Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 1
Slöngur — Bairkar — Tengl SAAIÐ Kópavogi ^ 36. tölublað—Sunnudagur 12. febrúar 1978 —62. árgangur Unnið að borun undir Þyrilskiifi Ásatrúar- söfnuðurinn svo til kven- mannslaus — en kvenfólk í meirihluta i öðrum sértrúarsöfnuðum JH — Þeir mega heita stjörnu- kvenmannslausir i Asatrúar- söfnuðinum. Þar hafa 58 full- orðnir karlar ekki nema sjö konur sér við hönd, og segir það til sin i viðkomunni, þvi að aðeins þrir eru þar yngri en fimmtán ára. Annars staðar er betur búið, þvi að i svo til öllum sértrúarsöfnuðum eru konur til muna fleiri en karlar. Aberandi er þessi munur hjá aðventistum og hvitasunnusöfnuöi og Sjönar- hæðarsöfnuði, sem annars er fá- liðaðastur allra safnaða á land- inu með sextiu alls innan vé- banda sinna. Þeir, sem eru aðventistar, i hvitasunnusöfnuði eða játa kaþólska trú, skera sig úr að þvi leyti, að þeir hafa verið blessað- ir með fleiri börnum en aðrir. Aðventistar eru 664, þar af börn og unglingar fimmtán ára og yngri 256, hvitasunnumenn 652, börn og unglingar 250, og kaþólskir 1487, börn og ungling- ar 470. Vottar Jehóva 290 að tölu standa sig lakar með 87 börn og unglinga. Til samanburðar er, að meðal 2573 manna utan trú- félaga eru ekki nema 557 börn og unglingar. Frikirkjusöfnuðir allir eru heldur á undanhaldi i landinu. Fækkað hefur litið eitt i Ásatrú arsöfnuði, Sjónarhæðarsöfnuði og hjá Vottum Jehóva, en kaþólskum mönnum, aðventist- um og hvitasunnufólki fer fjölg- andi. Hið sama er að segja um Bahaísöfnuðinn. Innan þjóðkirkjunnar telst 93% landsmanna, 4.2% i fri- kirkjusöfnuðum 1,6% i öðrum söfnuðum og 1,2% utan trúfé- laga. Nýr rafstrengur til Vestmannaeyja HEI — Tekin hefur verið sú ákvörðun að leggja i ágúst I sum- ar á vegum Rafmagnsveitna rikisins nýjan rafstreng til Vest- mannaeyja. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri, sagði þenn- an nýja streng hafa 25 megavatta flutningsgetu en sá,sem fyrir er flytur 10 megavött. Spennan er sú sama þ.e.a.s. 33.000 volt. Lagningu þessa strengs er fyrst og fremst flýtt áf öryggis- ástæðum. Þó gert sé ráð fyrir að sá strengur sem fyrir er muni anna fhitningsgetu næstu tvö ár, þá hefur hann margsinnis oröið fyrir hnjaski og þvi litiö öryggi i honum einum fyrir svo mikinn út- gerðarstað sem Vestmannaeyjar og þvi hefur þessi ákvörðun um nýjan streng verið tekin. Kristján sagði einnig aö sam- kvæmt orkuspá ætti orkuþörf Vestmannaeyja að vera fullnægt fram undir aldamót með þessum framkvæmdum. Heita vatnið aðeins stein- snar frá hvalstöðinni Að undanförnu hefur verið borað með hinum álitlegasta árangri eftir heitu vatni við hvalstöðina undir Þyriiskiifi, þar sem engan grunaði til skamms tima, að heitt vatn leyndist, enda þótt berg- myndanir i nágrenni kunni að benda til þess, að þar hafi ein- hvern tima jarðhiti verið. Til borunarinnar var valinn staður neðan þjóðvegarins rétt ofan við bryggju hvalstöðvarinn- ar og ekki nema steinsnar frá bræðslunni. Verði lokaárangur borunarinnar á þann veg, er vona má, getur þessi heita uppspretta á hlaði hvalstöðvarinnar gull- náma heitið, svo fremi sem fram- hald verður á hvalveiðum hér við land. Eins og greint var frá i siðasta sunnudagsblaði hefði rafvæðing hvalstöðvarinnar kostað stórfé, enda þótt háspennustrengurinn út á Grundartanga liggi rétt hjá henni. Vegna þess hve spennan á honum er há, hefði orðið að kosta upp á afardýr úttaksmannvirki eða leggja þangað nýja linu með lægri spennu. Þetta hvort tveggja hefði verið afardýrt. Nokkurt