Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 16
 25. júní 2006 SUNNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI ÚTFARIR 11.00 Örn Ólafsson, Austurströnd 10, verður jarðsunginn frá Áskirkju. Á þessum degi árið 1852 fæddist katalónski arkitektinn Antoni Gaudí. Hann er af mörgum talinn einn merkasti arkítekt Spánar og þótt víða væri leitað. Gaudí lést í júní árið 1926 úr meiðslum sem hann hlaut þegar sporvagn keyrði á hann. Gaudí var yngstur fimm barna foreldra sinna sem bæði voru málmsmiðir. Hann var gigtveikur og slæmur til gangs þannig að hann eyddi flestum dögum á yngri árum í náttúrunni í nágrenni við heimili sitt. Á yngri árum lagði hann áherslu á náttúrufræði og rúmfræði í námi sínu en hóf að læra arkítektúr í Barcelona þegar hann var nítján ára. Náttúran var Gaudí mikill innblástur í sköpun sinni. Í stað beinna lína sem höfðu lengi einkennt byggingarlistina nýtti Gaudí mjúkar línur náttúrunnar í verkin sín. Starfsvettvangur einskorðaðist næstum alveg við Barcelona og nágrenni þar sem hann á mörg merkileg verk. Stærsta bygging Gaudí er gríðarstór kirkja, Sagrada Famíl- ia, sem hann helgaði stærstan hluta ævi sinnar. Byggingu kirkjunnar var ekki lokið við lát hans og standa framkvæmdir við hana enn yfir. ÞETTA GERÐIST: 25. JÚNÍ 1852 Arkitektinn Antoni Gaudí fæðist SAGRADA FAMÍLIA MERKISATBURÐIR 1244 Flóabardagi, eina verulega sjóorrusta Íslandssögunnar, er háð á Húnaflóa. 1809 Jörundur hundadagakon- ungur tekur sér völd yfir Íslandi. 1942 Dwight D. Eisenhower hershöfðingi tekur við stjórn bandaríska hersins í Evrópu. 1950 Heiðmörk er lýst friðland Reykvíkinga. 1985 Reynir Pétur Ingvarsson, 36 ára vistmaður á Sólheim- um, lýkur göngu sinni kringum landið. 1989 Ólafur Skúlason er settur í embætti biskups yfir Íslandi. 1990 Elísabet Englandsdrottning og Filippus maður hennar koma í opinbera heimsókn til Íslands. JACQUES-YVES COUSTEAU (1910- 1997) LÉST ÞENNAN DAG. „Margir ráðast á sjóinn, ég nýt ásta með honum.“ Franski sjávarunnandinn Cousteau var brautryðjandi á fjölmörgum sviðum. Í gær brautskráðist stærsti hópur kandídata í sögu Háskóla Íslands. Kristófer Hannesson var í þeirra hópi en hann er fyrsti kandídatinn sem útskrifast með BA gráðu í jap- önsku frá HÍ. „Ég myndi segja að japönskunám- ið og að fara út til Japans hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir Kristófer. Í Háskóla Íslands er hægt að ljúka einu ári í japönsku en til að fá BA-gráðuna frá HÍ er boðið upp á að klára annað ár í japönskum háskóla og ljúka svo 30 eininga auka- grein við HÍ. Kristófer hafði þennan háttinn á og var eitt ár í skólanum Kansai Gaidai í borginni Osaka. „Ég var þarna eitt skólaár ásamt fjórum öðrum Íslendingum og eftir það bjó ég hjá fimm japönskum fjölskyldum víðs vegar um Japan í tvo og hálfan mánuð. Þetta var alveg einsök upplif- un.“ Aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fara í japönskuna segir Kristófer að í raun hafi tilviljunin ein ráðið þar miklu. „Ég var kominn með svolítinn leiða, ef svo má að orði kom- ast, búinn með eitt ár í verkfræði og ætlaði að taka mér frí frá námi og fara að vinna. Ég rakst svo á í ein- hverju blaði að það ætti að hefja jap- önskukennslu. Svo vill til að frændi minn býr í Tókýó og ég hef alltaf verið forvitinn um Japan og þennan fjarlæga stað þar sem hann býr. Þess vegna ákvað ég bara að fara í jap- önskuna í staðinn fyrir að fara að vinna.“ Japönskunámið var að sögn Krist- ófers mjög erfitt til að byrja með. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur en um leið og maður var kominn í gegnum hann varð þetta mjög gaman.“ Hann segir að mikill áhugi sé fyrir japönsk- unni hér á landi og að hann geti hik- laust mælt með náminu, enda hafi undirbúningurinn í Háskóla Íslands nýst honum mjög vel þegar út var komið. „Maður þarf að hafa trú á sér til að byrja með því það þýðir ekki að gefast upp. Sumir halda að japanskan sé leikur einn sem er alls ekki raun- in.“ B.A ritgerð Kristófers fjallar um ástæður, afleiðingar og mögulega þróun pólitískra og alþjóðlegra deilna í kringum hið umdeilda Yasukuni helgiskrín í Tókýó og er skrifuð á ensku. Hann hyggur á framhaldsnám í alþjóðasamskiptum með áherslu á alþjóðaviðskipti og telur hann námið í japönskunni passa vel við slíkt nám. „Íslensk fyrirtæki eru í stöðugt meiri útrás í Asíu, sérstaklega Kína, og þess vegna er mikil þörf á fólki með góða menntun á þessu sviði hér á landi.“ Kristófer hélt upp á útskriftina með því að fara út að borða með fjöl- skyldu sinni þótt japanskur veitinga- staður hefði ekki orðið fyrir valinu. „Ég sakna japanskrar matargerðar mjög mikið og hef aðeins kíkt á sushi- staði í Reykjavík. Mér finnst þeir standa sig mjög vel þótt þeir nái ekki alveg upp í sömu hæðir og sushi-stað- irnir í Japan.“ KRISTÓFER HANNESSON: ÚTSKRIFAÐUR ÚR JAPÖNSKU Fyrsti hjallinn erfiðastur KRISTÓFER HANNESSON Að mati Kristófers á japönskugráðan eftir að nýtast honum vel í framtíðinni enda sé mikil þörf á Asíufræðingum, sérstaklega vegna útrásar íslenskra fyrirtækja í álfunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI Anna Valdimars- dóttir sálfræðingur er 58 ára. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri er 52 ára. UM LOFTIN BLÁ Þessi tignarlegi loftbelgur sveif um loftin blá yfir Wisconsin-ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall okkar elskulega Freddy Laustsen hjúkrunarheimilinu Eir. Sveinbjörg Laustsen Guðjón Guðmundsson Fanný Laustsen Þórhallur Stefánsson Matthildur Laustsen Ólafur Ólafsson Þórir Laustsen Helgi Laustsen barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts Gunnars Arnar Hilmarssonar Stórási 7, Garðabæ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki St. Jósefs- spítala, Hafnarfirði og Hjúkrunarþjónustu Karitasar fyrir einstaka umönnun í veikindum hans og vinum og ættingjum sem studdu hann og fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sverrisdóttir Elsa Björk Gunnarsdóttir Jakob Kristjánsson Gunnar Örn og Sigrún Ósk. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi Sigurður Einarsson lést á heimili sínu, Hofsárkoti í Svarfaðardal, sunnudag- inn 11. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einar Kristberg Sigurðsson, Sigurjón Sigurðsson, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Stefán Veigar Stefánsson og barnabörn. NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.