Tíminn - 10.02.1978, Side 6
SAiilliÍi
Föstudagur 10. febrúar 1978
Pj óðleikhúslög:
Fela í sér möguleika á
aukinni starfsemi
— sagði menntamálaráðherra í framsöguræðu
A fundi efri deildar Alþingis i
gærdag mælti Vilh-jálmur
Hjálmarsson menntamálaráö-
hcrra fyrir frumvarpi til laga um
Þjóðleikhús. Frumvarp þetta var
lagt fyrir 97. og 98. löggjafarþing
en varð eigi útrætt. Fer hér á eftir
framsöguræða ráðherra á þing-
fundi i gær:
„Þetta frumvarp, það er frum-
varp til laga um Þjóðleikhús, er
gamall kunningi. Þaö er flutt I
sömu mynd og áöur og ég vil nú
mega vænta þess, að hæstvirtir
þingmenn sjái sér fært að taka
málið til efnislegrár meðferðar
og ljúka afgreiðslu þess á þessu
þingi.
Þar sem ég hef itrekað mælt
fyrir þessu frumvarpi hér i hátt-
virtri efri deild, þá get ég stytt
mál mitt og visað til fyrri fram-
söguræða og til þeirra athuga-
semda, sem frumvarpinu fylgja.
Aö nokkru leyti eru þau atriði,
sem i frumvarpinu felast, stað-
festing á þeim starfsháttum, sem
þegar hafa verið upp teknir elleg-
ar aö hliöstæð ákvæði eru i' þeim
lögum, sem nú gilda.
En aöhluta erhér gert ráðfyrir
nýjum þáttum i starfsemi Þjóð-
leikhússins ellegar aukinni
áherzlu á einstaka starfsþætti,
sem þegar eru upp teknir.
Nokkur atriði i' frumvarpinu
hafa aukinn kostnaði för meðsér.
. En þess ber aö gæta, að i 18. gr.
frumvarpsins segir svo:
„Eigi skal ráða i nýjar stöður
samkvæmt lögum þessum fyrr en
Vilhjálmur Hjálmarsson
fé er veitttil þessá fjárlögum.” —
Þetta ákvæði er raunar óþarft,
þvi að þessi er hin löglega með-
ferðmála. En það er eigi að siður
sett hér inn til þess að árétta
skilning höfunda frumvarpsins og
löggjafans á þessu atriði.
Þaö er skoðun min og ég hygg
allirgeti verið sammála um það,
að ný löggjöf um stofnun eins og
Þjóðleikhúsið hlýtur að fela i sér
möguleika til aukinnar starfsemi,
til nokkurrar þróunar og hún
hlýtur þvi alltaf að hafa einhvern
mögulegan kostnaðarauka i för
með sér. En ég tel, að i þessu
frumvarpi sé það hóflega i sakir
farið, að ekki þurfi að hika við af-
greiðslu þess af ótta við óhæfilega
aukningu tilkostnaðar.
Breytingar þær, sem gerðar
hafa verið á frumvarpinu frá þvi
að það var lagt fyrir á siðasta
þingi, varða einvörðungu fyrir-
komulag lifeyrisgreiöslna. Þótti
rétt við nánari athugun og að
höfðu samráði við fjármálaráðu-
neytið og stjórn Lifeyrissjóðs
opinberra starfsmanna að gera
þessar breytingar. Er þá tekið til-
lit til þeirrar þróunar i lifeyris-
málum, sem orðið hefur frá þvi
að frumvarp þetta var i letur fært
i fyrstunni.
Ég vil geta þess, að mennta-
málanefnd deildarinnar voru i
fyrra sendar upplýsingar um
fjárhagslegu hliðina. Þær upp-
lýsingar má að nokkru fram-
reikna með tilliti til verðhækk-
ana, en allar nánari upplýsingar,
sem óskað kann að vera af
nefndarinnar hálfu verða að
sjálfsögðu i té látnar.
£g árétta svo tilmæli min til
háttvirtra þingmanna að taka
þetta mál til efnislegrar meðferð-
ar og afgreiöslu, ef unnt reynist
og legg til, aö frumvarpinu verði
aðlokinni þessari 1. umræðuvis-
að til menntamálanefndar.”
Að lokinni ræöu menntamála-
ráðherra talaði Helgi Seljan
(Aþbl) og lagði m.a. áherzlu á að
Þjóðleikhúsið yrði að vera frum-
kvöðull aö nánu sambandi og
samstarfi við önnur leikhús og
leikfélög i landinu.
