Tíminn - 04.02.1978, Qupperneq 8
8
Laugardagur 4. febrúar 1978
Hlutafélög og
samvinnustarf
A undanförnum árum hefir
þaö þráfaldlega heyrzt, aö sam-
vinnuhreyfingin sé á alvarleg-
um villigötum. 1 þvi efni hefir
sérstaklega veriö bent á hluta-
félög, samstarfsfélög og dóttur-
fyrirtæki, sem samvinnurekstri
eru nátengd. Árásirnar hafa
einkanlega beinzt gegn Sam-
bandinu og hafa þær stundum
veriö óvægilegar og litt spöruö
stóryröi. Segja má aö sam-
bandsmenn geti aö nokkru leyti
sjálfum sérum kennt. Þeir hafa
ekki sinnt þvi aö svara ásökun-
um sem skyldi og varla gefiö
þær upplýsingar, sem fyrir
hendi eru og greinilega sýna,
hve tilefnislaus og fjarstæöu-
kennd þessi ádeila á samvinnu-
hreyfinguna er.
Þetta er rifjaö upp i tilefni af
grein, sem Finnur Torfi
StefánssonskrifaöiiVísi23. jan.
s.l. og sem áöur hefir veriö vitn-
aö til. Ummæli hans eru röng og
villandi. Annaö eins og raunar
margfalt verra hefir þó sést á
siöum dagblaöanna um þetta
efni á liönum árum.
Þaö ætli þvi aö geta veriö
gagnlegt aö koma á framfæri
nokkurri fræöslu og upplýsing-
um um hiö svokallaða „hlutafé-
lagabrask SIS” og samstarfs-
fyrirtæki þess.
Blettur á samvinnu-
hreyfingunni
Þegar hiti hleypur i þjóð-
málaumræðu, þegar kosningar
nálgast, er stundum gripiö til
stórra oröa og raunar oftar en
þá. Það hefir til dæmis komið
fyrir, að Þjóöviljinn hefir efnt til
hressilegra árása á forystu
samvinnustarfs og notaö hluta-
félagaeign og afskipti Sam-
bandsins sem púöur i byssuna.
Málflutningurinn hefir einfald-
lega byggzt á þvi, aö öll afskipti
af hlutafélögum séu af því illa.
Onnur blöö hafa labbað sömu
slóö og litt hirt um að fara rétt
með staöreyndir eöa leita gagn-
legra upplýsinga.
Ef máliö er svona einfalt hefir
Sambandið nýlega rétt einu
sinni brotiö af sér. Raunar ekki
syndgaö einu sinni, heldur tvis-
var á skömmum tima. Þaö virö-
istþvi á sannast núsem fyrr, aö
„ein syndin býöur annari
heim.”
Hvaða nýju óhreinindablettir
hafa nú fallið á skjöld sam-
vinnumanna, sem hér virðist
eiga að gangast viö? JU, samtök
þeirra hafa eignazt nýtt hlutafé-
lag og hafið náin samskipti við
annaö. Ætla mætti aö stjórn og
forystuliö Sambandsins verði
tekiö til bæna á næsta Sam-
bandsfundi vegna þessarar
villigöngu og fráviks af réttri
leið. Hvernig er vigstaðan hjá
„Sambands-herrunum”? Ætli
þeir liggi nU loks ekki vel viö
höggi? Skoöum það atriði li'tiö
eitt nánar.
Prjónastofan
„DYNGJA” hf. á
Egilsstöðum
Byggöaþróun seinustu ára
kallar á margvislegar breyting-
ar atvinnuhátta. Hverageröi,
Selfoss, Hella, Hvolsvöllur og
Egilsstaðir eru glögg dæmi þvi
til staöfestingar. A öllum þess-
um stöðum hafa heimamenn
reynt aö efna til ýmiskonar at-
vinnurekstrar. A ýmsu hefir
gengiö sem vonlegt er. Allt hefir
þurft aö byggja upp frá grunni.
