Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 22. janúar 1978 menn og málefni Viðnámsaðgerðir fyrir kosningar Reykjavlk I byrjun þorra. Tlmamynd Gunnar. Viðnám gegn verðbólgxmni ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins ræddi Itar- lega um veröbólgumálin 1 ára- mótagrán sinni. Rétt þykir að rifja hér upp þann kafla sem fjallaöi um auknar ráöstafanir gegn veröbólgu: „Ég tel rétt, að rikisstjórnin beiti sér fyrir viöeigandi viö- námsaögeröum fyrir kosningar, enda veröur þeim ekki meö góðu móti skotið á frest. Þá geta kjós endur kosiö um þær, fellt sinn dóm um þær. Þaö er miklu eöli- legra að slikar ráöstafanir liggi á boröinu fyrir kosningar. Kjós- endur vita þá aö hverju þeir ganga og geta vottað mönnum traust sitt eöa vantraust miöaö við verkin. Þaö má segja.aö nú þegar háfi nokkrar ákvarðanir veriö teknar, sem miöa aö þvi aö koma málum i lag. Má þar til nefna,að ákveöiö hefur veriö aö stööva frekari skuldasöfnun er- lendis. Ennfremur má nefna skyldusparnað og ákvöröun um aö lausafjármagn lífeyrissjóöa skuli veitt I ákveöna farvegi. Þvi- likar ákvarðanir eru stundum óvinsælar a.m.k. fyrst i staö og sæta andmælum úr þessari eöa hinni áttinni. Þaö þýöir ekki aö kippa sér upp viöþað. Þaö veröur aö gera þær ráöstafanir sem þjóöarhagurkrefst aðmati þeirra, sem ábyrgð bera,og án þess aö menn séu sifellt meö augun á óá- byggilegri kosningaloftvog eöa meö einlægar bollaleggingar um þaö aö þessi eöa hin ráðstöfunin hafi i för meö sér aö einhver at- kvæði tapist. Þær ráöstafanir sem þegar hafa veriö gerðar eru auövitaö hvergi nærri fullnægjandi.hvorki til aö veita viönám gegn verö- bólgu né til aö leysa rekstrar- vandamál atvinnuveganna. Þaö er þörf frekari og skilvirkari aö- geröa. Þó aö þaö sé aö mínu mati hlutverk rikisstjórnar aö beita sér fyrir nauösynlegum ráöstöfunum, er hitt jafn sjálf- sagt aö leita eftir sem viötækustu samstarfi um þær t.d. viö aöila vinnumarkaöarins og aöra þá sem sérstaklega eiga hlut aö máli. En vitaskuld veröur vald og ábyrgö aö vera endanlega i hönd- um Alþingis og þingræöislegrar stjórnar.” Mikill fram- kvæmdatími A þvi kjörtimabili.sem senn er aö ljúka hafa oröiö öllu meiri framkvæmdir á tslandi en áöur er dæmi til á jafn skömmum tima. Haldið hefur áfram hinni miklu uppbyggingu i byggöum landsins, sem var hafin i tiö rikisstjórnar Clafs Jóhannessonar og ber þar hæst aukningu skipastólsins og eflingu hraöfrystiiönaöarins. Meö þeim framkvæmdum hefur verið lagður grundvöllur að vaxandi þjóöartekjum, sem hafa bætt verulega hag almennings á sfðastl. ári og munu halda áfram aö gera þaö. 1 orkumálum hefur verið unnið að meiri fram- kvæmdum en nokkru sinni fyrr. Siglingafloti og flugfloti þjóöar- innar hafa eflzt stórlega. Bygg- ingar hvers konar hafa veriö meö allra mesta móti. Atvinnustarf- semin hefur lika veriö svo mikil, aö skortur hefur oftast verið á vinnuafli og þaö leitt til ofþenslu á vinnumarkaönum. Þaö er þvi meira en öfugmæli þegar stjórnarandstööublööin eru aö kalla núverandi rikisstjórn ihaldsstjórn. Hvarvegna um landiöblasa viö dæmi þess,aö hún hefurverið mikil framfarastjórn. Meö vissum rétti má frekar saka hana um, aö hún hafi gert of mik- ið en of litið.