Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 10
10 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR NOREGUR Tveir útsendarar banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, sem eru eftirlýstir á öllu Schengen- svæðinu fyrir meinta aðild að mannráni á múslimaklerki á götu í Mílanó árið 2003, komu til Nor- egs í framhaldinu. Þá fór lögmað- ur múslimaklerksins Krekars, sem er norskur ríkisborgari, fram á lögregluvernd til handa honum, enda óttaðist hann að til stæði að ræna honum og flytja til Guant- anamo-fangabúðanna alræmdu. Frá þessu greindi lögmaðurinn, Brynjar Meling, í samtali við TV2 Nettavisen. Þar sem engrar heimildar var leitað hjá norskum yfirvöldum fyrir dvöl CIA-útsendaranna, Cynthiu Dame Logan og Gregorys Asherleigh, í Noregi var sú dvöl brot á norskum lögum, að því er Aftenposten greinir frá. - aa Útsendarar dvöldu í Noregi: Meintir mann- ræningjar CIA CONDOLEEZZA PÍANÓLEIKARI Utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sagðist leika fyrir friði á stuttum tónleikum sem hún hélt í Kúala Lúmpúr á ráðherrafundi Suður- Asíuríkja. NORDICPHOTOS/AFP - Evrópa: Tveir - Bretland, Ástralía og Nýja Sjáland: Einn - USA: Þjónn - Japan: Móðgun ������ ��������������������������������������������������� ��������������������� �������� ��������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ���������� ������������������������������������������� ��� ���������������������������������������������� ������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������� ���������� ������������ ���� �������������������� ��������������������� ������������� ������ ���������� ������� ������������� ���������� ��������� ������ ���������� ������� ������������ ���������� ��������� ������������� ���������� ��������� �������������������� ���������� ��� ��� �� ������������� SKÁK Hin árlega skákhátíð Hróks- ins á Grænlandi hófst á þriðjudag- inn í blíðviðri þrátt fyrir hávaða- rok og hellirigningu daginn áður, þegar leiðangursmenn komu til landsins. Alls lögðu 23 liðsmenn upp frá Reykjavíkurflugvelli á mánudag- inn og er stærsti hluti íslenska hópsins í Tasiilaq þar sem hátíðin fer fram þriðja árið í röð. Hluti hópsins er á ferð með Sig- urði Péturssyni, veiðimanni og hjálparhellu Hróksmanna á Græn- landi. Ferðast þeir til smáþorpa á Grænlandi þar sem skákveislum er slegið upp. Í gær fóru Hróksmenn í Tasiilaq í heimsókn á barnaheimili Mar- grétar prinsessu, þar sem búa 25 munaðarlaus börn sem eiga öll von á glaðningi frá Íslandi. Þaðan ligg- ur leiðin í athvarf fyrir konur og börn, sem rekið er af hugsjónakon- unni Susanne Mejer. Róbert Harðarson, Grænlands- meistarinn árið 2006, verður með kennslu fyrir efnilegustu ungu skákmennina í Tasiilaq, með Mik- isulum Motzfeldt fremstan í flokki en sá sigraði á Nóa Síríus mótinu sem fór fram á þriðjudagskvöldið. Um helgina verður svo hápunkt- ur hátíðarinnar, þegar haldið verð- ur IV. alþjóðlega Grænlandsmótið - Flugfélagsmótið 2006. - sdg Skákhátíð Hróksins á Grænlandi fer vel af stað í blíðviðri: Skákveislur í smáþorpum HRAFN JÖKULSSON, FORMAÐUR HRÓKS- INS, ÁSAMT GRÆNLENSKUM BÖRNUM Hrókurinn hefur undanfarin ár, í samstarfi við marga aðila, unnið að landnámi skáklistarinnar á Grænlandi. HÚSNÆÐISLÁN Lán sem Íslendingar taka vegna íbúðakaupa eru tölu- vert dýrari heldur en sambærileg íbúðalán í nágrannalöndum okkar og á evrusvæðinu. Taka ber tillit til þess, í saman- burði á lánamöguleikum, að vextir á húsnæðislánum á evrusvæðinu eru breytilegir, en hér á landi er algengast að fólk sé með verð- tryggða fasta vexti á sínum