Tíminn - 12.02.1978, Side 7

Tíminn - 12.02.1978, Side 7
Sunnudagur 12. febrúar 1978 aaÍM'í'l' TímamyndirGE Sviðsmynd er eftir Gunnar Bjarnason og búninga teiknaði Guðrún Svava Svavarsdóttir. Þj óðleikhúsið frumsýnir örlagaþrunginn harmleik Ödipus konung eftir Sófókles, sem uppi var á 1. öld f.Kr. Flosi Ólafsson, Bjarni Stein- grimsson, Sigmundur Orn Arngrimsson, Klemens Jónsson og Eyvindur Erlendsson. Þá koma fram nokkur börn og hópur leiklistarnema. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta skipti, sem Odipus konungur er sýndur hérlendis og reyndar fyrsti griski harmleikurinn, sem ÞjóWeikhúsiö ræðst i að sýna. Eina griska leikritið, sem áður hefur verið sýnt hér, var gaman- leikurinn Lýsistrata eftir Aristófanes. Leikfélag Reykja- vikur sýndi hins vegar fyrir nokkrum árum annað leikrit Sófóklesar, Antigónu, einnig i þýðingu Helga Hálfdánarsonar og undir stjórn Sveins Einarssonar. Sófókles (496 — 406 f.Kr.) er einn þriggja frægustu harm- leikjahöfunda frá blómaskeiöi griskrar leikritunar (auk Æskilosar og Evripidesar). Sófókles samdi á annað hundrað leikrit en einungis 8 þeirra hafa varðveitzt. Þekktust þeirra eru Þebu-leikirnir svonefndu: Odipus konungur, Odipus i Kólonos og Antigóna. Þessi þrjú leikrit eru samfelld að efni, en hvert um sig þó sjálfstæð verk, enda eru þau ekki samin sem reglulegur þri- leikur. Frá leikritum og leiksvið- um Forn-Grikkja liggur óslitinn ferill fram til vorra daga. Leikritið, sem Þjóðleikhúsiö sýnir nú, fjallar um Odipus kon- ung, sem veröur fyrir þeirri spá- sögn að hann eigi eftir að drepa föður sinn og ganga að eiga móð- ur sína. (Þar af er dregið hugtak- ið Odipusarkomplex i sálfræði.) Ekki skal efni leiksins rakið nán- ar, en þar er sú hugmynd sem út- listar að enginn ráði örlögum sín- um. Þaö er stefna Þjóðleikhússins aö sýna á ári eitt sigilt leikrit, sem ekki hefur veriö flutt áður hér á landi, og virðast leikhús- gestir kunna vel að meta hana. 1 fyrra varð Lér konungur eftir Shakespeare fyrir valinu. Kennarar og skólanemendur hafa sýnt þessari sýningu Þjóð- leikhússins áhuga og viljaö fá þýðingu Helga Hálfdánarsonar undir hendur. Mál og menning hefur látið gefa leikritið út og kemur það I verzlanir frumsýn- ingardaginn. Frumsýningin á Odipúsi kon- ungi verður föstudagskvöldið 17. febr. kl. 20 og 2. sýning sunnu- dagskvöldið 19. febr. kl. 20:30. Gunnar Eyjólfsson sem ödipus konungur. Á föstudagskvöld i næstu viku (17. febr.) verður frumsýning i Þjóðleikhúsinu á ödipusi konungi eftir Sófókles I nýrri, áður óbirtri þýðingu Heiga Hálfdánarsonar. Þessi forngriski harmleikur hefur ekki verið fluttur áður hériendis en hann er talinn meðal öndvegis- verka leikbókmenntanna og reyndar þekktasta leikrit höfund- ar. Helgi Skúlason leikstýrir verkinu, leikmynd er eftír Gunn- ar Bjarnason og Guðrún Svava Svavarsdóttir gerir búninga. Titilhlutverkið, ödipus konung leikur Gunnar Eyjólfsson, Jóköstu drottningu leikur Helga Bachmann og Kreon, bróður hennar Rúrik Haraldsson. Yfir 30 manns koma fram I sýn- ingunni,þará meðal ýmsir helztu leikarar Þjóðleikhússins. Valur Glslason leikur Teiresias spámann, Ævar R. Kvaran prest, Þorsteinn O. Stephensen, Báldvin Halldórsson og Hákon Waage eru einnig I mikilvægum hlutverkum og er þá ótalinn 12 manna talkór undir forystu Róberts Arnfinn- sonar. Aðrir i kórnum eru Krist- björg Kjeld, Þóra Friöriksdóttir, Herdls Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Helga Jónsdóttir, Helga Bachmann — Jókasta drottning. Róbert Arnfinnsson stjórnar 12 manna talkór.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.