Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 20
Hann tekur á móti blaðamanni með hlýlegu handtaki og brosir feimnislega. Augun djúpstæð og flöktandi líkt og hann sé annars hugar. Kannski þegar farinn að huga að myndatökunni sem stendur fyrir dyrum. Tim Flach er ljósmyndari sem hefur sérhæft sig í ljósmyndun á dýrum. Hróður hans er allnokkur innan ljósmyndageirans þó að almenningur þekki enn ekki vel til verka hans. Hann er vinsæll auglýsingaljósmyndari og hefur tekið myndir fyrir stórar auglýsingaherferðir Adidas, Sony, Jaguar og flugfélag Singapúr, svo fátt eitt sé nefnt. Verk hans eru sýnd víða um veröld í galleríum í New York, London, Berlín og Tókýó. Auk þess hefur hann komið fram í heimildar- myndum á BBC-sjónvarpsstöðinni. Nú síðast var sjónvarpsstöðin Animal Planet að gera þátt um ferð hans um Ísland, en hann var staddur hér ekki alls fyrir löngu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði uppi á honum á sveitasetr- inu Ármóti í Vestur-Landeyjum þaðan sem hann gerði út meðan á dvöl hans stóð hér á landi. Tilgangur heimsóknar Tims Flach var fyrst og fremst að ljósmynda íslenska hestinn. Er það hluti af stærra verkefni en ætlunin er að gefa út heila ljósmyndabók með myndum af hestum. „Ég hafði heyrt mikið um íslenska hestinn enda er hann í miklum metum hjá fólki innan hestaheimsins,“ segir Tim þegar hann er inntur eftir því af hverju íslenski hesturinn hafi orðið fyrir valinu í þessu verkefni hans. „Svo skilst mér að á Íslandi séu fleiri hestar á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar í heiminum,“ bætir hann kankvíslega við. Sjálfur hafði hann ekki kynnst íslenska hestinum áður en hann kom til landsins en var búinn að mynda sér skoðun á honum eftir nokk- urra daga kynni í gegnum linsuna. „Þeir virðast mjög ljúfir og bregð- ast við fólki. Þá er félagsleg hegð- un íslenska hestsins mjög virk, ólíkt því sem gerist hjá mörgum öðrum hestategundum sem alast að stórum hluta upp í hesthúsi. Náttúruleg hegðun er mun aug- ljósari hjá íslenska hestinum enda skilst mér að hann alist að stórum hluta upp í hjörð,“ segir Tim, sem fannst skemmtilegt hvað hestarnir héldu vel saman og klóruðu hver öðrum meðan á tökum stóð. Áður en Tim kom til landsins var hann búinn að kynna sér landið og þá staði sem hann vildi nota til myndatöku. „Íslenska landslagið finnst mér eitt það allra stórfeng- legasta í heiminum,“ segir Tim og minnist sérstaklega heimsóknar sinnar í Jökulsárlón sem hafði mikil áhrif á hann. „Fjölbreyti- leikinn er heillandi svo og birtan, þó að veðrið hafi reyndar ekki beint leikið við okkur,“ segir hann kíminn og horfir löngunaraugum út um gluggann á heiðskíran him- ininn, en þetta er fyrsti sólardagurinn frá því hann kom til landsins og heimferðin er áætluð daginn eftir. Rigningarveðrið hefur þó ekki dregið úr jákvæðni Tims. „Ég lít á veðrið sem tækifæri til að horfa á hlutina með öðrum augum, undir kringumstæðum sem eru öðruvísi en ekki endilega verri, þó að auðvitað sé erfiðara að ná góðum myndum í rigningu, sérstaklega með tilliti til birtunnar,“ segir Tim og glottir þegar hann tjáir blaða- manni að Íslendingarnir sem hafi aðstoðað hann hér hafi heldur betur lent illa