Tíminn - 26.02.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.02.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 26. febrúar 1978 Einar Ágústsson ráðherra: Ræða f lutt við 1. umræðu í ef ri deild um efnahagsfrumvarp ríkisstjórnar- innar 15. þ.m. Ég ætla aö leyfa mér aö segja hérna nokkur orð viö 1. umræöu þessa frumvarps um ráöstafanir i efnahagsmálum. Umræður hafa aðallega snúizt af eölilegum ástæöum um þrjár fyrstu greinar frumvarpsins. Menn hafa kveðið sér mjög sterkt aö oröi um þá aö- för sem þeir telja aö nú sé gerð að launþegasamtökum i landinu. Ég held aö hv. 5. þm. Norðurlands vestra hafi kallað þetta grófustu árás sem BSRB og ASl hafa orðiö fyrir. Ekki er minni hans á forna tima trútt ef hann getur haldið þessu fram, þvi aö ég held aö það sé algerlega ástæöulaust að tala hér eins og hér sé um eitthvert einsdæmi að ræöa eða einhverja meiri árás á lifskjör fólks heldur en áður hafi verið geröar hér. Hér hefur margsinnis veriö rakiö aö gengisfellingar hafi verið gerðar hér æ ofan i æ án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir — nokkrar ein- ustu bætur — visitalan algerlega tekin úr sambandi. Og ef það eru ekki árásir á lifskjör og samtök þessa fólks þá skil ég ekki málið lengur, og það meiriarasir heldur en hér er um að tefla. Hvað er það sem hér er um að ræða? Hvað er það, sem 1. grein segir? Hún segir það aö grunn- kaupshækkanir 1. júni og 1. sept. koma til framkvæmda sam- kvæmt samningunum. Hún segir þaö óbeint, — hún segir þaö með gagnályktun. Hún segir i öðru lagi aö hálfar þær veröbætur sem reiknaö er út að eigi að bætast á laun 1. marz, 1. júni og 1. septeigi að koma til framkvæmda hjá öll- um Þeir sem hafa 1976 þús kr. mánaöarlaun og þar yfir eiga að fá hálfar verðbætur en i 2. gr. seg- irsvotil viðbótaraðþeirsem ekki hafa þau laun eigi að fá meiri bætur. Og það segir hér i athuga- semd meö 2. gr. með leyfi for- seta: „Með lágmarksveröbóta- ákvæði i 2. gr. er svo komið i veg fyrir að skeröing veröbóta samkv. 1. grein komi fram af full- um þunga gagnvart hinum tekju- lægri i hópi launþega sem aðal- lega hafa tekjur af dagvinnu einni saman.” Hækkun launa 1. marz Þannig verður hækkun lægstu kauptaxta 1. marz ef eingöngu er unnin dagvinna rúmlega 8% miðað við að veröbótavísitalan hækki um 10%. Og hækkun meðaldagvinnukauptaxta verka- fólks verður um 7 1/2% hækkun allra annarra launa verður á bil- inu 5-7,5% 1. marz. Hér er þá um aö tefla hjá þeim lægst launuðu 2% minni verðlagsuppbót heldur en þeir hefðu fengiö ef samningarnar hefðu að öllu leyti gilt. En til viðbótar þessu er i II. kafla hækkaðar bætur alnanna- trygginga. I III. kaflí er breytt lögum um tekjuskatt og eignar- skatt aö þvi ersnertir svokallaðar barnabæturog i V. kafla er talað um aö timabundið sérstakt vöru- gjald lækki úr 18% i 16% sem kemur þá til uppbóta á þá skerðingu sem ég áðan nefndi og auk þesseiga svo niðurgreiöslur á vöruverði að hækka um 1300 millj. kr., eða samtals gerir þessi ráðstöfun i auknu fé úr rikissjóði ráð fyrir kaupmáttaraukningu sem nemur rúmu stigi ef ég man þetta rétt Ef aldrei hefur verið gerð harkalegri árás að lifskjör- um almennings