Tíminn - 26.02.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.02.1978, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 26. febrúar 1978 Þegar blaðamenn frá Timanum sóttu heim bændaskólann á Hvanneyri fyrir skömmu, var undirritaður svo stálheppinn að hitta þar Daniel Kristjánsson, skógarvörð á Hreðavatni. Þeir sem skógræktarmálum unna kannast vel við manninn, og ef trén sem prýða jörð um Mýra- og Borgarfjarðarsýslur mættu mæla, kynnu þau lika margt frá honum að segja. En nú eru það ekki þau, sem sitja fyrir svörum, heldur Daniel, og þvi verður spurningum beint til hans, þá stuttu stund sem okkur gefst tækifæri til að spjalla saman i önn og erli hins hraðfleyga dags. Kjarrauðugasta sýsla landsins — Er það ekki rétt, Daniel, að þú hafir lengi verið skógarvörður á Vesturlandi? — Jú, ég hef verið það á milli þrjátiu og fjörutiu ár, en ég ætla aðhætta núna i vor. Timinn nem- ur ekki staðar, og það liður óð- fluga að þvi, að ég verði að hætta fyrir aldurs sakir. — Er ekki skógrækt mjög með öðrum hætti hér um sveitir nú, en þegar þú varðst skógarvörður hér fyrir áratugum? — Þegar ég tók hér við, máttisegja, að ekki væri um neina skógrækt að ræöa hér. Uppi i Skorradal var einn reitur, og hann litill, þar sem hafði verið plantaðeitthvað eitt til tvö hundr- uð barrplöntum. Onnur skógrækt var ekki i héraðinu þá, en nú eru komnar hér girðingar, innan þeirra eru hundruð hektara, og plönturnar, sem þar hafa verið gróðursettar munu fremur skipta milljónum en þúsundum eða tug- um þúsunda, þegar allt er talið. — Borgarfjarðarhérað er auð- vitaö mjög vel lagaö til skógrækt- ar? — Jú, skilyrðin eru víða ágæt, til dæmis við Hreðavatn, i Skorradal, og reyndar miklu við- ar. Þegar gerð var athugun á skógum og kjarri á tslandi fyrir þrem árum, kom i ljós, aö Mýra- sýsla var kjarrauðugasta sýsla landsins, — þar var kjarrlendi stærst að flatarmáli. Þetta hefur dafnað vel. Einkum eru það þrjár tegundir, sem gróðursettar hafa verið með árangri, sem ég tel mjög góðan. Það eru sitkagreni, rauðgreni og stafafura, sem upp runnin eru frá Alaska. — Ég veit, að viö höfum ekki neinar skýrslur við hendina, þar sem við erum staddir, en manst þú einhverjar tölur um vöxt trjáa á einhverju vissu timabili? — Flest elztu trén eru siöan um 1950, þótt nokkurséu eldri, þvi að fyrstu árin fóru til þess að girða lönd, og siðan kom gróðursetn- ÞAÐ BR ÞJÓÐINNI NAUÐSYN — Rabbað við Daníel Kristjánsson, skógarvörð á Hreðavatni ingin. Fyrsta kastið gekk heldur illa að fá plöntur, við urðum að vera upp á nágrannana komnir, einkanlega Norðmenn, en svo var farið að fá fræ frá Alaska. En svo ég svari spurningunni beint, þá eru hæstu trén, sem gróðursett voru 1950, nú orðin sjö metrar á hæð. Þetta telst góður vöxtur, jafnvel þótt miðað sé við sjálft skógarlandið, Noreg. — Nú hefur árferði verið mis- lynt að undan förnu. Stundum hafa komið mikil rigningasumur, eins og við vitum, en önnur verið þurrari. Hefur þessi breytileiki tiðarfarsinsekki haft nein sýnileg áhrif á vöxt skógarins? — Yfirleitt hafa rigningar held- ur góð áhrif á vöxt skógar, trján- um er það mikils virði, að rakinn sé nægur, en að visu þarf helzt að vera sólskin lika. Hér hefur reyndin orðið sú, að þótt grasið hafi fúnað niður á túnunum, þá hafa skógarnir dafnað, á sama tima og grasið eyöilagðist. Eins var þetta á kalárunum. Skóginn kólekki, — ekkieinu sinni ungvið- ið — þótt túnin væru stórskemmd eða hálf-eyðilögð af kali. Þannig er ekki hægt að segja, að skógur- inn hafi sýnt nein teljandi merki um það misjafna árferði, sem hér hefur verið seinasta áratuginn eða svo. — Miklir vorkuldar eru skóginum vitanlega