Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 12. febrúar 1978 Að loknum prófkj örum Nú styttíst óöum timinn til tvennra kosninga til alþingis annars vegar og til bæjar- og sveitarstjórna hins vegar. Að þessu sinni hafa þrir stjórn- málaflokkar látið bindandi prófkjör eða skoðanakannanir ráða að miklu leyti skipan framboðslista sinna. Hinn yfir- lýsti tilgangur með þessari að- ferð er sá að stuðningsfólk þess- ara flokka geti haft úrslitaáhrif á það hverjir fari með umboð þess á alþingi og i bæjar- og sveitastjórnum. Hér liggur þvi til grundvallarekki aðeinsmikil sanngirni heldur einnig mjög svo lýðræöislegur hugsunar- háttur. Málið er þannig ósköp einfalt, allt er slétt og fellt, til- gangurinn augljóslega af hinu góða og enginn sómakær og heiðviröur maöur maður lætur sér til hugar koma að berjast gegn sanngirni og lýðræði. Tals- menn prófkjara og skoðana- kannana eru þannig málsvarar réttlætisins og áhrifavalds fólksins þeir eru vel vopnum búnir og hafa rétt spil á hendi. Frelsi og lýðræöi eru nánast helg hugtök og hafin yfir skil- greiningu. Allt er það gott sem i þeirra nafni er gert. Það er ekki ætlunin með þvi sem hér fer á eftír að varpa nokkurri rýrð á þessi framan- greindu sjónarmið út af fyrir sig. Hins vegar getur það verið háskalegt að einfalda málin um of fyrir sér, jafnvel lýöræöið sjálft er ekki án sinna ann- marka og eins er þvi farið um flest það, sem framkvæmt er i nafni þess. Prófkjörin og skoðanakannanirnar hafa orðið mönnum góö reynsla, sem vert er að byggja á og draga lærdóm af svo að áhrifavald fjöldans megi einnig hér verða tfl efling- ar heilbrigðari stjórnfnálabar- áttu og þannig lýðræðinu raun- verulegur styrkur. "Reynslan og lærdómurinn er sennilega ein- asta gagnsemi nýafstaðinna prófkjara og skoðanakannana vegna komandi kosninga. En það er auðvitað þó nokkuð og ko star fórnir eins og f lest annað. —°— Hugmyndafræði undir- staða fylgis við flokka. Þegar litið er til undan- genginna prófkjara og skoðana- kannana horft á niðurstöður þeirra og skyggnzt inn í þá hat- römmu og oft næstum siðlausu baráttu sem háð hefur verið er erfitt undan þvi að komast að velta fyrir sérhvert ætti aö vera eðli og inntak heiövirörar stjórnmálabaráttu, er ein getur sem slik styrkt lýðræðið og i raun tryggt áhrifamátt fjöldans um markmið og leiöir. Það ætti að vera stjórnmála- legt grundvallaratriði að stuðningur fólksvið stjórnmála- flokka byggöist á afstöðu þess til þeirrar hugmyndafræði, sem viðkomandi stjórnmálaflokkur ’ er reistur á. Þetta er raunar al- ger undirstaða heilbrigðra skoðanaskipta og eðlilegrar stjórnmálabaráttu er treysti lýðræðið. Menn hafa um það að velja hvort þeir vilja styöja nánast óheft einstaklingsfram- tak á nær öllum sviðum eöa þá sterkt miðstjórnarvald með for- sjá ábyrgð og leiðsögn fyrir fólkið eða þá enn hæfilega rikis- forsjá og samvinnu um stór verkefni er skapi þess utan viöráðanleg verkefni frjálsu einkaframtaki. Eðlilegt er að menn greini á um þaö hvað af þessu sé heppilegast til vel- farnaðar viö þekkt skilyröi og aðstæður i okkar landi, og ekki þurfa menn að hafa á þessu sömu skoöun frá vöggu til grafar. Sú ábyrgð hvílir