Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.03.1978, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 8. marz 1978 VORKAU PSTEFN AN ÍSLENZK FÖT ,78 SólpUseraO samkvæmispils og tilheyrandi blússa frá Skinfaxa h.f. Timamynd: Róbert. Stuttur jakki og pils frá Dúk h.f. Blússan og fóöriö i jakkanum og pilsinu er úr sama efni. Þrflitur baösloppur frá Ceres h.f. Kaupstefnan Islensk föt ’78, átjánda fatakaupstefnan i röð- inni var haldin i Reykjavik dag- ana 1.-3. marz og þar sýndu islenzkir fataframleiðendur fjölbreyttan fatnað. Við opnun kaupstefnunnar ræddi Kristinn Guðjónsson varaformaður Fél- ags islenzkra iðnrekenda um stöðu islenzks fataiðnaðar, vandann sem að honum steðjar vegna lækkandi tolla á innflutt- um fatnaði og versnandi sam- keppnisaðstöðu. Sem dæmi um fyrirs jáanlegan vanda inn- lendrar fataframleiðslu nefndi Kristinn að 1. janúar 1980 verða tollar af innfluttum fatnaði felldir niður samkvæmt EFTA aðild og samningi við EBE. 1 nágrannalöndum okkar nýtur fataiðnaður mikilla rikisstyrkja og i Noregi nema þessir styrkir 2 1/2 til 3% af veltu fyrirtækja i iðngreininni. Islenzkir fataframleiðendur eiga því undir högg að sækja og helztu tillögur til úrbóta eru að lagt verði sérstakt jöfnunar- gjald á innfluttar vörur til að styrkja siðan islenzkan iðnað. Asókn erlendra framleiðenda á hinn þrönga islenzka markað eykst stöðugt, en segja má að innflutningur fata sé sóun á gjaldeyri og innflutningur á vinnuafli. Islenzkur fram- leiðsluiðnaður heldur einnig niðri vöruverði vegna sam- keppni sem hann veitir erlendri framleiðslu. Islenzkir fatafram- leiðendur krefjast sömu sta'rfs- aðstöðu og aðrir atvinnuvegir og þeir útlendingar sem hingað flytja vöru slna. A Vorkaupstefnu fatafram- leiðenda voru daglegar tizku- sýningar þar sem gaf að lita sýnishorn af Islenzkri fram- leiðslu, sem hvergi virðist standa að baki innfluttra fata. SKJ. Peysa á unga herra frá Les prjóni. Röndóttur baösloppur frá Ceres h.f. innanundir er módeliö f nátt- serk frá sama fyrirtæki. Kvenpeysa i norskum stfl, og köflótt karlmannspeysa frá Prjóna- stofunni Iöunni. Tfmamynd: Róbert. Stór, sfö og við tizkupeysa á ung- ar dömur frá Iðunni Tfmamynd: Róbert. Regngalli frá Sjóklæöageröinni h.f. Framleiösla Sjóklæöageröar- innar er seld undir vörumerkinu 66 N, og hefur notiö mikilla vin- sælda þar sem hún hefur veriö sýnd erlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.