Tíminn - 08.02.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 08.02.1978, Qupperneq 8
8 Miðvikudagur 8. febrúar 1978 Vinátta í skugga stríðsins Sirius — barnamynd Leikstjóri: Frantisek Vlacil Kvikmyndun: Frantisek Ul- drk h Iiandrit: Jan Sitrbal og Kami Poxa Tónlist: Zdenek Liska Framleiðandi: Gottwaldov Studio, Tékkósióvakiu, 1974 Það er ekki að undra aö tékk- neska barnamyndin Siriushlaut fyrstu verðlaun á barnakvik- myndahátiðinni i Teheran 1976, þvi hér er á ferðinni fyrsta flokks barnamynd, sem mikill fengur er i að fá til sýninga hér. Þó er ekki svo, að hér sé um skemmtimynd aö ræða, þvi á raunsæan hátt er hér lýst hvernig striðið ógnar góðum fé- lögum, sveitastráknum Frank og hundinum Sirius. Góð kvikmyndataka Það kemur helzt á óvart við þessa mynd, hve góð kvik- myndatakan er, og ekki spillir þaö fyrir, aö myndin gerist i fal- legu umhverfi, tékkneskri sveit i haustlitunum. — Myndin gerist i seinna striðinu, er Tékkó- slóvakia var hersetin af Þjóð- verjum. Frank er sonur bónda og járnbrautarvarðar og fer i skóla i næsta þorp. A daginn biður bezti vinur hans Sirius þess með óþreyju að Frank komi heim úr skólanum, og hleypur á móti honum tÚ að hjálpa honum að bera skóla- töskuna. Franká kiki, sem hann heldur mikið upp á, enda er stjörnufræði hans helzta áhuga- mál og hundinn hefur hann nefnt eftir skærustu stjörnunni. Ógnvaldurinn En striðið hefur áhrif á heimili Franks, sem annars staðar. Faðir hans er tekinn höndum af þýzkum SS-her- mönnum, grunaður um aö hafa átt þátt i að sprengja upp bensinflutningalest Þjóðverja. Þá er það næst, að herinn til- kynnir að hann þurfi á öllum hundum i nágrenninu að halda i hernaðarskyni. Frank reynir aö fela hundinn i skóginum, en Sirius kemur til baka á sveita- bæinn. Því er Frank neyddur til að taka erfiða ákvörðun. 1 lok myndarinnar er haldin litil ræða um það, að eins og stjörnurnar færast til á himnin- um, þá muni striðinu linna einn góðan veöurdag. — Þetta er mynd, sem hiklaust má mæla með, þó að hún sé tæplega fyrir börn á leikskólaaldri, þvi grinnd striðsins spilar þar stórt hlutverkog er þaö nokkuð flókið hugtak. Hernám Tékkóslóvakiu Það er ekkiúr vegi að láta hér fylgja upplýsingar um Tékkó- slóvakiu á hernámsárunum, til skýringar á myndinni. Áður en siðari heimsstyrjöldin hófst með hernámi Þjóðverja á Póllandi, Danmörku, Noregi, Belgiu og Hollandi höföu Þjóðverjar her- numið meginhluta Tékkó- slóvakiu. Fjöldi þjóðarleiðtoga og þá fyrst og fremst enskir, féllust á tilkall Hitlers til Tékkó- slóvakiu 1938, gegn þvi að önnur lönd yrðu ekki hernumin. Stór hluti Tékkóslóvakiu varð að „verndarsvæði” Þjóðverja. SS-herdeildirnar, kúguriar- og ógnarstjórnartæki þýzka herveldisins héldu hlutunum i skefjum i Tékkóslóvakiu sbr. SS-táknið á bilnum, sem sækir föður Franks. Margir veittu andspyrnuhreyfingunni lið sitt, þó að þeir hættu með þvi lifi sinu. Það var farið hulduhöfði i skógunum, og hermdarverk voruframin, t.d. voru flutninga- tæki sprengd i loft upp. 1 lok