heldur en þetta þá hefur verið farið vægi- lega i sakirnar áður fyrr,það verð ég að segja,enda stenzt þetta eng- an veginn. Þetta eru þær mild- ustu ráðstafanir sem i lengri tið hafa verið gerðar og látnar fylgja gengisfellingu og að nú sé tilefni til þess að blása i herlúðra, boða verkföll, jafnvel ólöglegar vinnu- stöövanir, slikt er fjarstæöa og það er áreiðanlegt að fólk i land- inu fylgir ekki þeim mönnum sem nú æsa til sliks framferðis, það þori ég alveg að fullyrða. Markmiðið er full at- vinna Þessi gengisfelling og þær hliðarráðstafanir sem henni fylgja erugerðar fyrst og fremst til þess að hægt sé að halda uppi fullri atvinnu. Og ég hef þá trú að fólk hérá landi almennt meti það meira að vinna fyrir sinum tekj- um, að halda atvinnu og vinna fyrir sér heldur en að ganga mánaðarlega og vikulega i opin- bera skrifstofu og sækja atvinnu- leysisbætur eins og er hlutskipti fjölmargra starfsfélaga þess i ná- grannalöndum okkar og það i löndum sem eru miklu rikari og standa á eldri merg og traustari að maður heföi haldið heldur en okkar islenzka þjóðfélag með sveiflukenndum atvinnuvegum. Og að láta sér detta þaö i hug að íslendingar einir geti haldið uppi fullri atvinnu og auknum kaup- mætti á sama tíma sem þróunin er eins og raun bera vitni i næstu nágrannalöndum okkar er bjart- sýni sem ég er hræddur um, að ekki fái staðizt einkum þegar þess er gætt að aöalatvinnugrein okk- ar á i vök að verjast. Fiskistofn- arnir eru i hættu. Það hefur verið margtekið fram hér á hv. Alþingi af mönn- um Ur öllum flokkum, aö það yrði að fara varlega i fiskveiðar eins og nú standa sakir og það verður að takmarka sóknina i fiskistofn- ana sem auðvitað þýðir minnk- andi þjóðartekjur meðan svo er ástatt eins og löngum mun veröa að fiskveiðar eru okkar helzta tekjulind. Ég held þessvegna aö þaö þurfi engum á óvart að koma þó að hér eins og annars staðar verði að gripa til þeirra ráðstaf- ana sem koma illa við einhvern hluta fólks i landinu. Og þegar þannig er ástatt tel ég aö réttast séaðsem flestir, já helztallir axli sinn hluta af byrðinni og þeir mest sem beztar ástæöur hafa til þess aö gera það. Og til þess að tryggja það að ekki sé gengið of nærri þeim sem lægst hafa launin eru ákvæði 2. gr. sett i frum- varpið og vonandi i lög. Hagur láglaunafólks Það hefur heyrzt og ég get al- veg viðurkennt það þó að ég hafi ekki mikla þekkingu á þvi hvernig slik framkvæmd á að eiga sér staö að það sé nokkuð er- fitt verkefni sem þeim er fengið er eiga að tryggja það að hinir lægra launuðu fái visitöluuppbót upp I 8%. Ég býst við að það sé er- fitt og það kosti einhverja fyrir- höfn og ég raunar veit að þaö muni gera það. En ég tel aö það verkefni verði að vinnast til þess að þeir sem þannig er ásttt um beri ekki of mikinn hluta af byrðinni. Og ég hef þá trú að þetta sé hægt og þaö hlýtur að vera hægt — og það verður að vera hægt. Það verður að vera hægt að tryggja þaö i réttlætisþjóðfélagi eins og við viljum búa við að það sé hægt að tryggja hagsmuni þeirra sem lægra eru launaðir þó aö það kosti einhverja skrif- finnsku og einhverja fyrirhöfn. Ég held að menn ættu þess vegna aö spara