þvi að veröbólgan rekur aö vissu leyti rætur til of- þenslunnar á vinnumarkaönum. Lántökurnar Þaö veröur einnig aö gera sér ljóst, aö þessar framkvæmdir heföu ekki veriö mögulegar án mikils erlends lánsfjár. Ráöizt hefur veriö I meiri lántökur er- lendis en nokkru sinni fyrr. Með þessum erlendu lántökum hefur veriö lagöur grundvöllur aö blómlegu athafnalifi i framtiöinni eins og skipastóllinn og hraö- frystiiönaöurinn eru merki um. Þess vegna hafa þessar lántökur veriö vel réttlætanlegar. En þótt hægt sé aö halda uppi um skeiö miklum framkvæmdum meö þvi aö taka erlend lán, þá veröur að gæta viss hófs á þvi sviöi eins og öörum. Skuldabagginn getur reynzt of þungur ef erfiöleika ber aö höndum. Erlendu lánardrottn- arnir heimta sitt og eiga þaö til að beita lántakandann bolabrögöum, ef hann stendur ekki i skilum. Þess vegna veröur smáþjóö eins og Islendingar aö gæta þess vel, aö skuldir erlendis veröi aldrei meiri, en svo að hægt sé aö risa undir þeim meö sæmilegu móti. Framkvæmdahugurinn má aldrei veröa svo mikill aö þjóöin reisi sér huröarás um öxl i þessum efn- um. Rétt ákvörðun Meö tilliti til þessa er þaö tvi- mælalaust rétt ákvöröun hjá rikisstjórninni aö miöa lánsfjár- áætlunina 1978 við það, aö erlend- ar skuldir veröi ekki auknar á næsta ári þannig aö ekki veröi tekin meiri ný lán en svarar af- borgunum af erlendum lánum. Helzt þyrfti aö gera betur og grynnka eitthvað á skuldunum. Erlendu skuldirnar voru orönar um 130 milljaröar króna um ára- mótin og þaö er mikil byröi til að risa undir, ef eitthvað kynni aö bera af leið, þrátt fyrir þær fram- kvæmdir, sem hafa fengizt fyrir þær. En þaö er strax mikilvægt markmiö aö láta erlendu skuldirnar ekki aukast og ef til vill er ekki hægt að gera meira aö sinni, ef ekki á aö koma til of mik- ils samdráttar. Sú ákvöröun rikisstjórnarinnar aö stööva hækkun erlendu skuld- anna hefur þaö i för með sér aö fresta veröur ýmsum fram- kvæmdum sem vissulega væri æskilegar. En þaö er ekki meö góöu móti hægt aö gera allt i einu. Fjárhagslegt sjálfstæöi þjóöar- innar veröur aö sitja fyrirog þaö er ekki tryggt, ef erlendu skuldirnar fara yfir ákveöiö mark. í ársbyrjun 1974 Viss blöö kappkosta enn þann áróöur aö ef nahagsmálum þjóöarinnar hafi veriö mjög illa komiö, þegar vinstri stjórnin lét af völdum og núv. rikisstjórn tók viö. Þaö er út af fyrir sig rétt,aö siöustu mánuöina, sem vinstri stjórnin fór meþ völd, magnaöist mikil veröbólga, enda voru allir flokkar sammála um, er hún lét af völdum.aö nauösynlegt væri aö fella gengiö um ein 17% eöa gera einhverjar hliöstæðar ráöstafanir. Aö þvi leyti tók núv. rlkisstjórn viö miklum efnahags- vanda,sem átti þó eftir aö aukast mikiö vegna versnandi viðskipta- kjara. Orsök þeirra efnahagserfið- leika sem hér voru,þegar vinstri stjórnin lét af völdum veröur hins vegar ekki færö á reikning henn- ar. 1 ársbyrjun 1974 stóðu efna- hagsmál þjóöarinnar meö