á stjórnmálaflokkunum, þótt þeir verði eölilega oft að fallast á málamiðlun að þeir séu trúir grundvallarsjónarmiðum þeim er s jálfstæð tilvera þeirra bygg- ist á, hafi þann manndóm til að bera að þora að standa með þeim eða falla en haldi ekki i völdin ein saman valdanna vegna á kostnað uppruna síns. Það verður að láta stuðning fólksins ráða þvi hyerju sinni hver áhrif stjórnmálastefna getur haft á uppbyggingu og skipan þjóðfélagsins. Þetta er undirstaöa eölilegrar stjórn- málabaráttu og hornsteinn að lýðræöinu sjálfu. Slik barátta skapar traust, vekur áhuga og hvetur fólk til virkrar þátttöku i stjórnmálastarfi. Hún gerir m.ö.o. stjórnmálin aðlaðandi og áhugaverð fólkinu sem flest er i eðli sinu heiðvirt og sanngjarnt og vill leggja sitt af mörkum til þess að skapa þjóðfélag sem sé gott og réttlátt svo hver megi una sinum hag enda engum akkur i þvi að hiunníara náung- ann þegar öllu er á botninn hvolft. -0- Hver á að vera úrslita- aðilinn? Hér er auðvitað ekki verið að segja neitt þaö sem menn ekki i raun vita eða ætti ekki a.m.k. að vera fulljóst. En þetta er sett fram vegna þess að þvi aðeins að málum sé svo skipað sem að framan er lýst eru stjórnmál yfirleitt eitthvað annað en af- skræmi og þvi aöeins prófkjör markverður hluti stjórnmála- starfsemi en ekki grátbroslegur skripaleikur. Það ætti að vera ákvörðun hinna raunverulegu og virku stuðningsm anna hverrar stjórnmálastefnu hverjir velj- ast tíl þess að fara með umboð hennar jafnt á alþingi og I bæjar og sveitastjórnum, þeirra einna og engra annarra. Heilbrigöari st jórnmálastarfsemi myndi fjölga virkum flokksmönnum þannig að fáir stuðningsmenn stjórnmálastefnunnar þyrftu að standa utan við lokað prófkjör og þeir sem sæti hlytu á fram- boðslista vissú bæði i hvaða félagsskap þeir væru með öðrum þeim er á listanum væru með hvaða umboö þeir raun- verulega færu um hvað þeim væri ætlað að standa vörð og hvað þeim væriætlaðað berjast fyrir. Með þessu er þvi haldið fram að prófkjör eða skoðanakönnun sé lýðræöisleg og sanngjörn að- ferð við val á frambjóðendum. En á það er bent að hið raun- verulega stuðningsfólk viðkom- andi stjórnmálastefnu sé úr- slitaaðilinn en ekki aðrir ef þessi leið á aö vera hluti af eðli- legu stjórnmálastarfi. A það er einnig bent hvernig stjórnmála- flokkarnir sjálfir geta komið þvi til leiðar að sem fæstir stuðningsmanna standi utan flokksstarfseminnar og taki þannig ekki þátt i starfi sem þeim næstum þvi ber skylda til ogsem þeirmynduflestír sinna, ef þeir greindu vel mismun um markmið og leiðir. Séu prófkjör og skoðanakannanir ekki fram- kvæmanlegar með þessum hættí væri það helzt til ráða sem bent hefur verið á aö prófkjör færu fram samtimis hjá stjórn- málaflokkunum eða þá að stuðningsfólk hinna einstöku þeirra veldi sér umbjóðendur i kosningunum sjálfum af óröðuðum framboðslista eins og tíllaga hefur komið fram um og er til athugunar nú á Alþingi. Prófkjör með öðrum hætti en þessum er tæplega neitt annað en einskonar prologus að þeim farsa sem alltof lengi hefur verið leikinn og það oft af ótrú- legri snilli og innlifun á sviði stjórnmálanna. Samhengiö varðar jafnan miklu og það leiðir um