Tíminn - 12.02.1978, Page 11

Tíminn - 12.02.1978, Page 11
Sunnudagur 12. febrúar 1978 Tómókó I fangi móöur sinnar skömmu áður en hún dö. Hún var 234. fórnarlamb kvikasilfurseitr- unarinnar frá efnaverksmiðjunni i Minimata. öldurnar risu enn hærra. —Þessir fjöldamorðingjar létu sér ekki fyrir brjósti brenna að kæra okkur fyrir að tefla lifi barnanna i tvisynu, sagði Yóshió UemUra. Þeir létu reisa járngrindur umhverfis skrif- stofubyggingarnar og læstu sig þar inni, svo að næmum tilfinn- ingum þeirra væri ekki ofboðið. Og þeir æstu svokallaða trún- aðarmenn verkaljíðsfélagsins i verksmiðjunum gegn okkur og fengu meira að segja ótinda glæpamenn i lið með sér. Það var ráðizt á okkur, og við vorum barin til óbóta, foreldrar þess- ara barna. En við gátum ekki gefizt upp, Ur þvi sem komiö var. Það var að duga eða drep- ast. Og nU var ekki aðeins hlustað i Japan. Þetta var orðið mál, sem allur heimurinn lét til sin taka. 1 júnimánuði 1972 var af- ráðið, að Tómókó og móöir hennar færu til Stokkhólms til þátttöku i' umhverfisráðstefnu Sameinuöu þjóðanna. Það fórst þó fyrir. Móðurinni snerist hug- ur á siðustu stundu, þvi að hún óttaðist að dóttirin myndi ekki þola svo langa flugferð. 1 stað- inn kom Shinibó, barn eins ná- grannans. Ári siðar var kveðinn upp dómur i KUmamotó. Þá gerðist það, sem óhugsandi hafði verið taliðnokkrum árum fyrr. Efna- verksmiðjan var dæmd til þess aögreiðaum fimmtán milljónir króna i bætur til þeirra einstakl- inga, er harðast höfðu orðið Uti, hvers um sig. — Við náðum þvi markmiði sem við höfðum upphaflega sett okkur, segja UemUrahjónin. En samt sem áður fannst okkur það ekki sigur, þegar til kastanna kom. Það, sem yfir Tómókó hafði gengið, varð ekki bætt með peningum, hversu miklar fúlgur, sem lagðar voru á borð- ið. Og rikisstjórnin og eigendur efnaverksmiðjanna höfðu ekki tekið sinnaskiptum. Þeir borg- uðu okkur bæturnar til þess að kaupa sér þögn og frið, en ekki af þvi, að þeir iðruðust óhæfu- verka sinna. Við vitum nú, að þetta hefur aðeins verið upphaf mikils striðs, og það nægir ekk- ert minna til þess að stöðva eitr- unina og vernda þá, sem litils mega sin, en gagnger hugar- farsbreyting, sem setur þessum kaldrifjuðu gróðahákörlum stólinn fyrir dyrnar. UemUrahjónin byggðu sér nýtt hús á dálitlu hæðardragi fyrir peningana sem þau fengu. Þaðan er fagurt að horfa Ut yfir flóann. Þau fluttust með Tómó- kó í þetta hús á siðasta sumri. Þar sat móðirin eöa eitthvert systkinanna með hana i fang- íngu alla daga undir sólhlif uti i garðinum. — Hverveit nemahúnhafi séð- einhvern agnarlítinn mun dags og nætur? Þess vegna vildum við gert allt, er kunni aö vera henni einhver ánægja. Vafalaust hefur þaö lika veriö fyrir dæmafáa umhyggju og fórnfýsi fjölskyldunnar, að Tómókó lifði svona lengi — náði tuttugu og eins árs aldri. Þegar hún var jarðsett, flutti skáld- konan Michikó Ishimura nokkur minningarorð við gröfina. Hún beiö sjálf tjón af kvikasilfurs- eitrun og hlaut fyrir fáum árum bókmenntaverðlaun þau, sem kennd eru við Magsaysay. Hún sagði: — Þessir forstjórar eru sjúk- ari en þeir, sem urðu kvikasilf- urseitruninni að bráð. Sjáandi sjá þeir ekki, hvilikum hörm- ungum þeir hafa valdið. Heyr- andi heyra þeir ekki þær bænir, sem beðnar eru við beð þeirra, er