Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 6
6 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR Aðeins örfá sæti Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Bologna á Ítalíu 12. júlí eða 19. júlí í 1. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu eða yfir til Króatíu á einstökum kjörum. Gisting í Porec í Króatíu í boði og hinum einstaklega fallega bæ Rovinj. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. 2 fyrir 1 til Ítalíu / Króatíu 12. og 19. júlí frá kr. 19.990 KJÖRKASSINN Hvaða þjóð vinnur HM? Frakkland 60% Ítalía 40% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú farið á safn á þessu ári? Segðu skoðun þína á Vísi.is LANDBÚNAÐUR Háværar raddir heyrast innan verkalýðsfélaga og annarra stofnana sem krefjast lækkunar á tollum á landbúnaðar- vörum. Alþýðusamband Íslands sendi í vikunni frá sér tilkynningu þess efnis að landbúnaðaryfir- völd, bændur og neytendur ættu að taka höndum saman um lækkun tolla á kjöti, mjólkurvörum, ostum, smjöri, eggjum og útiræktuðu grænmeti. Viðræður stjórnvalda við Alþjóðaviðskiptastofnunina hafi siglt í strand og nú sé ekki eftir neinu að bíða en að ráðast í löngu tímabærar aðgerðir upp á eigin spýtur. Loks áréttar ASÍ að tollarnir séu ein helsta ástæðan fyrir háu matvöruverði á Íslandi. Neytendasamtökin taka í sama streng og minna á að þau hafi bar- ist fyrir lækkun tolla „síðan ákveðið var að leggja ofurtolla á innfluttar landbúnaðarvörur.“ Samtökin leggjast einnig gegn útboðum á tollkvótum og vilja gefa verslunina frjálsa, svo framarlega sem vörurnar uppfylli heilbrigðiskröfur. Þann lága toll sem eftir mun standa beri að nýta til að styrkja innlendan landbúnað í vaxandi samkeppni við innfluttar vörur. Neytendasamtökin nefna jafn- framt að einn besti stuðningur sem vel stæð lönd geta veitt þróunarlöndum sé að opna mark- aði sína fyrir innflutningi á lágum tollum. Markaðir margra iðnríkja hafi verið þróunarlöndunum lokaðir vegna tollmúra. BSRB tekur að miklu leyti undir sjónarmið ASÍ og Neytenda- samtakanna. Í yfirlýsingu frá Ögmundi Jónassyni formanni og Elínu Björgu Jónsdóttur, fulltrúa BSRB í matvælanefnd forsætis- ráðuneytisins, er það gagnrýnt að matvælanefnd hafi nær eingöngu horft til innlendrar framleiðslu, en litið er framhjá innfluttum mat- vælum sem leið til að lagfæra verðlag neysluvara á landinu. BSRB hvetur til þjóðarsáttar milli bænda, ríkis og neytenda og segir að stórfelldar breytingar á land- búnaðarkerfinu verði að gera í samráði við bændur. Hallgrímur Snorrason, formað- ur matvælanefndar, segir stað- hæfingu BSRB vera ranga. „Að sjálfsögðu hefur verið rætt um lækkun innflutningstolla í nefnd- inni,“ segir Hallgrímur. Að öðru leyti vildi hann ekkert tjá sig um starf nefndarinnar, nema að hún sé enn að störfum og niðurstöðu verði að vænta á næstunni. steindor@frettabladid.is ÖGMUNDUR JÓN- ASSON Krefjast lægri tolla á innflutta matvöru Neytendasamtökin vilja lækka innflutningstolla á landbúnaðarvörum og ASÍ segir þá vera eina ástæðu hás matvælaverðs á Íslandi. BSRB segir matvæla- nefnd forsætisráðuneytis lítið ræða um tollalækkun sem leið til að laga verðlag. HEYSKAPUR Á ÍSLANDI Neytendasamtökin nefna að einn besti stuðningur sem vel stæð lönd geta veitt þróunarlöndum sé að opna markaði sína fyrir innflutningi á lágum tollum. LANDBÚNAÐUR Matvælaverð mun ekki snarlækka þó að tollar á inn- fluttum matvælum verði felldir niður eða lækkaðir segja Bænda- samtök Íslands. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að þetta sé einföldun á sannleikanum. Bent er á að einungis fimm til sex prósent útgjalda íslenskra heimila renni til kaupa á íslenskum land- búnaðarafurðum. Samtökin fagna jafnframt „málefnalegri og ígrundaðri“ yfirlýsingu BSRB um málið. Bændasamtökin segja Neyt- endasamtökin gera of lítið úr öðrum þáttum sem stuðla að háu matvælaverði á Íslandi en verndar- stefnu gagnvart innlendum land- búnaðarvörum. Fiskur sé til dæmis á sama hátt og búvara dýrari hér á landi en víðast hvar erlendis. - sgj Bændur um afnám tolla: Stuðlar ekki að verðlækkun HALLGRÍMUR SNORRASON BELFAST, AP Írski lýðveldisherinn sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að ekkja, sem liðsmenn hersins rændu, drápu og grófu með leynd árið 1972, hafi alveg áreiðanlega verið njósnari á vegum breska hersins. Þess vegna hafi hún verið réttmætt skotmark í baráttu írskra fullveldissinna. Yfirlýsingin kom daginn eftir að lögreglan á Norður-Írlandi skýrði frá niðurstöðu rannsókna á málinu, þar sem ekkert kom í ljós sem benti til þess að Jean McConville hafi starfað sem njósnari. - gb Írski lýðveldisherinn: Myrt kona var víst njósnari BANDARÍKIN, AP Hasim Townsend, fjögurra ára drengur í Bandaríkj- unum, lifði af fall af elleftu hæð íbúðablokkar í bænum Albani í New York-ríki á föstudaginn. Hann