Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 10
10 25. júní 2006 SUNNUDAGUR Í kvöld hefst á Höfn í Hornafirði árlegur ráðherrafundur Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA. Á hann mæta utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna Liechtenstein, Noregs og Sviss auk gestgjafalandsins Íslands. Jafnhliða fer fram fundur þingmannanefndar EFTA, en á hann mæta þingmenn af þjóðþingum aðild- arlandanna fjögurra. Almennt skeyta fjölmiðlar lítt um þessa fundi, enda eru þeir hluti af reglulegu vinnuferli í starfsemi EFTA sem komin er mikil rútína á eftir áratugina sem samstarfið hefur staðið yfir. En þeir eru mikilvægur þáttur í framkvæmd utanríkisstefnu Íslands. Undirritaður var viðstaddur þegar embættis- og stjórnmálamennirnir sem að rekstri EFTA koma hittust í Vaduz í Liechtenstein fyrir fimm árum til að klappa hver öðrum á bakið fyrir að hafa haldið þessum rekstri gangandi í fjóra ára- tugi. Á þessum fundi var samþykkt uppfærsla á stofnsáttmála EFTA. Á Vaduz- fundinum var nokkuð áberandi í máli manna að þeir teldu sennilegt að þetta yrði síðasta stórafmæli EFTA – fáir viðstaddra hefðu á þeim tímapunkti verið reiðubúnir að veðja á að samtökin lifðu það að verða fimmtug. Ástæðan var sú að líkur þóttu hafa vaxið á því að annaðhvort Noregur eða Ísland, eða þau bæði, myndu bráðlega taka stefnuna inn í Evrópusambandið en slík blóðtaka myndi þýða að EFTA yrði ekki lengur starfhæf sem trúverðug alþjóðastofnun. Sumar ræðurnar sem haldnar voru hljómuðu beinlínis eins og tregablandin eftirmæli eftir góðan vin sem skilað hefði góðu æviverki. Þessa stemmningu mátti einnig greina í máli manna á stórri ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík haustið 2004 til að minnast 10 ára afmælis EES-samningsins, en frá tilkomu hans hefur starfsemi EFTA snúist að miklu leyti um rekstur hans. Í ljósi þess að engin þeirra ríkisstjórna, sem nú eru við völd í EFTA-löndunum, hefur það á stefnuskránni að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu má fullyrða að nú, fimm árum eftir Vaduz-fundinn, séu fleiri reiðubúnir að veðja að EFTA eigi eftir að verða að minnsta kosti fullra fimmtíu ára. Og jafnvel að EES lifi af táningsaldurinn. En fáir gestanna á Höfn munu vilja spá lengra. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, spáði því að vísu fyrr á þessu ári að Ísland yrði gengið í ESB fyrir árið 2015. Í þeirri spá hans fólst það mat, að íslenzkir ráðamenn myndu á komandi árum sannfærast um að EES-samningurinn myndi ekki duga íslenzkum hagsmunum í Evrópu til lengdar. En óvíst er að margir treysti sér til að taka undir það mat að svo komnu máli. Færi á að fræðast um stöðu EES-samningsins og ræða framtíð hans gefst á ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Sögu á vegum Evrópunefndar forsætisráðherra núna á miðvikudaginn. AF EVRÓPUVETTVANGI: AUÐUNN ARNÓRSSON Af aldurshorfum EFTA og EES Ratsjá fyrir íslenska hagsmuni Evrópunefnd forsætisráðherra, sem fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í og vinnur að úttekt á stöðu og stefnu Íslands í Evrópumálum, hefur boðað til ráðstefnu um stöðu og framtíð EES-samningsins nú á miðvikudaginn 28. júní. Ráðstefnan fer fram á Hótel Sögu og er öllum opin, en óskað er eftir skráningu á netfangið skraning@for.stjr.is. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra og formaður Evrópunefnd- arinnar, Nikolaus prins af Liechten- stein, sendiherra Liechtenstein hjá Evrópusambandinu, Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, Willi- am Rossier, framkvæmdastjóri EFTA, og Þórunn J. Hafstein, skrif- stofustjóri hjá EFTA. Ráðstefnu- stjóri verður Össur Skarphéðinsson alþingismaður. Dagskráin fer fram á ensku. Ráðstefna á miðvikudag: Staða og fram- tíð EES rædd Í Brussel, aðalaðsetri burðarstofnana Evrópusambandsins, er rekið fjölmennasta sendiráðið sem íslenska lýðveldið heldur úti. Stefán Haukur Jóhannesson er sendiherra Íslands í Brus- sel. Auðunn Arnórsson ræddi við hann um hagsmunagæzlu fyrir Íslands hönd í valdamiðstöð ESB. Úr skrifstofu