandarískra dómsmálayfirvalda þar sem óskað er eftir aðstoð við yfirheyrslur á einstaklingum í Bandaríkjunum er tengjast Baugsmálinu. Verjendur sögðu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vera með þessu að hafa bein áhrif á framgang málsins en því hefur skrifstofustjórinn í ráðuneytinu, Stefán Eiríksson, neitað. Aðeins hefði verið um formlega beiðni að ræða sem yrði að fara í gegnum ráðuneytið. ■ 4. apríl 2006 - Ákveðið er að endurákæra í 19 af 32 ákæruliðum sem áður var vísað frá í Baugsmálinu. Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger eru nú ákærðu í málinu. ■ 27. apríl 2006 - Baugsmálið vegna endurákæru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur ákærðu krefjast frávísunar á málinu. ■ 20. júní 2006 - Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, Stefán Hilmarsson og Tryggvi Jónsson boðuð til yfirheyrslu í nýju sakamáli. ■ 21. júní 2006 - Munnlegur málflutningur hefst vegna frávísunarkröfu ákærðu. Settur saksóknari krefst þess að málið fái efnismeðferð en því mótmæla verjendur harðlega. Úrskurður Arngríms Ísberg, sem skipaður var dómari í seinna málinu í stað Péturs Guðgeirssonar sem var dómari í fyrra málinu, liggur fyrir innan þriggja vikna. Nýtt Baugsmál virðist í upp-siglingu. Fjórir einstaklingar, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Kristín Jóhannes- dóttir systir Jóns Ásgeirs, Stefán Hilmarsson endurskoðandi, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, hafa verið boðuð til yfirheyrslu hjá ríkislögreglustjóra. Öll tengjast þau fyrirtækjunum Baugi, Gaumi ehf. og Fjárfari ehf. Líklegt má telja að þetta marki nýtt upphaf í málaferlum er tengjast fyrirtækinu Baugi, en um hið svonefnda Baugsmál hefur verið rætt sem viðamesta og flóknasta efnahagsbrotamál íslenskrar réttar- sögu. Segir málin ekki tengjast Yfirheyrt verður í sumar vegna meintra brota gegn skattalögum, lögum um bókhald, lögum um árs- reikninga og almennum hegningar- lögum í tengslum við rekstur félaganna Baugs Group hf., Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og Fjárfars ehf. á árunum 1998 til 2002. Samtals nema brotin rúmlega 190 milljónum króna. Að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, tengjast brotin sem yfirheyrt er vegna, ekki því máli sem nú er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ljóst er þó að rannsóknin sem stuðst er við vegna málsins sem settur saksókn- ari, Sigurður Tómas Magnússon, vonast til þess að geta tekið til efnismeðferðar í héraðsdómi, er sú sama og leiðir til yfirheyrslnanna sem framundan eru í sumar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, hefur sagt það gagnrýnis- vert að skjólstæðingur sinn skuli kallaður til yfirheyrslu þegar verið er að reka gegn honum mál fyrir dómi en Jón H. Snorrason segir ekkert vera athugavert við yfir- heyrslurnar. „Lögum samkvæmt ber að reka öll mál á hendur sama sakborningi á sama tíma,“ sagði Gestur fyrir dómi þegar hann gerði grein fyrir því að Jón Ásgeir hefði verið kallaður til yfirheyrslu. Jón segir sakarefnin vegna yfir- heyrslnanna í sumar ekki vera þau sömu og í málinu sem nú er til umfjöllunar. Málin séu því eðlisólík. Jón segir Jón Ásgeir hafa mátt búast við því að vera kallaður til yfirheyrslu. „Skattstjóri gerði Jóni Ásgeiri það ljóst skömmu fyrir áramótin 2004 til 2005 að meint brot yrðu send til ríkislögreglustjóra,“ sagði Jón H. Snorrason í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Málið fái efnislega meðferð Sigurður Tómas hefur lagt á það þunga áherslu að endurákæruefnin, sem um er deilt fyrir dómstólum nú, fái efnislega meðferð. Að auki segir hann það nauðsynlegt fyrir trúverðugleika íslenskra dómstóla að þeir geti tekið á flóknum og viða- miklum efnahagsbrotamálum efnis- lega, sérstaklega þar sem „fyrir kæmu efnaðir menn sem hefðu kost á því að fá færa lögfræðinga til liðs við sig,“ eins og Sigurður Tómas komst að orði fyrir dómi. Samtals nema upphæðirnar sem ákært er vegna í málinu 358,6 millj- ónum króna. Í fyrsta ákærulið máls- ins, sem er næstum fjórar síður af þeim tuttugu sem ákæran telur, er Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutafjárins í Vöruveltunni, áður rekstrarfélags verslananna 10-11, ásamt eignarhaldsfélaginu Fjárfari sem hann var í forsvari fyrir. Auk þess er Jón Ásgeir sakaður um að „vekja hjá stjórn Baugs hf. þá hugmynd að seljandi hlutafjárins ásamt Fjárfari ehf. væri Helga Gísladóttir,“ sem áður var eigandi 10-11 ásamt manni sínum. Samtals er tjónið og auðgunin sögð í fyrsta lið endurákæru nema um 200 milljónum króna. Sigurður Tómas lagði á það áherslu í málflutningi vegna frávísunarkröfu ákærðu, að málið ætti sér sjö mánaða aðdraganda og því þyrfti að rekja málsatvik í nákvæmnisatriðum í ákæru. Því gæti ákæran virst flókin, en hjá því væri einfaldlega ekki komist. Endurákæra byggð á sömu gögn- um og áður Verjendur sakborninga hafa sagt endurákæruna í málinu óskiljan- lega. „Líklega hefur enginn maður lesið endurákæruna í þessu máli jafn oft og ég, en samt finnst mér hún fullkomlega óskiljanleg,“ sagði Gestur í upphafi máls þegar hann rökstuddi þá skoðuna sína að vísa þyrfti málinu frá í heild sinni. Ein helsta röksemd verjenda fyrir frá- vísun hefur verið sú að ákæruvaldið hafi ekki sett fram ný gögn sem gefi tilefni til þess að varpa skýrara ljósi á meint brot sakborninga í málinu. Þannig hafi dómarinn ekki neinn annan kost en að vísa málinu frá, líkt og hann gerði í fyrra málinu. Settur saksóknari mótmælir þessu og segir ákæruvaldið vera að fara að kröfum Hæstaréttar með því að laga annmarka á ákærunni sem vísað var frá dómi 10.október. Nú er þess beðið að Arngrímur Ísberg, dómari í málinu sem endur- ákæran byggir á, kveði upp úrskurð um hvort málinu skuli vísað frá dómi. Ef sú yrði niðurstaðan, er ljóst að Baugsmálinu lýkur ekki þótt frá- vísunin yrði staðfest í Hæstarétti. Það heldur áfram. magnush@frettabladid.is Baugsmál - nýtt upphaf í sjónmáli FJAÐRAFOK Í KRINGUM JÓN ÁSGEIR Baugsmálið hefur vakið mikla athygli bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Starfsemi Baugs er að langstærstum hluta erlendis en um níutíu prósent af starfsemi félagsins er þar. Hér sjást fjölmiðlamenn sækja að Jóni Ásgeiri fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Útlit er að fyrir að Baugsmálinu verði fram haldið, hvernig sem niðurstaðan verður í dómsmálinu sem nú er til með- ferðar fyrir dómstólum. Fjórir einstaklingar hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá ríkislögreglustjóra í nýju saka- máli. Málflutningi vegna frávísunarkröfu ákærðu er lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.