hættulegast- ir. Það er háski, ef snögg frost koma, þegar trén eru i sem örust- um vexti. Landrými og landkostir — Kannski víð snúum okkur frá skóginum og að öðrum hlutum. Hefur þú ekki unnið mikið að félagsmálum bænda hér i hérað- inu? — Jú, dálitið hef ég komið ná- lægt þeim, einkum veriö viöriðinn kaupfélagsmál siðast liðin tuttugu ár eða svo, en kaupfélögin og bændurnir eru mjög nátengd, eins og allir vita. Þaö er nú einu sinni svo, að til þess er ætlazt, að kaupfélögin hafi allt á boðstólum, sem sveitafólk þarfnast, jafnt hið smæsta sem hið stærsta, og það gefur auga leið, að oft er erfitt að sjá svo um, að allt sé til, sem um er beðið. Kaupfélagið okkar hérna, — Kaupfélag Borgfirðinga — hefur dafnað vel og vaxið mikið. 1 fyrra var heildarvelta félagsins nærri fjórir milljarðar, og ég geri ráð fyrir aöhún verði enn meiri núna. Að visu -ver þess aö gæta, að kaupfélagið er langstærsti verzlunaraðilinn á þessu svæði, þótt það sé ekki eina verzlunin. Það rekur bæði mjólkurbú og sláturhús. Mjólkurbúið tekur á móti tiu til ellefu milljón litrum mjólkur á ári, og i sláturhúsinu hefur verið slátrað um áttatiu þúsund fjár. Skógrækt i Skorradal. — Búa menn hér með sauðfé eða nautgripi, eða hvort tveggja? — Langflestir haf. verið með blandaðan búskap, og eru það reyndar enn þann dag i dag. Þó hefur það færzt i vöxt, að menn hafi hættöðru hverju, og einkum hefur verið tilhneiging til þess að hætta við kýrnar, en vera ein- göngu meö sauðfé. — Hér er auðvitað ágætt sauð- land, viðast hvar? — Já, hér er viðlent, og hvergi getur heitið að vart verði við of- beit til fjallanna, enda hafa menn tekið upp skynsamlega stefnu, hætt aðreka hross til fjalls, en áð- ur var það orðið aigengt, að stóð gengi i bithögum sauðfjárins. Nú hefur þetta breytzt, og það svo mjög að fágætt er að hross séu rekin inn á fjall, og ég geri fast- lega ráð fyrir þvi, að innan fárra ára veröi það af lagt með öllu. — Eru Mýra- og Borgarf jarðar- sýslur samt ekki mjög hestmarg- ar? — Jú, vist er það, en þó er nokk- uðblautlent hérá Mýrunum. Hins vegar þarf ekki nema ræsa þetta Sunnudagur 26. febrúar 1978 15 Daniel Kristjánsson. votlendifram, og þá er þar komið hið ákjósanlegasta land, bæði til hrossabeitar, ræktunar og marg- vislegra nytja annarra. — Þú minntist áðan á að reka hross til fjalls. Eru ekki góð uppr rekstrarlönd hér? — Jú, þau eru allgóö, einkum Arnarvatnsheiði, sem er talin bezta sumarlandið fyrir sauðfé, og i kringum Norðurárdalinn er lika mjög gott sauðland. Þegar kemur hér vestur á Mýrarnar er landið takmarkaðra, en þó má segja, að þar sé gott land, viðast hvar, ef skynsamleg- er að farið. — Hvað eru menn lengi i göng- um hér, þeir sem lengst fara? — Yfirleitt eru göngurnar ekki langar, — svona þrir til fjórir dagar, þar sem lengst er. 1 Reyk- holtsdal þurfa nokkrir menn að fara á undan öðrum i göngurnar, og munu vera um það bil viku i ferðinni, en þeir eru ekki nema fáir. — En er hitt til, að fé sé látið ganga i heimahögum allt sumar- ið? — Já, i rauninni má segja það, þvi að sums staðareruheiðalönd- in heimalönd jarðanna, eins og til dæmis i Norðurárdalnum. En annars er hitt reglan, að fé sé rek- ið til fjalls á vorin, og það engu siður úr lágsveitunum en annars staðar. — Þeir hljóta að vera tals- vertiengi að reka á fjall, sem lengst eiga? — Já, að visu, en nú er það si- fellt að verða algengara að menn flytji féð á bilum. Tekjur af laxveiðum, — en ekki af ferðafólki — En þið stundið hér fleiri bú- greinar en þessar gömlu, hefð- bundnu, sauðféð og kýrnar? — Já, vist eru hér ýmsir hlutir sem koma eins og sjálfkrafa inn i búskapinn, eins og til dæmis