Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 22
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR22 hagur heimilanna Oft er engin þörf á því að hendast búð úr búð til að komast að því hvar bestu kjörin er að fá. Í stað óþarfa tíma- og bensíneyðslu er einfaldlega hægt að skoða heimasíður verslana, sem margar hverjar bjóða upp á yfirgripsmiklar verðskrár. Þetta er sérstaklega hent- ugt þegar kaupa á tölvur og annan tæknibúnað, farsíma og fleira. Nauðsynlegt getur verið að fá nákvæma útlistun á tækniatriðum þessa varnings og mismunandi verðflokk- um. Ef utanlandsferð er í nánd er svo hægt að skoða heimasíðu Fríhafnarinnar til að komast að því hvort hagstæðara sé að kaupa vöruna þar. Birna segir að þegar hún kaupi í matinn horfi hún í gæði vörunnar og verslar síður í verslunum þar sem pakkningar eru mjög stórar. „Mér finnst það óhentugra því þá er alltaf hætta á að ég þurfi að henda hluta af vörunni.“ Þó að Birna horfi ekki í aurinn í matarinnkaupum hefur hún ýmis ráð í bakhöndinni og segir til dæmis hægt að nota hundasúrur til matargerðar. Birna segist aldrei ferðast án þess að hafa meðferðis vasahníf, hvítlauk og varalit. „Hnífurinn getur komið að góðum notum, hvítlaukinn nota ég í eldamennsku og til að fæla burt skordýr og varaliturinn er ómiss- andi til að missa ekki þokkann.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HORFIR Í GÆÐIN ■ Birna Þórðardóttir athafnakona leggur áherslu á að nota peningana á meðan hún lifir. Neytendasamtökin hafa fylgst grannt með þróun lyfjaverðs að undanföru í þeirri miklu umræðu sem um málið hefur verið. Nýverið kynntu samtökin verðkönnun á nikótínlyfj- um, sem reykingamenn nota til að venja sig af sígarettum, en samtökin segja verðið hærra en áður og auk þess mun hærra en í nágrannalöndunum. Fram kemur á heimasíðu Neyt- endasamtakanna að verð á nikó- tínlyfjum, svo sem plástrum, tyggjói og innsogslyfjum, hafi hækkað umtalsvert frá janúar fram í júlí á þessu ári. Fjórar stærstu lyfjaverslanir landsins voru skoðaðar; Lyf og heilsa, Apó- tekarinn, Lyfja og Apótekið, og reyndist hækkunin hafa verið mest að meðaltali í Apótekinu eða 24,3 prósent, en minnst hjá Lyfj- um og heilsu eða 17 prósent. Apó- tekið reyndist þó oftast hafa lægsta verðið og Lyf og heilsa það hæsta. Það er því dýrt að hætta að reykja á Íslandi ef á að gera það með hjálp nikótínlyfja. Þessa verðhækkun segja Neyt- endasamtökin að megi rekja að einhverju leyti til hækkunar dönsku krónunnar, en Nicorette og Nicotinell vörurnar eru fluttar inn frá Danmörku. Fimm prósenta tollur er á lyf sem geta hjálpað fólki að hætta að reykja og segja Neytendasamtökin það vera til- viljanakennda skattlagningu sem erfitt sé að rökstyðja. Annað sem þótti athyglisvert í könnuninni var samanburður við verðlag nikótínlyfja á öðrum Norðurlöndum. Samkvæmt verð- könnun Neytendasamtakanna er verðlagning hjá Lyfjum og heilsu allt að 85 prósentum hærri á ein- staka vörum en í Apoteket í Sví- þjóð, en þar í landi eru lyfjaversl- anir ríkisreknar. Að meðaltali var verðmunur milli Lyfja og heilsu og Apoteket tæp 54 prósent. Borið