þeir hafa svipt heilsu og llfi. Heili þeirra er óskaddaður, en samt er þeim um megn að skilja, hvilik ógæfa hefur af þeim stafað. Þeir geta talað, en þeir hafa ekkert að segja viö þá, sem oröið hafa fórnardýr þeirra. Likami okkarhefureitrazt, en það er sálin i þeim sem hefur spillzt. Tómókó elzta dóttir hjónanna Yóshió og Yóshikó Uemúra — hún er dáin. Hún var tuttugu og eins árs, og var 234. fórnarlamb kvikasilfurseitrunarinnar i smá bænum Minimata i Suður-Jap- an. Hún gaf upp andann í falleg- asta silkikímónum sfnum, og það hafði verið málaður roði i kinnarnar á henni og marglit- aðar pappirströnur, tákn ham- ingjunnar, voru allt I kring um hana. Það var venjulegt kvef, sem gerði Ut af við hana. HUn mátti ekki við neinu. — Það var óumræðilegur frið- ur og ró yfir andlitinu á henni, sagði móðir hennar, og mér fannst votta fyrir brosi. Sex grátin systkini stúlkunnar sátu viö banabeðinn, ásamt for- eldrum hennar. Þessi systkini eiga öll henni að þakka, að þau eru heilbrigð. Tómókó var i móðurkviði, þegar eitrunin var sem mest, og fóstrið drakk í sig allt kvikasilfrið, sem komizt hafði i likama móöur hennar, er nærzt hafði á eitruðum fiski. Móðir hennar slapp lika við banvæna eitrun. Það værilöng saga að lýsa öll- um þeim óhugnaði, er orðið hefur hlutskipti þessa japanska smábæjar og fólksins þar siðan 1953. Tómókó hefur verið notuð sem dæmi þess. Um allan heim hafa veriðbirtar af henni mynd- ir. HUn varð aldrei lík öðrum stúlkum. HUn var aldrei nema 114 sentimetrar á hæð og lik- amsþyngdin mest tuttugu og átta pund. — Elsku litla stúlkan min, sagði móðir hennar og gældi við likið. Nú eru sex ár siðan við eignuðumst bók, sem heitir Kviðrista á Japan, og framan á henni er einmitt mynd af Tóm- ókó. Japönsk blöð skrifuðu um þá bók. Þau sögðu, að Tómókó hrópaði af siðum hennar um þau mannréttindi sem frumstæðust væru og sjálfsögðust. Það var rétt, að Tómókó hefur orðið mörgum hugstæð — ekki bara mér. Tómókó fæddist sumarið 1956 og þá var hinn dularfulli farald- ur, sem enginn kunni skil á, magnaðri i Minimata en nokkru sinni fyrr. í litlum húsum fiski- mannanna lá fjöldi fólks á sjúkrabeði, bæði börn og full- orðið fólk. Þetta fólk hafði misst jafnvægisskyn og sumt var gengið af vitinu, og það var hræðilega leikið af krampa. Gleði Uemurahjónanna yfir fyrsta barni sinu varð skamm- vinn. Litla telpan grét nótt og dag og hún óx ekki eins og önnur börn. Hún gat ekki einu sinni lyft höfði tveggja ára gömul. Marga i bænum grunaði þá þegar, að það væri kvikasilfurs- eitrun, sem ætti sök á hörmung- unum. En enginn lét sér til hug- ar koma, að Tómókó hefði orðið fyrir slikri eitrun. HUn hafði ádrei bragðað fisk. — Lömun sögðu læknarnir. Sex ár liðu áður en hið sanna vitnaðist. Visindamenn i Kúma- mótó uppgötvuðu að mörg börn höfðu orðið fyrir eitrun i móður- kviði. Heilafrumur þeirra höfðu skemmzt eða jafnvel eyðilagzt. Chissó hét efnaverksmiðjan sem átti sök á þessu öllu. Kvika- silfri frá henni hafði verið hleypt i skolpræsi, og það hafði siðan eitrað allan fisk i flóanum. Nú tóku eigendur hennar á sig rögg og buðu Uemúra hjónunum að borga þeim skaðabætur, fimmtiu til sextiu þúsund krón- ur i eitt skipti fyrir öll. — Svo tölum við ekki meira um þetta, sögðu forstjórarnir einbeittir á