í leit hans að bestu birtunni. „Ég vil taka myndir mínar við sólarupprás eða sólar- lag sem er kannski hálf óguðlegur tími,“ segir hann afsakandi. Tim segist hafa byrjað töluvert seint að taka myndir. Hann útskrifaðist frá St. Martins School of Art í London árið 1983 þar sem hann lagði helst áherslu á mynd- list en fór síðan í meira mæli að nota ljósmyndir í verk sín. „Það má kannski segja að ég hafi tekið myndir í tuttugu ár og finnst ég vera að læra eitthvað nýtt á hverjum degi,“ segir Tim sem vinnur myndir sínar talsvert mikið, skýrir línur sem hann vill leggja áherslu á, dregur fram æskilega birtu og eyðir út hlutum sem honum finnst skemma heildar- myndina. Hann reynir að setja viðfangsefni sitt, sérstaklega dýr, í umhverfi sem liggur ekki endilega beint við. Þetta gerir hann til að vekja spurningar fólks og fá það til að velta myndunum fyrir sér. Eins og áður sagði hefur Tim starfað töluvert við auglýsinga- ljósmyndun. Hann segir verkefnið sem hann vinnur að nú talsvert frábrugðið þeirri vinnu. „Í aug- lýsingabransanum þarf maður að vinna mikið með fólki og leysa ýmis vandamál. Því fylgir lítil einstaklingsupphefð enda átak samstillts hóps að verki. Hér hins vegar ræð ég algerlega ferðinni,“ segir Tim sem lítur á þetta sem tækifæri til að útvíkka það sem hann hefur verið að fást við undanfarin ár. Þá langar hann til að almenningur þekki verk hans en þau hafa hingað til verið betur þekkt meðal annarra ljósmynd- ara. „Ég vil deila upplifun minni á hestinum með fjöldanum en ekki aðeins afmörkuðum hópi fólks.“ Tim á enn langt í land með vinnu sína við fyrstu bókina. Björtustu vonir benda til þess að hún geti verið komin í verslanir eftir um tuttugu mánuði, enda verða í bókinni mörg hundruð myndir og framundan eru ferðalög um allan heim. „Ég er frá Bretlandi en mér líður stundum eins og hirðingja án heimalands. Ég hef verið mikið á ferðinni. Til dæmis verð ég heima í einn dag áður en ég held til Kaliforníu og síðan til Mongólíu, en þetta er yndislegt líf,“ segir Tim sem langar að koma aftur til Íslands fljótlega. „Þá langar mig að fylgja hestinum eftir til dæmis á ferðalagi sem mér skilst að sé frábært,“ segir Tim og getur nú ekki lengur setið kyrr. Það er mikið verk fyrir höndum, enda þarf að nýta sólar- geislana meðan þeir gefast. 25. júní 2006 SUNNUDAGUR20 Ljósmyndarinn Tim Flach hefur vakið athygli fyrir óvenjulegar dýralífsmyndir. Hann var staddur hér á landi til að taka myndir af íslenska hestinum í stórbrotinni náttúru og fylgdi sjónvarpsstöðin Animal Planet honum hvert fótmál. Sólveig Gísladóttir renndi austur fyrir fjall og ræddi við ljósmyndarann. Hesturinn, birtan og ljósmyndarinn VIÐ JÖKULSÁRLÓN Tim Flach valdi sér áhugaverða tökustaði og lét flytja hesta á staðinn. Hann reyndi að nota sérstæða birtuna við sólarupprás og sólarlag til að ná sem bestum myndum. FRÉTTABLAÐIÐ/TIM FLACH Í HRAUNBREIÐU Andstæðurnar hrópast á. Hinn rauði litur hestsins undirstrikar græna ljómann frá mosanum. VIÐ TÖKUR Tim Flach var glaður þegar sólin fór loks að skína.BIRTAN OG HRAUNIÐ Tim Flach stendur á hestakerru til að ná sem bestu sjónarhorni á hestinn og hraunið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.