saman við Danmörku var verð- munurinn mest 47 prósent. Neytendasamtökin telja verð- muninn stafa af því að annað hvort íslenskir heildsalar eða lyfjaversl- anir, eða hvoru tveggja, leggi meira á vörurnar en sömu aðilar á Norðurlöndum. Samtökin hvetja því neytendur til að gera verðsam- anburð, því mikill verðmunur er á lyfjunum og þessar vörur eru dýrar. Henný Hinz hjá Alþýðusam- bandi Íslands tekur í sama streng. „Það er mikilvægt að fólk beri saman verð, sérstaklega þar sem tveir aðilar eru með yfirburðar- stöðu, og beini viðskiptum sínum þangað sem það er lægst,“ segir Henný. steindor@frettabladid.is Dýrt að hætta að reykja NIKÓTÍNLYF Ýmsar vörur eru í boði fyrir þá sem vilja losna við böl tóbaksins, en þær geta þó verið dýrar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Nicorette vörur Lyf og Heilsa Hækkun Apótekið Hækkun Apótekarinn Hækkun Lyfja Hækkun Dagplástur 5 mg, 14 stk. 5.244 20,5% 4.799 18,4% 4.897 18,9% Dagplástur 10 mg, 14 stk. 5.244 20,5% 4.799 23,1% 5.077 27,0% 4.897 13,4% Dagplástur 15 mg, 7 stk. 2.971 6,5% 2.917 13,0% 2.880 6,1% 2.977 10,7% Dagplástur 15 mg, 14 stk. 5.244 20,5% 5.118 23,5% 5.077 20,4% 5.222 20,9% Innsogslyf (stautar), 18 stk. 1.767 10,5% 1.657 13,0% 1.710 12,6% 1.752 14,7% Innsogslyf (stautar), 42 stk. 3.655 21,9% 3.145 10,8% 3.539 18,4% 3.209 10,7% Tyggjó, 2 mg, 30 stk. 890 1,0% 822 4,2% 865 1,9% 839 -5,6% Tyggjó, 2 mg, 105 stk. 2.892 18,3% 2.799 17,9% 2.925 22,1% Tyggjó, 2 mg, 210 stk. 4.998 20,8% 4.787 25,1% 4.862 23,7% 4.885 24,1% Tyggjó, 4 mg, 30 stk. 1.277 6,6% 1.192 19,3% 1.238 6,8% 1.216 10,6% Tyggjó, 4 mg, 105 stk. 3.942 14,1% 3.889 22,8% 3.968 20,3% Tyggjó, 4 mg, 210 stk. 6.655 18,5% 6.470 22,1% 6.435 19,2% 6.603 20,6% Nefúðalyf, 200 skammtar 3.696 19,9% 3.583 43,4% 3.585 43,5% 3.656 21,9% Tungurótartöflur, 30 stk. 1.097 9,8% 1.063 14,4% 1.061 12,3% 1.085 10,9% Tungurótartöflur, 105 stk. 3.299 19,7% 2.916 12,5% 3.194 18,6% 2.975 10,8% Nicotinell vörur Plástur, 7 mg, 7 stk. 2.982 2.897 54,7% Plástur, 14 mg, 21 stk. 7.704 21,5% 7.833 30,6% 7.518 21,4% 7.993 27,4% Plástur, 21 mg, 7 stk. 2.982 12,7% 2.897 20,2% 2.956 15,4% Plástur, 21 mg, 21 stk. 7.704 5,5% 7.833 14,6% 7.518 5,4% 7.993 11,0% Tyggjó, 2 mg, 24 stk. 741 29,3% 699 42,9% 725 33,0% 715 31,7% Tyggjó, 2 mg, 84 stk. 2.436 24,7% 2.379 37,1% 2.384 37,5% 2.428 35,7% Tyggjó, 2 mg, 204 stk. 5.161 29,1% 4.955 36,6% 5.045 34,6% 5.056 35,0% Tyggjó, 4 mg, 24 stk. 1.093 25,6% 1.029 37,6% 1.070 31,0% 1.051 25,6% Tyggjó, 4 mg, 84 stk. 2.999 13,7% 2.939 27,0% 2.934 20,0% 2.999 21,9% Tyggjó, 4 mg, 204 stk. 6.540 25,3% 6.408 30,8% 6.434 28,8% 6.539 33,0% Munnsogstöflur, 1 mg, 36 stk. 1.144 11,9% 1.015 16,3% 1.119 27,9% 1.036 12,7% Munnsogstöflur, 1 mg, 96 stk. 2.499 2.406 24,1% 2.422 13,3% 2.455 17,1% Munnsogstöflur, 1 mg, 204 stk. 4.445 26,5% 4.536 23,0% Munnsogstöflur, 2 mg, 36 stk. 1.525 1.683 14,9% 1.482 18,1% 1.717 14,5% Meðaltals hækkun 17,1% 24,3% 20,8% 18,9% Verð í júlí 2006, prósentuhækkun frá janúar 2006 „Ég er reyndar í þeim akkúrat núna,“ segir Rúnar Sigtryggsson þegar hann er spurður um bestu kaup sem hann hefur gert á ævinni. „Það er flíspeysa sem konan benti mér á í Stuttgart fyrir átta árum, hún er ennþá í fullu gildi hérna í flíspeysulandinu. Það hefur enginn sagt mér ennþá að hún sé orðin gömul og þreytt. Hún var ekki einu sinni dýr, mig minnir að hún hafi verið á útsölu um mitt sumar í Þýska- landi. Hrein kjarakaup, allra árstíða flík hérna á Íslandi.