striðsins 1945 heimti Tékkó- slóvakia sjálfstæði sitt á ný. GV ÁRÁS Á TVÖ ÞJÓÐFÉLAGSKERFI Handrit og leikstjórn: Dusan Makavejev Kvikmyndun: Pierre Lhomme Aðalleikendur: Carole Laure, Pierre Clémenti, Sami Frey, John Vernon, Marpessa Dawn og Anna Prucnal. Framleiðendur: V.M. Producti- ons (Paris) Mojack Films LTEE (Montréal) og Maran Films (Munich) Án efa er það einn megintil- gangur júgóslavneska leikstjór- ans og handritahöfundarins Dusan Makavejev i Sweet movie (Sæt mynd) að æsa áhorfandann upp, vekja hjá honum viðbjóð og reita hann til reiði, á verkum og firringu mannsins, þvi sem hann hefur gert, sbr. fjöldamorð sovézkra hermanna á um 10 þúsund pólskum liðsforing jum i Katfn-skógi i seinna striðinu, og þvi sem hann er fær um aö gera um ókomna tið. Og hann gefur engum grið, þvi megintónn Sweet movie er hörð gagnrýni á tvö þjóðfélagskerfi, — á kapital- isma og sósialisma. Formlegur galli Erlendir gagnrýnendur hafa bent á það, að formlega séö sé myndinni nokkuð ábótavant, og er mikið til i þvi. Hann lfldr sósialismanum við skip Onnu Planetu og hefur sá grundvöllur þótt ‘nokkuö ósann- gjarn og þröngur, miöað viö þá beinskeyttu gagnrýni á kapital- isma, sem kemur fram í öörum köflum myndarinnar. Söguþræðir Ahorfandinn fylgist með tveimur ungum konum, Onnu Planetu og ungfrú Kanada, i tveimur samhliöa söguþráðum. Ungfrú Kanada vinnur til verö- launa i alþjóðlegri keppni skir- lifissamtaka um fallegasta meyjarhaftið. 1 leiðinni er skir- lifsbeltið útskýrt með þeirri kenningu vi'sindamannsins Wil- helm Reich, um vöðvabrynjuna, sem menneiga að hafa neðantil á bolnum. Makavejev hefur áður velt kenningum Reich fyrir sér i „Leyndardómar liffæranna”, tar sem hann aðhyllist sexpoi enningu Reich og skýrði þar skilmerkilega frá þvi. í Sweet movie er sem hann sé á vissan hátt oröinn fráhverfur þeinj, sbr. þegar sjóliðinn og Anná Planeta hittast i fyrsta skipti. Þar er það Anna Planeta, ftilj- trúi sósialismans, sem hampar þessum kenningum til aö tæla sjóliöann, sem hún kallar þá m.a. kynferðislegan öreiga. Verðlaunin, sem ungfrú Kan- ada vinnur til er að giftast ri"k- asta manni i heimi, sem er væg- ast sagt firrtur náungi. Riki- dæmi sitt byggir hann á mjólkurframleiðslu. Hann hyggst t.d. kaupa kanadisku Kvikmyndahátíð í Reykjavík 1978 Niagarafossa, lýsa þá upp og lita vatnið til fegurðarauka. Or- lög ungfrú Kanada eru engu betri en rekaldsins i sjónum, eftir aðhún giftist þessum firrta kapitafista. Hún verður fyrir miklu „sjokki” á brúðkaups- nóttina, er hún kemst að þvi að karlinn er með gulltippi og mig- ur auk þess yfir hana. Hjá fólki vetrar- brautarinnar Hún heimtar að vonum skiln- að, en þvi er illa tekið: hún er send i ferðatösku til Evrópu og hittir sjáifumglaðan söngvara og gerir Makavejev þar litið úr slikum átrúnaðargoðum. Ung- frúin kemur i miklu uppnámi til fólks i kommúnu Vetrar- brautarinnar (Fólk sem snúið hefur baki við vestrænum sið- venjum og hefurtekið upp sinar eigin og býr saman I sambýli). Benda má á. að fólk þetta og lifnaðarhættir þess er ekki upp- finning Makavejev, heldur er þarna svnd hreyfing, sem var á frumstigi er myndin var gerð, en hefur nú breiðzt út um Evrópu. Það hefur reynt að lifa eftir kenningum Reich, og i myndinni er m.a. sýnt, er for- vigismaöur hreyfingarinnar, Otto Muhl, leiöbeinir upplifun eins kommúnumeölimsins á fæðingunni. 