sér stór orð af þessu til- efni og ég er ekki viss um það að þeir sem nú efna til æsinga Ut af þvi frumvarpi sem hér er til um- ræðuriði feitum hestifrá þvi þeg- ar til kastanna kemur og þegar fólk hefur fengiö tækifæri til þess að átta sig á þvi hvernig ástatt er i þjóðfélaginu og hvað það er sem hér er raunverulega á dagskrá. Ég get alveg sagt það sem mina sköðun og það hefur ekkert breytzt siðan farið var aö fást viö þessi mál aö ég tel að það sé engin þörf á þvi að lögfesta nú ákvæði sem fjalli um visitöluUtreikninga i framtiðinni. Það er að minu mati nægur timi til þess að fjalla um það mál. Það má gera það al- veg jafnt fyrir þvi og ekkert siður þó að það verði ekki lögfest núna að einhvern tima úti i framtiðar- blámanum nánar tiltekið 1. jan. 1979 eigi að reikna visitölu með öðru móti heldur en gert hefur verið hingað til. Hv. 1. landskjörinn þingmaður sagði hér áðan að rikisstjórnin ætti að beita sér fyrir samtölum við forystumenn launþega- hreyfinganna um breytingar á þessum atriðum og það ætti ekki aö ráðast i þau i beinni andstööu eða a.m.k. án samráðs eða sam- tala við þessa menn. Ég get nú að Einar Ágústsson sumu leyti tekið undir þaö að þetta sé æskilegt aö ræða þessi mál við þá. En hann verður þá og aörir góðir menn aö hjálpa til að tryggja það að þeir standi ekki upp og stökkvi út, þegar farið er að tala um þessi mál eins og þeir gerðu siöast þegar reynt var að brydda upp á þvi. Þegar hæstv. forsætisráðherra minntistá þessa leiö við forystumenn Alþýðusam- bands Islands, viö formann BSRB, — þá tóku þeir til fótanna og vildu ekki ræða málið. Ef sú afstæða ræður rikjum i þeim her búðum, þá er um ekkert að tala, þá er eftir engu að biöa. En nú skilst manni að sú afstaða sé eitt- hvað breytt og kannski hafa þeir séðeftir þviað láta skapið hlaupa með sig i göngur og vonandi hafa þeir gert það. En ég veit ekki hvort hv. 1. landskjörinn þing- maður getur tryggt það að það hlaupi ekki i þá aftur. Það er von- andi að hann geti það. Visitalan þarfnast endurskoðunar Það er áreiðanlegt og hefur verið viðurkennt i lengri tlma af öllum að visitöluakvæði þau sem verðlagsuppbótin er reiknuð eftir þarfnast endurskoðunar. Þetta eru áratuga gömul ákvæði. Þau eru miðuð við allifsvenjur og samsetningu á tilkostnaöi heldur en nú gildir. Og ég veit ekki beturenallirflokkar og allra flokka mennhérá hv. Alþingi hafi lokið upp um það einum munni aö þessi ákvæði þyrftu . endur- skoðunar við og slik endurskoðun ættiað gerast I samvinnu ogsam- ráði milli rikisvalds og lanþega á hverjum tima. En úr þessu hefur alþingi bara ekkert orðið. Það hefur aldrei verið fært að tala um þetta i nokkurri alvöru vegna þess að þegar til kemur, þá vill enginn breyta neinu sem kostar eitthvað fyrir sina umbjóðendur. Sú hefur reynslan verið. Og þess vegna get ég skiliö það að þeir sem standa að þessu ákvæði umræddu frum- varpihafimisst þolinmæðina,hafi misst trúna á það að það sé hægt að fá fram breytingar á visitölu- ákvæðunum eftir þeirri leið. Og þá getur það verið til athugunar að setja fram framtiðarstefnu. En ég tel og hef alltaf talið — það er engin stefnubreyting hjá mér — að þaö ætti