Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 25.06.2006, Blaðsíða 68
menning@frettabladid.is ! 25. júní 2006 SUNNUDAGUR28 16.00 Þremenningasambandið, klassískt tríó skipað stúlkum á nítjánda ári, spilar verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Beethoven og fleiri á stofutón- leikum í Gljúfrasteini. Plata hljómsveitarinnar Lady & Bird er komin út í Bandaríkjunum. Lady & Bird er hliðarverk- efni Barða Jóhannssonar og Keren Ann Zeid- el og hefur plata þeirra nú þegar komið út í flestum löndum utan Bandaríkjanna. Nýstofnað útgáfufyrirtæki Keren gefur út plötuna en annars staðar hefur hún komið út á Labels sem er undirfyrirtæki EMI/CAPITOL. Er það einnig með sveitir á borð við Daft Punk og Röyksopp á sínum snærum. Plata Lady & Bird var víða á listum yfir bestu plötur ársins í Frakklandi árið 2003. Fyrstu viðbrögð við útgáfunni í Bandaríkjunum hafa verið góð. Útvarpsstöðin KCRW, sem er leiðandi útvarpsstöð í Los Angeles, er komin með lagið Walk Real Slow í spilun og eru fleiri útvarpsstöðvar að taka við sér. Fjallað var um plötuna í helstu blöðum og tímaritum þar vestra svo sem Boston Globe, Entertainment Weekly, Time Out New York, Bust, Billboard Magazine og dómar verið prýðilegir. Lady & Bird komin út í Bandaríkjunum LADY AND BIRD Plata sveitarinnar er komin út í Bandaríkjunum. Margir listamenn beita ekki aðeins list sinni í fagur- fræðilegum tilgangi, heldur finna henni jafnframt pólit- ískan farveg. Ragnar Jónas- son og Sólveig Einarsdóttir eru ungt listafólk sem fetar þennan veg í nýrri sýningu sem nefnist Blobby. Þau standa fyrir opnun sýningar- innar Blobby í Gallerí Vesturvegi í Skaftafelli, en þar stendur nú yfir metnaðarfull menningar- og lista- dagskrá. Listamönnunum bauðst að taka þátt í dagskránni og að sögn Sólveigar ákváðu þau að slá til. „Í verkum okkar erum við að fást við mjög svipaða hluti þó að nálgunin sé ólík og efniviðurinn sem við vinnum með hvort af sínu sauðahúsinu. Ég vinn til dæmis með sérstakt plastefni sem sýnir bráðnandi ís, en Ragnar vinnur aftur einvörðungu með málningu án nokkurs striga. Bæði verkin leitast þó við að lýsa sömu fyrir- bærunum sem eru afleiðing ýmiss konar ofvaxtar í velmegunarsam- félagi nútímans,“ útskýrir Sól- veig. Hún segist mikið hafa unnið með sælgæti í öllum verka sinna en undirstrikar hversu erfitt efni það er að vinna með, enda ljóst að lífstími þess er ekki langur. „Mig langaði engu að síður að halda áfram að vinna með þessa hug- mynd og því ákvað ég að búa til varanlegan skúlptúr af ís úr plast- efni, enda hefði listaverkið vart enst út daginn á listasafni hefði ég notast við raunverulegan ís,“ segir Sólveig og hlær. Hugmyndin að baki verkunum, að sögn Sólveigar, felst í því að finna samhengi milli gróðurhúsa- áhrifa, velmegunar í þjóðfélaginu og ísmenningar Íslendinga. „Við erum að velta því fyrir okkur hvernig hagkerfi nútímans kallast á við gróðurhúsaáhrif og ofgnótt af ýmsu tagi sem kapítalískt sam- félag hefur getið af sér. Verk okkar Ragnars tengjast á þann hátt að bæði sýna þau lekandi fyrirbæri, það sem er á hverfanda hveli. Mitt sýnir ís að bráðna og verk Ragn- ars er mynd af fyrrverandi olíu- hetjunni, Bobby úr sjónvarpsþátt- unum góðkunnu, Dallas. Verkið sýnir olíukappann í lekandi formi, þar sem allir andlitsdrættir eru um það bil að hverfa í tómið.“ Hún segir nafngift sýningar- innar Blobby einmitt vera til- komna af merkingunni „að eitt- hvað leki og hafi óræða lögun. Orðið blobb stendur einmitt fyrir þetta, en hugtakið vísar þannig bæði í lekandi ísverk mitt og verk Ragnars sem er andlitsmynd af góðvininum Bobby í óræðri lögun.“ Ragnar segir það rétt að hann vinni með málningu á plasti, sem síðan er flett af þannig að eftir stendur þykk plastmálning sem unnt er að skoða á tvo vegu. „Verk- ið sýnir mynd af Bobby Ewing þar sem hlutar af andliti hans, nef og augu, eru að leka. Við erum í raun að fjalla um umfram hluti eða ofgnótt þeirra en eins og gildir um málningu sem of mikið er af fer hún að leka, þannig rennur það sem of mikið er af einhvern veg- inn út í sandinn,“ útskýrir Ragn- ar. Sá pólitíski undirtónn sem ein- kennir verkin, að hans sögn, tekur á þeirri sturlun sem í raun ein- kennir auðmagnssamfélög sam- tímans. „Við erum farin að kaupa alltof mikið af umfram hlutum og Boddy Ewing í Dallas er frábær holdgerving þessarar firringar,“ segir Ragnar. „Við Sólveig erum að velta upp þeirri spurningu hvort heimurinn sé bráðnandi ís sem enginn vill borða lengur, afskiptur líkt og olíulindir í Texas. Spurningin er sú hvort bráðnun íssins sé afleiðing ofvaxtar sem tekur á sig mynd manna eins og Bobby,“ segir Ragnar að lokum. bryndisbjarna@frettabladid.is Bráðnandi ís og Bobby í Dallas RAGNAR JÓNASSON LISTAMAÐUR Bobby Irwing í Dallas er holdgervingur þeirrar firringar sem einkennir auðmagnssamfélagið. SÓLVEIG EINARSDÓTTIR LISTAKONA Bráðnandi ís er tákn um ýmiskonar ofvöxt í velmegun- arsamfélagi samtímans. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 29. júní Frumsýning – Uppselt 30. júní – Örfá sæti laus 1. júlí – Uppselt 6. júlí – laus sæti 7. júlí – laus sæti 8. júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose Á ÞAKINU ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� �������������� ����������������� ������������������������������ �������������� ����������������� Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Hella Safnaðarheimilið 28. júní Miðasala: 487-7710, 892-5912 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.