Tíminn - 17.02.1978, Qupperneq 17
Föstudagur 17. febrúar 1978
17
Arnað heilla
19.11. 77 voru gefin saman i Bii-
staðarkirkju af sr. Lárusi Hall-
dórssyni Sigurlaug Vilhjálms-
dóttir og Ágúst Einarsson heimili
Flúðaseli 12, R. (Ljósm.st. Gunn-
ars Ingimars. Suðurveri)
15.10. 77 voru gefin saman i
hjónaband af sr. Guðmundi Þor-
steinssyni Auður Hugrún Jóns-
dóttir og Richard Þ. Úlfarsson
heimili Efstasundi 75, R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars.
Suðurveri)
„ Gama/dags " hurðir
Nýjar hurðir með
gamaldags útliti
Breytum gömlu hurðunum I
„gamaldags” með fullningum að
yðar óskum. Munstur og viðartiki
42 tegundir.
Sýnishorn á staðnum.
B
runas:
EGILSTÖÐUM
FDRMCD SF
Skipholl 25 - Reykjavik - Simi 24499
Safnnr. 2M7 - 2057
Ný sending væntan/eg
Verð — miðað við gengi i dag:
Fólksbíll kr. 881.000
Station kr. 950.000
TRABANT/WARTBU RG
UMBOÐIÐ
Vonar/andi við Sogaveg
Símar 8-45-10 & 8-45-11
Om Arnljótsson
bankaútibústj óri
F. 31. október 1936
D. 11. febrúar 1978
Þannll. febrúar sl varð örn Arn-
ljótsson bankaútibústjóri bráð-
kvaddur á heimili sinu i Ólafsvik.
örn var fæddur i Reykjavik 31.
október 1936, sonur hjónanna
Agústu Figved og Arnljótar
Daviðssonar. örn var elztur
þriggja sona þeirra hjóna. Kynni
okkar Arnar hófust er við vorum
saman við nám i Samvinnu-
skólanum, en þaðan brautskráð-
ist hann árið 1955. Sama haust
byrjaði örn að starfa hjá út-
gerðarfyrirtækinu Garður h/f I
Sandgerði, og starfaði hann þar,
unz hann byrjaði að vinna hjá
Landsbanka Islands. Fyrstu ár
sin starfaði örn i Veðbréfadeild,
varð siðar deildarstjóri i vixla-
deild Landsbankans að Lauga-
vegi 77. Arið 1972 var Erni falið að
gegna timabundnum störfum
sparisjóðsstjóra við Eyrarspari-
sjóð á Patreksfirði. Næst tekur
Örn við störfum útibústjóra
Landsbankans á Keflavikurflug-
velli, og var hann þar til ársins
1975. Það sama ár stofnsetur
Landsbankinn útibú á Snæfells-
nesi, og árið eftir eru opnuð útibú
i ólafsvik og á Hellissandi. Eins
og hér að framan greinir, þá fól
Landsbankinn Erni mikil
trúnaðarstörf. Ráðning Arnar
sem fyrsta bankastjóra Lands-
bankans á Snæfellsnesi sýnir að
stjórn bankans hlýtur að hafa
borið mikið traust til hans með
þvi að fela honum að gegna jafn
vandasömu starfi, sem er banka
stjóri nýrra útibúa. Árið 196)
kvæntist örn eftirlifandi konu
sinni Höllu Gísladóttur, dóttur
hjónanna Gisla Guðmundssonar
og Hallfriðar Jónsdóttur. Byrjuðu
Halla og örn búskap sinn á
Baldursgötu i Reykjavik, en
fluttu siðan til Hafnarfjarðar. A
meðan örn var við Landsbank-
ann á Keflavikurflugvelli bjuggu
þau þar, þar til þau fluttu til
Ólafsvikur. Eins og hjá jafn
ágætu fólki og Höllu og Erni þá
varð hjónaband þeirra mjög far-
sælt. Þau eignuðust þrjú börn
sem eru: Arnljótur fæddur 1961,
Gisli fæddur 1965 og Agústa fædd
1969.
Að eiga að lýsa Erni I stuttri
minningargrein er mér æði tor-
sótt, en segja verð ég að örn var
með meiri mannkostamönnum
sem ég hef kynnzt á lifsleiðinni,
og er það mér mjög sárt að sjá á
eftir Erni i blóma lifsins, og er ég
enn varla búinn að átta mig á þvl
að hann sé okkur horfinn héðan.
örn hafði alveg einstaklega glað-
væra lund, varð mjög vinmargur
og vinsæll, ekkiveit ég til að hann
hafi nokkru sinni eignast óvildar-
menn. Var hann æði glöggur á
manngerð og sérkenni fólks, kom
oft auga á hið broslega i fari okk-
ar mannanna og gat verið hnytt-
inn igóðlátlegum athugasemdum
um menn og atburði.