blóma. en þá var vinstri stjórnin búin að fara meö völd i 2 1/2 ár. Afkoma atvinnuveganna var góö og gjald- eyrisstaöa hagstæö, enda höföu viðskiptakjörin fariö sibatnandi að undanförnu. Þetta allt breytt- ist hins vegar skyndilega viö oliu- verðhækkunina miklu, sem varö um þetta leyti. Bjartsýni hélt þó áfram að rikja um stund og haföi mikil áhrif á kaupgjaldssamning- ana i febrúar 1974 ásamt þvi aö þáv. stjórnarandstæöingar geröu sitt itrasta til aö heröa kröfurnar. Óhappaverk Af framangreindum ástæöum uröu febrúarsamningarnir 1974 mjög óraunhæfir og varö fljótt ljóst,að þeir myndu leiöa til óöa- verðbólgu, ásamt versnandi viðskiptakjörum, ef ekki væru gerðar ráöstafanir i tæka tiö. Undir forystu Ólafs Jóhannesson- ar hófst vinstri stjórnin þvi strax handa og lagði fyrir þingið voriö 1974 itarlegt frumvarp um efna- hagsaögeröir sem hefði dregiö mjögúr veröbólgunni ef þaö hefði verið samþykkt. Þá geröist það, sem nú er ljóst orðiö.aö hefur ver- ið mikiö óhappaverk. Þáverandi stjórnarandstæöingar, Alþýöu- flokkurinn, Sjálfstæöisflokkurinn og meirihluti Samtakanna svo- nefndu, snerust gegn frum- varpinu og hindruðu framgang þess. Þessum aöilum var þó vel ljóst.aö hér var um aö ræöa óum- flýjanlegar aögeröir, sem ekki máttu dragast ef ekki ætti þvi verr aö fara. Ofsi þeirra, sem stjórnarandstæöinga var hins vegar slikur, aö þeir hikuöu ekki við aö valda þjóöinni tjóni ef þaö gæti oröiö til aö fella vinstri stjórnina. Þetta leiddi til þess, aö verðbólgan lék aö mestu lausum hala næstu mánuöi eöa þangaö til þingkosningar voru um garö gengnar og ný rikisstjórn haföi veriö mynduö. Þetta var megin- orsök erfiöleikanna sem núver- andi rikisstjórn tók i arf. Þeir voru afleiðingar hins mikla óhappaverks stjórnarand- stööunnar voriö 1974. Þjóðinni ber vel aö minnast þess, aö enn þann dag i dag geldur hún afleiöinga þess. Stefna Forn-Grikkja I ágætri ræðu.sem Haukur Ingi- bergsson skólastjóri flutti á full- veldishátið aö Bifröst 3. f.m., rakti hann i' upphafi nokkur dæmi, sem sýndu ótvirætt að fullveldi þjóöar byggist ekki aðeins á þvi aö hún ráði stjórnskipan sinni, heldur einnig að menning og menntun byggist á þjóöararfi, efnahagslifiö sé heilbrigt, at- vinnufyrirtækin eign landsmanna og að þjóðin búi sem bezt aö sinu. sé sjálfri sér nóg. Enn væri þó ónefnt eitt grundvallaratriði sem gæta þarf aö, er dæmt skal um, hvortriki er sjálfs sin ráöandi,og þaö varöar fæöuöflun og matar- föng. Haukur Ingibergsson segir siðan: „Utanrikisstefna Grikkja hinna fornu byggðist á aö tryggja þjóö- inni aödrætti frá erlendum lönd- um, þvi aö þeir vissu sem var„ aö sú þjóö sem ekki framleiöir næg matvæli fyrir sig og veröur aö fá matföng sin frá öörum en svelta elia.á undir högg aö sækja og má segja.aö hiö erlenda riki.er selur matföngin hafi lif hinnar I hendi sér. Ætti þessi staðreynd aö vera deginum ljósarif vitund okkar Is- . lendinga sem búum á hjara ver- aldar fjarri öörum löndum og þannig i sveit settir,aö auövelt er aö rjúfa allar samgöngur til landsins og einangra okkur frá umheiminum. Þaö ætti þvi aö vera sérstakt kappsmál fyrir okkur aö vera sjálfbjarga á sem flestum sviöum,en þó einkum og sér i lagi meö matvælaöflun, þannig aö viö veröum ekki sveltir inni.