Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 18

Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 18
18 Sunnudagur 12. febrúar 1978 Sunnudagur 12. febrúar 1978 19 baö er alþekkt, og kunnara en frá þurfi aö segja, aö eiginleikar okkar, góöir eöaslæmir, ganga aö erföum frá kynslóö til kynslóöar, og vafalaust lengra en nokkur maöur kann aö rekja. Viö vitum sjaldnast hversu tilhneigingar okkar eru komnar til okkar um langan veg, þótt viö á hinn bóginn finnum til skyldleika og likingar viö þá frændur okkar og forfeöur, sem næstir okkur standa i hinni miklu fylkingu kynslóöanna. „Börnin okkar eru börn ættarinn- ar, engu slöur en foreldra sinna,” sagöi vitur kennari viö undirrit- aöan fyrir löngu og vafalaust hefur hann haft mikiö til sins máls. í þeirri ætt eru margir smiðir Þvi eru þessar hugleiðingar festar á blaö, aö maðurinn sem rætterviöaöþessu sinni, er þjóö- hagasmiöur og slikur völundur i höndum, á hverju sem hann snertir, og margir ættmenn hans sömuleiðis, að þar getur ekki veriö um neina tilviljun að ræða. Hér áreiöanlega á feröinni sterk kynfylgja, sem sannarlega er betra meö sér aö hafa en án henn- ar aö vera. „Nytsend, láttu feg- urð i friö,/fegurð, kannastu nyt- semd við,” var einu sinni kveðiö, rétt eins og nytsemd og fegurö væru einhverjar andstæður. Þeg- ar um er aö ræða myndarskap og hagleik i höndum, á þetta ekki viö, þvi aö þar eru feguröin og nytsemdin systur, sem vinna saman, en ekki hvor gegn ann- arri. Nú er þessi formáli oröinn nógu langur. Viö erum setzt inn i stofu hjá Skeggja Samúelssyni járn- smið, aö Skipasundi 68 i Reykja- ik, og við skulum nú heyra, hvaö hann hefur að segja. — Þú ert Strandamaöur aö upp- runa, Skeggi? — Já, þaö er rétt. Ég fæddist i Miðdalsgröf i Tungusveit viö Steingrimsfjörð I Standasýslu og ólst þar upp fram um tvitugsald- ur. — Var þar ekki bæöi landbún- aöur og sjósókn? —Jú en samt er Miðdalsgröf dal jörð, en ekki sjóarjörö, og meira aösegja talsvert drjúg leiö til sjá- var. Mér hefur verið sagt, aö i gamla daga hafi menn fariö með lóöirnar heim aö kvöidi stokkaö þær upp og beitt þær og farið svo meö þær á bakinu um nóttina, þegar haldiö var i næsta róöur. Þetta má kalla harösótt, þvi aö þótt leiöin sé ekki ýkjalöng, verður hún þó naumast gengin á skemmri tima en þrem stnndar- fjóröungum, og þaö er óþægileg viðbót viö dagsverkiö, ekki sizt, þegar menn bera byröi aö auki. —Rerir þú þarna á uppvaxtar- árum þinum? — Nei, ég var landkrabbi i æsku, og reri aldrei þarna heima, en eftir að ég var kominn fram yfir fermingaraldur, fór ég i ver- iö, eins og algengt var um ungl- Hér skoöar Skeggiskáp, sem hann hefur smföaö og skoriö út, hvort tveggja af miklum hagleik. Hann er aö sýna okkur höföaletriö á milli huröanna. Uppi á skápnum er klukka, sem Skeggi hefur lfka smlöaö, þaö er aö segja kassa hennar, en ekki gangverkið. Tlmamynd Gunnar. ingsstráka á þeim árum. Ég var þá I svokallaðri Ormsbúö á Kirkjubóli viö Steingrimsfjörö og sömuleiöis á Smáhömrum, hjá Guöbrandi Björnssyni. — Faöir þinn hefur veriö bóndi i Miödalsgröf? — Já. Móöir min var fædd þar. Þau voru skyld foreldrar minir, og bæöi af Ormsættinni, en þar hafa löngum veriö margir smiöir. Móöir mindóáriö 1901. Pabbi bjó þá meö ráöskonu um eins árs skeiö en áriö 1902 hætti hann bú skap, en við búinu tók systir min, sem gifti sig þaö ár. Þau ungu hjónin, bjuggu svo i Miðdalsgröf til 1912 ogég ólstþarupp hjá þeim þann tima, en 1912 drukknaði þessi mágur minn i fiskiróðri ásamtfélögum sinum, þegar bát- ur þeirra fórst. Þau gáfust ekki upp Nú var systir min oröin ekkja, ungaö árum, enhún hætti ekki að búa. Pabbi hjálpaði henni viö bú- skapinn, og svo uxum viö