Miðar 0
með ákvæði um lágmarksverð-
bætur i 2. gr., að þessi frádráttur
komi ekki fram með fullum þunga
gagnvart hinum tekjulægri i hópi
launþega. Hér eru einkum þeir
hafðir i huga, sem hafa tekjur af
reglulegri dagvinnu einni”.
,,Það er ótviræöur galli á nú-
gildandi verðbótakerfi, að breyt-
ingar á óbeinum sköttum — öðr-
um en þeim sem fólgnir eru i
veröi áfengis og tóbaks — valda
breytingu á kaupgreiðslum en
breytingar á beinum sköttum
ekki. Hér er lagt til að frá og með
1. janúar 1979 skuli breytingar á
óbeinum sköttum ekki valda
breytingu á verðbötum. Rökin
fyrir þessu eru vel kunn. 1 fyrsta
lagi eru beinir skattar ekki með-
taldir i verðbótavisitölu, eins og
að framan var getið. Þaö veldur
þvi, aðval löggjafans millibeinna
og óbeinna skatta er ekki óbundið
að þessu leyti, sem hlýtur að telj-
ast óæskilegt. 1 öðru lagi stendur
ómæld opinber þjónusta á móti
óbeinum sköttum, sem ekki er
metin til kjarabóta. 1 þriðja lagi
geta stjórnvöld ekki með sama
árangri og ella beittbreytingum á
óbeinum sköttum til hagstjórnar
vegna þess að þeir eru i grunni
verðbótavisitölu. í frv. er gert ráö
fyrir að Kauplagsnefnd meti
hvaða skattarskuli teljast óbeinir
i þessu sambandi.”
Með þeim breyt-
ingum á verðbótaákvæðum
kjarasamninga, sem hér er gerö
um tillaga, er búizt við að unnt
reynist að koma verðbólguvextin-
um allt árið niður undir 30% og
meðalverðbreytingum á árinu i
um 36-37%. Kauptaxtar myndu
skv. þessu hækka um rúmlega
20% frá upphafi til loka ársins en
um rúmlega 40% að meðaltali á
árinu. Til að vega að nokkru leyti
upp kaupmáttaráhrif þessara að-
gerða hyggst rikisstjórnin beita
margvislegum fjármálaaðgerð-
um, sem að hluta felast i þessu
frumvarpi.
1 frumvarpi þessu er gert ráð
fyrir tvenns konar ráðstöfunum
til að styrkja kaupmátt ráðstöf-
unartekna heimilanna. Annars
vegar eru barnabætur hækkaðar
um 5%, en það léttir nokkuð
skattbyrði barnmargra
fjölskyldna. Hins vegar er gert
ráð fyrir lækkun sérstaks vöru-
gjalds úr 18% i 16%. Þessar ráð-
stafanir valda rikissjóði u.þ.b.
1000 milljón króna tekjumissi á
ári. Þá er gert ráö fyrir, að bætur
almannatrygginga hækki
með launum, og á sömu dögum,
og auk þess er gert ráð fyrir sér-
stakri hækkun tekjutryggingar og
heimilisuppbótar umfram launa-
hækkun hinn 1. marz n.k. Loks
hyggst rikisstjórnin auka niður-
greiðslu vöruverðs um 1300 m.kr.
á ári, en það jafngildir 1% i kaup-
mætti ráðstöfunartekna.
Kaupmáttaráhrif þeirra ráð-
stafana, sem hér hafa verið
nefndar, jafngilda þegar allt er
talið saman tæplega 1 1/2% aukn-
ingu kaupmáttar ráðstöfunar-
tekna frá þvi sem ella hefði orðið.
Með þessu gæti kaupmáttur ráð-
stöfunartekna á mann árið 1978
orðið nálægt þvi sá sami og á ár-
inu 1977, en þá var hann nær þvi
jafnmikill og hann hefur mestur
orðið áður, á árinu 1974”.
16 verksmiðjur
af 47 með fullt
starfsleyfi
Matthias Bjarnason heil-
brigðismálaráðherra svaraði
fyrr I þessari viku fyrirspurn
frá Benedikt Gröndal (A) um
hollustuhætti i sildar- og fiski-
mjölsverksmiðjum. Fyrsti liður
fyrirspurnar Benedikts hljóðaði
svo: ,,Hafa verið gerðar full-
nægjandi rannsóknir á hollustu-
háttum i sildar- og fiskimjöls-
verksmiðjum, svo sem hættum
starfsliös af hávaða, rykmynd-
un og varhugaverðum efnasam-
böndum, almennum óþrifnaöi
og ólykt?”