var þó mikið slasaður og lá á gjör- gæsludeild í gær, höfuðkúpu- brotinn og fótbrotinn með meiru. Hann féll út um glugga í íbúð, þar sem hann hafði verið skilinn eftir einn. Hann kom fyrst niður á málmskyggni, sem er í um það bil fjögurra metra hæð frá jörðu, og féll þaðan niður á steinsteypt plan við húsið. Hann reyndi þó strax að standa upp og gat talað við lækna sem tóku á móti honum á sjúkrahúsinu. - gb Fjögurra ára drengur: Lifði af fall af elleftu hæð LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast aðfaranótt laugardags. Þrír sautján ára piltar voru handteknir fyrir skemmdar- verk á bílum og húsum auk þess sem mikið var um ölvun og smá- vægileg mál í bænum sem hafa þurfti afskipti af. Piltarnir þrír voru handteknir undir morgun grunaðir um að hafa brotið rúður í átta bílum við Skóla- vörðustíg og auk þess rúður í Vörðu- skóla. Síðar í gær kom í ljós að þeir höfðu einnig brotið rúður í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg og þremur öðrum bílum í miðborg- inni. Piltarnir voru allir ölvaðir og höfðu ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni, sem segir skemmdar- fýsn eina hafa ráðið för sökudólg- anna. Engu hafi verði stolið og eini tilgangur brotanna verið eyðilegg- ingin. Piltarnir þrír voru látnir gista fangageymslur og voru yfir- heyrðir í gær. Guðbjörg Þorvarðardóttir dýra- læknir sem býr við Skólavörðu- stíg, segist vera búin að fá sig full- sadda á skemmdarverkum í götunni. Bíll hennar hafi nú verði skemmdur í annað sinn á skömm- um tíma. Hún líkir miðborginni um helgar við vígvöll og telur að eftirlitsmyndavélar gætu spornað við atvikum sem þessum. Mikill erill var í miðbænum aðfaranótt laugardags og tölu- verð ölvun þó að mannfjöldi hafi ekki verið mikill að sögn lögreglu. Nokkur fíkniefnamál komu upp en í öllum tilvikum var um minni- háttar neysluskammta að ræða. - sh Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá pilta fyrir skemmdarverk í fyrrinótt: Brutu rúður í bílum og húsum MIÐBÆRINN Þrír piltar voru handteknir fyrir skemmdarverk í fyrrinótt. SERBÍA, AP Hundruð manna komu saman í Sarajevo í gær til að syrgja rúmlega fimm hundruð fórnarlömb fjöldamorðanna í Srebrenica. Bílar með líkkistum fórnarlambanna, sem nýlega hafa verið borin kennsl á, komu við í Sarajevo á leið sinni til Srebrenica þar sem líkin verða jörðuð næstkomandi þriðjudag. Þann dag verða ellefu ár liðin frá því að Bosníu-Serbar myrtu átta þúsund bosníska múslima í Srebrenica en fjöldamorðin eru þau hroðalegustu frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar. Fundist hafa meira en fimm þúsund lík fórnarlambanna í fjöldagröfum vítt um landið og hefur tekist að bera kennsl á hluta þeirra. Þar af eru rúmlega átján hundruð jarðsett í Srebrenica. „Enginn fylgdist með atburð- unum og nú þegar maður sér kisturnar fara hjá hugsar maður um hversu mikill óþarfi þetta hafi verið,“ sagði Diego Arria, fyrrverandi umboðsmaður Sam- einuðu þjóðanna, sem viðstaddur var minningarathöfnina í gær. Hann hefur gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar fyrir að hafa horft framhjá atburðunum í Srebrenica og ekkert aðhafst. Hann segir ennfremur erfitt að rannsaka atburðarásina þar sem öll mikil- væg skjöl séu falin fyrir almenn- ingi. „Það er enginn vafi á því að þetta er stærsta yfirhylming í sögu Sameinuðu þjóðanna.“ - mþþ Meira en fimm þúsund lík hafa fundist í fjöldagröfum í fyrrum Júgóslavíu: Kennsl borin á 505 fórnarlömb fjöldamorða Serba í Srebrenica FÓRNARLÖMBIN FLUTT Sextíu ára gömul bosnísk kona frá Srebrenica stendur fyrir framan vörubíl með líkkistum fórnarlambanna, en þar eru meðal annars líkamsleifar fimmtán ára gamals sonar hennar sem myrtur var í fjöldamorðunum árið 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUSTUR-TÍMOR, AP Jose Ramos- Horta, sem hlotið hefur friðar- verðlaun Nóbels, er nýr forsætis- ráðherra Austur-Tímor. Margir binda vonir við að hann nái að lægja öldurnar sem mynd- ast hafa vegna afsagnar Mari Alk- atiri úr stól forsætisráðherra í kjölfar ásakana um að Alkatiri hafi látið myrða pólitíska and- stæðinga sína. Ramos-Horta sagði að fyrsta verkefni hans sem forsætisráð- herra væri að koma þeim tugum þúsunda manna sem hafast að í flóttamannabúðum til síns heima. Ramos sagði einnig að hann myndi gera allt sem hann gæti til þess að koma á friði og stöðugleika í land- inu á ný. - vör Nóbelsverðlaunahafi: Tekur við á Austur-Tímor JOSE RAMOS-HORTA Nýkominn af fundi með Xanana Gusmao forseta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ók út af ölvaður Lögreglan í Hafnar- firði þurfti aðfaranótt laugardags að hafa afskipti af ölvuðum bílstjóra sem hafði ekið út af. Ekki var um slys að ræða, maðurinn slapp án meiðsla og bíllinn var óskemmdur. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.