Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 20
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur � � � � � � �� � �� �� � �� � � � � �� � � �� � �� �� �� � � ����� �� � � ����� � � � � � � � �� � � ����� �� � � � �� � � � ����� �� � �� � � � � ����� � � � � � ��� � � ����� ����� ��� � ����� �� �� �� �� �� �� �� �� � �� � �� �� �� �� � �� �� � �� �� �� �� �� �� � � �� �� �� �� �� �� �� �� � �� �� � �� �� �� �� ������ ������� �� �� �� �� � �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� ��� ��� �� �� �� � �� �� �� �� � �� �� ��� �� �� ��� Svona erum við > Sala á geisladiskum í þúsundum eintaka Tónlistarverslun iTunes, eða iTunes Music Store, er netverslun með tónlist sem tölvu- fyrirtækið Apple á og rekur. Verslunin var opnuð í apríl 2003 og er nú langstærsta tónlistarnet- verslunin með um þrjár milljónir laga til sölu ásamt sjónvarpsþátt- um, hljóðbókum og tónlistarmyndbönd- um. Í febrúar 2006 seldi verslunin sitt milljarðasta lag, sem er yfir áttatíu prósent allra seldra laga á netinu. Hvernig virkar verslunin? Ein helsta nýjungin sem tónlistarverslun iTunes kynnti var kaup á stökum lögum, en það er erfitt þegar tónlist er keypt upp á gamla mátann á geisladiskum. Hugmyndin með versluninni er að notendur geti keypt nákvæmlega þau lög sem þeir vilja án þess að þurfa að kaupa önnur með. Til þess að hafa ein- faldleikann í fyrirrúmi kostar hvert lag fasta upphæð sem er mismunandi eftir löndum. Sem dæmi kostar eitt lag í Bandaríkjunum einn dal, í löndum Evrópusambandsins kostar eitt lag eina evru og í Bretlandi kostar lagið 79 pens. Vegna samninga við útgáfufyrirtæki er aðeins hægt að nota verslunina í nokkrum löndum, og er Ísland ekki eitt þeirra. Hvers vegna er hún svona vinsæl? Áður en tónlistarverslun iTunes var opnuð höfðu neytendur takmarkaða möguleika á að kaupa tónlist á netinu. Flestar netversl- anir sem til voru á þeim tíma buðu upp á einhvers konar áskriftarþjónustu þar sem aðgangur var keyptur að tónlistarsafni og eitt verð borgað mánaðarlega. Mörgum þótti óþægilegt að „leigja” tónlist í staðinn fyrir að kaupa hana, enda flestir vanir því að geta farið út í búð og keypt geisladisk eða plötu til eignar. Því tóku margir iTunes- versluninni fagnandi þegar hún opnaði, enda þar hægt að kaupa lög til eignar. Þó eru vissar takmarkanir á þeim lögum sem keypt eru gegnum iTunes, til dæmis er aðeins hægt að spila þau í ákveðið mörg- um tölvum, en leyfilegt er að skrifa þau á geisladiska. FBL GREINING: TÓNLISTARVERSLUN ITUNES Langstærsta tónlistarnetverslunin Gagnrýnt hefur verið að eftirlitsmyndavélar í mið- bænum leysi lögreglu- menn þar í raun af hólmi. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Hversu margar myndavélar eru í miðbænum? Við erum með átta vélar sem eru í gangi allan sólarhringinn, svo er unnið sérstaklega með þær á nætur- vöktum og um helgar. Hafa þær hjálpað mikið? Þessar myndavélar þjóna þeim tilgangi að vera stjórnunartæki fyrir lögreglu. Þeir lög- reglumenn sem vinna á myndavélunum geta aðstoðað lögreglumenn í bænum og leiðbeint þeim. Þær hjálpa líka við rannsóknir og svo hefur tilvist þeirra fæl- ingarmátt. Þær