íslenska sendiherrans uppi á áttundu hæð nýlegrar skrif- stofubyggingar við Schuman-torg er útsýni yfir höfuðstöðvar Evrópu- sambandsins handan við torgið, bæði framkvæmdastjórnarinnar og ráðherraráðsins, eða einfaldlega ráðsins eins og valdamesta stofnun sambandsins heitir með raun réttri. Litlu fjær glittir í þak byggingarinn- ar sem hýsir Evrópuþingið. Það er reyndar ekki nema um hálft annað ár síðan sendiráðið flutti inn í þetta vel staðsetta húsnæði, áður var það til húsa í stórhýsi sem reist var fyrir rúmum áratug yfir starfsemi Frí- verslunarsamtaka Evrópu, EFTA, á horni Rue de la Loi, sem er aðalgat- an í „Evrópuhverfinu,“ en þurfti að víkja úr því eftir að stjórnsýsla Evr- ópusambandsins bauð betur í lang- tímaleigu á húsinu öllu. „Ég hef oft líkt hlutverki sendiráðs- ins við ratsjá fyrir íslensk stjórn- völd, þar sem við erum að fylgjast með því sem er að gerast innan Evr- ópusambandsins,“ segir Stefán, beð- inn um að lýsa starfseminni sem hann stýrir. „Við höfum á að skipa fulltrúum allra fagráðuneytanna, og þeir ásamt fulltrúum utanríkisráðuneyt- isins sem hér starfa, hafa það meg- inhlutverk að fylgjast með því starfi sem fer fram innan ESB og taka þátt í rekstri EES-samningins og sam- starfi EFTA-EES-ríkjanna við ESB.“ Af því samstarfi sem EES-samning- urinn nær ekki til er Schengen-sam- starfið um frjálsa för fólks um innri landamæri Evrópu viðamest. Stöðugt á vaktinni EES-samningurinn er mjög viða- mikill og margbrotinn og auk þess í stöðugri þróun. „Sem þýðir að við erum stöðugt að vinna að nýjum reglum, taka yfir nýjar gerðir í EES- samninginn sem við þurfum síðan að taka upp í íslenska löggjöf,“ bendir Stefán á. Eitt af meginhlutverkum sendi- ráðsins sé því að fylgjast með og taka þátt í umræðu um löggjöf sem er í pípunum í ESB sem hugsanlega varða EES- samninginn. Þar er fyrst og fremst um að ræða löggjöf sem snertir innri markað ESB, því EES- samningurinn snýst í meginatriðum um þátttöku EFTA-ríkjanna í honum. EES gengur líka út á að þróa reglur sem varða fjórfrelsið svo- nefnda á innri markaðnum – þ.e. frjálst flæði vöru, þjónustu, fjár- magns og fólks – þannig að sam- keppnisskilyrði á innri markaðnum séu jöfn, hvort sem er í EFTA- eða ESB-stoð EES. Til að sjá til þess að svo sé er starfrækt stofnanakerfi sem kveðið er á um í EES-samningnum – sér- fræðinganefndir, undirnefndir, og síðan sameiginlega EES-nefndin. Henni lýsir Stefán sem eins konar yfirnefnd yfir þessu vinnuferli. Í henni eru teknar lokaákvarðanir um að taka nýjar gerðir inn í EES- samninginn. „Þessar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar eru í raun og veru litlir þjóðaréttar- samningar sem við síðan tökum heim og þurfum að fullgilda og taka upp í íslenskan rétt,“ útskýrir Stefán. Áhrif möguleg á mótunarstigi Í þessum nefndum er fjallað um mál og gerðir sem verið er að þróa og varða innri markað ESB og þar með EES-samninginn. „Eitt af þeim atrið- um sem til skoðunar kemur er hvort nýjar reglur sem ESB er að fjalla um falli undir gildissvið EES-samn- ingins, en ESB er að sjálfsögðu að fjalla um fjölmörg mál og semja reglur sem ekki varða Evrópska efnahagssvæðið,“ segir Stefán. Í flestum tilvikum sé það ekkert vafa- mál hvað af slíkri nýrri löggjöf falli undir samninginn og hvað ekki. Einnig þurfi að skoða hvort þess- ar reglur kalli hugsanlega á laga- breytingar á Íslandi, hvort þær séu mjög íþyngjandi fyrir Ísland, hvort þær kalli á sérstök fjárútlát, eða varði íslenzka hagsmuni yfirleitt með einhverjum hætti. „Þá þurfum við að skoða hvort það er ástæða til að reyna að hafa áhrif á efni þeirra reglna sem eru í mótun eða að fá sérstakar aðlaganir eða jafnvel undanþágu, ef við telj- um að efni þessara reglna eigi ein- faldlega ekki við íslenskar aðstæð- ur,“ segir Stefán. Það sé mjög mikilvægt að reyna að greina þessi atriði sem fyrst í „ákvarðanamótun- inni“ eins og þetta snemmstig ákvarðanatöku hjá Evrópusamband- inu er kallað. „Því fyrr sem við getum komið okkar athugasemdum að, þeim mun meiri líkur eru á því að tillit verði tekið