svip. Enginn mannlegur máttur gat orðið Tómókó að liði. Eng- inn læknir i veröldinni gat gefið hennisjón, heyrn,ilman, smeKK eða mátt til þess að hræra sig. Enginn gat komið henni til neinnar heilsu. Þetta vissu for- eldrar litlu stúlkunnar. En þau gáfust samt ekki upp. En þau urðu fljótt öreigar. Læknishjálp var dýr og meðulin kostuðusitt. Þau komust i' mikl- ar skuldir við ættingja og vini, sem hlutu undir bagga með þeim. Faðir telpunnar vann átjántil tuttugu stundir á sólar- hring, og hann gat ekki einu sinni leyft sér að hvila sig á sunnudögum. Eitt kom aldrei til mála : Að f leygja Tómókó á ein- hverja stofnun, þar sem vesa- lingum var hrúgað saman. — Það var ekki nema eitt, sem við gátum gert fyrir hana, sagði móöirin, og það var að láta hana njóta. ástar okkar og umhyggju. Sliks hefði hún ekki orðið ^onjótandi I sjúkrahúsi eða hæli. — Það var enginn vegur að leita á náðir dómstólanna, sagði faðirinn. Allt japanska þjóðfé- lagið var á móti okkur. Efna- hagsundrið var aö breiða Ut blómkrónuna og auðæfi voru guðinn, sem allir játuðust. Hon- um varð öllu að fórna.Efnaiðn- aðurinn var þar efstur á stalli, og það var talið til föðurlands- svika að hrófla við honum. Eng- innmátti leggja stein i veg efna- iðnaðarins. En lifið í Minimata var skelfi- legt. Það var svo skelfilegt, að fólkið afneitaði loks guðdómin- um mikla — hagvextinum, gróðahyggjunni, blómguninni. Seytján fjölskyldur, sem orðið höfðu fyrir þyngstum búsif jum, hófu málaferli i örvæntingu sinni, enda þótt bæjarstjórnin og verklýðsfélagið i efnaverk- smiðjunni hótaði þeim öllu illu. Þetta var árið 1968. Slík ákvörðun var stökk út i óviss- una, og fordæmingin dundi á þessu fólki úr öllum áttum. En þvi fannst, að það hefði ekki neinu að tapa. Svo gerðist undrið. Það skip- aðist veður i lofti, og áður en varði hafði Minimatahreyfingin teygt anga sina um allt landið. Það varð sprenging i þeim hug- myndaheimi, sem japönsku þjóðinni hafði verið haldið i sið- an styrjöldinni lauk. t fyrsta skipti fékk fólk að vita, hvað gerzt hafði i raun og veru og hvað yfir vofði á ótal stöðum i landinu. Lögfræðileg rannsókn var aðeins litill þáttur þessarar baráttu. Enginn var svo bjart- sýnn, aðhannbyggist við þvi, að dómstólarnir gengju gegn auö- valdinu. Af opinberri hálfu var fallið frá þvi, að fjallað yrði um ábyrgð þeirra sem áttu efna- verksmiðjuna og eigendur hennar voru nógu auðugir til þessað ráða i sina þjónustu út- lenda sérfræöinga og draga málið á langinn, nær þvi eins og þá lysti. Fólkið, sem átti i höggi við þá, hafði á hinn bóginn ekki efni á þvi að missa daglaun, hvaö þá meira. Þá var það gert, sem þessu fólki fannst sárast: Börnunum var teflt fram. Þau urðu hinn lifandi vitnisburður, er hafður var til sýnis. Tómókó og fleiri börn voru borin i broddi fylkingar i mótmælagöngum sýnd á fjöldafundum, og borin inn I skrifstofur efnaverksmiðj- anna, fundarhús bæjarstjórnar- innar og jafnvel ráðuneytis- skrifstofurnar i Tokió. — Þaðskirrist ekki viðað nota þessi afstyrmi sin til þess að vekja samúð meö sér og beita okkur fjárkúgun, sögðu for- svarsmenn efnaverksmiðjunn- ar og höfðu þó ekki þrek til þess að horfa á það er þeim var sýnt. Þáttur úr harmsögu landi morgunroðans í

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.