Aflareynslu, læra af mistökum
og velja starfinu rekstrarform.
Margar leiðir hafa verið farnar.
Einkarekstur eöa lausleg sam-
tök heimamanna hafa fengizt
við hin smærri verkefni en hin
stærri leyst með samstarfi
sveitarfélaga og annarra fast-
mótaöra samtaka héraösbúa og
þá efnt til hlutafélagsmyndunar
um verke&iiö. Litt hefir veriö
kallaö eftir og sjaldan hefir boö-
izt forysta eöa stuöningur frá
heildsölum eöa svokölluöum
peningafurstum, á þessu sviöi.
Prjónastofan „DYNGJA” er
hlutafélag, sem heimamenn á
Egilsstöðum efndu til. Þaö er
ekkert launungamál aö rekstur
félagsins átti viö margvislega
örðugleika að etja. Áhugi var
nægur til staðar, en þekking og
reynsla ekki. Þegar á bjátaöi
var leitaö til samvinnumanna.
Þeir höföu staöiö i ullariönaöi i
marga áratugi. Þeir voru lik-
legir til aö geta.vilja og rétta
hjálparhönd enda þótt engin von
væri um að gull og grænir skóg-
ar yrðu sótt til Egilsstaöa meö
þvi aö sinna kalli heimamanna.
Sambandsstjórn gerði sér
grein fyrir vandanum. Hún
skildi jafnhliöa þörfina og það
mun hafa veriö mat hennar, aö
yfirtaka á hlutafélaginu
„DYNGJA” væri hvorki brot á
anda eða eöli samvinnunnar. Að
baki ákvöröunar stjórnarinnar
lá ekki draumur um auö og völd,
heldur vibleitni til að efla og
styrkja fólkiö i þessu byggöar-
lagi. Ætli þaö megi ekki kallast
sanngjarnt aö framangreindar
upplýsingar séu skobaöar áöur
en dómur er felldur.
„LANDSÝN” hf.
1 dag telst það til almennra
mannréttinda aö fólki gefist
kostur á nokkru sumarleyfi.
Ætlazt er til þess, aö hvildar-
tima þessum sé variö til likams-
og sálubóta, gjarna meö því að
hreyfa sig nokkuð Ur stað, skoöa
og kynnast umhverfi sinu og ná-
grönnum i öðrum löndum. Efnt
hefir verið til margvislegrar
fyrirgreiðslustarfsemi tengda
hinum svonefndu feröamálum.
Verkalýðsfélögin og starfs-
mannahópar hafa staöiö fyrir
byggingu orlofsheimila. Ekki
hefir verið þar við látið sitja.
Ferðalög eru skipulögö og leitað
leiða til þess aö gefa mönnum
kost traustrar ferðaþjónustu.
Til þessa hafa ferðaskrifstofur
verib stofnaöar. Fjöldasamtök
hafa sannarlega veriö meö i
spilinu. Samvinnumenn efndu
til SAMVINNUFERÐA, sem er
hlutafélag, til að sinna þessu
verkefni. Starfseminni varð
ekki fundinn eölilegur staður
innan samviinuhreyfingarinnar
og þvi var hlutafélagsformiö
viðhaft. Stofnendur voru Sam-
bandið og samstarfsfyrirtæki
þess, ellefu kaupfélög, þrjú
starfsmannafélög, Stéttarsam-
band bænda og samvinnufélagið
HREYFILL. Þvi er trúað, aö
SamvinnuAerðir eigi eftir að
gegna þýöingarmiklu hlutverki
á sinu sviði. Ekki fyrst og
fremst með þvi, aö safna pen-
ingum i kornhlöðu, heldur meö
hinu, aö veita góöa þjónustu.
