Tíminn - 17.02.1978, Qupperneq 1
GISTING
MORGUNVERÐUR
AUOARÁRSTÍG 18
SIMI 2 88 66
Endurskoðun
vísitölu-
kerfisins
— segir Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra
ESE — Vegna þeirrar ákvörð-
unar rikisstjórnarinnar, að fella
niður 3. grein frumvarpsins um
aðgerðir i efnahagsmálum,
hafði Timinn samband við Ólaf
Jóhannesson dómsmála-
ráðherra og bað hann um að
segja álit sitt á þessari aðgerð.
Ólafur Jóhannesson sagði, að
á rikisstjórnarfundi i gær-
morgun hefði verið ákveðið að
fella niður 3. grein frum-
varpsins-,, og áttiég minn þátt i
þvi, að svo var gert”
— Það er min skoðun, sagði
Ólafur, að taka eigi óbeina
skatta út úr visitölu likt og beina
skatta. Ég hef rökstutt þá
skoðun mina áður og sé ekki
ástæðu til þess að endurtaka það
Hins vegar skiptir það ekki
öllu máli hvort slikt ákvæði,
sem ekki á að koma til fram-
kvæmda fyrr en löngu eftir
kosningar, sé sett i lög nú, þvi að
um framkvæmd þess fer vita-
skuld eftir vilja þess meirihluta
sem stendur að rikisstjórn eftir
kosningar.
Sumir hafa viljað eigna mér
sérstaklega þessa 3. gr., en ég
mun nú ekki þiggja nein
höfundarlaun fyrir hana. Mér
þætti ekki óliklegt að einhverjir
aðrir teldu sig eiga einhvern
þátt i henni, en um það sé ég
ekki ástæðu til að fjölyrða á
þessu stigi.
Astæðan fyrir þvi að 3ja gr. er
felld niður, er sú að það hafa
komið fram andmæli frá laun-
Ólafur Jóhannesson
þegasamtökunum, og eins og ég
hef áður sagt, þá skiptir ekki
beint máli i sambandi við þann
efnahagsvanda sem við er að
etja, hvort hún er felld niður eða
'ekki. Að þessu leyti er vel hægt
að ganga til móts við óskir laun-
þegasamtakanna, enda eru
auðvitað ýmsir aðrir þættir visi-
tölukerfisins sem þurfa endur-
skoðunar við, og er þvi ekki
óheppilegt að ráðrúm gefist til
að taka þau mál heildstætt til
athugunar i samráði við aðila
vinnumarkaðarins.
Frumvarp um efnahagsmál:
3. grein felld niður
Geir Hallgrlmsson flytur yfirlýsingu sfna á Alþingi I gær.
Rikisstjórnin hefur I samráði
við meirihluta fjárhags- og við-
skiptanefndar, lagt til að 3. gr.
. frumvarps um efnahagsmál verði
felld burt. Vill rikisstjórnin með
þvi sýna að hún er reiðubúin til
samráðs við aðila vinnumarkað-
arins, um framtiðarskipan þessa
mikilvæga þáttar i ákvörðun
launa.
Kom þetta fram i yfirlýsingu
forsætisráðherra i byrjun fundar I
efri deild alþingis i gær, en yfir-
lýsingin var að öðru leyti svo-
hljóðandi:
„Miklar umræður hafa spunn-
izt um 3. gr. i frumvarpi rikis-
stjórnarinnar um ráðstafanir I
efnahagsmálum, en þar er lagt til
að frá og með 1. janúar 1979 skuli
óbeinir skattar ekki hafa áhrif á
verðbótavisitölu eða verðbótaá-
kvæði i kjarasamningum. Full-
trúar launþegasamtaka hafa af
ýmsum ástæðum lýst ákveðinni
andstöðu sinni við þetta ákvæði.
Skoðun og rök rfkisstjórnarinn-
ar fyrir þessari tillögu eru skýr og
þarf ekki að endurtaka þau. Nú
Núverandi visitöluákvæði hafa
óæskileg áhrif á stefnuna i skatta-
málum, auk þeirrar hættu á vixl-
hækkun kaupgjalds og verðlags,
sem þau fela I sér. Það er athygl-
isvert, að nær allir, sem til máls
hafa tekið i umræðu um þetta
mál, telja visitölukerfið mein-
galiað. Rikisstjórnin telur þvi rétt
að taka verðbótaákvæði i kjara-
samningum til allsherjarendur-
skoðunar og þar með visitölu-
grundvöllinn ogvil.vinna að þessu
máli i samráði við samtökin á
vinnumarkaðinum, þannig að ný
skipan geti komið til fram-
kvæmda frá upphafi næsta árs.”