upp, strákarnir. Hún haföi eignazt fjóradrengi meö manni si'num og eina telpu, en einn drenginn missti hún ungan tveim árum eftir aö maður hennar drukknaði. ,,Þetta hefur verið gaman’ ’ — Spjallað við Skeggja Samúels- son járnsmíða- meistara Tveir kassar meö renniloki, annar alistór, hinn mjög litill. Hjá þeim lúrir Slamsköttur, afar fallegur Tlmamynd Gunnar Listamaöurinn aö störfum. Hann situr sjaidan auöum höndum, þó aö æviárum hans sé tekiö að fjölga. Tfmamynd Gunnar. Þaö var þannig talsvert liö, sem var aö alast upp á bænum, dreng- ir hennar stækkuðu og uröu fljótt duglegir aðhjálpa til.svo aö heita mátti, aö allt gengi vandræða- laust hvaö búskapinn snerti, þótt auðvitaö þyrfti mikiö aö vinna — ogekki var rikidæmið. Þessi syst- ir min hét Elin. Hún giftist seinna. Ariö 1921 hætti hún bú- skapnum, fluttist til Isafjaröar og átti lengi heima þar. — En faðir þinn hefur ekki kvænzt eftir lát móöur þinnar? — Hann gekk ekki i hjónaband, en bjó lengi meö ráöskonu og eignaöist meö henni þrjú börn. Þessi þrjú hálfsystkin min eru öll álífi, tvær dæturogeinnsonur, en alsystkin min eru öll dáin. Viö vorum fjórtán alsystkinin, en tveir bræöur minir dóu ungir, annar sextán ára en hinn um tvi- tugt. Þaö voru berklarnir — hviti dauðinn — sem varð þim báðum aö aldurtila. Móöir min dó, þegar yngsti bróöir minn fæddist. Hann var siöan alinn upp hjá Jóni Þóröar- syni i Hvitadal og þar meö upp- eldirbróöir Stefáns skálds. Þessi bróöir minn hét Jón Ólafur. Þeg- ar hann dó, orti Stefán frá Hvita- dal um hann gullfalleg eftirmæli. Veran á Hvanneyri var bæði skemmtileg og lær- dómsrik — Næst Iangar mig aö heyra um þaö þegar þú sjáifur hleyptir heimdraganum og fórst aö lita aö ráöi i kringum þig I veröldinni. — Já, það er nú þaö. Einhvern veginn komst ég öll æskuár min á enda án þess aö fara nokkurn tima i barnaskóla. Mér voru fengnar námsbækur og sagt aö læra þær,og það geröi ég. En mig langaði til þess aö læra smiöar. Pabbi var ágætur smiöur, bæöi á tré og járn, og ég hafi frá upphafi vanizt þvi, aö menn smiöuöu þá hluti sem þá vanhagaöi um hverjusinni. Þegar ég fór aö leita fyrir mér um smiöanám, kom fljótt i ljös, að ég átti kost á aö komast að lærlingur i skipasmiö- um, en ég var ekkert hrifinn af þvi, mig langaöi að læra hús- gagnasmiðar. En sá var ljóður á, aðmér tókst ekki aö komast neins staðar að i þeirri grein. Um þessar mundirvar einn ná- af samstarfi þeirra lagöi um okk- ur alla, nemendurna. Þá urðu menn að ganga í öll verk. — Hvernig gat búnaðarnámiö komið smiö aö gagni? — Á Hvanneyri var mjög mikiö kennt i greinunum þrem: stærö- fræði. Eölisfræði og efnafræöi. Þetta kom aö mjög góöum notuö viö smiöarnar, og þaö svo,aö ég gat oft rekiö þá á stampinn, sem töldust sérfræöingar í handverki sinu. Kennararnir á Hvanneyri, þeg- Tímamynd Gunnar. ar ég var þar, máttu allir heita einstakir snilidarmenn, hver á sinn hátt. Þar var fremstur i flokki skólastjórinn, Halldór Vil- hjálmsson, og svo Pálarnir, sem viö kölluöum gjarna svo, Páll Zóphóniasson og Páll Jónsson frá Einarsnesi. Þaö var ekki einasta að þeir væru frábærir kennarar, heldur var sambandiö ámilli þeirra svo gott, aö birtuna Skeggi Samúelsson. granni minn, Halldór Jónsson i Tröllatungu, aöhvetja okkur alla, strákana í grenndinni, til þess aö fara á bændaskólann á Hvann- eyri. Ég var einn þeirra sem hann ræddi viö, og ég ákvaö aö fara aö Hvanneyri.