umtal hefur orðið um það, að Akranesbær kynni að geta fengið heitt vatn af þessum slóð- um. Tæpast mun þó verða horfið að þvi ráði, þvi að ekki eru likur til þess, að ódýrara sé að sækja heitt vatn, þótt nóg yrði af þvi, inn að Þyrilsklifi heldur en eiga hlut- deild að þeirri hitaveitu, sem um hefur verið rætt i samvinnu við Borgarnes og Hvanneyrarhverfi. Hitt gæti hugsazt að heitt vatn sé i jörðu viðar á þessum slóðum, og þá til dæmis utar á Hvalfjarðar- strönd. En þar er vitaskuld ekki á visan að róa, þótt vel hafi tekizt til á þessum stað. Fyrstu kcrunum hefur verið lokað i Alverinu i Straumsvik, en það er þáttur I þeim mengunar- varnarframkvæmdum, sem byrjað hefur verið á i verksmiðjunni. Timamynd Gunnar. * Alverið í Straumsvik: Meö slikan útbúnað ganga menn nú I Alverinu til varnar þvi mengaða andrúmslofti sem þar er. Timamyndir Gunnar Fyrstu kerunum lokað JB — Það var gefin út áætlun um mengunarvarnir i Alverinu i fyrra, og er miðað að þvi að þeim framkvæmdum, sem þar er gert ráð fyrir verði lokið fyrir árslok 1980, sagði Ragnar Halldórsson forstjóri er blm. innti hann eftir þvf hvað mengunarvörnum i -verksmiðjunni liði. Sagði Ragnar, að þarna væri um að ræða að breyta kerunum, 1 dag ræöir VS. viö Skeggja Samúelsson, járnsmiðameist- ara i Reykjavik. Skeggi er Strandamaður að uppruna, af svokallaðri Ormsætt, en þar hafa löngum verið góðir smið- ir. Þetta sannast á Skeggja, þvi að hann er þjóðhagasmið- ur og völundur i höndum á hverju sem hann snertir. Greininni fylgja margar myndir af smiðisgripum Skeggja, en þó er þar aðeins um að ræða litinn hluta verka hans, þvi að.þau eru dreifð viða. sjá bls. 18-19 .e. að loka þeim i stað þess að afa þau opin. Þegar hefur fyrstu kerunum verið breytt á þennan hátt, en áformað er að búið verði að ioka fjörutiu kerum af tvö hundruð og áttatiu og tengja þau við hreinsistöð, fyrir næstu ára- mót. Byggir þetta fyrirkomulag á þvi, að I stað þess að vera hliðar- þjónuð eins og nú verða kerin nú miðþjónuð og virkar það þannig blæstrinum frá þeim er beint inn i hreinsistöðvar þar sem hann er hreinsaður áður en hann sleppur út I andrúmsloftið. Og að þvi er Ragnar sagði, verður þá mengun- in hverfandi. Þá sagði Ragnar, að burtséð frá þvi hve miklar varnir þetta hafi gegn mengun frá ver- inu, hefði þetta i för með sér mik- inn efnissparnað, þar sem þegar þessum lokuðu kerum hefur verið komið upp eru flúorsamböndin eða raflausnarefnin sem ella slyppu út i andrúmsloftið, endur- notuð. Þá má geta þess, að i kostnað- aráætlun er gert ráð fyrir þvi, að sjö og hálfur milljarður fari i framkvæmdina i heild. Á Júlíus Sólnes innistæðurnar í Danmörku? Eins og fram hefur komið var Jón Sólnes alþingismaður, borinn þeim sökum i Dagblað- inu að eiga verulegar fjárhæð- ir I banka i Danmörku, án þess að hafa gert grein fyrir hvern- ig sú innistæða er til komin. Sá orðrómur gengur nú, að inni- stæðan sé ekki á nafni alþing- ismannsins né eiginkonu hans og hefur Timinn nokkuð ör- uggar heimildir fyrir þvi, að hér hafi nöfnum verið ruglað og að eigendur tittnefndra reikninga séu Július Sólnes verkfræðingur og kona hans. Július dvaldi ásamt konu sinni i 12 ár i Danmörku við nám og siðar störf og áttu þau hjón húseign i Kaupmanna- höfn, er þau seldu þegar þau fluttu til Islands, og gætu þau umsvif skýrt gjaldeyriseign- ina erlendis. Timanum tókst ekki að ná sambandi við þá Jón eða Júli- us i gær til að fá staðfestingu á hvort hér er fariö með rétt mál.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.