Verkfail hlaðamanna
hófst á miðnætti
SJ— A miðnætti siðastliðna nótt
hófst verkfall blaðamanna, og
er þetta þvi siðasta tölublað
Timans að sinni. Verkfallið nær
til Alþýðublaðsins, Dagblaðsins,
Morgunblaðsins, Timans, Visis,
Þjóðviljans, Vikunnar, Æskunn-
ar, Dags, Norðurlands, Alþýðu-
mannsins, Islendings og blaða
Frjáls framtaks.
öll vinna félagsmanna i
Blaðamannafélaginu við hvers
kyns fjölmiðlun er óheimil i
verkfallinu án tillits til starfs-
heitis félagsmanna. í Bí eru
blaðamenn handrita- og próf-
arkalesarar, umbrotsmenn og
útlitsteiknarar. öllum er ó-
heimilt að ganga i störf félags-
manna i verkfallinu.
Litið miðaði miðaði i sam-
komulagsátt á samningafundi
blaðamanna og útgefenda hjá
sáttasemjara i gær. Bragi Guð-
mundsson úr stjórn B1 sagði i
gær, að útgefendur hefðu fyrir
fáum dögum boðið 6,5% kaup-
hækkun. Blaðamenn hefðu aftur
sýnt vilja til að ræða málið á
ýmsum grundvelli og boði ekki
minni tilslökun frá kröfum sin-
um en næmi tilboði útgefenda
um launahækkun.
Einar Ágústsson:
Andvígur 3ju
grein frá
upphafi
ESE — Ég hef verið andvigur 3ju
grein frumvarpsins frá upphafi,
sagði Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra, þegar hann var spurður
álits á niðurfeliingu umræddrar
greinar úr frumvarpi rikisstjórn-
arinnar um aðgerðir i efnahags-
málum.
Einar Agústsson
Björn Jónsson og
Kristján Thorlacíus:
Kj araskerðinguna
verður að stöðva
ESE —Timinn hafði samband viö
Björn Jónsáon formann ASÍ og
Kristján Thorlacius formann
BSRB og innti þá eftir þvi, hvort
. niðurfelling 3ju greinar frum-
varpsins um aðgerðir I efnahags-
málum, myndi koma til að breyta
afstöðu launþegasamtakanna.
Björn Jónsson sagði að þetta
breytti engu um afstöðu ASl til
efnahagsfrumvarpsins, þetta
væribara smásigur. ,,Við munum
halda áfram baráttunni gegn
þeirri kjaraskerðingu sem stefnt
er gegn launþegum. Það atriði að
fella 3ju grein út úr fraum-
varpinu, skiptir engu höfuðmáli.
Hún hefði hvort eð er ekki komið
til framkvæmda fyrr en eftir aö
núverandi samningstimabili
lýkur”, sagði Björn.
Kristján Thorlacius, sagði að
það skipti engu máli á þessu stigi
hvort 3ja greinin væri felld niður.
„Höfuðmálið er það, að kjara-
skerðingin, sem stefnt er gegn
launþegum i landinu, verði
stöðvuö. Það er aöalatriðið aö
dómi BSRB, að kjaraskerðingin
og riftun samninga veröi
stöðvuð”, sagði Kristján.
Árekstur á Hverfisgötu
ætlað að skjótast yfir götuna, en
misreiknað hraða sendibifreið-
arinnar og þvi hafi farið sem
raun varð. Slys urðu ekki telj-
andi á mönnum, aðeins smá-
skrámur, en a.m.k. Fiat-bif-
reiðin er allmikið skemmd.
ESE — Allharður árekstur varð
a mótum Hverfisgötu og
Smiðjustigs um kl. 15.30 i gær-
dag. Þar var ekið litilli Fiat-bif-
reið i veg fyrir sendibifreið frá
Pósti og sima, sem var á leið inn
Hverfisgötu. Talið er að öku-
maður Fiat-bifreiðarinnar hafi