hafa löngu sannað gildi sitt sem gífurlegt öryggistæki fyrir hinn almenna borgara og lögreglumenn líka. Stendur til að fjölga þeim? Við myndum vilja fjölga vélunum og sjá stærra svæði, upp Skólavörðustíginn og Laugaveginn, en það liggur ekkert fyrir um fjölgun núna. SPURT & SVARAÐ EFTIRLITSMYNDAVÉLAR Rannsóknir á notkun fram- haldsskólanema á lyfjum, tóbaki og fæðubótarefnum sýna að íþróttaiðkendur geta nálgast ólögleg lyf hjá einstaklingum innan íþróttafélaganna. Fræðslu- starfið, sem skilað hefur miklum árangri, þarf að efla, segir forsvarsmaður lyfjaeftirlitsnefndar. Í auknum mæli hefur íþrótta- hreyfingin þurft að leggja sig fram við það, á síðustu árum, að uppfræða ungmenni sem stunda íþróttir um skaðsemi neyslu ólög- legra lyfja. Ástæðan er einfald- lega sú að notkun á lyfjum, sem eru heilsuspillandi og lífshættuleg í miklum mæli, þekkist meðal íþróttamanna sem með neyslu efn- anna freista þess að ná betri árangri. Niðurstöður rannsókna sýna þó ótvírætt, að notkun ólög- legra lyfja er töluvert meiri hjá þeim sem ekki stunda íþróttir, sem rennir enn frekari stoðum undir forvarnarlegt gildi íþrótta. Þversögn sem skaðar íþrótta- hreyfinguna Skýrsla, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær og unnin var á vegum Rannsókna og greiningar árin 2004 og 2005, dregur fram raunsæja mynda af neyslu íslenskra framhaldsskólanema á ólöglegum lyfjum. Rúmlega fimmtungur þeirra sem neyta stera, í þeim tilgangi að bæta árangur sinn í íþróttum, sagðist í skýrslunni hafa nálgast efni í gegnum tengiliði sem starfa hjá íþróttafélögum eða líkamsræktar- stöðvum. Ljóst er því að vandinn sem íþróttahreyfingin reynir sífellt að bregðast við, er djúp- stæður, þar sem lyfjamisferli hefur hreiðrað um sig í innra starfi félaganna. Áslaug Sigurjónsdóttir, for- maður lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, segir þessar niðurstöður gefa til- efni til þess að íþróttafélögin reyni að efla fræðslustarf sitt. „Það er sláandi að sjá það að fólk geti útvegað sér ólögleg lyf hjá fólki sem starfar í íþróttafélögunum. Hlutfallið er hærra en ég bjóst við og við þessu þarf að bregðast. Fræðslustarfið í íþróttafélögun- um getur verið meira og það er á ábyrgð félaganna að sækjast eftir fræðslunni.“ Þátttaka í íþróttastarfi er sam- kvæmt rannsóknum talin draga verulega úr líkum á því að ungt fólk byrji að neita fíkniefna. Auk þess er óumdeilt að íþróttaiðkun er öllu fólki heilsusamleg, bæði líkamlega og ekki síst félagslega. Notkun ólöglegra lyfja, sem eru heilsuspillandi til lengri tíma, á því ekkert skylt við megininntak boðskaps íþróttahreyfingarinnar, sem er að taka þátt í íþróttastarfi heilsu til heilla. Íþróttahreyfingin glímir því við vanda sem gengur gegn markmiði innra starfsins, þegar hún reynir að sporna gegn notkun ólöglegra lyfja. Út frá þessum forsendum er því ljóst að íþróttahreyfingin þarf að spyrna við fótum til þess að inntaka ólög- legra lyfja verði ekki að alvarlegri vanda meðal iðkenda íþrótta. Steranotkun og örvandi efni Samkvæmt upplýsingum frá lyfja- eftirlitsnefnd ÍSÍ fara mælingar ekki fram á notkun örvandi efna þegar íþróttamenn eru teknir í lyfjapróf á