ekki og þyrfti ekki að blanda því saman við þær bráðabirgðaráðstafanir sem hér er verið að fjalla um. Og að það ætti að gefast og hljóti að gefast timi til þess að ihuga þau mál, endurskoðun visitölunnar á siðara stigi. Það er enginn kom- inn til með að sannfæra mig um það að hlutdeild óbeinna skatta i visitölu sé það eina sem þarf að lita á. Það eru fjölmörg atriði önnur i visitölunni, sem eru röng og vitlaus. Það er t.d. mjög óeðli- legt, það hefur verið minnst á það hér að ekki sé hægt að bæta að- stöðu vangefinna án þess að hækka kaup okkar t.d. alþingis- manna i leiðinni. En það er líka óeðlilegt að minu mati að i hvert skipti sem verður hér bifreiða- árekstur þá hækka launin hjá öll- um. Og ég hef lent i þvi að fara hér inn Miklubraut heim til min og sjá launin min hækka svona allt aö fjórum sinnum á leiðinni heim. Þetta er óeðlilegt og margt er svona i visitölunni sem þarfn- ast endurskoðunar og ekki bara óbeinir skattar. Það getur verið fyrsta skrefið en þau verða miklu fleiri. Ég held að þetta ætti ekki að veraverulegurþröskuldurí þessu máli. Það er auövitaö algerlega ljóst að Alþingi þaö sem nú situr setur ekki lög um alla framtið. Þaö kemur dagur eftir þennan dag. Þing kemur saman eftir að við höfum lagt niður umboð og aðrir menn fara með umboð kjós- enda hér á þingi. Þeir setja þau lögsem þeim finnst rétt. Þeir setja þau lög sem þeir vilja alveg án tillits til þess hvað við höfum ákveöið hér. Og hér er þvi um aö tefla að minu mati fyrst og fremst stefnuyfirlýsingu þeirra manna, sem aö þessu ákvæði standa og ég er nú ekki einn af þeim. En þeir setja fram sina stefnuyfirlýsingu ogþað hefurekkert með stjórnar- samstarf i framtiðinni að gera. Ég get alveg róað hv. 1. lands- kjörinn þingmann með þvi að hér er ekki um neina yfirlýsingu frá hvorugum stjórnarflokknum að ræða um það að hann muni halda áfram aö vinna með hinum eöa óska þess helzt. Ég er heldur ekk- ert að Utiloka þaðy alls ekki. En slik ályktun stenzt ekki. Á hvaða atvinnuvegi átti að ieggja? Þetta frumvarp er auðvitað flutt I beinu framhaldi af þeirri gengisfellingu sem átti sér staö fyrir réttri viku og þvi frumvarpi sem flutt var þá til ráðstöfunar á svokölluðum gengismismun. Og ég held, að menn séu nú almennt sammála um það að gengið hérna hafi verið orðið rangt þaö hafi verið þörf á þvi og raunar óhjákvæmilegt að leiðrétta gengisskráninguna. Það þarf enginn að segja mér það að minni hluti verðbólgunefndar hefði ekki haft fulla uppburðfygetu og hæfi- leika til þess að mótmæla gengis- fellingunni i veröbólgunefndar- álitjnu sem var gerö áöur en þeir skiluðu áliti ef þeir heföu taliö hana ranga. Og þaö er náttúrlega ósköp þægilegt aö afgreiða vanda útflutningsatvinnuveganna ein- faldlega með þvi að segja: Við þurfum ekkert að skipta okkur af honum lengur rikisstjórnin er bú-/ inn að leysa hann. Svoleiðis tji- lögugerð leysir nú ekki mikinn vanda. Og þaö hefði verið fróðlegt að vita það hvernig minnihluti verðbólgunefndar ætlaði sér að leysa vanda útflutningsatvinnu- veganna, ef rikisstjórnin hefði ekki verið búin að gera það fyrir þá. Ég held aö það hefði mátt koma fram i þeirri mynd sem