Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 63
FIMMTUDAGUR 3. ágúst 2006 Dúettinn Sessý og Sjonni leikur á Kaffi Akureyri í kvöld og ætlar að trylla heimamenn og gesti með sveiflukenndri tónlist. Sessý og Sjonni hafa verið iðin við kol- ann að undanförnu og ætla að flengjast um Norðurlandið um verslunarmannahelgina, leika á skemmtihúsinu Kaffi Krók á Sauðárkróki á laugardagskvöldið og dúkka upp á stórhátíðinni Einni með öllu. - khh Stefnan tekin norður SESSÝ OG SJONNI Dúkka upp á Einni með öllu. Dálkahöfundur breska dagblaðs- ins The Observer veltir upp athyglisverðum spurningum um eðli og þýðingu ævisagnaritunar í samhengi við stjörnudýrkun enska fótboltalandsliðsins í nýj- asta pistli sínum um síðustu helgi. Hunter Davies segir frá reynslu sína af því að vera svokallaður „höfundardraugur“ knattspyrnu- kappans Waynes Rooney, en pistlahöfundurinn var fenginn til þess að skrifa ævisögu þess tví- tuga pilts. Davies lætur að því liggja að frammistaða enska landsliðsins hafi valdið því að forlögin hafi hætt við útgáfu nokkurra fótbolt- aævisagna eða sett þær í salt en þó eru að koma út nokkuð sögu- legar bókmenntir um Frank Lampard, Rio Ferdinand og Ashley Cole – auk sögu Rooneys sem síst verður þrungin minni dramatík en hinna kappanna og talsvert nýjabrum því þetta er víst fyrsta ævisaga hans. Að kaupa fótboltahetju er næstum jafn áhættusamt fyrir forleggj- ara og framkvæmdastjóra, segir Davies, því gæfan sé fallvölt í fótboltanum. Hins vegar geti söguhetjurnar haft gríðarleg áhrif á sölu bókanna með því einu að mæta og árita verkin eða sýna sig í sjónvarpi og hann segist þekkja til verka þar sem viðfang- ið ver meiri tíma með áritunar- pennann í höndunum heldur en í hin eiginlegu skrif – hvort sem þau eru með dyggri aðstoð eða ekki. Davies kveðst hafa verið eink- ar heppinn með Rooney. Þeir funduðu átta sinnum á fallegu heimili fótboltastjörnunnar og síðan var hún dugleg að hringja í hann meðan á Þýskalandsævin- týrinu stóð. Davies lætur þó ekk- ert uppi með innihald þeirra sam- tala nema að hann hafi þurft að draga talsvert upp úr honum enda sé Rooney maður boltans en ekki orðsins. - khh Stjörnudýrkun og fallvölt stundarfrægð ROONEY BARMAR SÉR Fótboltahetjan á ekki sjö dagana sæla en ævisagan er á leiðinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 31 1 2 3 4 5 6 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Tríóið Flís treður upp ásamt Bogomil Font á vegum tónleikaraðar Smekkleysu og tímaritsins Grapevine. Tónleikarnir fara fram í nýjum húsakynnum Smekkleysubúðarinnar á Klapparstíg 27 kl. 17. Aðrir tón- leikar verða á Café Amsterdam kl. 21.30 og þá kemur hljómsveitin Mammút einnig fram.  20.00 Tónlistarhópurinn Sjan áron leikur í Fríkirkjunn í Reykjavík.  21.30 Kvintett Ragnheiðar Gröndal leikur djassstandarda í Deiglunni á Akureyri í tilefni af Listasumri. ■ ■ LEIKLIST  20.30 Leikritið Aumingja litla ljóðið, frumsýning á nýjum ein- leik Kómedíuleikhússins. Sýnt á Kirkjubóli í Önundarfirði. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Breakbeat.is heldur klúbba- kvöld á skemmtistaðnum Pravda. Gestasnúður kvöldsins að þessu sinni er Agnar Agnarson, einnig þekktur sem Aggi Agzilla.  22.00 Hljómsveitin Bermuda verð- ur með húkkaraball á Hressó. ■ ■ SÝNINGAR  14.00 Myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í galleríi 101 við Hverfisgötu. Opnið til kl. 17.  15.00 Nú stendur yfir listasýning á verkum eftir 12 nýútskrifaðra nema Listaháskóla Íslands í Listasetrinu á Hvolsvelli. Yfirskrift hennar er Án titils Grúp Kynnir. Sýningin stendur til 13. ágúst en verður lokuð um verslunarmannahelgina. Bavaria, hollenskur gæðabjór: Kom best út í blindprófun Bavaria bjórinn kom best út í könnun sem hollenska dagblaðið De Telegraaf gerði á dögunum. 10 vinsælar tegundir af bjór voru prófaðar með blindprófi og fékk Bavaria bjórinn hæstu einkunn. LÉTTÖL Partí í poka! Með sérhannaða vasa fyrir GSM og MP3 spilara. Bæði tækin geta tengst innbyggðum hátölurum bakpokans. Sértilboð fyrir Og1 viðskiptavini 7.900 kr. Verð fyrir eigendur Vodafone live! síma 9.900 kr. Almennt verð 12.900 kr. Nokia 6230i Vodafone live! Tilboðsverð: 24.900 kr. Verð áður: 28.900 kr. 20% afsláttur af öllum handfrjálsum búnaði Vantar þig síma? Hendur á stýri! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.