til okkar sjónar- miða,“ segir Stefán. Alls hafa íslenskir fulltrúar rétt til setu í allt að fjögur hundruð und- irbúningsnefndum nýrrar Evrópu- löggjafar, samkvæmt nýlegri úttekt EFTA-skrifstofunnar. Þessar nefndir eru þó allar á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar. Þegar mál eru komin lengra í lagasetningar- kerfi ESB og komin til kasta ráðsins og Evrópu- þingsins veitir EES-samn- ingurinn íslenskum full- trúum engan beinan aðgang að ferlinu. Stefán segir þó að í langflestum tilvikum séu þessar gerðir tæknilegs eðlis og skapi ekki nein sérstök vandamál eða kalli á viðbrögð af hálfu Íslands. Óformleg tengsl dýrmæt Aðspurður segir Stefán fulla ástæðu til að leggja áherzlu á að áhrifa- möguleikarnir séu ekki eingöngu faldir í þessum formlegu leiðum, seturétti á nefndarfundum á vegum framkvæmdastjórnarinnar o.þ.u.l, heldur séu þau óformlegu tengsl sem skapist við hin daglegu sam- skipti við fulltrúa ESB mjög dýr- mæt. „Þessi óformlegu samskipti skipta mjög miklu máli. Persónuleg tengsl við sérfræðinga hjá fram- kvæmdastjórninni, hjá aðildarríkj- um ESB, hjá hinum EFTA-ríkjunum og svo framvegis, því það er mjög mikilvægt að menn geti tekið upp símann og rætt málin við menn með óformlegum hætti og fengið betri skilning á því sem verið er að fjalla um, hver séu sjónarmið einstakra ríkja, hver séu vandamálin. Með þessu móti fást oft fram upplýsing- ar og skýringar sem menn eru ekki reiðubúnir að skýra frá á opinber- um fundum. Þetta skiptir allt miklu máli og hjálpar okkur að útskýra mál frá okkar sjónarhóli þegar svo ber undir,“ segir Stefán. Þá sé það ekki minna mikilvægt hlutverk sendiráðsins að vera í góðu sambandi við stjórnkerfið og hags- munaaðila heima á Íslandi, að miðla með skilvirkum hætti upplýsingum til réttra aðila um það sem fram kemur í samskiptunum við ESB, í tengslum við rekstur EES og annað. „Ég tel mjög mikilvægt að þessi samskipti séu sem greiðust, opin og virk,“ segir Stefán. EES-málum vel sinnt hjá ESB Spurður um það hvernig sér finnist málefnum EES og Íslands vera sinnt innan stjórnsýslu ESB svarar Stef- án því til að hann hafi ekki undan neinu að kvarta í því sambandi. „Okkar samskipti hafa gengið vand- kvæðalaust, bæði tæknilega og efn- islega,“ segir hann. „Rekstur EES- samningsins hefur gengið mjög vel og tekist hefur að leysa langflest vandamál sem upp hafa komið við framkvæmd samningsins með við- unandi hætti.“ audunn@frettabladid.is STEFÁN HAUKUR JÓHANN- ESSON Sendiherra í Brussel. Ísland og Evrópusambandið Viðbótarnám Viðbótarnám fyrir grunnskólakennara á haustönn 2006 vegna breytinga á námsskrá í stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku verður með eftirfarandi hætti. Staðbundnar lotur verða í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum og þeim fylgt eftir með fjarnámi. Reykjavík og Egilsstaðir og Akureyri Ísafjörður Stærðfræði 13. og 14. okt. 10. og 11. nóv. Íslenska 28. og 29. okt. 4. og 5. nóv. Enska 20. og 21. okt. 27. og 28. okt. Danska 20. og 21. okt. 27. og 28. okt. Aðfaranám I á haustönn 2006 Reykjavík og Egilsstaðir og Akureyri Ísafjörður Íslenska 22. og 23. sept. 29. og 30. sept. Enska 15. og 16. sept. 22. og 23. sept. Danska 15. og 16. sept. 22. og 23. sept. Að loknu aðfaranámi I og II geta þátttakendur valið sér námskeið í sínu fagi í háskólum á Íslandi sem eru með kennaramenntun. Menntamálaráðuneytið mun greiða kennslukostnað og innritunargjöld. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 27. júní 2006 til Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands sem hefur umsjón með skráningu og þátttöku. Upplýsingar um skráningu og námið er að finna á vef Símenntunar KHÍ: http://simennt.khi.is og í síma 563 3980. Jafnframt halda þeir þáttakendur sem voru á námskeiðum á vormisseri áfram í 3 eininganámskeiði og verða staðbundnar lotur sem hér segir: 15% júní afsláttur til 27. júní Fataskápar fyrir fötin þín, tilsniðnir eftir máli án aukakostnaðar. www.innval.is Hamraborg 1 kópavogi s: 554 4011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.