æfingum. Áslaug segir lyfjaprófin ekki ná til örvandi efna á æfingum, þar sem farið sé eftir alþjóðlegum stöðlum sem ekki geri ráð fyrir prófunum á notkun örv- andi efna. „Efedrín, sem er algeng- asta örvandi efnið, er efnafræði- lega náskylt amfetamíni og þar af leiðandi ólöglegt hér á landi, þar sem það er hættulegt heilsu fólks. Þegar við tökum íþróttamenn í lyfjapróf á æfingum þá er inntaka örvandi efna ekki mæld, þar sem WATA, alþjóðalyfjaeftirlitið, mælir ekki notkun örvandi efna þegar ekki er um keppni að ræða. Ég per- sónulega hefði talið heppilegra að notkun þessara efna væri könnuð samhliða annarri notkun.“ Samkvæmt rannsókninni, sem náði til rúmlega ellefu þúsund fram- haldsskólanema, er hlutfall þeirra sem taka inn ólögleg örvandi efni umtalsvert hærra en þeirra sem neita stera. Þannig virðist inntaka efedríns vera algeng meðal þeirra sem taka þátt í Fitness, vaxtarrækt og frjálsum íþróttum en að meðal- tali sögðu fimmtán prósent fram- haldsskólanema sem iðka þessar íþróttir, hafa tekið inn efedrín. Yfirveguð fræðsla í fyrirrúmi Ekki verður framhjá því horft, að yfirveguð og skynsamleg umræða um skaðsemi notkunar ólöglegra lyfja er mikilvæg. Þótt lítill hluti heildarinnar taki inn ólögleg lyf, þá benda niðurstöður rannsóknarinn- ar á neyslu framhaldsskólanema á ólöglegum lyfjum til þess að nauð- synlegt sé að herða eftirlit með þeim sem taka inn ólögleg lyf. Á undanförnum árum og mán- uðum hafa reglulega borist af því fregnir að frægir erlendir íþrótta- menn, sem eru fyrirmyndir ung- menna, hafi gerst sekir um inn- töku ólöglegra lyfja til þess eins að ná betri árangri í íþrótt sinni. Óhjákvæmilegt er að ímynd íþróttastarfs skaðist við slík til- felli en íþróttafólki, ungu sem öldnu, ber að líta á slíkar fréttir sem víti til varnaðar, þar sem það er ótvírætt að inntaka ólöglegra lyfja hefur heilsuspillandi áhrif, og styttir líf fólks. Hægt að nálgast ólögleg lyf hjá starfsmönnum íþróttafélaga FRAKKLANDSHJÓLREIÐARNAR Lyfjamisferli hefur sett sterkan svip á Tour de France hjólreiðakeppnina undanfarin ár. Nú stendur yfir rannsókn vegna meints lyfjabrots Floyd Landis sem fór með sigur af hólmi í keppninni á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 0 5/ 20 06 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá 19 93 500.000 19 98 795.000 20 03 804.000 Hafa sannað sig NOTKUN MUNNTÓBAKS EFTIR ÍÞRÓTTAGREINUM Sýnir hlutfall notkunar hjá nemum sem stunda tilteknar íþróttir. Hafa notað munntóbak einu sinni um ævina eða oftar. FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is � � � � � � �� � �� �� � �� � � � � �� � � �� � �� �� �� � � ����� �� � � ����� � � � � � � � �� � � ����� �� � � � �� � � � ����� �� � �� � � � � ����� � � � � � ��� � � ����� ����� ��� � ����� �� �� �� �� �� �� �� �� � �� � �� �� �� �� � �� �� � �� �� �� �� �� �� � � �� �� �� �� �� �� �� �� � �� �� � �� �� �� �� ������ ������� �� �� �� �� � �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� ��� ��� �� �� �� � �� �� �� �� � �� �� ��� �� �� ��� NOTKUN STERA OG EFEDRÍNS Framhaldsskólanema í tengslum við íþróttaiðkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.