Þaö var þannig aiger lega þessum ágæta nágranna minum aö þakka, að ég fór út i heiminn að þvisinni. Aö visuvoru sumir vantrúaöir á þetta uppá- tæki mitt. Faöif minn dró það úr aö ég færi, þvi aö hann óttaðist aö ég kæmistekki i gegnum skólann, þar sem ég var svo illa undir bú- inn og haföi ekki notiö neinnar skólagönguheimafyrir.En égfór nú samt. Viö fórum aö Hvanneyri haustiö 1919, ég og þrir nágrannar minir og góökunningjar. Fimmti pilturinn ætlaði einnig, en veiktist nokkruáöuren viö lögðum ástaö, og varð frá aö hverfa. Ég var svo á Hvanneyri vetur- inn 1919-20, sumariö sem þá fór i hönd og svo veturinn 1920-21. Ég vildi vera þar að sumrinu lika til þess aö læra meöferö véla og verkfæra, og aö þessum þrem misserum liönum haföi ég lokiö námi minu þar. — Og námiö hefur gengiö siysa- laust, þrátt fyrir þaö aö þú hafðir oröiöaö láta þérnægja sjálfsnám fram aö þeim tima? — Já ég held aö mér hafi ekki gengiö verr en öörum, og ekki lit- ur út fyrii' aö mér hafi liöið á neinnhátt illa, þvi ég minnist ver- unnar á Hvanneyri sem ein- hverra björtustu stundanna i lifi minu. Ég læröi mikið þann tima, sem ég var þar, og þá á ég bæöi viö sjálft búnaöarnámiö og kynn- in við þá ágætu menn, sem þá voru á Hvanneyri. Þótt einkenni- legt kunni aö virðast, þá kom þetta búnaðarnám i mjög góöar þarfir seinna eftir að ég var orö- inn starfandi smiður. Kertastjakar af mörgum stæröum og geröum, sumir úr timbri, aörir úr málmi. Takiö eftir iága stjak- anum meö kertunum sjö, fyrirmynd hans er hreindýrshorn. A boröinu eru einnig fieiri gripir, og allir vitanlega smlöaöir af Skeggja. Tlmamynd Gunnar. — En svo hefur þú aldrei oröiö bóndi, þrátt fyrir búnaöarnámiö? — Jú, reyndar. Þegar Elin syst- irminhætti búskapnum áriö 1921, tók Alfreð bróöir minn viö búinu enhann var ungur og vildi fá mig með sér til halds og trausts. Viö bjuggum svo þar saman, bræöur i fjögur ár, en þegar Alfreð kvænt- ist, lögðum viö þennan félagsbú- skap niður, og ég fluttist til Isa- fjaröar. ÆÚunin var aö græða fé, sumariö sem þá for i hönd, og sigla siöan til Noregs um haustiö og stunda nám I landbúnaöarhá- skólanum þar. En margt fer ööru visu en ætlaö er. Aurnarnir uröu ekki eins drjúgir og ég haföi búizt viö, þaö var margt sem ég þurfti aö kosta til min á Isafiröi, en hafði ekki tekið meö I reikning- inn, þegar ég var aö hugsa ráö mitt heima, og um haustiö var fjárhagur minn, satt að segja, ekki þannig aö ég treysti mér til þess að sigla til framhaldsnáms i Noregi. Hins vegar var nú nýbúiö aö stofna verkstæði á tsafiröi.og þar vantaöi smiö. Þeir sem stjórnuöu verkstæðinu, foru nú aö fala mig til vinnu, en eitthvert orö mun þá þegar hafa farið af þvi aö ég væri banghagur. Ég átti bræöur bú- setta á tsafirði, og faöir minn var þekktur smiður, bæöi á tré og járn, eins og ég sagöi áöan, og ég haföi kornungur byrjaö aö sýsla með smiðaáhöld. Nú er ekki aö orölengja þaö, aö ég réöist á þetta Verkstæöi. Ekki hafði ég unnið þar lengi, þegar mér var fengið þaö verk aö smiöa stykki, sem fulloönum og vönum járnsmiðum haföi misheppnazt meö. Þetta var erfitt verk og vandasamt, þvi aö þá var ekki allt soöiö, eins og núna, og þurfti aö kljúfa þetta úr stóru milta, en þaö nafn er g jarna notað um svert smiöajárn. Viö kölluöum þaö milta eöa miltajárn. Þessu fylgdi svo mikil eldsmiöi, aöég var eina þrjá daga aö vinna verkiö. Þegar ég hafði rétt lokiö þvi, kom á verkstæðiö tii okkar ágætur smiður, sem vann þarna á næstu grösum við okkur. Þegar hann birtist, sagði meistari minn viö hann: Þaö var gott aö þú komst nú er bezt aö þú dæmir um, hvernig þetta er gert. Smiðurinn tók viö hlutnum, skoöaöihann vandlega og sagöi: Ég get ekki séö neitt athugavert við þetta. Þaö er ekkert út á þaö aö setja. Þaö grunaöi mig lika, sagöi þá • Jón,húsbóndi minn, og var hinn ánægöasti. — Þetta er kannski hálfgert karlagrobb en mér þótti mjög vænt um þessa viöurkenn- ingu. Framhald á bls. 22

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.