“ Hann er ekki lengi að hugsa sig um varðandi verstu kaupin. „Tveim- ur vikum áður en ég flutti heim til Íslands frá Þýskalandi keypti ég mér forláta gasgrill fyrir nokkurn pening. Síðan er ég að raða í gáminn í flutningun- um, og er rétt mátulega búinn að fylla hann og loka þegar ég sé að gasgrillið stendur eftir á veröndinni. Ég endaði með að gefa nágrannanum það.“ Hann segist þó hafa náð nokkrum grillkvöld- um á þessum tveimur vikum. „Nágrann- inn er örugglega mjög ánægður með það, en þetta eru klárlega mín verstu kaup.“ Spurður um önnur sérstaklega góð eða slæm kaup nefnir hann meðal annars bílinn sinn, Volkswagen Passat sem hann keypti 2002. „Ég hef ekki lent sérstaklega illa í bílakaupum um ævina en þessi bíll hefur bara reynst mér mjög vel og ekkert bilað.“ NEYTANDINN: RÚNAR SIGTRYGGSSON, ÞJÁLFARI AKUREYRAR HANDBOLTAFÉLAGS Gámurinn fullur og gasgrillið eftir Ýmsar fasteignaauglýsingar kynna eignir með þeim hætti að á eigninni hvíli hagstæð lán. Þá er oftast talað um fasteignir sem fjármagnaðar voru með íbúðalánum viðskiptabankanna, en þau voru lægst 4,15 prósent. Á síðu Neytendasam- takanna kemur fram að oft virðist sem bankar breyti kjörum á lánum við það að nýir eigendur yfirtaki lánið. Því þarf að kanna málið hjá fjármálastofn- unum áður en skrifað er undir bindandi tilboð vegna fasteignakaupa og lesa alla samninga vel yfir, enda getur lán hækkað verulega við yfirtökuna. ■ Verslun og þjónusta Varast ber yfirtöku „hagstæðra íbúðalána“ ■ Verslun og þjónusta Auðvelt að gera verðsamanburð á netinu Þeir sem vilja komast í form þurfa að greiða álíka háar fjárhæðir fyrir mánaðarkort í líkamsræktarræktarstöðvar höfuðborgarinnar, eða í kringum 9.000 krónur. Í líkams- ræktarstöðvar World Class, sem eru víða, kostar mánað- arkort 9.200 krónur. Iceland Spa and Fitness, sem rekur meðal annars Baðhúsið, og Hreyfigreining eru ögn ódýrari, en þar kostar kortið 8.500 krónur. Þó er yfirleitt hægt að lækka mán- aðarkostnaðinn með því að kaupa sér kort fyrir lengra tímabil, og þá tekur að draga örlítið í sundur. Þannig kostar þriggja mánaða kort í World Class staðgreitt 20.100, og kort fyrir heilt ár 47.500 krónur. Þriggja mánaða kort í Hreyfigreiningu kostar 19.900 krónur og árskortið 48.600. Öllu ódýrara er árskortið í heilsuræktarstöðvar Iceland Spa and Fitness, en þar kost- ar það 34.100, en þriggja mánaða kort kostar 17.900. ■ Hvað kostar... í líkamsrækt? Hlutfallslega ódýrast að kaupa árskort Neytendavenjur, hagur heimilanna > Gosdrykkjaneysla á hvern Íslending 13 2, 3 17 3, 6 2004 1984 lít ra r á m an n 71 ,8 1994 - Alls staðar: Stopp! - Evrópa og USA: Númer fi mm, „Gemm’ér 5“ - Grikklan d og Tyrklan d: Móðgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.