Með áþekkum hætti efndu
verkalýðsfélögin til og stóöu aö
ferðaskrifstofu. HUn er i hluta-
félagsformi og heitir „LAND-
SÝN”. Og nú hefir það gerzt, að
samvinnuhreyfingin hefir enn
einu sinni aukið „hlutafélaga-
umsvif” sin. Hún er oröin all-
stór aðili aö hlutafélaginu
„LANDSÝN”. Verkalýös-
hreyfingin hefir margsinnis
staðfest það i raun, aö hún notar
hlutafélagsformið i rdrstri þeg-
ar það á við. Sama er um sam-
vinnuhreyfinguna aö segja.
Fullyrða má að hvorug þessara
fjöldasamtaka þurfi aö bera
hallan haus útaf þessum mál-
um.
Þrennskonar hlutafé-
lög
Rétt er aö gera sér grein fyrir
þvi, að hlutafélagaformið lýtur
sérstakri löggjöf. Hlutafélögum
er markaður sérstakur rammi i
þjóðfélagi okkar. Aður fyrr var
titt, að einstaklingar eða sam-
tök fárra fjáraflamanna notuðu
þetta form við áhættusaman
rekstur og mjög tiðkast enn, aö
stofnuö eru svokölluö „fjöl-
skylduhlutafélög” til aö njóta
verndar og hlunninda hluta-
félagaformsins. Þessi félög eiga
að færa gróðann til eigendanna,
en firra þá eöa takmarka mjög
tap-hættu þeirra.
t ööru lagi má nefna þau
hlutafélög sem samvinnu-
hreyfingin hefir efnt til vegna
sérstakra verkefna, sem erfitt
var aö leysa innan samvinnu-
formsins. Þau mætti gjarna
kalla SAMVINNUHLUTAFÉ-
LÖG. Þessi hlutafélög á sam-
vinnuhreyfingin i raun og veru
ein, og hagnaður, sem myndast
Framhald á bls. 19.
hf. er á Egilsstööum
Prjónastofan „Dyngja
SINPÓNÍU-
TÓNLEIKAR
Efnisskrá: Mozart: Brottnámiö
úr kvennabúrinu, forleikur
Beethoven: Fiðlukonsert i D-
dúr op. 61.
Elgar: Enigma, tilbrigði op. 36.
Attundu tónleikum
Sinfóniuhljómsveitarinnar, sem
haldnir voru 26. janúar i Há-
skólabiói, stjórnaði Bretinn
Steuart Bedford. Tónleikarnir
voru óvenju glæsilegir, og má
vafa laust þakka það stjórnand-
anum að talsverðu leyti — hann
kann aö vinna, eins og einn
hljómsveitarmanna sagði. Ein-
leikari i fiðlukonsert Beet-
hovens var Norðmaðurinn Arve
Tellefsen (f. 1936), sem leikur á
Guarnerius-fiölu frá 1739, auk
þess sem hann er hinn prýðileg-
asti fiðlari.
Forleikurinn aö Brottnáminu
úr kvennabúrinu þótti mér meö
bezta „Mozart” sem hér heyrist
— strengirnir hafa spilað léttar
og hreinna nú á siöustu tvennum
eöa þrennum tónleikum en oft-
ast áöur. Mozart samdi annars
þessa óperu 26 ára að aldri, og
höfundur tónskrár hefur þetta
eftir Carl Maria von Weber,
sem uppfæröi óperuna: „Þetta
frábærlega fjöruga og innblásna
verk er mér sérlega kært sem
listamanni. Mér virðist sem ég
sjái þar hverja persónuna af
annarri á þvi hamingjuskeiöi
æskunnar, sem enginn endur-
heimtir, þar sem allir eru lausir
viö áhyggjur og andstreymi
vegna þess að orsakirnar hafa
verið fjarlægðar. Mér finnst
einnig að Mozart hafi náð fuil-
um tónlistarþroska með þessu
verki sinu. Nú á hann aðeins
eftir að vekja athygli heimsins á
sér. Óperurnar Figaro og
Giovanni fá menn til að búast
við miklu meira af honum — en
þó hann vildi,mundi hann aldrei
geta samiö annaö Brottnám”.