Eins og ég gat um áður hófst
kunningsskapur okkar Arnar er
við vorum samtiða i Samvinnu-
skólanum, siðaneru liðin 23ár,og
varð þessi kunningsskapur okkar
að vináttu. Margar ljúfar minn-
ingar um ánægjulegar samveru-
stundir koma upp i hugann þegar
ég kveð örn, og vil ég biðja hinn
hæsta höfuðsmið er öllu ræður að
vera með Erni og ættingjum
hans, sem eiga um svo sárt að
binda.
Við hjónin og móðir min send-
um Höllu, börnunum, foreldrum
og tengdaforeldrum hins látna
innilegar samúðarkveðjur I sorg
þeirra. Það er alltaf huggun i
harmiað geta minnztgóðs drengs
sem örn Arnljótsson var.
Hi ólfur Halldórsson
t
Kiwanishreyfingin er ung, en
hefur náðaðfesta ræturviða. Hér
var fyrsti Kiwanisklúbburinn
stofnaður 1964. I raun höfum við
Kiwanismenn reynt að vinna að
okkar markmiðum með því að
leggja góðum málum lið og með
þvi að stofna til kynna á milli
manna. Þau kynni hafa siðan oft-
ast leitt til náinnar vináttu.
Sérhver félagsskapur byggir á
einstaklingnum. Kiwanishreyf-
ingin hefur átt því láni að fagna,
að eiga góða og heilsteypta ein-
staklinga sem sina félaga. Hún er
hvorki sterkari né veikari, en
hver og einn félagi innan hennar
vébanda.
Einn okkar góðu Kiwanis-
bræðra var örn Arnljótsson, út-
bússtjóri Landsbankans I Ólafs-
vik. Hann varungureinsogokkar
félagsskapur, fullur eldmóðs og
orku, ávallt reiðubúinn til að
leggja sitt að mörkum i öllum
störfum. örn var skarpur I hugs-
un og hispurslaus að setja fram
sinar skoðanir. Á stundum naut
hann þess að yfirskyggja allt og
alla meðsinnimikluglettni.1 óll-
um orðum hans fylgdi samt
undiralda. I okkar félagsskap var
hann metinn af öllum sem hinn
einlægi góði vinur sem öllum þótti
vænt um. Sæti hans stendur nú
autt.
örn lézt skyndilega 11. þ.m. að
heimilinu sinu i ólafsvik. Slikur
er fallvaltleiki lifsins. Rétt 41 árs
gamall fjölskyldufaðir, vinur og
félagi hverfur yfir landamæri lifs
og dauða á einni morgunstund.
„Dauðinn má svo með sanni,
samlikjast þykir mér. Slyngum
þeim sláttumanni, sem slær allt
sem fyrir er. Grösin og jurtir
giænar, glóandi blómstrið fritt,
reyr, stör og rósir vænar, reiknar
hi ni; jafn fánýtt.”
Við skiljum ekki, en við eigum
el ki annarskosta en að hli'ta. Við
Kiwanisbræður minnumst og
þökkum félaga okkar Erni Arn-
ljótssyni. Hans skarð verður
vandfyllt. Þar sem hann gekk, fór
drengur góð ír.
Við sendun hans góðu konu
Höllu, foreld um, tengdaforeldr-
um, börnum cg öðrum ættingjum,
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minningin um örn Arnljótsson
vera okkur öllum huggun harmi
gegn.
Eldborgarfélagar.
Styrkir til háskólanáms á ttaliu
ttölsk stjórnvöid hafa tilkynnt að þau bjóði fram i iöndum
sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóia-
náms á ítaliu háskólaárið 1978-79.
— Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja
muni koma i hlut Islendinga. — Styrkir þessir eru ein-
göngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla og eru veittir
til 12mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæðin er 240.000 lirur
á mánuði auk þess sem ferðakostnaður er greiddur að
nokkru.
Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á frönsku eða
ensku,eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið háskóla-
prófi áður en styrktimabil hefst. Þeir ganga að öðru jöfnu
fyrir um styrkveitingu sem hafa kunnáttu i italskri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 23. þ.m. —
Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
13. febrúar 1978.
Bændur -
Eigum nú fyrirliggjandi loftræstiviftur
frá Fenton Byrn i stærðum frá 15-20
tommur með afköstum frá 2600 til 8000
rúmmetrum á klst.
Þessar viftur eru með rakaþéttum mótor
og viftuspaða er þolir mjög vel amoniak-
sýrur gripahúsa.
Dynjandi sí:
Skeifunni 3H Reykjavik Simar 8-26-70 & 8-26-71