þeir eru að draga upp af heildar- lausn efnahagsmála sem þeir láta frá sér fara og sem hv. 5. þ., Austf. lýsti svo rækilega hér áðan og hversu haldlitil er nú þegar grannt er skoðaö. Það mátti nú ekki seinna vera finnst mér heldur að höfundar þessarar efnahagslausnar létu þess getið svona I leiðinni hvaða atvinnuvegir það væru og hvaða félög það væru sem ættu að bera nýja álagið nýja veltuskattinn, þvi að þegar einn hv. þingmaður sem ekki er nú hér staddur kemst að þeirri niðurstöðu og mis- reiknar sig kannski eitthvað, látum það nú vera,en kemst þó að þeirri niðurstöðu að það eigi að leysavanda landbúnaðarins.hann tekur það sem dæmi með sköttum á landbúnaðinum, þá kemur höf- undur leiðarinnar og upplýsir okkur um það að þessi skattur hefði alls ekki átt að lenda á land- búnaðinum, hann hefði átt að lenda einhvers staðar allt annars staðar. Hann átti heldur ekki að lenda á fiskvinnslunni ekki á út- gerðinni og ekki á iðnaðinum. Hann átti ekki að lenda á höfuðat- vinnuvegum þjóðarinnar, ein- hvers staðar annars staðar nánar tiltekið á verzlun og þjónustu. (AG: Verzlun og þjónustu...) Hann ernáttúrlega höfuðatvinnu- vegur þeirra sem vinna við hanny það er öruggt mál. En hvernig sem það nú er, þá er m jög gott að fá nánari skýringar á þvi hvernig þessi nýja patent lausn á að verka svo að menn geti gert sér grein fyrir hagkvæmni hennar i ein- stökum atriðum. En mér finnst að hv. 5. þm. Ausf. hafi þar til hv. 5. þm. Norðurlands vestra er þá búinn að tala aftur og sannfæra mig um annaö sýnt fram á þaö að þessi leið sé harla léttvæg. Égheld aö menn ættu að spara sér æsingar i tilefni af þessu frumvarpi. Þaö er ekki svo háskalegt, þetta frumvarp. Það er ekki eins harkalegt eins og hv. stjórnarandstæöingar hafa viljað veraláta. Og af þvi að ég sé mi að hv. 1 landskjörin er kominn aftur þá ætla ég að segja það sem mér datt i hug áðan að nú sé ég það i ályktun Alþýðuflokksins að sá flokkur ætlar að og heitir verka- lýðshreyfingunni öllum sinum stuðningi i framtlðinni við að halda við kjörum alþýðunnar. Ja, mikið held ég nú að menn megi hlakka til þeir sem eiga i vök að verjast, þegar nýju verkalýðs- leiðtogar Alþýðuflokksins eru komnir hér inn á Alþingi Kjartan Jóhannsson Vimundur Gylfason Eiður Guðnason og Bjarni Guðnason fyrir utan þá Sighvat Björgvinsson og Benedikt Grön- dal sem væntanlega verða hér áfram. Það veröur ekki litið sem hækkar hagur þeirri strympu þegar þessir menn fara nú að berjast og gæti hagsmuna al- þýðunnar I þessu sambandi og þeir eru farnir héöan sem hafa þó reynt að klóra I bakkanna eins og hv. 1. landskjörinn þingmaður og eins og hv. 4 landskjörinn Eggert G. Þorsteinsson. En ég get ekki óskað launafólki til hamingju með skipti og mun ekki gera fyrr en þá ég reyni það. Verðtrygging og vextir. Það hefur ýmislegt verið rætt hér sem gaman væri kannski og ástæöa til að fjalla um en ég ætla ekki að tefja þessa umræöu veru- lega hér við 1. umræðu og alls ekki að fara að stofna til neinna deilna um þetta mál frekar en þegar er orðið. En það var margt mjög gott i þvi sem hv. 1 lands- Framhald á bls. 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.