Hector Berlioz skrifaöi hins
vegar um þessa óperu (Á
travers Chants): „..Tónlistin i
þessari óperu er hversdagsleg,
máttlaus og ófrumleg. Hljóm-
sveitarparturinn lætur litiö yfir
sér, og er þægilegur, en tilbreyt-
ingasnauður og barnalegur...”.
Mér sýnist raunar á sumum kol-
legum Berlioz hér i bænum, að
þeirséu svipaðrar skoðunar um
hinn forna jöfur, hvaö sem
valda kann.
tónlist
Fiðlukonsertinn þykir hið
mesta snilldarverk hjá tón-
skáldinu, bæði sem tónlist, og
sem fiðluverk. Enda segir tón-
leikaskráin, að Franz Clement,
sem frumflutti konsertinn svo
illa æföan, að hann „varð að
leika sumt af blaðinu, en annaö
af fingrum fram”, hafi ekki
þurft að heilla áheyrendur með
neinum aukabrellum, sem hann
þó átti til eins og á þessum sömu
hljómleikum, er hann lék heila
fantasiu, og hélt fiðlunni á
hvolfi! Arve Tellefsen hafði
heldur ekki i frammi neinar
aukabrellur, heldur lék fagur-
lega. Kunnáttumanneskja sagði
mér, aö kadensurnar væru eftir
. Kreisler, en hljómplötuupptak-
an með honum og Barbirolli
þótti löngum frábær, þótt gömul
væri. Hins vegar munu vera til
kadensur eftir Beethoven sjálf-
an, sem af heinhverjum ástæö-
um heyrast aldrei á fiðlutón-
leikum, en munu vera til á
hljómplötu með pianó-útsetn-
ingu konsertsins.
Siðast á efnisskránni voru
Enigma-tilbrigöi Edwards
Elgar (1857-1934), bráö-
skemmtilegt verk og prýðilega
flutt. Þvi miður flúðu margir
tónleikagestir i hléinu — höfðu
komið til þess eins aö heyra
fiðlukonsertinn — en tilbrigðin
voru bara miklu skemmtilegri.
Þarna mátti lika heyra marga
bráðfallega einleikskafla i
hljómsveitinni: t.d. léku hornin
af miklu öryggi, sem ekki hend-
ir alltaf, og hafa þótt slik brögö
að þessu gegnum tiöina, aö
sjálfur Wagner skrifaöi um
lærða ritgerð. I gamla daga
mátti oft heyra hornleikara Sin-
fóniuhljómsveitarinnar
„klikka” með eftirminnilegum
hætti, svo lúðraþeytararnir i
baksætunum veltust um af
hlátri, orðnir leiðir eftir að hafa
talið 500 tiðindalausa takta.
Raunar henti slikt atvik á dög-
unum, svo minnti á gamla
daga: undirritaður dottaði
augnablik undir Chopin-
pianókonsert, þar sem afreks-
maður i fingrafimi var að gera
ævintýralega hluti i skölunum,
en hrökk upp með andfælum
þegar hornin „klikkuöu” með
óvenjulegum tilþrifum, svo
ókunnugir heldu að konsertnum
hefði lokið óvænt. En slikt skeð-
ur ekki oft núorðið, enda i sjálfu
sér smámál, og fremur heimil-
islegt en hitt og yfir höfuð virð-
ist hljómsveitin vera i miklu
formi um þessar mundir.
Með þessum tónleikum lauk
fyrra misseri vetrarins — hið
siðara hefst með 9. hljómleikun-
um hinn 9. febrúar, þar sem
m.a. verður fluttur Gamanfor-
leikur eftir Victor Urbancic, og
Gunnár Kvaran leikur einleik i
knéfiðlukonsert Schumanns.
1.2. Sigurður Steinþórsson