veið- in. Laxveiðijarðir eru nálega um allt þetta viðlenda hérað. Ég hygg, að i allri Mýrasýslu megi telja á fingrum sér þær jarðir, sem ekkieiga einhvern aðgang að laxveiði. Þessi veiði er öll leigð, nema netaveiðin i Hvitá neðan- verðri, og vist gefur leigan af sér miklar tekjur i heild, þegar hinar stærri ár eru leigðar á milli tiu og tuttugu milljónir, yfir sumarið, hver um sig. Þetta er auðvitað mikill styrkur fyrir marga, en kemur mjög misjafnt niður, eins og nærri má geta, eftir þvi hve stór hlutdeild hverrar jarðar er i viðkomandi veiðiá. — Og árnar eru bæði margar og góðar? — Já, það eru ekki neinar ýkj- ur. Norðurá, Þverá, Grimsá og Langá mega heita hver annarri betri, — að sjálfri Hvitá ógleymdri, — og eru þá aðeins fá- ar nefndar. — Hafa ekki tekjur af ferða- mönnum farið minnkandi, þótt Borgarfjörður sé fagurt héað og flestum þyki gaman að ferðast um það? — Jú. Tekjur af ferðafólki hafa ekki fallið bændum i skaut svo að heitið geti nú um langt skeið. Nú er komið til sögunnar nýtt form, sem ég vil kalla félagsbúðir, eins og til dæmis sumarhúsin, sem B.S.R.B. hefur reist i Munaðar- nesi, og leigir út, ekki aðeins um hásumarið, heldur jafnvel lika að vetrinum. Við Hreðavatn eru komin um þrjátiu sumarhús, sem starfsfólk samvinnufélaganna hefur komið sér upp. öll þessihús skilst mér að séu fullnýtt. Við Svignaskarð er lika að risa heilt hverfi húsa, — ég held að þau séu orðin tuttugu eða meira. 1 raun og veru er það ágætt, að ferðamenning landsmanna skuli vera að taka á sig þetta snið. Gamla skipulagið — eða skipu- lagsleysið, öllur heldur, — var komið i ógöngur og horfði til vandræða. Fólkið reikaði um með tjöld sin, átti hvergi höfði sinu að halla og var- að biðja leyfis að tjalda hér eða þar. 1 misjöfnu veðurfari var þetta ákaflega ömurlegt, og þegar ailt var skipu- lagslaust, var óhjákvæmilegt að stundum kæmi til árekstra, þótt ekki sé hægt að segja að af þvi hlytust bein vandræði. Þetta hefur breytzt mjög til batnaðar, og þarf þó að breytast enn meira. Það þarf að koma upp vissum svæðum þar sem ferða- fólk getur tjaldað og verið i ró og næði. Og fólkið þarf að geta geng- ið aðþessum stöðum visum, eins og hverjum öðrum sjálfsögöum hlut. Þótt margt hafi verið vel gerti' þessum efnum, þarf að gera enn betur, til þess að allir megi vel við una. Gagnkvæmur skilningur — Þú varst að segja áðan, að ferðamenn væru bændum ekki nein tekjulind, en er samt ekki ónæði af allri þeirri umferð, sem orðin er um landið? — Vist er alltaf nokkurt ónæði af mikilli umferð, en mér dettur ekki i hug að kvarta undan ferða- fólki, yfirleitt. Það kemur mjög kurteislega fram, og ég vona, að flestir séufarnir að skilja það, að kaupstaöarbúum er lifsnauösyn að lyfta sér upp, yfirgefa bæjar- lifið um stund, og um fram allt að komast i snertingu við óspillta náttúru og fagurt umhverfi. — Þetta verða allir sveitamenn að skilja, en á hinn bóginn ber þess að vænta, að ferðafólkið skilji aö- stöðu bóndans, sem vill ekki aö ekið sé yfir engjar og tún, eöa önnur álika vanhyggja höfð i frammi. — Er ekki liklegt, að Borgar- fjörður verði i framtiðinni enn þéttbýlli og mannfleiri en hann er nú, svo búsældarlegt héraö sem hann er? — Ég vona að minnsta kosti, að byggðin hér i Borgarfirði dragist ekki meira saman er orðið er. Það er lifsnauðsyn fyrir héraðið og ibúa þess, að byggðin minnki ekki frá þvi sem nú er, og það er lika nauðsynlegt fyrir þjóðar- heildina. -VS. Ljósm. Páll Jónsson. 1 landi MunaOarness i Stafhoitstungum hefur Bandaiag starfsmanna rlkis og bæja gert myndarlcgt átak og byggt heilt hverfi orlofshúsa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.