lánum. Björgvin Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar- innar, segir íslenska neyt- endur þurfa að taka á sig fórn- arkostnað sem fylgi því að vera með mátt- lítinn gjaldmið- il. Hann segir mikilvægt að umræða um lífskjör snúist um þennan mikla kostnað- armun. „Þessi mikli munur á kostnaði við lántöku vegna íbúðarkaupa hér á landi og á evrusvæðinu, minnir okkur á fórnarkostnaðinn sem íslenskir neytendur eru að taka á sig til þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Hann er gríðarlegur og það er mín persónulega skoðun að umræða um lífskjör á Íslandi verði meðal annars að beinast að því, hversu ótrúlegur munur er á kostnaði sem skiptir fólkið í landinu gríðarlegu máli, þegar greiðslubyrði hér á landi er borin saman við greiðslubyrði sem þekkist annars staðar í Evrópu. Það er að greiða af lánum sem fólk tekur vegna íbúðakaupa.“ Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kostnaðinn að mestu felast í verðtryggingunni en bendir á að nauðsynlegt sé að huga vel að líf- eyrissjóðakerfinu áður en ráðist verður í breytingar. „Ég hef oft á það bent að lánskjörin hér á landi eru miklu lakari heldur en í nágrannalöndunum. Það er fyrst og fremst verðtryggingin á lánun- um sem gerir það að verkum, auk þess sem vextirnir eru töluvert mikið hærri hér á landi heldur en annars staðar. Þetta er að sjálf- sögðu neytendum ekki til góðs. En ef það á að breyta kerfinu sem fyrir er verður að fara varlega í sakirnar. Til dæmis vegna þess að við höfum hér á landi eitt besta lífeyrissjóðakerfi í heimi. Eignir sjóðanna eru að stórum hluta til verðtryggðar og þess vegna verð- ur að liggja til grundvallar, hvaða áhrif það getur haft á lífeyriskerf- ið að afnema verðtrygginguna á íbúðalánum.“ magnush@frettabladid.is Tvöfalt dýr- ari íbúðalán Algengustu húsnæðislán á Íslandi eru mikið dýrari en algengustu húsnæðislán á evrusvæðinu. Björgvin Sigurðsson segir Íslendinga borga fórnarkostnað fyrir það að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. SÉÐ YFIR REYKJAVÍK Mikill kostnaður lendir á Íslendingum við lántöku vegna íbúðakaupa. Þingmenn kalla eftir frekari umræðum um málið. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON FÍKNIEFNI Lögreglan í Vestmannaeyj- um lagði hald á átta grömm af hassi, tvö grömm af amfetamíni og eina e- töflu eftir leit á manni sem kom til Eyja með Herjólfi í fyrrakvöld. Tryggvi Kr. Ólafsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Vestmannaeyjum, segir fíkniefna- leitarhund hafa skipt sköpum við fíkniefnafundinn. „Hundurinn sýndi merki um að fíkniefni væru á mann- inum. Það reyndist rétt. Við erum með mikinn viðbúnað vegna þjóðhá- tíðar í Vestmannaeyjum.“ Maðurinn sem tekinn var með efnin er á þrítugsaldri og hefur áður komi við sögu lögreglu vegna fíkni- efnabrota. - mh Maður tekinn með fíkniefni: Þrjár tegundir fundust við leit LÁNTÖKUKOSTNAÐUR Dæmi um íslenskt íbúðalán Verðtryggð húsnæðislán Lánsfjárhæð 15.000.000 Fjöldi afborgana 480 Ár 40 Afborganir á ári 12 Vextir 5 prósent Verðbólga 2,5 prósent Vaxtakostnaður 29.598.323 Heildarkostnaður við lán 59.288.170 *Verðbólga mælist nú um 8 prósent. Langtímamarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Dæmi um íbúðalán á evrusvæðinu Óverðtryggt húsnæðislán Lánsfjárhæð 15.000.000 Fjöldi afborgana 480 Ár 40 Afborganir 12 Vextir 4,5 prósent Vaxtakostnaður 13.588.125 Heildarkostnaður 28.607.325 *Vextir á lánum á evrusvæðinu eru breyti- legir. 4,5 prósentatalan er viðmiðunartala, sem ætla má að verði meðaltalsvextatalan yfir lánstímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.