Þessum liö fyrirspurnarinnar
svaraði ráðherra á þá lund að
starfsmenn Heilbrigðiseftirlits
rikisins færu eftirlitsferðir i all-
ar sildar- og fiskimjölsverk-
smiðjur landsins i tengslum við
veitingu starfsleyfa. Ljóst væri
að við rotvörn loðnu væru notuð
hættuleg efni sem talin væru
geta valdið krabbameini. Full-
komnar rannsóknir í þessum
efnum hefðu hvorki verið gerð-
ar hér né í nágrannalöndunum.
Þá sagði ráðherra að þegar á
heildina væri litið yrði aö telja
hávaða, óþrif og óþef vera
meginvandamál vinnuum-
hverfis fiskimjölsverksmiðj-
anna.
Annar liður fyrirspurnar
Benedikts hljóðar svo: „Hefur
Heilbrigðisráðuneytið sett regl-
ur um mengunarmörk og önnur
atriði sem þessar verksmiðjur
verða að uppfylla til þess að fá
starfsleyfi?”
1 svari sínu viö þessum lið
sagði ráöherra m.a.: „Almenn-
ar reglur hafa ekki verið settar
um mengunarmörk, heldur hef-
ur málefni hverrar verksmiðju
verið metið sérstaklega m.t.t.
aðstæðna. Mjög erfitt er enn-
fremurað setja mengunarmörk
fyrir ólykt vegna skorts á ná-
kvæmum og áreiðanlegum
mæliaðferðum, og hafa yfirvöld
á hinum Noröurlöndunum ekki
farið slika leiö, enn sem komið
er, að minnsta kosti.
Við afgreiðslu fyrrnefndra
umsókna á árunum 1972-74, var
yfirleitt gerö krafa um aö reistir
yrðu reykháfar á þeim stööum,
þar sem óþægindi vegna ólyktar
þóttu mest og þar sem talið var,
að slik lausn mætti verða að
gagni. Hvað frárennsli snerti
var gerð krafa um að það væri
leitt niður fyrir stórstraums-
fjöruborð i samræmi við 61. gr.
Heilbrigðisreglugerðar fyrir ís-
land nr. 45/1972.
Þriðji liður fyrirspurnarinnar
hljóðar svo: „Hafa allar þær
verksmiðjur sem starfað hafa
siðustu ár og nú starfa m.a. að
loðnubræðslu, uppfyllt þau skil-
yrði og fengið starfsleyfi með
eðhlegum hætti?”
Svar ráðherra við þessum lið
fer að meginhluta hér á eftir:
„Alls munu nú vera starfandi
á landinu 47 fiskimjölsverk-
smiðjur, þar af 24 sem vinna úr
loðnu. Af þessum 47 síldar- og
Matthias Bjarnason
fiskimjölsverksmiðjum eru i
dag 16 verksmiðjur með fullt
starfsleyfi og 20 með skilyrt
starfsleyfi en 11 hafa ýmist ekki
fengið starfsleyfi eða eru með
skilyrt starfsleyfi frá Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu skv. reglugerð nr.
164/1972, sem ekki hefur verið
uppfyllt að fullu.
Eftirtaldar verksmiðjur hafa
ekki fengið starfsleyfi:
1. Fiskimjölsverksmiðjur i
Reykjavik, þ.e. Faxi og
Stjörnumjöl i örfirisey og
Klettur við Laugames.
2. Fiskimjölsverksmiðjurnar i
Vestmannaeyjum, (tvær tals-
ins).
3. Verksmiðja Sildarverk-
smiðja rikisins á Siglufirði.
4. Tvær minniháttar beina-
mjölsverksmiðjur á Snæfells-
nesi.
Aðallega hefur verksmiðjun-
um gengið treglega að uppfylla
skilyrði starfsleyfis um varnir
gegn óþægindum af völdum
ólyktar, og hefur fjárskorti
mest veriö borið við.”
alþingi
„Bladamannastétt íslandsverst
menntaða stétt þj óðf élagsins ’ ’
sagði Sverrir Hermannsson við umræður á þingi
um þingfararkaup alþingismanna
Ellert B. Scliram og Gylfi Þ.
Gislason mæltu i gær á fundi
neðri deildar Alþingis fyrir eig-
in frumvarpi til laga um breyt-
ing á lögutn um þingfararkaup
a Iþingism ann a . Meginefni
frumvarpsins er, að launakjör
alþingismanna skuli framvegis
ákveðin af Kjaradómi, enn-
fremur önnur kjör.
