Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 28
 3. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Góður stökkpallur Margt er nú spáð og spekúlerað um framboðsmál flokkanna enda kosningavetur fram undan. Ljóst er að margir telja sig tilkallaða en ekki verða þeir allir að sama skapi útvaldir. Hjá sjálfstæðismönnum í Suðvestur- kjördæmi er vitað að breytingar eru í vændum og nú heyrist að Ragnheiður E. Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, hyggist feta í fótspor margra forvera sinna og reyna að komast á þing. Það er því greinilegt að margir líta á starf aðstoðarmanns ráðherra sem ágætis stökkpall inn í góð sæti á framboðslistum. Hin einu sönnu Baugstíðindi Ýmsir fjandvinir Baugsveldisins hafa gaman af því að kalla Fréttablaðið, DV og jafnvel fleiri miðla Baugstíðindi. Á þetta ekki hvað síst við um ónefnd- an ráðherra sem kallar þessa miðla yfirleitt ekki öðru nafni. Hins vegar er einn sá miðill sem svo sannarlega getur borið þetta nafn með rentu og það kinnroðalaust. Þetta er fréttabréf sem Baugur Group gefur út og heitir því vísa nafni Baugur Group Quarterly News og er annað tölu- blað ársins nýkomið út. Það skartar engum öðrum en Bill nokkrum Clinton á forsíðu þar sem hann messaði yfir Baugsmönnum og gestum þeirra í Tívolí í Kaupmannahöfn í vor. Milt hæglætisveður Nú fer sá tími í hönd að veðurfræð- ingar landsins þora ekki fyrir sitt litla líf að spá nokkru um veðurhorfur næstu daga nema í véfréttastíl. Það er nefni- lega verslunarmannahelgi framundan og mótshaldarar sem hafa lagt millj- ónir undir í útihátíðaskröll taka það ekki í mál að misvitrir veðurspámenn eyðileggi fyrir þeim hagnaðarvonina með vondri veðurspá. Því má búast við að spárnar næstu daga hljóði upp á milt hæglætisveður á landinu um helgina með hugsanlegri hættu á úrkomu hér og hvar! ssal@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Við höldum með þér! Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna Evrópumenn vinna minna en Bandaríkjamenn eins og ég lýsti hér á þessum stað fyrir viku. Munurinn er talsverður: vinnuvik- an er að jafnaði einni klukku- stundu styttri í Evrópu en í Banda- ríkjunum. Vinnuálagið var svipað báðum megin Atlantshafsins um 1960, meira að segja ívið meira í Evrópu en í Ameríku, en það átti eftir að breytast. Evrópuþjóðirnar hafa með tím- anum dregið meira úr vinnu sinni en Bandaríkjamenn. Með Evrópu á ég við Evrópusambandslöndin fimmtán fyrir stækkun Sambands- ins 2004. Fækkun vinnustunda í Evrópu er annars vegar til komin af illri nauðsyn, sumpart vegna aukins atvinnuleysis og þungrar skattbyrði, sem dregur úr vinnu- vilja, og hins vegar af fúsum og frjálsum vilja, meðal annars vegna þess að Evrópumenn kjósa að jafn- aði að fara fyrr en Bandaríkja- menn á eftirlaun. Upp úr sextugu eru þrír af hverjum fjórum starf- andi mönnum í Evrópu hættir að vinna, en helmingur Bandaríkja- manna á sama aldri heldur áfram að vinna. Fjórði hver kani heldur áfram að vinna eftir sjötugt á móti tuttugasta hverjum Evrópumanni. Eru Bandaríkjamenn vinnusamari en Evrópumenn? Varla. Þeir voru það allavega ekki 1960, því að þá unnu þeir minna en Evrópumenn. Hitt virðist líklegra, að margir Evrópumenn telji sig hafa rýmri fjárráð og búa við meira afkomu- öryggi en Bandaríkjamenn og geti því