siðir til ófarnaðar aö sjá það hvorki né skynja hvort heldur nú það er óvitandi eða ekki. —0— Ókostirnir við prófkjör Þegar nú skal vikið að nýaf- stöðnum opnum prófkjörum og skoðanakönnunum á auðvitað engin alhæfing við. Þau hafa náttúrlega tekizt misvel i allri framkvæmd og vissulega hafa þauþann kosteins og núháttar i stjórnmálum að engir stuðningsmenn þurfa að standa utan þeirra, þótt þeir séu ókunnir vegna afskiptaleysis af stjórnmálastarfsemi einhverra hluta vegna. Hins vegar eru ókostír þessarar aðferðar svo margir, aö hún getur ekki telizt nein frambúðarlausn hvorki frá sjónarmiði sanngirni eða lýö- ræðiskenndar enda þótt ekkert tjái að fárast um oröinn hlut. Kannski er höfuðókosturinn viðopnu prófkjörin sá að marg- ir góðir og gegnir menn er gætu unnið þjóðinni ómetanlega á opinberum vettvangi fást ekki til þess að gefa kost á sér til þátttöku i þessum prófkjörum. Margir slikir eru I eðli sinu hlé- drægir,auglýsalittsjálfa sig og hvorki kunna né heldur sætta sig við þær aðferöir sem nú virðist þurfa aö viðhafa til þess að ná viðhlitandi kjörfylgi peg- ar stjórnmálaáhugi er i lág- marki og ekkert gagnar nema áköf smalamennska 200 simar og annað það sem ekki er endi- lega prenthæft. Þessi opnu próf- kjör verða þvf fyrst og fremst leikvangur hinna pólitisku at- vinnumanna sem allir hafa með einhverjum hætti á bak við sig kliku, Muta af flokkseigenda- félagi og flokksmaskinu I ein- hverri mynd hvað sem liður yfirlýsingum sumra þeirra um hiö gagnstæða. Baráttan hér snýst þvi meira um sjálfs sins ytra gulls igildi en stjórnmálin stjórnmálanna vegna og er raunar þessum mönnum ekki annað en hluti af þvi gildismati sem nú rikir með þjóðinni og leikur hana verr en flest annaö. Hinn aðalókosturinn er sá aö þeir sem sæti hljóta á framboðs- lista eftir niðurstöðum opinna prófkjara eða skoðanakannana vita tæplega fyrir hverra tíl- stuðlan þeir eru á framboðslist- ana komnir. Þeir gera sér einnig varla fulla grein fyrir þvi i hvaða félagsskap þeir eru þar með öörum þeim, sem á listan- um eru enda þótt allir eigi þeir að heita stuðningsmenn sömu stjórnmálastefnu. Menn geta verið á listann komnir fyrir áhrif annarra stjórnmála- flokka, trúarfélaga eða iþrótta- félaga svo nefnt sé af handahófi, i eðli sinum hin ágætustu félög en eru hins vegar af mjög svo augljósum ástæðum ekki óskipt i stuðn ’’ við ákveöna stjórn- málasteti. og raunar hin fýrst töldu i algerri andstööu eðlis málsins samkvæm Siðleysi kosningabaráttunnar skiptir i' sjálfu sér miklu minna máli þótt ekki teljist það til kosta. Hitt er alvarlegra aö opnu prófkjörin verða athafna- svæði óprúttinna manna til þess að fá útrás fyrir miður góöar mannlegar hvatir sinar og væru betur teknar út á einhverjum þeim vettvangi þar sem barátt- an sjálf og úrslitin vætu ekki jafn afdrifarik. Siðleysið kemur ekki hvað si'zt fram i þvi hvernig menn reyna að notfæra sér fyrirkomulag prófkjaranna. Það er sorglegt að sjá nöfn ágætra frambjóðenda notuð til þess eins að atkvæðaseðill sé gildur en ekki til þess að votta þeim raunverulegt traust. Þegar talað er um, að menn gangi til prófkosninga með sér- stöku hugarfari er það rétt Ut af fyrir