Tíminn - 08.02.1978, Side 3
Miðvikudagur 8. febrúar 1978
3
Prófkjör fram-
sóknarmanna á
Egilsstöðum
HEI — Pröfkjör Framsóknarfé-
lags Egilsstaðahrepps, til
sveitarstjórnarkosninga verður i
barnaskólanum á Egilsstöðum
laugardaginn 11. og sunnudaginn
12. febrúar. Kosið verður frá kl.
13-19 báða dagana.
Kynningarfundur fyrir próf-
kjörið verður i barnaskólanum
fimmtudaginn 9. febrúar kl. 21.
Fundurinn hefst með framsögu-
erindum frambjóðenda, en þeir
eru:
Benedikt Vilhjálmsson, radió-
virki,
Friðrik Ingvarsson, bóndi,
Magnús Einarsson, bankastjóri,
Sveinn Herjólfsson, kennari, og
bórhallurEinarsson, byggingam.
Á eftir verða almennar umræð-
ur og er fundurinn opinn öllum.
Utankjörstaðakosning fer fram
á tveim stöðum miðvikudaginn 8.
febrúar. Er það hjá Páli Lárus-
syni, formanni kjörstjórnar,
Laufási 6, Egilsstöðum kl. 20-22
og á skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Rauðarárstíg 18, i
Reykjavik, á skrifstofutima kl.
9-12 og 13-17.
Uppsagnarfrest-
ur miðast
við fardaga
— segir Húseigenda-
félag Reykj avikur
JS — Til þess að uppsögn heillar
ibúðar eða atvinnuhúsnæðis telj-
ist lögleg, miðað við næstu vor-
fardaga, verður uppsögnin að
hafa borizt gagnaðila i siðasta
lagi 14. febrúarnæstkomandi, það
er að segja á þriðjudaginn i næstu
viku, sagði fulitrúi Húseigenda-
félags Reykjavikur i samtali við
blaðið i gær.
Húseigendafélag Reykjavikur
vill vekja sérstaka athygli á þvi
að uppsagnir heilla ibúða, það er
að segja þar sem ekki er einungis
um að ræða útleigu einstakra her-
bergja, og uppsögn atvinnuhús-
næðis ber að miöa viö nma ai-
mennu fardaga, en þeir eru sem
kunnugter 14. mai að vorinu og 1.
október að hausti, hafi eigi veriö
um leigu samið á annan veg.
Uppsagnarfrestur er þrir mánuð-
ir.
innlendar fréttir
Sviðsmynd úr ,,Klukkustrengjum” eftir Jökul Jakobsson. Ungmennafélag Heykdæla sýnir verkið
um þessar mundir I Logalandi. Ljósmynd: Vilhjálmur Einarsson skólastjóri í Reykholti.
UNGMENNAFÉLAG REYKDÆLA:
Sýnir ,JGukkustrengi”
eftir Jökul Jakobsson
í Logalandi
JE Borgarnesi — Þann fjórða
febrúar s.l. var frumsýnt f
Logalandi leikritið Klukku-
strengir eftir Jökul Jakobsson
við mikinn fögnuð áhorfenda.
Leikendur og leikstjóri voru
hvað eftir annað kallaðir fram
með miklu lófaklappi og þeim
færð blóm. Ungmennafélag
Reykdæla sá um uppfærslu
verksins í tilefni af 70 ára
afmæli félagsins á vori kom-
anda, en Umf. Reykdæla hefur
alltaf verið mjög framarlega i
leiklistarstarfsemi um árautga
skeið.
Leikstjóri „Klukkustrengja”
er Guðrún Alfreðsdóttir. Hún
stundaði nám við Leiklistar-
skóla Ævars Kvaran 1965-1966
og var f Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins 1967-1970. Guðrún
hefur tekið þátt í sýningum
Þjóðleikhússins t.d. Sjálfstæðu
fólki, Lysiströtu, Ertu nú ánægð
kerling, Sjö stelpur og Herbergi
213 ásamt ýmsum verkefnum i
hljóðvarpi og sjónvarpi.
..Klukkustrengir” er 5. leik-
stjórnarverkefni hennar. Áður
hefur hún stjórnað: Selurinn
hefur mannsaugu, á Siglufirði,
Tony vaknar til lifsins, i Ólafs-
vfk,Péturog Rúna, á Dah'1; og
Skirn, Höfn i Hornafirði.
Persónur og leikendur eru sjö
talsins ásamt stofulæðunni
Dolly. Fjölmargir aðrir hafa
unniö að sýningunni. Höfundinn
Jökul Jakobsson er óþarfi að
kynna, en leikritið „Klukku-
strengi” samdi hann fyrir Leik-
félag Akureyrar, sérstaklega
ráðinn til þess arna. Leikritið
var frumsýnt leikárið 1971-1972.
Siðan var það sýnt i Þjóöleik-
húsinu og þá, aö margra dómi, i
mjög frumlegri uppsetningu
Brynju Benediktsdóttur. Upp-
setning Guðrúnar Alfreðsdóttur
i Logalandi er þvi þriðja upp-
færsla Klukkustrengja og sú
fyrsta hjá áhugafólki.
Leikendur i „Klukkustrengj-
um” eru Ingibjörg Helgadóttir,
Gréta Ingvarsdóttir, Kristófer
Már Kristinsson, Páll Guðna-
son, Hugrún Hauksdóttir, Þor-
steinn Pétursson, Sigurður Þ.
Jónsson og stofulæðan Dolly
Brandur Högnason.
