Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 13
edda.is Loksins er komin handbók sem gjörbreytir sýn okkar á landið og hvernig á að ferðast þannig að öll fjölskyldan hafi gaman af. Fallegar lautir, skemmtilegir buslulækir, steinafjörur, hellar, dularfullir róluvellir og margt, margt fleira – allt ókeypis. Upplifum Ísland í gegnum börnin, slökum á og njótum! Ísland í nýju ljósi Á H U G A V ER Ð U R ST A Ð U R FO R V IT N IL EG T SÖ G U H O R N IÐ M O LI G Ö N G U LE IÐ FY R IR B Ö R N IN Fyrir börnin – Loksins handbók sem sinnir þörfum yngstu ferðalanganna. Áhugaverður staður – Allir ókeypis Moli – Skemmtilegur og óvæntur fróðleikur um íslenska náttúru Söguhornið – Íslandssagan aðgengileg og ekki síst spennandi Forvitnilegt – Allt sem þú vissir ekki áður um Ísland Gönguleið – Fjölbreyttar leiðir fyrir unga sem aldna Í skrifum mínum hér í Frétta- blaðinu hef ég drepið á ýmsum málum. Oft hef ég fengið mikil viðbrögð við því sem ég segi. Sumir eru ánægðir og svo eru aðrir óánægðir. Margir keppast við að skilgreina mig og hug- myndir mínar sem eitthvað ákveðið og setja mig í einhverja ákveðna skúffu. Stundum gerist það líka að fólk verður reitt út í mig, yfirleitt vegna þess að ég geri ekki eins og það vill að ég geri, sem er bara frekja. Sumir virðast jafnvel hata mig bara fyrir að vera til. Skilgreiningar drepa sköpun. Skúffurnar kæfa niður skapandi hugsun. Íslenskt samfélag er nokkuð mikið „skúffusamfélag“. Kannski vegna smæðarinnar. Sjálfboðaliðar, sem gjarnan vilja hafa allt í röð og reglu, smíða skúffur og flokka fólk ofan í þær, líkt og gert er með sokkapör. Og ofaní skúffuna skal fólk fara með góðu eða illu. Best er þó að fólk skilji mikilvægið og skríði sjálft ofan í út dregnar skúffurnar. Þetta er kannski ákveðin tegund af hjarðhugsun. Þetta er eins og vera kominn í réttirnar. Kannski að sauðkindin eigi stærri sess í sálarlífi okkar en við áttum okkur á. Þegar ég fór fyrst að tala um trúmál var ég skyndilega orðinn „frelsaður“ í hugum margra og umsvifalaust kominn í þá skúffu. Þegar ég tók kaþólska trú varð ég „þið kaþólikkar“. Ég fæ gjarn- an fyrirspurnir um hvað „okkur kaþólikkum“ finnist um eitthvað tiltekið mál. „Við“ vorum gjarnan spurðir út í Da Vinci lykilinn og hélt fólk þá oft að ég myndi míga í mig af bræði. Þegar ég tók upp á því að styðja Gísla Martein til embættis borgarstjóra breyttist ég skyndilega í „þið Sjálfstæðis- menn“ og stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins varð umsvifalaust að mínu hjartans máli og köllun. Um daginn hitti ég svo mann sem húðskammaði mig fyrir að senda „okkur náttúruverndar- sinnum“ tóninn í Bakþönkum. Samt flokka ég spilliefni, fer með dósir í endurvinnslu og er með fullan kassa af mygluðum matar- leifum úti í garði hjá mér. Ætli „við náttúruverndarsinnar allir“ eyði tíma sínum í slíka smá- muni? Sumir verða fjúkandi illir ef ég vil ekki vera í þeirra skúffu. Nokkrir virðast líka halda að ég sé að reyna að lauma mér ofan í þeirra skúffu og reyna að verja hana með kjafti og klóm, því þeim finnst hún kannski svo fín. Skúffisminn veður uppi, út um allt. Hann leggst yfir alla eins og ryk. Tælendingar, náttúruvernd- arsinnar, Sjálfstæðismenn, trú- leysingjar, intelligensían, homm- ar, menntamenn, vinstrimenn, kristnir og svartir eru ekki bara tíu hópar heldur þúsundir af mis- munandi fólki, með ólíkar