1 myndinni er sýnt, að það er fátt sem þetta fólk leyfir sér ekki, og hneykslar það ófáa áhorfendur, og að beiðni leikkonunnar Carole Laure, eru 30 sek. klipptar úr atriðinu. Þegar ungfrúin kemur til þessa fólkser húnstjörf eða ,,i sjokki” af fyrri reynslu og vaknar þá fyrst til lifsins, er hún fær að sjúga mjólk úr brjósti eins kommúnumeðlimsins. Má vera aö með þvi að sýna lifnaðar- hætti þessa fólks, sé Makavejev að benda á einn valkost, þó aö ekki verði lagður neinn dómur á það hér. Siðast sjáum við ungfrú Kanada í vinnu hjá auglýsanda einum, þar sem hún baðar sig upp úr súkkulaði, þar sem hún upplifir firringuna i algleymi. Byltingin étur börnin sin Anna Planeta er meiri örlaga- valdur en ungfrú Kanada. Þeg- ar hún er að baða sjóliðann sinn, eru sýndar gamlar nasista- myndir af fórnarlömbum fjöldamorða sovézkra her- manna i Katin-skógi i seinni heimstyrjöldinni. — Anna Plan- eta talareinnig um að allir vinir sinir, kommúnistarnir, séu dauðir. Dauða fórnarlambanna i Katin-skógi og hennar eigin fórnarlamba, sem hún drepur i sykurhvílunni er likt saman, að þvi er viröist. í önnu Panetu og hýbýlum hennar, skipinu, er sósialisminn persónugeröur. Eins ogbyltinginéturbörnin sin tælir Anna Planeta börnin sin með sætindum og drepur þau svo. En endirinn er óvæntur: fórnarlömb önnu Planetu risa upp frá dauðum. GV Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Utgerðarmenn - Skipstjórar Vorum að fá stóra sendingu af hinum viðurkenndu <EE> gúmmíbjörgunarbátum Stærðir: 6 - 8 - 10 - og 12 manna i tösku eða hy/ki Athugið verð og greiðslukjör ÓIAÍUR OÍSIASOM l CO. !Ii. SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK ------------------------ Viðræður stöðvar hafa i Zambiu, hafi látið lifið. Þetta er mesta árás Ródesiumanna inn i Zamblu tii þessa. Stjórnarherinn i Ródesiu notaöi þyrlur til árásanna. Þurrk- uð var út eina bækistöð skæruliða komið fyrir jarðsprengjum og sneru þyrlurnar siðan til baka yf- ir landamærin. Zambiumenn segjast hafamisst átta menn er jeppi frá hernum ók á jarð- sprengju sem talið er að Ródesiu- menn hafi komið fyrir i einni ferð sinni yfir landamærin. Þrátt fyrir að árásir Ródesiu- manna á Zambiu séu ekki likt þvi eins viöamiklar og á Mósambik, er talið að atburðirnir að undan- förnu hafi markað þáttaskil i samskiptum rikjanna. Ef til vill óttast Ródesiustjórn liöstyrk ródesiskra skæruliða i Zambiu meir en áður, en talið er að um 2.000 skæruliðar, er Kúbumenn þjálfuöu i' Angóla, séu nú i Zambiu. Ekki er talið að Kúbu- menn eigi neinn beinan þátt i ófriðnum á landamærum Zambiu og Ródesiu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.