leyft sér að hætta fyrr að vinna og njóta heldur frístunda og fjöl- skyldulífs. Það vill stundum gleymast, að ýmisleg óhagkvæmni íþyngir bandarísku efnahagslífi, rýrir lífs- kjör þjóðarinnar og knýr hana með því móti til að leggja harðar að sér en hún þyrfti ella á að halda. Þessi óhagkvæmni er ýmist óvið- ráðanleg eða heimatilbúin. Við skulum stikla á stóru. Loftslag Bandaríkjanna kallar á mikla orkunotkun til loftkælingar á heimilum og vinnustöðum á sumr- in og til upphitunar á veturna. Orkan er dýr. Orkuþörf Evrópu- þjóðanna til sömu nota er yfirleitt miklu minni. Við þetta bætist dreifð byggð, sem kallar á mun meiri orkunotkun vegna ferðalaga og flutninga í Bandaríkjunum en í Evrópu, enda er Evrópa miklu þéttbýlli en Bandaríkin. Banda- ríkjamenn hafa ekki enn tekið upp breiðvirkar almannatryggingar á landsvísu eins og Evrópulöndin hafa löngu gert. Skipulag heil- brigðistrygginga í Bandaríkjun- um er dýrt vegna mikils skrifræð- is í kringum einkatryggingar og annars óhagræðis, sem lýsir sér auk annars í því, að Bandaríkja- menn verja mun hærra hlutfalli þjóðartekna sinna til heilbrigðis- mála en Evrópuþjóðirnar og hafa samt færri lækna og hjúkrunar- fræðinga á hverja þúsund íbúa en til dæmis Frakkar og Þjóðverjar. Þarna birtist ein afleiðing þess, að nálega fimmtíu milljónir Banda- ríkjamanna eru ótryggðar fyrir veikindum og slysum. Við þetta er því að bæta, að tvær milljónir manna sitja í bandarískum fang- elsum, flestir fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Fangelsisrekstur- inn kostar sitt fyrir nú utan vinnu- tapið. Einnig þarna er Evrópa betur sett af sjálfsdáðum. Þegar þessu öllu er til skila haldið, kemur í ljós, að Bandaríkjamenn þurfa að bera ýmsan kostnað umfram Evr- ópumenn, svo að það verður þá kannski skiljanlegra en ella, hvers vegna Bandaríkjamenn þurfa að vinna meira en Evrópumenn til að halda uppi svipuðum lífskjörum á heildina litið og tíðkast víða um Evrópu. Sumum finnst vinnan vera guðs dýrð: því meiri vinna, þeim mun betra. Sumir skoða minnkandi vinnuálag í Evrópu sem vísbend- ingu um veikt geðslag. Tungan dregur taum vinnunnar: vinnu- gleði er gamalt orð og kemur fyrst fyrir hjá Guðmundi Finnbogasyni prófessor 1917, hvíldargleði er nýyrði. En vinnu þarf helzt að stilla í hóf eins og flestu öðru, og því er eðlilegt, að aukinni hagsæld fylgi meiri og tryggari tekjur ásamt rýmri frístundum eins og í Evrópu. Frístundir gera gagn, sé þeim vel varið. Of mikilli vinnu getur fylgt ýmisleg vanræksla, og fjölgun frístunda samfara minna vinnuálagi getur bætt skaðann. Þyrftu íslenzk börn að gleypa allt þetta rítalín, sem þeim er af illri nauðsyn gefið í skólunum, ef for- eldrarnir kæmu fyrr heim úr vinn- unni og sinntu börnunum betur? Frakkar og sex aðrar Evrópu- þjóðir skila nú meiri landsfram- leiðslu á vinnustund en Banda- ríkjamenn, sem standa jafnfætis Þjóðverjum á þennan kvarða. Bandaríkjamenn skila að vísu meiri landsframleiðslu á mann en Frakkar og Þjóðverjar, og það er vegna þess eins, að Bandaríkja- menn vinna meira. Evrópa má vel við una - eða hvað? Vinnan er guðs dýrð: Taka tvö Í DAG ENN UM VINNU, LÍFSKJÖR OG TÓMSTUNDIR ÞORVALDUR GYLFASON Það vill stundum gleymast, að ýmisleg óhagkvæmni íþyngir bandarísku efnahagslífi, rýrir lífskjör þjóðarinnar og knýr hana