Málm- og Skipasmíðasambandið:
Yfirvofandi efnahags-
aðgeröir skerði ekki
kaupmátt launa
JB — Miðstjórn Málm- og skipa-
smi"ðasambands tslands hefur
sent frá sér ályktun vegna um-
ræðna um yfirvofandi efnahags-
aðgerðir. Er i ályktunninni varað
við þvi að stjórnvöld geri
ráðstafanir, sem skerði kaupmátt
launa eða verðbótaákvæði kjara-
samninga verkalýðsfélaganna
frá þvi i fyrravor, og bent á að
slikar ráðstafanir jafngildi riftun
kjarasamninga og myndi leiöa til
deilna og átaka á vinnumarkaön-
um. Siðan segir:
— Kjarasamningar verkalýös-
félagana i júni voru gerðir til að
endurheimta kaupmátt vinnu-
launa sem skertur hafði verið
stórlega á árunum 1974-1977.
Endurheimt kaupmáttar launa
vegna kjarsetkðinganna l974-’77
er samkvæmt kjarasamningun-
um dreift yfir sextán mánaða
timabil og eru tvær siðustu
áfangahækkanir launa ekki enn
komnar til framkvæmda.
Kaupmáttaraukning vinnu-
launa samkvæmt kjarasamning-
unum 1977 er sizt meiri en verð-
mæta aukning sjóðarframleiðslu
síðustu ára.
Núgildandi kjarasamningar
verkalýðsfélaganna eru þvi alls
ekki orsök efnahagsvandamála
atvinnuveganna.
Vegna stjórnlausrar veröbólgu
siðustu árin eru ákvæði kjara-
samninganna um verðbætur
launa grundvallaratriði þeirra.
Verðbótaákvæðið hefur verndað
kaupmátt launanna eftir siðustu
kjarasamninga fyrir hömlulaus-
um verðhækkunum almennra
neyzluvara og stöðugs gengissigs
sfðustu mánuði. An verðbóta-
ákvæðis kjarasamninganna
myndi kaupmáttargildi vinnu-
launa minnka stöðugt af völdum
verðhækkana.
Verðlækkanir h'fsnauðsynja al-
mennings þurfa þvi að vera
fyrsta ráöstöfunin til að stöðva og
draga úr verðbólgu eins og verka-
lýðshreyf ingin hefur gert tillögur
um i upphafi siðustu samninga-
gerða, þá.m. söluskattslækkun.
Skert kaupmáttargildi
jafngildir ógildingu
síðustu kjarasamninga
JB- Blaðinu hefur borizt svolát-
andi tilkynning frá Félagi járn-
iðnaðarmanna:
„A fundi stjórnar Félags járn-
iðnaðarmanna 6. febrúar 1978 var
samþykkt eftirfarandi ályktun i
tilefni umræðna um fyrirhugaðar
efnahagsaðgerðir:
Stjórn Félags járniðnaðar-
manna varar rikisstjórn og
Alþingi við að gera ráðstafanir
sem skerða kaupmáttargildi eða
verðlagsbótaákvæði núgildandi
kjarasamninga. Verði slikar ráð-
stafanir gerðar telur stjórn Fél-
ags járniðnaðarmanna þær jafn-
gilda ógildingu siðustu kjara-
samninga, sem óhjákvæmilega
myndi leiða til alvarlegra kjara-
deilna og átaka á vinnumarkaðn-
um”.
Ráðstefna BSRB:
Fjallað um starf
verkfallsnefndar
GV —-1 dag er fimmti og siðasti
fundur ráðstefnu BSRB um
kjarasamninga og verkfall
bandalagsins, og verður fundur-
inn haldinn kl. 16 i Hreyfilshús-
inu. PáU Guðmundsson og Guðni
Jónsson hafa framsögu um starf
verkfallsnefndar bandalagsins og
Július Sigurbjörnsson fjallar um
framkvæmd verkfallsins. Ráð-
stefnan hófst þann 26. janúar en
henni lýkur með hópstarfi i
Munaðarnesi um næstu helgi.
Ráðstefnan er einn Uöur i
fræðslustarfi bandalagsins og er
þvi ekki si'zt haldin fyrir hinn al-
menna félagsmann. Mjög góð
þátttaka hefur verið á ráðstefn-
unni. Skráðir þátttakendur eru
120.
Þorbjörg Pálsdóttir
frá Gilsá látin
Þorbjörg Pálsdóttir frá Gilsá I
Breiödal andaðist i Hafnarfiröi á
mánudagsmorguninn, þar sem
hún dvaldist i sjúkrahúsi siöustu
árin 92 ára gömul.
Þorbjörg var mikil skörungs-
kona sem lét mjög til sin taka
margvísleg félagsmál. Hún
giftist Lárusi Kr. Jónssyni og
hófu þau búskap á Höskulds-
stööum i Breiödal vorið 1916, en
fluttust þaöan að Gilsá fjórum ár-
um siðar. Lárus andaöist áriö
1933, en Þorbjörg hélt áfram bú-
skap að Gilsá meö börnum sínum
fram yfir 1942. A siðari árum
dvaldist hún siöan hjá þeim til
skiptis unz hana þraut þrek til
langferða.
Samningþóf
blaðamanna:
Miðar lítið
áfram
GV — Samninganefnd blaöa-
mannafélagsins og fulltrúar
blaðaútgefenda sátu lengi dags
fund Sáttasemjara ríkisins,Torfa
Hjartarsonar i gær, en ekkert
miðaði i samkomulagsátt. Boðað
hefur verið til fundar á ný I dag
kl. 2.