sig og raunverulegt stuðningsfólk stjórnmálastefn- unnar skilar ekki atkvæðaseðl- um i þessari mynd. Það gera hinir og þvi er fjöldi hinna framanlýstu seðla nokkur vit- neskja um úrslitaáhrifin en þeir eru jafnframt talandi dæmi um hugsunarhátt sigurvegaranna hinna prúðu og fórnfúsu riddara hreinsunardeildanna en gallinn auðvitað sá að slfkur hugsunar- háttur afhjúpar manninn þvi hann er innrætið sjálft og það máist ekki af, þótt prófkjörinu sé tokið. Upplausnarþjóðfélag með afstæða velmegun Vandi lýðræðisins er marg- vislegur. Þaö er á ytra borði veikt stjórnarform en styrkur þess liggur fyrst og fremst I þvi að það er i fullu samræmi viö mannlegt eðli. Sú ábyrgð hvilir á herðum okkar allra að styrkja lýðræðið. Hver er sjálfum sér næsturog I raun ekkert óeðlilegt að menn láti sig mestu varða eigin velferð og sinna nánustu. En innst i hjarta sinu óska fæst- ir öðrum ófarnaðar i lfinu þótt ekki væri nema af þeirri eigin- girni að velferð okkar hvers og eins er i rauninni bezt tryggð meðvelliðan fjöldans. Fávislegt væri að halda þvi fram að fólkið hefði engin áhrif á framvindu mála Ilandinu. Raunar gæti það miklu fremur orkað tvimælis hver stjórnar eða hvort nægj- anlega sé stjórnað yfirleitt. Veikleiki okkar liggur kannski ekki hvað sfzt i þvi, að fólk greinir ekki lengur hvar það á heima á stjórnmálasviðinu og þekkir ekki lengur málsvara þeirrar stefnu er það vill veita brautargengi. Við getum um það deilt hvort stjórnmála- flokkarnir hafi brugðizt eða þá við sjálf en útkoman hefur alla- vega orðið nokkuð furðulegt stjórnmálasviðþar sem fjöldinn hefur oft þau áhrif sem eru and- stæð þvi sem hann raunveru- lega vill. Niðurstaðan af þessu er svo okkar þjóðfélag þar sem upplausnin gerir velmegunina ærið afstæða. Þetta liggur til grundvallar þeim tilburðum, sem nú farafram á stjórnmála- sviðinu m.a. i mynd opinna prófkjara og skoðanakannana. Enda þótt við vitum að virk þátttaka fólksins sjálfs og trú- mennska umbjóðenda þess við grundvallarskoðanir og stefnu- mið sé alger undirstaða vel- ferðar i lýðræðisþjóðfélagi og hið einasta sem tryggir heil- brigða baráttu og skoðanaskipti og jafnframt hið eina sem tryggir raunverulegan áhrifa- mátt fjöldans kjósum við aö varpa þessu frá okkurtilþess að geta haldið leiknum áfram. Við stöndum frammi fyrir óðaverð- bólgu verðlausum gjaldmiðli og margvislegri siðspillingu sem fylgir eðlilega þvi upplausnar- ástandi sem stjórnmálaleg óreiða sjálfra okkar og umbjóð- enda okkar m .a., fyrfr okkar til- stuðlan hlýtur aö skapa. Undir slikum kringumstæðum reynir fyrst og fremst á þaö að menn sýni manndóm ef snúa á hlutun- um til betri vegar. Menn þurfa að sýna ábyrgð og festu ekki aðeins i svip og orðum heldur i athöfnum og kunna að falla eða standa með sæmd og reisn. Þetta er hins vegar svolitið er- fitt sérlega vegna þess að það útheimtir nokkra hugsun, tillit- semi og smfélagskennd er gæti spillt værö þeirrar velliðunar er mönnum finnast þeir nú njóta frá degi til dags og sem aliir aðrir en þeir sjálfir eiga að sjá um að vari að eilifu. Hitt er miklu þægilegra og einfaldara Framhald á bls. 35

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.