skoð- anir, þarfir og smekk. Ég hef ekki svarið neinum hollustueið nema Guði mínum og sannfæringu. Svo hef ég lofað að vera almennilegur við konuna mína. Hún lofaði því sama á móti. En það þýðir ekki að hún sé til- neydd að samþykkja, gagnrýnis- laust hvaða vitleysu sem mér dettur í hug, bara af því að við séum í sömu skúffu. Og hún gerir það ekki, sem betur fer. Hvað er svona hættulegt við mig? Ég er að reyna að vera ein- lægur. Er einlægni virkilega svona ógnvekjandi? Er reiði fólks bara ótti? Getur verið að margir séu hræddir við mig? Eða afbrýði- samir eða skúffaðir? Ég get ekki sett mig inn í allt. Ég á fullt í fangi með mig og mína. Til hvers að bjarga heiminum ef maður getur ekki bjargað sjálfum sér? Ég er ekki kind eða stakur sokk- ur, sem þrá öryggi sokkaskúff- unnar, heldur einstaklingur með rétt á að hafa skoðanir og líka að skipta um þær ef ég vil. Og ef fólk vill ekki una mér þess, þá so be it. Hugmyndir annarra um mig eru ekki ég. Og ég mun halda áfram að styðja það sem mér finnst ein- lægt og fallegt en gagnrýna það sem mér finnst ljótt og dónalegt. Biti, aftan hægra UMRÆÐAN HLEYPIDÓMAR JÓN GNARR Þegar ég fór fyrst að tala um trúmál var ég skyndilega orðinn „frelsaður“ í hugum margra og umsvifalaust kominn í þá skúffu. Þegar ég tók kaþólska trú varð ég „þið kaþólikkar“. G. Pétur og ég Þá sé ég, að G. Pétur Matthíasson, frétta- maður sjónvarps, mun hafa sagt frá því á pressukvöldi blaðamannafélagsins, að hann hafi hætt að lesa vefsíðu mína, af því að hann treysti sér ekki til að fjalla um mál, sem tengdust mér, ef hann héldi að lesa hina ósanngjörnu gagnrýni mína í sinn garð. Ólafur Teitur Guðnason segir frá því í Viðskiptablaðinu í dag, að hann hafi af þessu tilefni grandskoð- að síðuna mína til að leita að því, sem særði G. Pétur og fann hann færslu 30. maí 1998 og aðra 7. júní 1998. Ólafur Teitur telur greinilega ástæðulaust fyrir G. Pétur að hætta að lesa síðuna mína af þessu tilefni. Björn Bjarnason á bjorn.is Prófsteinn Saga „varnarsamningsins“ svokallaða og þátttöku Íslands í NATO hefur nú í sex áratugi einkennst af því að stjórnvöld hafa farið sínu fram í trássi við almanna- vilja. [...] Af þeim sökum verður forvitni- legt að sjá hvort stjórnvöld ætla sér að sniðganga almannaviljann enn einu sinni í þessu máli. Hefur lýðræðisvitund Íslendinga ekki aukist frá því á 20. öld- inni? Geta stjórnvöld endalaust rekið utanríkisstefnu sem nýtur ekki meiri- hlutastuðnings? Næstu misseri verða prófsteinn á stöðu lýðræðis á Íslandi. Til mikils er að vinna að þjóðin falli ekki enn einu sinni á því prófi. Sverrir Jakobsson á murinn.is Bleikir steinar Fjölmiðlamönnum dettur ekki einu sinni í hug að einhvern tíma hafi runnið upp sá dagur að efnalitlir karlmenn fengu kosningarétt. Eða karlmenn sem skuld- uðu sveitarstyrk. Eða vistráðnir karlmenn. Það þarf aldrei að rifja upp afmæli kosn- ingaréttar þessara manna. En á hverju einasta ári þarf að standa á öndinni yfir bráðum hundrað ára afmæli kosninga- réttar kvenna, klæða sig í bleik föt, breyta vefsíðum, afhenda málaða steina, halda sérstaka umræðuþætti. Hvað ætli menn segðu ef samtök gjaldþrota manna skor- uðu á menn að ganga í sérstökum fötum til að minnast kosningaréttar þeirra sem skulda sveitarstyrk? Vefþjóðviljinn á andriki.is AF NETINU SUNNUDAGUR 25. júní 2006 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.