með því móti til að leggja harðar að sér en hún þyrfti ella á að halda. Bankarnir stóðust fyrsta prófið sem þeir mættu eftir afar nei-kvæða umræðu á alþjóðamörkuðum. Viðbrögð eftir uppgjör KB banka voru blendin en ekki jafn neikvæð og áður. Lands- bankinn fékk jákvæðari viðbrögð og fyrstu viðbrögð erlendra aðila við uppgjöri Glitnis virðast benda til þess að þar sé varla veikan blett að finna. Uppgjörin nú eru varða á leið bankanna til að endurvinna traust sem laskaðist í umræðu fyrri hluta ársins. Sú umræða hverfur auð- vitað ekki í einu vetvangi. Þeir sem neikvæðastir voru munu þó á endanum bakka út, líklegast með þeim orðum að tekið hafi verið til- lit til gagnrýni þeirra. Viðbrögð í gær við uppgjöri Glitnis voru afar góð. Þannig birti franski bankinn Societe Generale stutta skýrslu um uppgjörin þar sem segir að uppgjör Landsbankans og Glitnis blási ferskum vindum trausts inn á markaðinn. Greinandi Credit Suisse segir tíma til kominn að þeir sem drógu upp neikvæða mynd af íslensku bönkunum viðurkenni að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Það mun tæplega gerast, en umræðan um bank- ana stefnir í að verða yfirvegaðri og sú þróun sem átt hefur sér stað mun að öllum líkindum leiða til þess að það verður ekki jafn auðvelt að stíga fram með hálfkæringi og Þórðargleði til að vekja á sér athygli með því að mála skrattann á vegginn. Staðreyndin er nefnilega sú að í hinum þrönga heimi greinenda banka gátu menn vakið á sér athygli með neikvæðum skýrslum, og smæð bankanna í alþjóðlegu samhengi gerði það að verkum að við áttum okkur formælendur fáa. Það höfðu einfaldlega fáir aðrir en við sjálf hagsmuni af því að mótmæla þeirri mynd sem dregin var upp. Mikilvægi þess að sýnt verði fram á að þeir sem lengst gengu í gagnrýninni hafi haft rangt fyrir sér er því mikilvægt. Eina leiðin til þess er að bankarnir verði áfram reknir af ábyrgð og skynsemi. Rekstrarárangurinn er það eina sem skiptir máli þegar til lengri tíma er horft. Síðustu mánuðir hafa verið mikill lærdómstími fyrir fjármála- fyrirtækin. Þau hafa brugðist skynsamlega við. Glitnir tók fyrstur við sér og Viðskiptaráð Íslands brást hárrétt við. Umræðan kviknaði á ósköp einföldu atriði, sem er augljósir veik- leikar í hagkerfinu nú um stundir. Enn virðist langt í land að stjórn- völd átti sig til fulls á því hversu miklir hagsmunir eru í húfi að skyn- samlega sé haldið á stjórn efnahagsmála. Þar á bæ þurfa menn að draga lærdóm af þeirri umræðu sem hefði, ef ekki hefði verið fyrir það hversu sterkt fjármálakerfið er, getað leitt til alvarlegra vanda- mála um ókomna tíð. Þrátt fyrir þennan jákvæða árangur væri það barnaskapur að ætla að umræðunni sé lokið. Hún mun halda áfram um ókomna tíð. Næstu mánuðir munu skipta gríðarlega miklu máli. Góð uppgjör út árið og vinna bankanna í að tryggja fjármögnun sína til lengri tíma munu skipta höfuðmáli, því hvað sem líður allri umræðu augnabliks- ins eru það verkin yfir lengra tímabil sem menn verða dæmdir af. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Jákvæðari tónn í alþjóðlegri umræðu eftir uppgjör bankanna: Storminn tekur að lægja Síðustu mánuðir hafa verið mikill lærdómstím fyrir fjár- málafyrirtækin. Þau hafa brugðist skynsamlega við. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.