þó aö skálmöld verði i heimi. Má segja að þvi óháöari sem viö erum öörum þjóðum með aö- drætti þeim mun meira er raun- verulegt fullveldi okkar og sjálf- ræði.” Villandi tölur Þeim áróöri er nú haldið kapp- samlega uppi aö landbúnaöur sé aö mestu óþarfur atvinnuvegur á Islandi og þvi beri aö leggja hann niöur og hefja i staöinn innflutn- ing á landbúnaðarvörum. Þetta sé ekkert vandasamt verkefni, þvi að bændur séu ekki nema rúmlega 4000 eða rösklega þaö. Þjóöin hafi ráðizt i stærra verk- efni en þaðá siöustuáratugum aö tryggja 4000 manns atvinnu og nýja heimilisfestu. Gróöinn af innflutningi landbúnaöarvara mun lika bráttveröa svo mikill,aö hann muni vinna upp útgjöldin sem hljótast af þvi aö s já bændum fyrir atvinnu og nýjum heimilum. Hér eins og endranær sést um- ræddum reiknimeisturum yfir næsta veigamikil atriði. Land- búnaöurinn skapar miklu fleiri atvinnu en bændum og fjölskyld- um þeirra. Mikil vinna er viö landbúnaöarafuröir eftir aö bændur afhenda þær frá búum sinum. Þar kemur til sögu flutn- ingur, vinnsla o.s.frv. Þá koma til sögu ýmsar þjónustugreinar, sem nær eingöngu eru tengdar land- búnaöinum. Athuganir sem geröarhafaveriöi þessum efnum benda til,að sú framleiösla, sem bændafjölskylda leggur i þjóðar- búið veiti fjórum öörum fjöl- skyldum atvinnu. Þaö er lika svo augljóst, að óþarft ætti aö vera aö benda á þaö.að fjölmörg kauptún byggja atvinnu sina á vinnslu landbúnaöarafuröa og þjónustu viö landbúnaðinn. Hvað halda menn aö yrði um atvinnu á Sel- fossi, Hvolsvelli, Hellu og Vik i Mýrdal, ef landbúnaöurinn á Suöurlandsundirlendinu yröi lagður niöur? Þannig væri hægt aöhalda áfram um landiö og sýna fram á þann atvinnumissi i kauptúnum og kaupstööum, sem hlytist af þvi aö leggja niöur land- búnaöinn. Hvað myndi t.d. gerast á Akureyri ef allur ullariönaöur- inn þar félli niður? Þannig mætti lengi spyrja. Illt verk Hér er þvi ekki aö ræöa um af- komu bænda einna, heldur marg- falt fleiri manna I kauptúnum og kaupstööum. Þaö er lika ekki siö- ur hagsmunamál þessa fólks en bændanna, aö blómlegur land- búnaöur sé rekinn i landinu. Raunar er þaö hagsmunamál þjóöarinnar allrar alveg eins og annarra þjóöa.aö afkoma hennar og öryggi sé tryggt á þann hátt. Það er illt verk aö nota þá stundarerfiöleika, sem land- búnaöurinn býr nú viö, til að ófrægja hann og ómerkja. Land- búnaðurinn er heldur ekki eini at- vinnuvegurinn, sem nú býr viö erfiöleika. Hvernig er afkoma frystihúsanna? Hvernig er af- koma útflutningsiönaöarins? A að leggja þessar atvinnugreinar niöur vegnaþess^öþær glima viö timabundna erfiðleika? Vitan- lega væri það fjarstæöa. Hins vegar verður aö vinna aö þvi aö treysta rekstur þeirra,auka hag- ræðingu I rekstri þeirra o.s.frv. Sama gildir um landbúnaöinn og þaö gera bændursér vel ljóst.eins og ráða má af mörgum viöbrögö- um þeirra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.