Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 36
[ ] Fyrir mörgum áratugum starfaði ég í Grasagarði Reykjavíkur. Þá var hann ekki eins státinn, gróinn og vísindalegur og hann er nú. Tilgangur hans og áherslur í þá tíð voru fyrst og fremst að leita að og reyna harðgerar garðplöntur sem henta myndu fyrir skrúðgarða og opin svæði Reykvíkinga. Margar af þeim plöntum sem fyrst settu rót í íslenska mold þarna í Grasagarðinum eru nú orðnar vel þekktar og algengar garðplöntur vítt um landið og svo harla sjálfsagðar að ekki er lengur hirt um að rekja uppruna þeirra. Það er bara gengið að þeim vísum eins og þær hafi alla tíð vaxið hér. Þokkarós og pörupiltar Ein af þeim er þessi yndislega bleika rós sem nú fæst orðið í öllum garðplöntustöðvum og ber yrkisheitið „Rós ‚Wasagaming‘“. Upprunalega mun hún hafa borist í Grasa- garðinn með kanadískri rósasendingu sem Kristinn heitinn Guðsteinsson hafði hönd í bagga með að útvega um miðjan sjötta áratuginn. Margar þessar rósir döfnuðu ágætlega í fyrstu en týndu svo tölunni ellegar að merkingar brengluð- ust þannig að ekki var ljóst hver var hvað. Og þannig fór fyrir Wasagaming um tíma. Hrekkjóttir pörupiltar tóku sig til og rugluðu merkispjöldum. Svona var þetta um hríð og á meðan komu nokkrir fulltrúar gróðrarstöðvanna og fengu græðlinga. Og græðlingarnir voru að sjálfsögðu merktir því nafni sem stóð á nálægasta spjaldi. Sem betur fer uppgötv- aðist þessi ruglingur fljótt hjá okkur grasagarðsmönnum, en það var sama; skaðinn var skeður og um margra ára bil gekk þessi rós manna meðal undir nafninu „Þokkarós“, „Betty Bland“ eða jafnvel „George Will“ á söluborðum gróðrar- stöðvanna. Rétta nafnið – Wasagaming – komst ekki í sínar skorður fyrr en mörgum árum síðar og er nú orðið flestum garðyrkjumönnum tamt í munni. Seigur Skoti Rósin ‚Wasagaming‘ er árangur úr æxlun sem Kanadamaður- inn Dr. Frank Leith Skinner (1882-1967) gerði milli blendings af ígulrós og heiðarós sem móður og búrbonrósinni ‚Grüss an Teplitz‘ sem föður. Að sjálfsögðu komu fleiri en ein planta upp úr þessari æxlun, þar á meðal rósin ‚George Will‘ sem líka er hér í ræktun, en hefur opnari og smærri blóm með meiri bláma í bleika litnum. – En rósina sem hér um ræðir kallaði Skinner ‚Wasagaming‘ eftir samnefndum bæ í Manitoba. Skinner þessi var fæddur í Skotlandi en flutti ungur til Kanada með foreldrum sínum og ólst upp við algeng sveitastörf á nýbýlinu sem foreldrar hans stofnuðu þar í Manitoba. Skinner stundaði ekki háskólanám, en þegar hann hafði aldur til stofnaði hann eigin nýbýli í Dropmore og hóf þar kornrækt og kúabúskap. En hann var heillaður af garðyrkju. Og smátt og smátt tók garðyrkjan æ stærri hluta af tíma hans og spildum býlisins, sem að lokum varð algjörlega að gróðrarstöð. En Manitoba er harðbýlt og Skinner rak sig fljótt á það að erfitt var að fá plöntur sem skiluðu því sem hann ætlaðist til og stóðust um leið veðurálagið. Hann tók sig því til og las allt sem hann náði í um jurtaerfðafræði og sankaði að sér þeim plöntum sem hann vissi að hefðu þolið sem hann vildi fá fram og æxlaði þær með fíngerðari týpum. Afköst hans voru gríðarleg á þessu sviði og frá honum komu hátt í tvöhundruð afbrigði ýmisskonar garðplantna sem allar bættu um betur og eru enn eftirsóttar í norðlægum og harðbýlum görðum. Fyrir afrek sín í jurtakynbótunum hlotn- aðist Skinner doktorsnafnbót og flest þau heiðursmerki sem breska krúnan og Kanadastjórn veita afreksmönnum. Lýsing og leiðbeining Rósin ‚Wasagaming‘ minnir um margt á „hansarósina“ í útliti og háttum. Dálítið hrukkuð blöð og tilhneigingu til að skríða út með rótarskotum. En samt er ekki langt í heiðarósina með blaðgljáa og greinabyggingu. En prýðina hefur hún frá pabba sínum. Þaðan kemur ljósi blaðliturinn og blómgerðin með sínum sterka ilmi. Blómin eru rauðbleik, hérumbil alfyllt, um tíu sentimetrar í þvermál. Þau fylla loftið höfgum rósailmi og plantan telst með blómsælustu rósarunnunum í sínum flokki rósa. Veljið henni sólríkan stað og fremur mikið sandborna en frjóa gróðurmold. Hæðin verður rúmur metri. Rósin er venjulega ræktuð upp af græðlingum og vex því á eigin rót og hafi hún nægt rými og leyfi til þess skríður hún dálítið til hliðanna í allar áttir. Hún blómgast upp úr miðjum júlí og blómgun getur staðið yfir langt fram á haustið. Hreinsuð af kalsprotum, ef þarf, eftir laufgun á vorin og hún blómgast á sumarvöxtinn. Rósin Wasagaming - harðger og ilmsæt Pappaglös sem enginn tímir að henda eftir notkun. Þessi skemmtilegu pappaglös eru það heitasta þetta sumarið. Glösin eru íslensk hönnun, hönnuð af grafíska hönnuðinum Sigrúnu Sig- valdadóttur og með ljósmyndum eftir Áslaugu Snorradóttur. Þau hressa svo sannarlega upp á úti- leguna og eru einnig tilvalin fyrir þá sem vilja fá sér hressingu á pallinum eða svölunum. Svo má auðvitað bera þau á borð líka eins og hvern annan borðbúnað. Glösin fást í hönnunar- og lífs- stílsversluninni Pikknikk og í Melabúðinni í Reykjavík. Glös með karakter Glösin fást í fjórum útgáfum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA Margir litlir myndarammar af öllum stærðum og gerðum mynda flotta veggskreytingu. Fjölskylduveggur, með myndum af fjöl- skyldunni, gerir líka heimilið huggulegra og heimilislegra. hallmuli@islandia.is ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.