1 greinargerð með frumvarp-
inu og efnislega samhljóða ræð-
um þeirra Gylfa Þ. Gislasonar
og Ellerts B. Schram segir:
„Flutningsmenn þessa frum-
varps hafa verið þeirrar skoð-
unar, að laun alþingismanna
skuli ákveðin af Kjaradómi, og
fluttu frumvarp þess efnis fyrir
fáum árum. Það frumvarp
hlaut ekki afgreiðslu.
Launakjör alþingismanna
hafa nú enn á ný verið i sviös-
ljósinu og margvislegur
misskilningur skapazt um þau,
upphæð þeirra og tilurð, svo og
kjör alþingismanna almennt.
Þessar umræður hafa sýnt fram
á nauðsyn þess, að lagaákvæði
hér um valdi ekki ruglingi og
þingmenneyði þeirri tortryggni
sem rikjandi virðist um kjör
þeirra.
Skv. lögum nr. 4 frá 1964, um
þingfararkaup, 1. gr„ skulu
þingmenn njóta launa skv.
launaflokki B 3 i kjarasamningi
um laun starfsmanna rikisins. 1
8. gr. segir hins vegar að „ef al-
mennar breytingar veröa á
launum starfsmanna riksins, er
þingfararkaupsnefnd heimilt að
hækka eða lækka árslaun skv. 1.
gr. að sama skapi”.
Siðarnefnda ákvæðið hefur i
raun litla sem engaþýðingu, þar
sem launakjörin eru fastbundin
skv. 1. gr. Þingmennsjálfir taka
þvi ekki ákvaröanir um laun
sin, nema að þvi leyti að Alþingi
og alþingismenn hafa löggjafar-
valdið i sinum höndum.
8. gr. hefur hins vegar valdið
útbreiddum misskilningi og nú,
þegar leiðir hafa skilist með
BSRB og BHM og launaflokkur
B3 er ekki lengur fýrir hendi,
teljum viö flutningsmenn frv.
timabært að það skref verði
stigið, að Kjaradómur taki á-
kvörðun um laun þingmanna,
einsoghann gerir varðandi kjör
ráðherra og hæstaréttardóm-
ara, ráðuneytisstjóra o.fl. eftir
atvikum.
Varðandi önnur kjör þing-
manna hefur þingfararkaups-
nefnd lögum samkvæmt ákveö-
ið þau, svo sem feröa-, dvalar-
og fæðiskostnað. Eðlilegt er aö
þau kjör hliti sömuleiðis á-
kvörðunum Kjaradóms.en gert
er ráð fyrir að þingfararkaups-
nefnd hafi tillögurétt þar um.”
Þá kom fram i ræðum þeirra,
að þeir teldu áraéir á þingmenn
als óréttmætar i þessum efnum,
en rétt væri að færa skipulag
þessara mála i það horf að til-
efni til gagnrýni gefist siður.
Ellert B. Schram lét auk þess þá
skoðun sina i ljós, að þingmenn
væru fremur vanhaldnir af
launum en hitt, og engan þing-
mann þekkti hann sem beinlínis
hefði efnazt á þingsetu.
Þrenn rök færði Ellert fyrir
þvi, að laun alþingismanna
mættu verða riflegrien nú er. 1
fyrsta lagi ættu launin að stuðla
að þvi að góðir og hæfir menn
sæktust eftir þingmennsku. I
öðru lagi ættu hærri laun að
koma i veg fyrir að þingmenn
sæktust eftir öðrum störfum
Gylfi Þ.
Gislason
Ellert B.
Schram.
jafnhhða þingmennskunni. Og i
þriðja lagi ætti með hærri laun-
um aðkoma i veg fyrir minnstu
freistingar þingmanna til mútu-
þægni.
Sverrir Hermannsson (S) tók
til máls að loknum ræöum
Gylfa og Ellerts og kvaöst and-
vigur frumvarpinu. Hann boö-
aði að lagt yrði fram frumvarp
sem gengi i þveröfuga átt
þ.e.a.s. til eldri laga, þar sem
þingmenn ákváöu beint laun sin
og önnur kjör. Þá deildi Sverrir
mjög á áróður í blöðum gegr
þingmönnum i þvi efni að þeir
skömmtuðu sér laun sjálfir og
væru jafnvel skattsvikarar. Lét
hann af þessu tilefni m.a. þat
orð falla, að blaðamannastétt
Islands væri verst menntaða
stétt þjóðfélagsins.